Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 3 20% hækkun refaskinna á fyrsta upp- boði ársins VERULEG verðhækkun varð á refaskínnum á fyrsta skinnaupp- boði ársins sem fram fór í Len- ingrad í vikunni og að sögn Skúla Skúlason, umboðsmanns Hudson Bay hér á landi, bendir þetta uppboð til þess að verðlag verði hagstætt á skinnum á næstunni. A uppboðinu í Leningrad varð 20% hækkun á bláref, um 30% hækkun á „shadow“-skinnum, 20% hækkun á silfurbláum skinnum og 10% hækkun á silfurrefsskinnum. Öll skinn seldust á þessu uppboði nema silfurrefsskinnin sem seldust þó að 95% leyti. Að sögn Skúla er verðlag- ið á skinnum á uppboðsmarkaðinum í Leningrad nú um 20% hærra en á hliðstæðum uppboðum í desember og því væri hér mjög greinileg verðhækkun á ferðinni. Nær eingöngu rússnesk skinn eru á uppboðinu í Leningrad en að því er Skúli segir er það engu að síður mikilsverð vísbending um verðlag skinna þar sem það er fyrsta uppboð ársins. Næsta uppboð verður í Finnlandi 27. janúar og síðan kemur uppboð á vegum Hudson Bay í New York síðast í mánuðinum. í febrúar koma síðan öll stærstu uppboðin hvert á eftir öðru. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Undirbúningur þorranns á Akureyri Á Akureyri kepptust menn við að undirbúa þorrann í gær og á þessari mynd er verið að pakka þorramatnum í neytendapakkningar hjá Hagkaupi. Nafn mannsins sem drukknaði MAÐURINN sem drukknaði í Bláa Lóninu hét Þorvaldur Emil Valdi- marsson, til heimilis að Vallargötu 20 í Keflavík. Þorvaldur heitinn var 31 árs, fæddur6. október 1954. Morgunblaðið/RAX Ómar Hallsson veitingamaður í Nausti og Björn Erlendsson matreiðslumeistari með þorratrog veitingahússins. Þorri geng- inn í garð ÞORRINN gengur í garð í dag og framundan er tími þorrablótanna. Veitingahúsið Naust endurvakti þennan þjóðlega sið fyrir nákvæm- lega 30 árum, eða 1956, og hafa vinsældir þorrablótanna vaxið ár frá ári. Matreiðslumenn Naustsins byijuðu að súrsa matinn um mán- aðamótin september/október í haust og í dag byija þeir að taka hann upp úr tunnunum og bera fyrir gesti hússins í hinum þekktu þorratrogum. Það er næstiun út í hött að auglýsa Polonez 1500 lúxusvagn á aðeins 285.630 kr. En svona geta staðreyndir lífsins verið ánægjulegar Þessi stóri og glæsilegi vagn er án efa ein hagkvæmustu kaupin í bílum í dag því þið fáið eiginleika stórrar bifreiðar á verði lítillar • 5 manna fjölskyldubíll með skutfyrir- komulagi • Þyngd 1140 kg • Elektrónisk kveikja •Ökuljós stillanleg í tengslum við hleðslu • ítölsk hönnun • Hliðarbitar í hurðum •Stillanlegt stýri • Upphituð afturrúða •Slitsterkt tau á sætum • Diskahemlar á öllum hjólum POLONEZUMBOÐIÐÁRMÚLA 23, 685870 - 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.