Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 13 Vilborg: Ég hef verið með yngri strákinn. En nú er hann hjá pabba sínum — í kringum frumsýninguna. Og eldri strákurinn hefur verið hjá Helga í vetur í Reykjavík. Hann er byijaður í skóla og Helgi er að leika í Land míns föður hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Blm.: Hefur ekkert verið erfitt að hafa litla pjakkinn í vetur með öllum þessum æfingum? Vilborg: Nei, það er ekki æft svo mikið á kvöldin. En í kringum frum- sýningu er maður alveg óalandi og ófeijandi. Þá eru gerðar svo miklar kröfur til manns í leikhúsinu að ekkert er eftir að gefa þegar heim kemur. Þegar ég minnist á þetta dettur mér í hug saga sem einn kennara minna í Leiklistarskólan- um sagði: Það var leikstjóri í Finn- landi sem fiutti alltaf að heiman í kringum frumsýningar — bjó þá í annarri íbúð sem hann átti í mið- borginni rétt hjá leikhúsinu. Öllum til mikillar hugarhægðar því hann var gjörsamlega óþolandi á þessu tímabili! Þetta er algengt með leik- ara og leikstjóra. Blm.: Hvemig er annars að vera leikari hér á landi? Vilborg: Það má segja að það sé ljúfsárt. Leikaramenntun er ofsa- lega góð menntun. Hún þjálfar svo margt í manni. Menn þjálfast í söng, upplestri, leikrænni tjáningu og stunda líkamsrækt. Maður ætti að geta gert allt sem mann langar eftir að hafa farið í gegnum leiklist- norðan væri svo mikil kyrrð — svo rólegt. Þér finnst ekkert of rólegt? Vilborg: Ég get lagað mig að aðstæðum. Eg bjóst ekki við neinu Jet-set“-lífi héma. Það eru margir fletir á mér. Stundum finnst mér gaman að vera innan um fólk — en stundum finnst mér það mjög erfitt. Þá vil ég vera ein — jafnvel úti í sveit, hlusta á fuglana og horfa upp í himininn. En þegar ég vil skemmta mér geri ég það og geri það ærlega. Blm.: Hve lengi ertu ráðin hér hjá Leikfélaginu? Vilborg: Ég er lausráðin — kom upphaflega í eitt stykki, Jólaævin- týrið. Það vill oft verða að menn haldi svo áfram, það er hagstæðast. Við reiknuðum það út að gamni okkar um daginn að ef við flygjum norður um helgar til að sýna þá myndum við hafa um 500 krónur í laun á viku! Hitt færi í flugið. Þannig að það borgar sig varla .. . Ég er eins og farandverkamaður. Veit ekkert hvar ég verð næsta vetur. Það er líka gott að breyta til — holit að leika ekki alltaf fýrir framan sama fólkið. (Það er farið að rökkva úti og rökkur er líka í stofunni. Hefur reyndar verið allan tímann. Kaffið í hvíta bollanum er orðið kalt — blaðamaðurinn gleymdi að drekka það. Leikaramir tveir skiptast á orðum sem eiga ekki að heyrast út í sal. Eftir nokkra stund kveður blaðamaðurinn, opnar útidymar og gengur niður tröppumar. Hann hverfur út af sviðinu vinstra megin „Þetta er yðar gervi. í þessu gervi verðið þér að sýngja, með sópinn i annarri hendi og helst barnið á handleggnum, að minnstakosti tuskubarn, og skolfötuna ekki meiren sosum tíu sentímetra frá fætinum ...