Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 * Morgunblaðiö/Júlíus Eðvarð Þór Eðvarðsson sundkappi tekinn tali HANN er öruggur í framkomu og þar sem hann stendur á sund- laugarbakkanum tilbúinn að keppa til úrslita í sérgrein sinni, baksundi, gegn nokkrum sterk- ustu sundmönnum Evrópu virðist hann hafa stáltaugar: Ekkert fum eða óðagot. Eðvarð Þór Eðvarðs- son, sundkappi úr Njarðvíkum, nœldi sór í tvenn bronsverðlaun í baksundi á Golden Cup-sund- mótinu í Strasbourg, hann var sjötti í 100 m baksundi á Evr- ópumeistaramótinu í Sofiu í Búlg- arfu 1985 og árangur hans þar, 7 sem jafnframt var íslandsmet, setti hann f 23. s»ti á heimslist- anum á sfðasta ári. Eðvarð var f öðru sæti á eftir Einari Vilhjálms- syni, spjótkastara, þegar íþrótta- fréttamenn greiddu atkvaeði um íþróttamann ársins 1985. Ýmsir voru þeirrar skoðunar að hann hefði verið fþróttamaður ársins, en þrætur um slfkt eru engum til góðs. Eðvarð hlaut silfur- og brons- > verðlaun á Golden Cup-mótinu í fyrra, nú tvö brons. En um síðustu helgi synti hann 200 m baksund fjórum sekúndum hraðar en þá og 100 metrana tveimur sekúndum hraðar. Á þessum tíma árs eru æfingar í fullum gangi og ekkert slegið af þótt keppt sé á mótum sem Golden Cup. • Eðvarð Þór Eðvarðsson vann til tvennra bronsverðlauna á Golden Cup-mótinu f Strasbourg um helgina. „Stefni á að vera meðal 10 bestu í ár“ Sterkari sundmenn og meiri keppni „Ég er ánægður með árangur- inn hérna," sagði Eðvarð eftir sundmótið í Strasbourg. „Ég er í sýnu betra formi nú en á sama tíma í fyrra og það sést best á ‘V því að sá tími, sem ég synti á, bæði í 100 og 200 m baksundi, hefði nægt til gullverðlauna á Golden Cup-mótinu 1985. Breidd- in var miklu meiri á þessu móti, sterkari sundmenn og meiri keppni." — Á sfðasta ári bættir þú þig um fimm sekúndur f 200 og þrjár sekúndur f 100 m baksundi. Má búast við svipuðum árangri nú? „Það má ef til vill ekki búast við jafn mikilli bætingu í sekúndum talið, en ég stefni að því að komast í hóp tíu bestu sundmanna heims á þessu ári.“ — Nú æfir þú við mun lakari aðstæður en flestir kollegar þfnir erlendis. Þeir æfa f fimmtíu metra löngum innanhússlaugum á meðan þú ert neyddur til að æfa f tólf metra langri laug f Njarðvfk- um. „Það stendur reyndar til bóta. Ég fæ aðstöðu til að æfa í sund- laug varnarliðsins í Keflavík á næstunni. Þetta er tuttugu og fimm metra löng innilaug og þá vænkast hagur minn eitthvað. En það þýðir ekkert að setja erfiðar aðstæður fyrir sig. Ég æfi einfald- lega meira til að vinna upp að- stöðumuninn. Aðstöðuleysi engin afsökun Um þessar mundir æfi ég um sex klukkustundir á dag. Laugin í Njarðvík er það stutt að erfitt er að þjálfa þol og úthald. Því æfir maður jafnframt með lóð, tekur til dæmis sundtökin á bekk með lóð í höndum. Það er heldur engin ástæða til að skýla sér bak við slæma æfinga- aðstöðu þegar árangurinn lætur á sér standa eins og sumir sund- menn gera. Aöstöðuleysi er engin afsökun. Þú verður einfaldlega að æfa meira og yfirvinna þannig það sem á skortir á öðrum sviðum. Annars er það fyndið að margir sundmenn á mótinu komu til mín og spurðu hvort ég æfði ekki ör- ugglega í Bandaríkjunum. Þeir voru gáttaðir þegar þeir komust að hinu sanna í málinu." — Eitt er það, sem mér hefur alltaf leikið forvrtni á að vita: Hvernig ferðu að því þegar þú kemur á fullri ferð á baksundi að keyra ekki höfuðið í bakkann? „Lína