Morgunblaðið - 24.01.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1986, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 19. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsina Bretland: „Mál þetta einkenn- ist af subbuskap“ Thatcher London, 23. janúar. AP. MARGRÉT Thatcher, forsœtis- ráðherra Bretlands, viðurkenndi í dag- að hún hafi vitað að Leon Brittan, viðskiptaráðherra, hefði ætlað að lauma bréfi til fjðlmiðla, sem skaðaði málstað Michaels Hesseltine, fyrrum varnarmála- ráðherra. Leiðtogar stjómarandstöðunnar víttu stjómina harðlega og Neil Handtöku- skipun á hendur Nidal Hóm, 23. janúar. AP. DOMENICO Sica, ríkissaksókn- ari, sem undanfarið hefur rann- sakað árás hryðjuverkamanna á Leonardo da Vinci-flugvöll í Róm, gaf í dag út alþjóðlega handtökuskipun á hendur hryðju verkamannaf oringjans Abu Nidal. í handtökuskipuninni er Nidal sakaður um fjöldamorð í árásinni á flugvöllinn, þar sem sextán manns biðu bana og áttatíu særðust. Meðal þeirra, sem létu lífíð í árás- inni, vom þrír hryðjuverkamann- anna §ögurra. Einn hryðjuverka- mannanna, Mohammed Sarham, lifði árásina af. Hann er nú í haldi á Ítalíu og heimildir herma að hann hafí greint frá því í yfirheyrslu að hryðjuverkamennirnir, sem gerðu árásirnar í Róm og Vín, hafi verið úr flokki Abu Nidal. Domenico Sica undirritaði hand- tökuskipunina eftir þriggja vikna yfírheyrslur á Sarham og rækilega rannsókn á lögregluskýrslum um árásimar. vissi að bréfi til Heseltine var laumað til fjölmiðla Kinnock, formaður Verkamanna- flokksins, sagði að „mál þetta ein- kenndist af subbuskap". Thatcher sagði að hún hefði ekki verið látin vita áður en bréfið var birt, en bætti við: „Það átti að gera þetta, þótt fara hefði mátt aðrar leiðir og réttari." Forsætisráðherrann á nú í mikl- um vandræðum, sem áttu upptök sín í afsögn Michaels Heseltine fyrir tveimur vikum. A þinginu í dag svaraði hún fyrirspum um birtingu bréfs frá Patrick Mayhew, aðstoð- ardómsmálaráðherra, til Heseltines. Mayhew skrifaði að Heseltine hefði veitt rangar upplýsingar í bréfi um tilboð bandarískra fyrir- tækja til að hlaupa undir bagga með Westland þyrluframleiðandan- um. Heseltine sagði af sér þremur dögum eftir að efni bréfsins birtist opinberlega. Hann sagði þá að bréfi Mayhews hefði verið komið til fjöl- miðla til að rægja sig og sinn mál- stað. Heseltine vildi að evrópskir aðilar keyptu sig inn í Westland. Stjómarandstaðan rak upp hæðnishlátur í neðri málstofu þingsins þegar Thatcher sagði að Brittan hefði talið mikilvægt að það kæmi fram að bréf Heseltines væri ónákvæmt. Áður hefur stjómarandstaðan farið fram á afsögn Brittans, ef í ljós kæmi að hann hefði átt þátt í að koma bréfinu á framfæri. Kinnock sagði að ríkisstjóm, sem laumaði út upplýsingum til þess að rægja fólk ætti að skammast sín. Heseltine segir að bréf sitt hafi hvorki verið ónákvæmt né rangt. Hann hélt fram í bréfínu að West- land myndi síður eiga þess kost að taka þátt í evrópskum framkvæmd- um á sviði þyrlusmíði, ef bandaríska fyrirtækinu Sikorsky yrði leyft að gera tilboð i breska fyrirtækið. AP/Símamynd Bjargað undan eldi Lögregla og slökkviliðsmenn f Nýju Delhí á Indlandi stóðu í ströngu við að bjarga gestum og starfsfólki á Siddarth Intercont- inental hótelinu eftir að eldur kom þar upp í gærmorgun. 38 manns Iétust af völdum reykeitrunar f eldsvoðanum og 46 manns slösuðust. 