Morgunblaðið - 25.01.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986
43
„Hver vorgeisli vaxandi fagur
er venzlaður verunni þinni
þinn hagur hver hreinviðrisdagur
því þaðan kom sál þín og sinni."
Kærleikurinn nær út yfir gröf
og dauða, þó drengurinn hans sé
iátinn, er hann honum jafnkær og
nálægur.
„Ég sé þig enn eins og ég sá þig
sem forðum ég átti og á þig
þess vamar ei moldin á milli."
Lífssaga Hjalta varð ekki löng,
aðeins 19 ár. Hann fæddist 12.
desember 1966, sonur Bjargar
Einarsdóttur og Pálma Jóhannsson-
ar. Hann lifði sína stuttu ævi í
Grindavík og átti glaða bemsku,
naut ástríkis og umönnunar móður
og foreldra hennar, þeirra Petru
Stefánsdóttur og Hjalta Magnús-
sonar og var augasteinn þeirra
allra. Faðir Hjalta heitir fullu nafni
Einar Pálmi Jóhannsson og býr í
Vestmannaeyjum. Kona hans er
Barbara Wdowiak og eiga þau 3
böm. Mjög gott samband var milli
Hjalta og þeirrar fjölskyldu.
Er Hjalti var enn ungur drengur
giftist Björg móðir hans Ólafi Þor-
geirssyni úr Kelduhverfi í Þingeyj-
arsýslu og er hinn mesti sæmdar-
maður.
Systkini Hjalta er hann ólst upp
með á heimili sínu í Grindavík eru:
Jón Þór, Ragnheiður Þóra og Petra
Rós og var samband þeirra systkina
mjög ástúðlegt. Þau Björg og Ólaf-
ur búa í Grindavík og er skammt
á milli heimila hjá Björgu og for-
eldrum hennar og kærleikar miklir
með því fólki.
Hjalti var traustur og efnilegur
drengur, frekar dulur og gjörði ekki
alla að vinum sínum, en vinfastur
þeim er hann batt vináttu við. Hann
var óvenju staðfastur ungur maður,
átti mörg áhugamál jafnframt
námi, hafði yndi af tónlist einkum
eftir hina gömlu meistara. Hann tók
þátt í starfi björgunarsveitarinnar
af miklum áhuga og stundaði æf-
ingar af mikilli samviskusemi. Taldi
þjálfari sveitarinnar í köfun hann
sinn besta nemanda.
Á æfíngu í djúpri hraungjá var
lífsgöngu þessa unga efnilega
manns lokið. Þeir félagamir höfðu
svo oft kafað þama og vom í góðri
þjálfun. Niðri í djúpinu lenda þeir
í helli, grugg mikið blindar sýn og
þeir rata ekki út, haldast í hendur
en einhvem veginn berst félagi
hans út um opið og nær yfirborði
vatnsins, þó að mestu þrotinn lofti.
Stundaglasið var tæmt hjá
Hjalta, hann fannst mörgum tímum
síðar liggjandi í hvíldarstöðu, hafði
sjáanlega gert allt rétt samkvæmt
æfingum en loftið þrotið og meðvit-
und horfíð án þess að unnt væri
að rata út úr hellinum.
Æðrulaus hafði hann verið þar
til yfir lauk að þeir sögðu, sem sóttu
hann látinn.
Sár var lífsreynsla unga manns-
ins, félaga hans, sem gerði þó nær
örmagna væri tilraun til að fara
niður aftur, sem var með öllu von-
laust.
Mikill var harmur ástvinanna,
sem biðu í ofvæni eftir að hinn látni
ástvinur þeirra fyndist. „Hann var
besti vinurin sem ég hef átt um
ævina,“ sagði hinn harmþmngni afi
hans. Það em fögur eftirmæli, sem
sýna að minningn er björt og hrein.
Vinir og nágrannar reyndu að
votta þeim sem áttu um sárast að
binda samúð sína og vináttu, en
þó er þeim efst í huga hversu sókn-
arpresturinn lagði sig mjög fram
um að hjálpa þeim með sinni nær-
vem eftir slysið og með fyrirbænum
og mannkærleika létti þeim harm-
inn er hann var sárastur. Það var
þeim ómetanlegur styrkur.
Hjalti trúði á framhald lífsins,
„á því er enginn vafi,“ sagði hann
eitt sinn við mömmu sína.
