Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 „Sja&u barcc &Jugun í homum ■' þcnu llkjast mannsoiugum Með morgunkaffínu Ég notaði handklæðið bara öðrum megin. HÖGNI HREKKVÍSI „ /ELNE'... KE/V1UR. pÖBKKt &R3ÁLPDA BíKJA • ■ ... OG PÍÆMIK SaKNAVAGNINUAA' " Fyrirspurn um vaxta- frádrátt húsbyggjenda Til Velvakanda. A þeim tíma sem mikið er rætt um húsbyggjendur og vanda þeirra, vil ég bera fram nokkrar fyrirspum- ir varðandi vaxtafrádrátt þeirra húsbyggjenda eða húskaupenda sem era að eignast sitt fyrsta hús- næði. Vona ég að fjármálaráðuneyt- ið sjái sér fært að leysa úr þessum fyrirspumum — það kæmi sér mjög vel að fá svörin áður en skilafrestur á skattskýrslum rennur út. 1. Hver er mismunur á vísitölu- og vaxtaskuld húskaupanda: a. við banka b. við byggingarsamvinnufélag c. við verkamannabústaðakerfíð d. við þá sem eiga viðskipti beint við byggingaraðila e. við þá sem festa kaup á eldra húsnaeði? 2. í hvaða tilfellum gagnar 51. gr. laga nr. 75/1981 og hvaða for- sendur vora fyrir setningu þess- ara laga? 3. Hvemig stendur á því að farið er eftir orðalagi í kaupsamning- um, um hvort vextir og vísitala era frádráttarbær til skatts? 4. Því sitjum við ekki allir við sama borð þegar um er að ræða vaxta- og vísitölufrádrátt á opinberam gjöldum? 3668-5700 GÓÐ SJÓNVARPSDAGSKRÁ Til Velvakanda. VS skrifar. Mig langar til að þakka hinum nýja dagskrárstjóra sjónvarps, Hrafni Gunnlaugssyni, fyrir ein- staka framtakssemi. Bubbi, Megas, Stuðmenn, nýr afþreyingarþáttur fyrir unglinga — er hægt að hugsa sér það betra? í mörg ár, kannski frá upphafí sjónvarpsins, hefur dagskráin verið með eindæmum léleg, — engin furða þó myndbönd hafí selst vel. Það hefur lítið verið um breytingar í allan þennan tíma. Einnig má fullyrða að bæði Bubbi og Megas hafa verið útilokaðir frá þessari stofnun. En svo kemur nýr dagskrárstjóri og dagskráin er gerbreytt. Vonandi verður haldið áfram á þessari braut, en síðast en ekki síst: Þakka þér Hrafn. Víkverji skrifar Islendingar era ekki einir um það að hafa áhyggjur af móðurmál- inu. Ekki slorlegri karlar en Frakk- ar gerast kvíðnir og órólegir. Mit- terrand forseti hvatti menn til þess að sofna ekki á verðinum þegar hann ávarpaði Vísindaakademíuna frönsku nú á dögunum. Hann full- yrti þá meðal annars: „Ef franskri tungu auðnast ekki að aðlaga sig rafeindavísindunum mun hún verða fyrir óbætanlegu tjóni;“ og bætti við að það yrði þá enn einn sigurinn fyrir engilsaxann. En það er hægara sagt en gert að verjast áföllunum í þeirri hol- skeflu nýyrða sem er ein afleiðing tæknibyltingarinnar. Smádæmi úr hversdagslífínu: Enskur blaðamað- ur kvartaði undan því í greinarkomi fyrir skemmstu hvemig ýms orð sem væra honum ennþá töm vektu kátínu með yngri kynslóðinni ef hún skildi þau þá á annað borð. Hann hafði til dæmis verið að rabba um hljómlist við unga stúlku þegar hún byijaði allt í einu að flissa. Hann hafði notað orðið „grammófónn", og hún hafði haldið hann vera að gera að gamni sínu. XXX Ef franskan er á undanhaldi — höfðingjamálið sem var alls- ráðandi í glæsisölum hallanna þar sem furstamir og erindrekar þeirra réðu ráðum sínum — þá er ekki að undra þó að við eigum í vök að veijast íslendingar. Það er enda ekki heiglum hent að smíða orð sem ná að slqóta rótum í íslenskunni. Hún er að því leyti vandlátust tungumála. Við getum samt að minnsta kosti sýnt henni þá ræktar- semi að forðast ótímabærar og einatt alls óþarfar slettur. Það er satt að þær era stundum óhjá- kvæmilegar ef menn vilja koma hugsun sinni til skila; og sem krydd eiga þær vissulega líka rétt á sér í stflbragðaglímunni. En slettur geta orðið árátta og skálkaskjól hins lata og kæralausa og hjá okkur blaðamönnum sýnist að minnsta kosti alls óþarft að hampa þeim í flennistóram fyrir- sögnum. Tíminn birti grein um daginn um málarann Sir Joshua Reynolds. Þar var okkur kunngert í fímm dálka undirfyrirsögn: Snill- ingur portraitmyndanna í enskri málaralist. Vfkveiji leyfír sér meira að segja að efast um að sumir af lesendum hins ágæta blaðs hafí haft hugmynd um hvað þessi speki þýddi. Hefur það nokkurntíma verið kannað nógu rækilega hvemig íslenskir sjónvarpsgláparar skiptast í aldursflokka? Nú er líf í tuskunum hjá sjónvarpinu þar sem menn era í óða önn að snerpa undir dag- skránni og búa sig undir átökin við „fijálsu" stöðvamar. Hveijir era þá tryggustu áhorfendumir og hveijir þeir brokkgengustu? Því er spurt hér að flugfélögin bandarísku vöknuðu upp við vondan draum fyrir einum áratug eða svo þegar þau uppgötvuðu að þau höfðu verið að hamast við að viðra sig upp við alrangan aldurshóp í áróð- ursherferðum sínum. í hinum skræpóttu og rándýra auglýsingum þeirra í blöðum og tímaritum og svo á skjánum trónuðu nær alltaf myndir af glaðværa og glæsilegu ungu fólki að skoppa upp í flugvél- amar. Við könnun kom hinsvegar upp úr dúmum að það vora bara hæglátar og ósköp hversdagslegar miðaldra manneskjur sem voru traustustu viðskiptavinimir. Og að auglýsingagjammið með hinum trallandi táningum var raunar byij- aðaðfælaþærfrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.