með flöggum er strengd yfir þvera laugina og gefurtil kynna að fimm metrar séu í bakkann. En það er mikilvægt að vera með á hreinu hvenær að bakkanum er komiö til þess að tapa ekki tíma í snúningnum. Þetta getur verið spurning um þriðjung úr sundtaki og það er auðvelt að tapa tíma ef þú ert búinn að taka sundtak, en ert ekki alveg kominn að bakka og verður að láta þig renna að bakk- anum á skriðþunganum einum. Þá getur þú tapað allt að hálfri sek- úndu. Tækniatriðin Startið skiptir einnig sköpum. Það getur riðið baggamuninn að ná góðri spyrnu frá bakkanum. Tækniatriðin skipta miklu máli og verða að vera þaulæfð." — Ertu taugaóstyrkur fyrir mót sem þetta? „Golden Cup er ekki mikilvægt mót og maður gengur til leiks af öryggi. Nei, ég var ekki stressaður. Taugaspennan er sýnu meiri á þessum stóru mótum, Evrópu- og heimsmeistaramótum. Hún getur líka veitt manni þennan aukakraft, herslumuninn, sem þarf til að ná árangri." Góður árangur á Golden Cup ÞAÐ er ugglaust trúa margra að landsliðsferðir erlendis séu dans á rósum og menn fái þá tækifæri til að kynnast hinu Ijúfa lífi í útlöndum. Sá misskilningur skal hér með leiðréttur. Nfu landsliðsmenn f sundi héldu um sfðustu helgi til Frakklands að taka þátt f Golden Cup mótinu f Strasbourg og milli þess sem var keppt æfði sundfólkið af kappi. Daginn áður en keppnin hófst var æft tvisvar og meðan á keppninni stóð þegar færi gafst. Samhentur hópur Níumenningarnir voru Ingibjörg Arnarsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Arnþór Ragnarsson, Eðvarð Eð- varðsson, sundsystkinin frá Þor- lákshöfn, Hugrún Ólafsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir og Magnús Ól- afsson, og systkinin Þórunn Guð- mundsdóttir og RagnarGuðmunds- son. íslendingarnir tóku þátt í öllum greinum á mótinu nema dýfingum og sundknattleik og máttu una vel við sinn hlut. Sekúndubroti frá úrslitum Magnús Ólafsson varö þrettándi í undanrásum í 100 m. skriðsundi af 57 keppendum á 0:53,60 mín., Morgunblaöiö/KB • Landsliðshópurinn: (efri röð frá vinstri) Guðmundur Harðarson, þjálfari, Arnþór Ragnarsson, Magnús Ólafsson, Ragnar Guðmunds- son, (neðri röð frá vinstrl) Eðvarð Eðvarðsson, Hugrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Arnarsdóttír, Þórunn Guðmundsdóttir, Anna Gunnarsdóttir og Hugrún Ólafsdóttir. aðeins tæpri sekúndu frá Islands- meti sínu. Breiddin var mikil í skrið- sundinu og mjótt á munum milli þeirra, sem komust i úrslit og hinna, sem urðu frá að hverfa. Þeir, sem voru í sjötta til 17 sæti í undan- rásunum komu allir í mark á 53 til 54 sekúndum þannig að sekúndu- brot réðu úrslitum. Einn í hópnum sagði að það eina, sem hefði vantað upp á hjá Magnúsi, hefði verið smá glimmer í stunguna. Ragnar Guðmundsson tók einnig þátt í skriðsundinu, synti á 0:58,60 mín. og var í 45. sæti. Svíinn Tommy Werner sigraði í skriðsundinu á 0:52,10 mín. og þess má geta að Kínverjinn Jianquiang Shen varö í áttunda sæti á 0:53,62 mín. Fjórar íslensku stúlknanna tóku þátt í skriðsundinu, þær Bryndís og Hugrún Ólafsdætur og Ingibjörg Arnarsdóttir og Anna Gunnars- dóttir. Bryndís synti á 1:01,07, sem er tæpri hálfri sekúndu frá Islands- meti hennar, og hafnaði í fjórtánda sæti í undanrásunum. Systir hennar Hugrún var í 20 sæti, Ingibjörg í 29. og Anna í 36. sæti. Frækilegt íslandsmet Þær Bryndís, Hugrún og Ingi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.