Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 20 Harðir bardagar í Líbanonsfjöllum 99 inni'mr AP Beirút, 23. janúar. AP. KRISTNIR menn og múhameðstrúar börðust í nótt með stórskotaliði og skriðdrekum á miðhálendi Líbanons. Vopnahléi var komið á í morgun en það stóð aðeins í skamma stund. Elie Hobeika, sem barðist við Gemayel forseta um forystuna fyrir kristnum mönnum og laut í lægra haldi, kom í gær til Damaskus í Sýrlandi og átti í alla nótt viðræður við Abdul-Halim Khaddam, vara- forseta Sýrlands. Khaddam er aðal- höfundur friðarsamningsins, sem gerður var á dögunum og sam- þykktur af leiðtogum drúsa og shíta og Hibeika fyrir hönd kristinna manna. A þann samning hefur Gemayel ekki viljað fallast. í líb- önskum fjölmiðlum segir að viðræð- umar snúist um hvemig unnt sé að koma Gemayel frá. Bardagamir í nótt og dag hafa verið harðastir við ættborg Gemay- els, Bikfaya, og Dhour Shweir, bæ sem byggður er múhameðstrúar- mönnum. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, sagði í gær að svo gæti farið að stríðseldamir loguðu brátt um landiðallt. - Biskupinn og baráttukonan AP/Símamynd Desmond Tutu, biskup í Suður-Afríku, er nú á ferð í Bandaríkjunum og var m.a. viðstaddur þegar afhjúpaður var minnisvarði um Martin Luther King. Kom hann tíl Detroit um miðjan mánuðinn og tók þar á móti honum kona, sem á sinum tima kom ekki alllítið við sögu í rétt- indabaráttu svartra manna í Bandaríkjunum. Heitir hún Rosa Parks. Árið 1955 neitaði hún að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í Montgomery i Alabama og færa sig aftast i hann eins og svertingjum var þá uppálagt. Var þetta atvik upphafið að miklum átökum og mannréttindabaráttu undir forystu Martins Luthers King. Sviss: Hertar regl- ur gagnvart flóttamönnum AP/SImamynd Síkhar eru audþekktir af túrbaninum, sem er tráartákn í þeirra augum. Hér haldast i hendur tveir indverskir lögreglymenn, sá með einkennishúf una er hindúi en hinn síkhi. Síkhitapar túrban-máli Stokkhóbni, 23. janúar. AP. SIKHI, sem starfað hefur sem bilstjóri hjá Strætisvögnum Gautaborgar og neitaði að setja upp einkennishúfu í stað túr- bansins, tapaði i dag máli gegn vinnuveitanda sinum fyrir félags- dómi. Hefur þetta mál vakið mikla athygli i Sviþjóð. Félagsdómur ógilti úrskurð, bera túrban, sem er trúartákn sem héraðsdómur kvað upp og var sikhanum í vil. Vinnuveitand- inn áfrýjaði úrskurðinum, sem kvað á um að uppsögnin væri ógild og fyrirtækinu bæri að greiða hónum óskert laun frá þvi í nóvember 1984, svo og máls- kostnað og 15.000 s.kr. í miska- bætur. Urskurður félagsdóms varðaði ekki rétt bflstjórans til þess að hjá sikhum, heldur hélt fram rétti vinnuveitandans til að segja upp starfsmanni, sem neitar að virða starfsregiur og ákvarðanir um tilfærslu innan fyrirtækisins. Ekki er kostur á frekari mál- skotum í Svíþjóð, en Stokkhólms- blaðið Dagens Nyheter segir frá því í dag, að sikhinn ætli að fara með málið til Evrópudómstólsins í Strasbourg. Bern, 23. janúar. AP. YFIRVÖLD í Sviss hafa ákveðið að herða mjög reglur um viðtöku erlendra borgara sem leita hælis í Sviss, en beiðnir um slíkt hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Það voru einkum Tyrkir og Tamilar frá Sri Lanka, sem aukið hafa strauminn til Sviss. Þá eru einnig sérstakar aðgerðir fyrirhugaðar gegn þeim, sem grun- aðir eru um sambönd í fíkniefna- Geimflugi frestað um sólarhring Kanaveralhöfða, 23. janúar. AP. ÁKVEÐIÐ var i dag að fresta för geimfeijunnar Challenger um einn dag vegna þess að skyggni er siæmt á lendingar- svæði, sem notað yrði í neyð ef eitthvað bæri út af í flugtaki. Geimskot verður því reynt á sunnudag. Frestunin var ákveðin vegna veðurs í Dakar í Senegal, þar sem er