„Þar sem góðir menn fara, em
Guðs vegir," segið hið fomkveðna
og „Þeir deyja ungir, sem guðimir
elska“ segir aldagömul kenning.
Sumar menneskjur koma með
ljós og yl inn í líf meðbræðranna,
auðugar af kærleika og réttlætis-
kennd. Lýsa sem ljós á stuttum
ævivegi og hverfa sjónum okkar
skyndilega, sem eftir stöndum
harmi slegin en auðug af björtum
minningum.
„Þú lifir mér eins og áður,“ sagði
skáldið. Þær björtu minningar
munu lýsa eftirlifandi ástvinum
Hjalta Pálmasonar það sem eftir
er af þeirra ævi.
Megi faðir ljóss og lífs gefa ást-
vinum hans í senn styrk og innri
frið í þeirra sorg og gefa að minn-
ingin um hann megi verða ljós á
vegum þeirra. _
Ólafur Brandsson
Það er skrýtið að kveðja vin sinn
glaðan og hressan einn daginn en
sitja svo daginn eftir með penna í
hönd og reyna að skrifa minningar-
grein um þennan sama pilt.
Þetta sýnir manni hve veröldin
er hverful og hvað við mannfólkið
ráðum litlu um líf og dauða, þrátt
fyrir allan lærdóm og tæknikunn-
áttu.
En værum við betur sett ef við
gætum haft stjóm á dauðanum?
Það held ég ekki, því að við sem
emm kristinnar trúar vitum að eftir
þetta líf er annað og það á betra
stað. Það er gott til þess að hugsa
að Hjalti trúði þessu því að það em
ekki nema nokkrir dagar síðan að
hann sagði, að það væri ömgglega
líf eftir dauðann. Hann hefur því
dáið með þá vissu í hjarta að á móti
honum yrði tekið á betri stað.
Við sem þekktum Hjalta ættum
því í raun, þrátt fyrir söknuð og
sorg að gleðjast fyrir hans hönd
því að þar sem hann er núna er séð
til þess að honum líði betur en
nokkm sinni áður.
Þegar ég og Hjalti kynntumst
áttum við ósköp fátt smeiginlegt,
við vomm jafn ólíkir og svart og
hvítt. En þrátt fyrir það drógumst
við hvor að öðmm og úr varð vin-
átta sem aldrei gleymist.
Sá sem á vin eins og Hjalta á
fjársjóð, því að maður sem er jafn
trúr, hreinskilinn og traustur og
Hjalti var, er gulls ígildi.
Ég veit að ég átti aldrei skilið
að eiga jafn góðan vin og ég veit
líka að ég kom oftar en einu sinni
illa fram við hann.
En hann sýndi ávallt hversu góð-
ur vinur hann var og fyrirgaf alltaf.
Og hve það var gott að eiga vin
sem var glaður alla daga, sama á
hverju gekk.
Nú í dag þegar ég hugsa til baka
sé ég hann fyrir mér hlæjandi og
glaðan í lund.
Það fólk sem þekkti hann vel
man ömgglega eftir hve söngelskur
hann var, svo söngelskur að mörg-
um þótti nóg um.
En nú þegar söknuður sækir að
manni gæfi maður mikið fyrir að
fá að heyra í honum raulið.
Hjalti átti mörg áhugamál og
stundaði hann það sem hann fékk
áhuga á af vilja og festu.
Nú síðast hafði áhuginn fyrst og
fremst beinst að björgunarstörfum.
Og gekk hann fram í þeim af svo
miklum vilja og krafti að sjaldan
hefur annað eins sést. Við félagam-
ir vomm sem óijúfanleg heild í
mörg ár en þegar við urðum eldri
og gengum úr bamaskóla fækkaði
stundum okkar saman.
Hann stundaði sjó nokkur sumur
og ég fór í skóla úti á landi, en þó
að fjariægðin væri mikil minnkaði
vináttan ekki. Og alltaf var jafn
gaman að hitta Hjalta þegar við
höfðum ekki sést í langan tíma.
Það er erfitt að vera að kveðja
hann núna í síðasta sinn. Við sem
áttum eftir að gera svo margt
saman og hann átti svo marga og
stóra drauma.