12 þúsund manns fallnir í Jemen Djibouti, 23. janúar. AP. TALIÐ er að rúmlega 12 þúsund manns hafi fallið í bardögunum í_ Jemen undanfarna ellefu daga. Átök halda áfram í úthverfum Aden, höfuðborgar Jemen, og breiðast nú til norður- og austur- héraða landsins. Um 20.000 manns hafa særst í átökunum og hafa þau valdið tjóni að verðmæti 170 milljarða króna á opinberum byggingum í smáríkinu við suðurenda Rauðahafsins. Ýmsir ættbálkar landsins hafa safnað liði og koma nú með liðsauka „Lélegnr brandari“ Bonn, 23. janúar. AP. UFFE Ellemann-Jensen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, er nú á opinberu ferðalagi í Evr- ópu. Honum hefur alls staðar verið fálega tekið af starfs- bræðrum sínum vegna þess að danska þingið felldi breyting- artillögur á stofnunarsam- þykkt Evrópubandalagsins. För Ellemann-Jensens hófst í Frakklandi og þaðan hélt hann til Spánar. í dag hélt utanríkisráð- herrann frá Spáni til Vestur- Þýskalands þar sem hann mun ræða við Hans-Dietrich Gencher utanríkisráðherra. Sósíaldemókratar í Vestur- Þýskalandi segja það lélegan brandara hjá Dönum að hafna endurbótum innan Evrópubanda- lagsins. Sjá forystugrein á miðopnu. AP/Símamynd Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakka, ræðir við starfs- bróður sinn frá Danmörku, Uffe Ellemann Jensen, í París á miðvikudagskvöld. til að leggja sitt að mörkum í átök- unum, að sögn arabísks stjómarer- indreka í Aden. í dagblaðinu AJ-Ittihad sagði í dag að átján sovéskir hemaðarsér- fræðingar hefðu beðið bana í átök- um. Sovétmennimir lentu milli stríðandi fylkinga og áttu engrar undankomu auðið. Herflokkar trúir Ali Nasser Mohammed, forseta Jemen, em nú að vígbúast til lokaorrustunnar við uppreisnarmenn þar sem friðarum- leitanir Sovétmanna hafa bmgðist. „Lík liggja eins og hráviði um allt og öll hús í Aden em annað hvort hmnin eða alsett sprengjugöt- um,“ sagði stjómarerindreki, sem er í nánu sambandi við sendiráð sitt í Aden. Enn er reynt að bjarga þeim út- lendingum, sem innlyksa em í landinu. Konunglega breska skipið Britannia lá fyrir akkemm undan Jemen í nótt eftir að hafa bjargað 209 manns til viðbótar. Þegar síðast var vitað var búist við að þeir níu íslendingar, sem búsettir em í Jemen, kæmu til Djibouti klukkan hálf þijú í nótt að staðartíma með breska skipinu Newcastle. Flóttamenn, sem nú em staddir í Djibouti, segja að ormstuflugvélar hafí skotið úr vélbyssum á útlend- inga, þar sem þeir biðu eftir að verða fluttir á brott með skipum. Um fímmhundmð manns em nú tepptir í stöðvum Sameinuðu þjóð- anna í Aden og hefur Javier Perez de Cuellar, aðalritari SÞ, farið þess á leit við hlutaðeigandi aðilja í borgarastyijöldinni í Jemen að þeir fái að yfírgefa landið. Sjá einnig „Með herskipi til Djibouti" á blaðsíðu 4. Olíuverð snarlækkar New York, 23. janúar. AP. OLÍUVERÐ snarlækkaði í dag eftir að Ahmed Zaki Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, sagði að búast mætti við að verð- ið á oliutunnu færi niður í 15 dollara og það gæti haft uggvæn- legar afleiðingar í efnahagsmál- um um heim allan. Brent hráolía úr Norðursjónum seldist síðdegis í gær á 20,5 Banda- ríkjadollara tunnan, en í dag seldist tunna, sem afgreiða á í febrúar á 18,9 dollara og tunna ætluð til afgreiðslu í mars á 18,35 dollara. Yamani sagði að Bretar og aðrar þjóðir, sem ekki væm aðilar að Samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC), ættu að komast að sam- komulagi við OPEC um að minnka framleiðslu. •„ Að öðmm kosti heldur verðhmnið linnulaust áfram,“ sagði Yamani. Sjá einnig: „Olíulækkunin skil- ar sér“ á blaðsíðu 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.