Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1986 33 Minning — Ólafur A. Kristfánsson Fæddur25.júlí 1904 Dáinn 16.janúarl986 Tíminn heldur áfram og með dauðanum virðist lífíð staðna. En mælt er af vitrum mönnum og viskufullum bókum, að lífíð sé ódauðlegt. Hvort maður berst með Einheij- um í Valhöll, lifí í Eden með Jesú, í skrúðgarði Allah, hirðir kýmar með Krishna eða samlagast nirvana Búdda, þá kenna Eddumar, Biblían og Kóraninn og Vedumar sama fróðleik um ferðalag sálarinnar. Einnig lifa fyrirmyndir í þjóð- félögum. Ávallt þegar ég hugsa til afa míns, Ólafs A. Kristjánssonar, og hans heiðvirðu eiginleika dettur mér í huga vísa Hallgríms Péturs- sonar „Lítillátur, ljúfur, kátur." Hann var gæddur svo mörgum fyrirmyndareiginleikum. Gæska hans var einstök. Að gefa alltaf af sér án þess að búast við nokkm í staðinn er sjaldgæft. Hann var ljúf- ur í umgengni og lifði lífínu án þess að þurfa að troða öðmm mönnum um tær. Með því að umgangast hann og afkomendur hans fínnst mér ég hafa lært margt sem var ríkara í fari hans en flestra annarra, sem ég hef kynnst, svo sem kurteisi og umburðarlyndi. Það sýnir sig í lífí afa og ævi- ferli, að það að vera slunginn og sleipur ber ekki sama ávöxt að lokum eins og ljúfmennska og lítil- læti. Synir hans bera uppmna sínum og uppeldi vitni. Þeir em óáreitnir og sjálfum sér nægir og í hjarta sínu velviljaðir öllum. Ég bið að guð gefi að þeirra afkomendur megi bera sama ávöxtinn. Persónuleiki afa var eftirtektar- verður þótt hann bærist ekki á í daglegu lífi sínu. Mamma nefndi oft hve mikill herramaður hann var. Þá hugsaði ég ekki mikið út í hvað hún meinti og þótti nokkur yfírlætisbragur á þeirri nafngift. En síðar sá ég hvað þetta orð aðlag- aðist honum vel. Velvild og ljúf- mennska var svo ríkur þáttur í fari hans að hann var sannkallaður herramaður í orðsins bestu merk- ingu. Ég kveð afa minn með virðingu ogþökk. Ólafur Ágúst Aðaisteinsson Janúar-kjörin á Gaggenau heimilistækjunum eru hreint ótrúleg Aðeins 10% útborgun og eftirstöðvarnar til allt að 6 mánaða Þorramaturinn frá SS er úrvals góðgæti: sviðakjammar, hangikjöt, hrútspungar, hákarl, súr hvalur, bringukollur, Iifrapylsa, blóðmör, lundabaggar, svínasulta, rófu- stappa, harðfiskur og smjör. Enginn verður svikinn af þessum þjóðlega mat, sem fæst í lausri vigt eftir þínu eigin vali. í SS búðunum gefst þér einnig kostur á blönduðum þorramat í hentugum fjölskyldupakkningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.