“ Feilan Ó. Feilan (Theódór Júlíusson) og Lóa (Vilborg) i Silfurtúnglinu. amám. Hugsunin verður að vera þori, get og vil. Og mér finnst að leikræn tjáning ætti að vera kennd í skólum eins og teikning. Það er agalegt að menn skuli ekki geta tjáð sig almennilega. Ég er stundum svo feimin að ég þori ekki að heilsa fólki, og þá er haldið að maður sé svona hrokafull- ur. Leikaraímyndin er nefnilega ekki rétt. Leikarinn er ekki sá sem er aldrei feiminn; sá sem stendur alltaf upp í partýjum og segir brandara. Blm.: Þú sagði áðan að hér fýrir .. .... . ............ en leikkonan stendur á því miðju með vindil í hendinni.) Tjaldið P.s. Vilborg fæddist í Kópavogi og bjó þar sem bam. En síðan 1975 hefur hún búið í Reykjavík. Hún er 28 ára („átta ár síðan ég varð stúdent! — ótrúlegt. Tíminn er eins ogorrustuþota," sagði hún). Texti og myndir: Skapti Hallgímsson Unaðsparadísin Spánn — eða ... Af reynslu þýskra útflyljenda Versti óvinur þeirra er leiði. Aðaliðja þessara eftirlaunaþega, sem leituðu síðbúnir lífsfyllingar sem dvalargestir í spánskri útlegð, er bundin forgarði húsanna: vökva, bera á og slá blettinn. — Hið „græna“ tilbreytingarleysi. „Aðeins atvinnuleysingjamir okkar þola þennan eilífa sunnudag, því þeir eiga þó von,“ hæðist spánski félagsfræðingurinn Mario Gaviria að erlendu eftirlaunaþegun- um við Miðjarðarhaf. Fyrir utan þær um það bil 40 milljónir ferðamanna, sem flæða árlega yfir spönsku strandlengjuna, hefur innanríkisráðuneytið í Madrid skráða árið 1984 um 22.139 Þjóð- veija með fasta búsetu á Spáni. Alþjóðasamtök erlendra landeig- enda telja þó að um 250 þúsund Þjóðveijar búi á Spáni, oftast óopin- berlega og án löglegs dvalarleyfis. Þjóðveijinn Tim Esser, frétta- maður og fyrrverandi „hippi“, telur að yfirvöld þau er fara með málefni þessara erlendu íbúa viti ekki einu sinni hve margir Þjóðveijar búi t.d. á eyjunum Mallorca og Ibiza. En það telur hann sig einan vita. Hann gaf út á eyjunum stærsta þýska dagblaðið, sem gefið er út fyrir útlendinga í Evrópu, fyrir um 30.000 þýska lesendur. Séra Wolpert frá þýsku kaþólsku kirkjunni á hinni spönsku Benidorm kallar þessa dvalargesti, sem komu til að eyða rólegu ævikvöldi sínu á sólríkum stað, „rótslitin tré“. Eftir flórtán ára reynslu segist hann vita að „á þeirra aldri nái ekki nærri allir fótfestu á þessari ókunnu jörð“. Gott dæmi þar um er eftirlauna- þeginn og fyrrverandi kaupmaður- inn Hans Otto Braun, frá Garmisch — Partenkirchen. Hann lenti í ósátt við alla sína þýsku nágranna. Hann dró sig í hlé í skjóli bókaskáps síns, þar sem eingöngu var að fínna stóra þýska alfræðibók, „Grosse Brock- haus“ frá árinu 1952. Hann braust áfram frá A til M, þá gaf hann upp öndina. „Þetta er verra en fangelsi ef maður hefur ekkert samband lengur við annað fólk,“ sagði ekkja hans. Heilsa þessa eftirlauna-, hjóna- fólks verður fljótt helsta vandamál- ið. Það spyr sjálft sig, í næstum þrúgandi martröð: „Hvort okkar deyr á undan f þessu framandi landi, hver verður þá eftir, gamall og einmana?" Óttinn við að verða gamall og einmana í spánskri eftir- launaútlegð rænir suma ótímabært lífslöngunni. Samtals á rúmlega ein milljón útlendinga einbýlishús, íbúð eða landskika á Spáni. Fyrir utan Þjóð- veija eru það aðallega Englending- ar, Frakkar, Hollendingar og Norð- urlandabúar sem hér um ræðir. Hagfræðingurinn Francisco Jurado Arrones