Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 48
ffgunHðfrtfr FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. ' -> Bifr eiðaskattur hækkar um 300% BIFREIÐASKATTUR hækkaði um áramótin um tæplega 300%, úr 340 krónum í 1.000 krónur. Þar af er skoðunargjald 800 kr. en vátryggingargjald ökumanns 200 kr. í fyrra var skoðunargjaldið 240 kr. en vátryggingin 100 kr. Þessi hækkun leiðir til 60—70 milljón króna viðbótartekna fyrir ríkissjóð á árinu, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. geta valið milli þess að greiða ár- gjaldið eða kílómetragjald. Kíló- metragjaldið er 2,47 kr. á km og hefur ekki hækkað frá því í fyrra. Þungaskatturinn sem lagður er á dieselbifreiðir, var hækkaður um 50% með bráðabirgðalögunum í haust, sem tóku gildi um áramótin. Árgjaldið er nú 46.016 kr. fyrir einkabíla, en 59.821 fyrir leigubíla. Ofan á þessa upphæð bætist svo 1.000 kr. bifreiðaskattur. Bifreiðir undir górum lestum fullhlaðnar Lagt var fram frumvarp til stað- festingar bráðabirgðalögunum í haust en það hlaut ekki afgreiðslu á alþingi fyrir jól. Ohuggulegt að sjá barnið svona grátt — segir móðir lítils drengs, sem nú hefur fengið bata eftir að hafa gleypt lítið plaststykki fyrir 3 mánuðum „ÞAÐ var orðið ansi óhuggulegt að sjá bamið svona grátt og heyra hryglumar í þvi þegar það andaði,“ sagði Þóra Guðmunds- dóttir á Raufarhöfn, móðir Omars Þórs Sigvaldasonar, sem varð eins árs 5. desember. Frá því í októberbyrjun hafði Ómar Þór verið undir læknishendi og margar skýringar verið gefnar á öndunarerfiðleikum hans. Það var síðan ekki fyrr en i bytjun þessa mánaðar að orsökin kom í ljos; litið stykki úr plasti sem fannst í Iungnaberki. Það var fjarlægt og strax daginn eftir andaði drengurinn eðlilega og hefur tekið stöðugum framförum síðan. „Þetta byijaði allt með því að það stóð í honum kleinubiti í byrjun október. Uppfrá því fórum við að heyra leiðinleg hljóð í honum þegar hann andaði," sagði Þóra. Daginn eftir var farið með hann á bamadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og hann skoðaður. Hann lagaðist nokkuð við lyQameðferð, sem hann fékk þar, en ekki voru læknar samt ánægðir með hann þegar hann var sendur heim. Fljótlega sótti í fyrra horf og var ákveðið að senda hann til Reykjavíkur í rannsókn. Eftir ítarlega rannsókn var komist að þeirri niðurstöðu að sennilega væri um erfðagalla að ræða og enn var Ómar Þór sendur heim. „Upp úr áramótum var hann orðinn mjög þreyttur og andaði eins og hann væri fárveikur," sagði Þóra. Ákveðið var að fara með hann til Reykjavíkur á ný og í norðan stórhríð var farið með hann í sjúkrabifreið til Húsavíkur og þaðan í sjúkraflugi suður. Þá fannst loks plaststykkið í lungna- berkinum og var fjarlægt. „Það var eins og við manninn mælt, andardrátturinn varð allur annar og léttir minn ólýsanlegur," sagði Þóra. Ómar Þór og Aðalsteinn Jón eru yngstir í fjölskyldunni. Þeir eiga Qórar eldri systur og sagði Þóra að eiginmaðurinn hefði tekið við heimilinu þann tíma sem hún var að heiman með Ómar Þór. Þóra sagði að sér virtist sem læknar hugsuðu ekki alltaf til þess hvað fólk utan af landi ætti langt að sækja læknaþjónustu. „Oft er það sent heim án þess að fá fullan bata, með sömu óleystu vandamálin og sagt að koma aftur seinna," sagði Þóra að lokum. Morgunblaíið/Jón Sig. Þeir bræður Bergþór og Egill Pálssyni i Sauðanesi voru ákaflega hrifnir af hinum smávaxna kálfi. Til samanburðar á stærri myndinni er nýfæddur veiy ulegur kálfur af meðalstærð. Kvótakálfur í Sauðanesi Blönduósi, 23. janúar. Ekki var hann stór kálfurinn sem leit dagsins ljós í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi fyrir viku. Þessi örsmái kvígukálfur vó einungis 11 kíló og 750 gr. Venjulegur kálfur vegur um 30 kíló við fæðingu svo hér