Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 Nú seljum við með verulegum afslætti 107 örlítið útlitsgallaða kæliskápa og frystiskápa af ýmsum stærðum og litum. Til að kóróna allt, bjóðum við líka sérstök janúar-greiðslukjör aðeins 20% útborgun og eftirstöðvarnar til allt að 6 mánaða. Ármúla 1a, s: 91-686117 Elias Canetti: Ævisaga Erlondar bækur Siglaugur Brynleifsson Elias Canetti: Die gerettete Zunge - Geschicte einer Jugend. Die Fackel im Ohr - Lebensgesc- hichte 1921-1931. Das Augenspi- el - Lebensgeschicte 1931-1937. Carl Hanser. Verlag 1977-1986. Mál, heym og sjón eru lyklamir að skjmjun heimsins. Viðfangsefni fyrsta bindis er bamæska og æska höfundar. Hann er af spænsk- júðskum ættum. Forfeður hans flæmdust frá Spáni fyrir öldum í ofsóknum og harðræðum og settust að í Búlgaríu. Hann elst upp í smábæ, Rustschuk, þar sem for- feður hans f móðurætt höfðu stund- að ábatasama kaupsýslu, föðurætt hans var frá Adrianopel. Móðuraf- inn stjómaði klaninu af fullmiklum strangleika og var ekkert hrifinn þegar eftirlætisdóttir hans giftist „uppa“ frá Adrianopel. Canetti ólst upp í umhverfi þar sem kenndi margra þjóða og þjóð- brota, Búlgara, Tyrkja, Spánverja og gyðinga, málheimur hans í bemsku var spænska, eins og hún var töluð á Spáni fyrir mörgum öldum. Hann lýsir nánasta skyldu- liði, umhverfi, skólagöngu og síðan flytur fjölskylda hans til Englands, þar sem hún dvelur í Manchester á þeim ámm sem breska heimsveldið var tvímælalaust heimsveldi, á fyrsta áratug þessarar aldar. Hann lýsir skólagöngu, minnisstæðum atburðum, svo sem Titanic-slysinu og helför Scotts á Suðurskautsl- andinu. Síðan berst hann til Vínar- borgar og þaðan til Zúrich. Hann missir föður sinn þegar hann er sjö ára ogtregaði hann alla tíð. Lýsing- in á móðurinni er mögnuð og þeirri spennu sem var milli hennar og Elias Canetti höfundar. Höfundur lýsir nærfæm- islega aukinni sjálfsvitund og fyrstu upplifun sinni í nýjum heimi skáld- skaparins. 1921-1931 var tímabil óðaverð- bólgu, pólitískra morða, verkaman- nauppreisna og þó fyrst og fremst eigið þróunartímabil Canettis, sem rithöfundar. Bamæskan var löngu liðin og æskan einnig og hann kynnist köldum heimi, heimi and- stæðnanna, sem birtist í „Die Blendung", sem er uppgjör Canettis ekki síst við móðurina og sem lýkur í bmnarústum. Múgurinn, dauðinn og virðing einstaklingsins verða höfúðþemu Canettis þegar þessu tímabili ævi hans lýkur. Ábyrgð einstaklingsins, einstaklingurinn sem. kosmos verða viðfangsefni hans ekki síst fyrir áhrif Karls Krauss, en hann var meistari Ca- nettis fremur öðrum. Síðasti hluti ævisögunnar kom út í ár og nær frá 1931-1937. Það á að vera lokabindið. Þá var „Die Blendung" og leikritið „Hochzeit" fullunnin og Canetti var fullmótað- ur höfundur. Hann dvelur í Vínar- borg og kynnist Hermann Broch og Robert Musil og fleimm, mynd- höggvaranum Wortmba og tón- skáldinu Alban Berg. Lýsingar hans á þessum einstaklingum og mörg- um fleirum, svo sem Kraus, Joyce, Werfel og Kokoschka verða minnis- stæðar, hann hlífir engum og síst sjálfum sér þegar hann lýsir við- skiptum sínum við samferðamenn. Canetti var og er einstakur mannþekkjari og honum virtist gefið að sjá inn fyrir það gervi, sem menn tjalda gagnvart umhverfi sínu. Hann fór inn fyrir þessa brot- hættu skum, sem oft þarf lítið til að raskist. Valdagræðgin og hræsn- in em inntak ekki síst í „Masse und Macht" og hann kynnist þeim ein- kennum í fari Qölmargra samferða- manna sinna á þessum ámm. Hann segir einhvers staðar í þessu lokabindi, „að skemmtileg- asta viðfangsefni mitt er maðurinn sjálfur". Tveggja manna tal sé lykill allrar menningar. Dr. Sonne er sú persóna þessa bindis, sem Canetti virðir mest allra manna og lýsingin á þessum dularfulla manni minnir á lýsingu á vitringum fortíð- arinnar. Canetti lýsir þessum evrópska heimi, íjölbreytileikanum, litauðugu mannlífi, heimi skáldskapar og lista og ekki aðeins þeirra tíma sem hann lifði, einnig fortíðinni. Balkan- skaginn var afskorinn frá Evrópu, svo mjög að þar var talað um að „fara til Evrópu" þegar ekið var yfir landamærin inn í austurríska keisaradæmið. Austur og vestur tvinnuðust á Balkanskaga á upp- vaxtarámm Canettis. Sem rithöf- undur kaus Canetti sér þýsku og telst nú til þeirra, sem listilegast skrifa á þeirri tungu. - yMögnuð fyrirbœri á LYSI Skdkaðu skammdegi og kuida... /liögnuð vítamín Grandavegi42, Reykjavík, sími 91-28777. Magnamín. 24 nauðsynleg vítamín og steinefni sem íslendingar áöllumaldri þarfnast. bœtiefna ’**. belgimir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.