frá Malaga sagði svo fyrir fimm árum í bók sinni „Espana En Venta“:, „Sala föður- lands okkar er áhættusöm." Strax, þegar eftirspumin eftir landi hafði náð hámarki, héldu spönsku herim- ir sig fast við að ná fram lögum, sem áður hafði ekki verið sinnt að fylgja. Lög þessi bönnuðu sölu á hemaðarlega mikilvægum strand- svæðum við Cartagena, í kring um Gíbraltar og á Kanaríeyjum. Enn í dag versla yfír eitt þúsund mangarar og gróðabrallarar með spánska jörð og híbýli. í Þýskalandi einu finnast 220 slíkar Spánar- skrifstofur. Á síðastliðnu ári (1983) námu slík land- og fasteignavið- skipti á Spáni um meira en helming allra utanlandsfjárfestinga eða yfir um tvo milljarða marka. Jafnvel ítalska mafían fjárfesti hluta gróða síns af heróínsölu í fasteignum við Costa Blanca. En ímynd hinnar unaðslegu para- „ Aldraðir þýskir út- flytjendur gerðu sér háar vonir um „para- dís“ á Spáni, en nú lifa þeir eins og í „ghetto“, segir m.a. í grein í Der Spiegei um þá aldur- hnignu Þjóðverja, sem keypt hafa húseignir á Spáni til þess að eyða þar ævikvöldinu. Fer greinin hér á eftir, þýdd og endur- sögð. dísar sem hinir efnuðu erlendu innflytjendur vonuðust til að verða aðnjótendi að, er blekking. „Við húkum hér öll í einni kös, eins og í „ghetto" og emm hætt að þola hvert annað," kvartar kaupmaður einn frá Köln. Spánski menntaskólakennarinn José Rubio Sáez, sem hingað til er einn fárra Spánveija sem fá að búa í „Panorama“-þyrpingunni við Benidorm, sér hina rosknu ná- granna sína sem, „ókurteisar, óánægðar og árásargjamar persón- ur“. Rubio, sem lagði stund á bók- menntanám í Freiburg í Þýskalandi, og á góðar endurminningar um Þjóðveija síðan hefur velt því fyrir sér hvers vegna þeir séu svo óþol- andi erlendis. Tortryggni og deilur grugga hina rólegu tilveru þessa eftirlaunafólks. „Það snýst allt um peninga," segir kona ein sem er húseigandi. Auka- kostnaður fyrir hvert hús við ströndina hleypur frá 8 til 10 þús-. und mörkum á ári. Þá er þráttað um réttláta skiptingu hlaupandi gjalda fyrir rafmagn, vatn og sorp- hreinsun, um stærð póstkassanna eða um kosningu forseta húseig- endasamtaka. Þá getur minnsta tilefni leitt til handalögmála. Þannig fór á fundi húseigenda í hinni 650 húseigna þyrpingu „Panorama". Á hinu þurra landsvæði umhverfis Benidorm skammta yfirvöld hveiju húsi að- eins 15 kúbikmetra af vatni á mán- uði. Ef um vatnsnotkun yfir þessu hámarki er að ræða er húseigendum ógnað með sekt, allt að 5.500 mörkum. Stundum er jafnvel lokað fyrir vatnsrennslið. Það er aðeins hægt að fylla sameiginlega sundlaug „Panor- ama“-svæðisins með aðfluttu vatni, sem keyrt er að í tankbfl. Kostnaður vegna hinna nauðsynlegu 500 kúb- ikmetra er um 3.000 mörk. Þeir sem ekki notuðu sundlaug- ina vildu ekki taka þátt í kostnaðin- um. Vegna þess lenti samankomn- um húseigendum í fundarsal veit- ingahússins „Kaskade" svo saman, að úr urðu handalögmál og bar- smíðar. Að lokum skakkaði lögregl- an leikinn. Flestir hinna fullorðnu útflytj- enda frá Þýskalandi þekkja ekki öllu fleiri Spánveija en þá embætt- ismenn sem fara með mál þeirra. Það hefur þó spurst út að sósíalistar stjómi