er verulegur munur á. Það má kannski segja að stærð kálfs- ins sé í réttu hlutfalli við kröfur hins opinbera um takmörkun á framleiðslu bænda. Þetta er svo sannarlega kvótakálfur. Þó svo að kálfur þessi sé óttalegur durnir þá er hann rétt skapaður og hinn líflegasti. Jón Sig. Minni þörf útgerðar á hækkun fiskverðs — vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og aflaaukningar VEGNA fyrirsjáanlegrar lækk- unar olíuverðs og bættrar stöðu útgerðar vegna aflaukningar á Rekstur Trésmiðjunn- ar Víðis hf. stöðvaður FIMM mánaða greiðslustöðvun Trésmiðjunar Víðis hf. rann út í gær, þann 23. janúar, og hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að stöðva rekstur þess frá og með morgundeginum. Fyrirtækið hefur tvívegis á tímabilinu feng- ið greiðslustöðvun framlengt, en óheimilt er að veita hana til lengri tíma en flmm mánaða. Skuldir Trésmiðjunnar Víðis hf. eru áætlaðar um 145 milljónir króna. Enn hefur stjórnendum Víðis ekki tekist að selja húseign sina á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, sem þeir hafa talið forsendu þess að hægt væri að rétta hag trésmiðj- unnar. Haukur Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Víðis, sagði að stjóm fyrirtækisins myndi ræða við bæjar- fógetann í Kópavogi, Ásgeir Péturs- son, um eða upp úr helgi, og leggja fyrir hann gögn um rekstur fyrir- tækisins á þessu fimm mánaða tímabili. „Það er síðan hans að meta hvort fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta strax, eða hvort gefínn verði lengri tlmi til að reyna að selja húsið,“ sagði Haukur. Greiðslustöðvun er umþóttunar- tími sem fyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum með að standa í skilum er veittur til að reyna að koma fjár- reiðum sínum á réttan kjöl. Á því tímabili má fyrirtækið ekki greiða skuldir, né ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Sjá tilkynningu stjórnar Tré- smiðjunar Víðis hf. á bls 19. þesðu ári og síðasta eru þarfir hennar fyrir fiskverðshækkun taldar mjög litlar. Þrátt fyrir talsverða hækkun sjávarafurða á erlendum mörkuðum að undan- förnu er fiskvinnslan ekki talin þola frekari kostnaðarhækkanir en að undanförnu. Tap á fryst- ingu eftir síðustu fiskverðs- ákvörðun var talið 8 til 9%, en nú um 2%. Söltun er nú rekin með hagnaði. Komi ekki til hækkunar fiskverðs eða mjög lít- illar er ennfremur talið auðveld- ara að halda gengi krónunnar stöðugu. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað verulega að undanfömu og talið að sú þróun haldi áfram, en hún hefur enn ekki komið fram í verðlagningu hér. Sé tekið mið af meðaltogara með aflaverðmæti um 60 milljónir króna fyrir og eftir væntanlega lækkun olíuverðs, fer 21 milljón króna, 35%, beint til út- gerðar utan skipta en til skipta koma 39 milljónir króna. Olfukostn- aður er áætlaður 14 milljónir króna og lækki hann um 10%, bætir það stöðuna um 1,4 milljónir. Líklegt má telja að frekari lækkun olíuverðs og aflaaukning bæti síðan stöðu útgerðar enn frekar svo og aukin ísfísksala og hækkað verð á ísfíski. Fiskverkunin var á síðasta ári rekin með nokkru tapi, sérstaklega síðari hluta ársins, þegar tapið var orðið um 8 til 9% í frystingu. Markaðsverð á frystum afurðum hefur hins vegsr hækkað um 8% frá því fískverð og laun hækkuðu síðast í byijun október. Frá þeim tíma hafa kostnaðarhækkanir innan lands verið tiltölulega litlar og tapið því að mestu jafnað út. Þó er talið að nálægt 2% halli sé á frystingu. Afkoma í söltun var slæm framan af síðasta ári en með verðhækkun- um á saltfíski erlendis seinni hluta ársins og í samningum við Portúgali I byijun árs er saltfískverkun talin rekin með hagnaði. Fiskverð hækkaði tvívegis á síð- asta ári, 10,5% 1. október og 5% l.júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.