varavöllur. Flugvöllurinn í Casa- blanca í Marokkó var í dag ákveðinn sem viðbótar varaflugvöllur vegna veðurskilyrða í Dakar. í áhöfn Challenger verður 37 ára bandarísk kennslukona, Christa McAuliffe, og meðan á ferðinni stendur gerir hún ekki hlé á kennsl- unni, því hún mun stýra tveimur 15 mínútna kennslustundum utan úr geimnum. Hún verður í beinu samandi við nemendur um gervi- hnött og verður kennslustundunum jafnframt sjónvarpað inn á banda- rísk heimili. heiminum, en í síðustu viku kom upp mál er varðaði Tamila sem grunaður var um að vera dreifandi fíkniefna. Herferð stjómvalda felst meðal annars í því að dreifa upplýs- ingum í gegn um svissnesk sendi- ráð, þar sem fram kemur hvaða skilyrði þurfí að uppfylla til þess að fá landvistarleyfí sem pólitískur flóttamaður. Er herferðinni einkum beint gegn smyglhringjum, sem platað hafa fólk til að sækja um hæli með loforðum um velborguð störf og annað slíkt. Þá er einnig gert ráð fyrir að afgreiðslu um- sókna verði hraðað. 9.703 sóttu um hæli í Sviss á síðasta ári, sem er 30% meira en var árið 1984. Meðal þessara voru 3.844 Tyrkir og 2.764 Tamilar. Meira en 20 þúsund manns bíða nú eftir því að umsókn þeirra um landvistarleyfí í Sviss verði svarað. Fjöldi manns fórst í eldsvoða í Nvju Delhí Nýju Deihí, 23. ianúar. AP. Nýju Delhl, 23. janúar. AP. AÐ MINNSTA kosti 38 manns biðu bana í eldsvoða í glæsihóteli i Nýju Delhi i nótt. Eldurinn kom upp á götuhæð hótelsins og breiddist ört út á tvær næstu hæðir fyrir ofan. Mikinn reyk lagði af eldinum og umlukti hann allar efri hæðir hússins. Talið er, að flestir þeirra, sem fórust, hafí kafnað af völdum reyks, en nokkrir létust af völdum meiðsla, sem þeir hlutu, er þeir rejmdu að flýja eldinn með því að kasta sér út unrglugga. A meðal hinna látnu voru 20 útlendingar, þeirra á meðal að minnsta kosti þrír Bretar, tveir Japanir og einn Bandaríkjamaður. „Við fundum lík á hverri hæð,“ var haft eftir lögreglumanni, sem að- stoðaði við að bjarga fólki út úr hótelinu. „Sumir þeirra voru enn f rúmum sínum, aðrir á göngunum." Auk látinna voru 38 mann aðrir illa haldnir af völdum eldsins. Höfðu sumir þeirra brennzt illa en aðrir hlotið reykeitrun. í dag var enn ókunnugt um elds- upptök, en bollaleggingar voru uppi um, að þau gætu átt rót sína a< rekja til skammhlaups í rafmagns kerfi hússins. Hótelið heitir Siddharth Inter continental. Síðdegis í dag hafð lögreglan í Nýju Delhi byijað rann sókn sína í málinu. Var stjóm hót elsins gefín að sök gróf vanræksk í starfí. Enginn hafði þó verii handtekinn enn vegna málsins. Suður-Afríka: Fimmtándevja í ættbálkaátökum sem afskapleg fátækt ríkir, norður á bóginn í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Þar eru Zulu-menn fyr- ir, sem eru lítt hrifnir af því að Pondo-menn bjóði fram vinnuafl sitt á talsvert lægra verði en þeir. Átök hafa brotist út frá því í nóv- embermánuði á síðasta ári, en í gær hófust þau að sögn lögreglu með því að Zulumaður var brenndur á báli. Jóhannesarborg, 23. janúar. AP. FIMMTÁN manns létust og margir særðust í átökum ættbálka í héruðum suður af borginni Durban. Ættbálkum þar hefur ekki lent saman síðan síðari hluta desembermánaðar, en þá létust 65 i slíkum átökum. Gagnrýnendur kynþáttastefnu ríkisstjómar Suður-Afríku segja átök af þessu tagi eiga rætur sínar að rekja til hennar, meðal annars vegna þeirrar stefnu að stofna til svokallaðra heimalanda fyrir hina ólíku kynþætti. í þeim kynþáttaeij- um sem hér um ræðir, eigast við annars vegar Zulu-menn, en ætt- bálkur þeirra er fjölmennastur í Suður-Afríku og telur 6 milljónir manna, og Pondo-menn, sem eru talsvert færri. Pondo-menn hafa hrökklast frá heimalandi sínu þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.