landinu, þar eð þeir vilja hafa af þessu fólki peninga. Fjár- mála- og viðskiptaráðherrann, Miguel Boyer, gaf út fyrirmæli um að ekki aðeins skyldi leita uppi spánska skattsvikara, heldur einnig að fínkemba ætti strandlengjuna til að laga halla spánska ríkiskassans. Ráðuneyti hans reiknaðist til að ef allir íbúar Spánar, einnig dvalar- gestir erlendir, greiddu skatta sína, kæmu tekjur ríkisins til með að aukast um eina billjón peseta á ári. Á Benidorm einni hafa skattrann- sóknarmenn nú þegar uppgötvað 12.000 erlendar fasteignir sem aldrei hefur verið greiddur eignar- skattur af. Spönsku embættismennimir ganga einarðlega að syndaselunum. I embættisblaði svæðisins, sem auðvitað er ekki lesið af útlendum eftirlaunaþegum er þar búa, er skuldunautum tilkynnt um greiðslu- frest gjaldfallinna skatta. Greiði eigendur ekki innan tiltekins tíma er lagt hald á eignina og hún boðin upp. Þannig fór fyrir Hollendingnum Hendrik Wischers þegar hann hvarf heim til Hollands um nokkurra vikna skeið og skildi hús sitt á Alfaz del Pi eftir autt. Þegar hann kom til baka hafði verið skipt um lás á húsinu sem hann hafði ekki greitt skatt af. Til dyranna kom ókunnug- ur en vingjamlegur og brosandi maður, sem kynnti sig sem nýjan eiganda hússins. Alþjóðasamtök erlendra landeig- enda hafa komið upp viðvömnar- kerfí fyrir meðlimi sína, þar sem skráðir vom ekki færri en 5.135 húseigendur, sem áttu ógreidda skatta, á tímabilinu maí ti júlí. Forseti samtakanna Per Svenson segir: „Margir útflytjendanna halda ennþá að þeir þurfi ekki að greiða neina skatta, en verða svo furðu lostnir þegar annað kemur í ljós.“ Sumir missa áhugann á hinni unaðslegu paradís eftirlaunafólks vegna þessa stranga eftirlits. Þjóðveiji einn á Mallorca segir: „Hér elskar maður sólina, hreina loftið og hlýjan sjóinn. Á meðan Franco var og hét elskaði maður ennþá fólkið. En ekki lengur, því ernú verr ...“. Þýtt og endursagt úr v-þýska fréttablaðinu Der Spiegel, 3. sept. 1984. Þýðandi Halldóra Kristjánsdóttir. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri: Bjarghringir og krókstjakar á Eimskipafélagsbryggju MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Guð- mundi Sigurbjörnssyni, hafnar- stjóra á Akureyri: Vegna þeirrar um^ollunar sem verið hefur í fjölmiðlum, vegna þess atburðar er skipveija á rækjuskip- inu Hersi var bjargað í Akureyrar- höfn aðfaranótt 11. janúar sl. finnst mér nauðsynlegt að eftirfarandi upplýsingar komi fram: Hafnarbakkinn sem Hersir lá við er 144 metra langur stálþilsbakki og liggur samsíða landi. Við annan enda hans er hlaðið gijót, en við hinn endann er hlaðið gijót og fjara. Utan á þessu umrædda stálþili em 6 stigar. Vömgeymsla Eim- skipafélags íslands hf., sem er 80 metra langt hús stendur 25 metra frá bryggjukantinum samsíða hon- um. Á báðum homum hússins sem snúa að bryggjukantinum em bjarghringir með 20 metra langri viðfestri snúm og 6 metra langir krókstjakar. Jákvæðar umræður um öryggis- mál í höfnum og ábendingar um það sem betur mætti fara em nauðsynlegar, en neikvæð gagnrýni og rangfærslur em engum til góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.