Mín huggun er sú að Guð almátt-
ugur hefur tekið hann til sín í
himnaríki vegna þess hve góður
strákur hann var. Þeir deyja ungir
sem guðimir elska. Og eins og
Hjalti sagði sjálfur: Það deyja allir
bara einu sinni, því verður ekki
breytt. Hvort það er rétt eða ekki
fáum við aldrei að vita, en vonum
að hann hafi gengið óhræddur inn
um dyr himnaríkis.
Skarð það sem hefur verið
höggvið í hóp okkar við lát Hjalta
mun seint eða aldrei verða fyllt.
Sorg og söknuður mun ríkja í
hugum okkar sem hann þekktu, en
sárast mun þetta bitna á fjölskyldu
hans, systkinum, foreldmm, öfum
og ömmum.
Megi Guð almáttugur styrkja
ykkur í gegnum þessa miklu eld-
raun.
Sú ást og hlýja sem þið veittuð
honum gerði hann að þeim góða
dreng sem hann var. Því bið ég
ykkur öll sem elskuðuð Hjalta, að
láta sorgir.a ekki buga ykkur þvi
það myndi hann aldrei vilja.
Reynum að ganga gegnum lífíð
með bros á vör og gleði í hjarta
því að þannig var Hjalti alltaf.
Munum að þótt við sjáum hann
ekki aftur í þessu lífi þá er hann
ekki farinn frá okkur og mun aldrei
gera. Ekki býst ég við að þessar
fáu línur sem ég hef skrifað um
Hjalta vin minn munu standa sem
minnismerki um aldur og ævi. Ekki
er það heldur ætlunin. En það sem
ég hef ritað hefur hjálpað mér að
sætta mig betur við orðinn hlut.
Það sem ég hef ekki getað sagt
berum orðum hef ég skrifað hér og
vona að það verði einhverjum til
huggunar eins og það var mér.
Megi minning góðs drengs lifa í
hjörtum okkar allra, megi glaðværð
hans og hressileiki vera okkur leið-
arljós þar til við stöndum honum
við hlið í ríki konungs allra kon-
unga, Guðs almáttugs.
Óskar Skúlason
Er ég frétti að bemskuvinur minn
og æskufélagi Hjalti Pálmason
væri dáinn varð ég harmi lostinn.
Við sem höfðum verið vinir frá
blautu bamsbeini og fæddumst í
sama húsi hér í Grindavík með
ijögurra daga millibili.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að hann skuli vera hrifinn
svo skjótt úr þessum heimi, burt
frá foreldrum, systkinum og vinum.
En við verðum öll að sætta okkur
við þessi orð: Þeir deyja ungir sem
guðimir elska.
En minningin um Hjalta mun
ávallt lifa. Hann var góður drengur
sem gerði engum neitt illt og var
tilbúinn að fyrirgefa allt sem maður
gerði á hans hlut.
Sjaldan sá maður Hjalta óhress-
an, hann var oftast glaður og kom
öllum í gott skap með söng sínum,
enda var hann söngelskur drengur.
Hjalti átti mörg áhugamál sem
hann stundaði af kappi. En eitt
áhugamál heillaði hann mest og var
það björgunarmál, enda vann hann
ötullega að málum Björgunarsveit-
arinnar í Grindavík.
Ég kveð Hjalta Pálmason að
sinni, með söknuði og þakka honum
fyrir þær stundir sem við áttum
saman og bið Guð að blessa fjöl-
skyldu hans og senda henni styrk
í þeirra þungu sorg.
Þórður
Þegar við fengum þær fréttir að
Hjalti bekkjarbróðir okkar væri lát-
inn var sem brygði skugga fyrir
sólu. Að jafnaldri okkar væri dáinn
var svo fjarstæðukennt. Og Hjalti,
sem aldrei gerði neinum mein,
þurfti að taka hann svona í blóma
lífsins?
Mörg okkar kynntumst honum
aldrei náið en sum okkar eignuð-
umst í honum þann besta vin sem
við höfum eignast. En eftir þau tíu
ár sem við gengum í skóla með
Hjalta er okkur efst í huga minning-
in um hæglátan dreng sem aldrei
tranaði sér fram, en væri eitthvað
um að vera var hann ávallt tilbúinn
til að leggja hönd á plóginn.
Já, vegir Guðs eru órannsakan-
legir, því kynnumst við nær dag-
lega, stundum smávægilega, en
því miður stundum líka óvægilega.
En við trúum því að Drottinn hafi
tekið hann til sín til að gegna
mikilvægara hlutverki en hann
gegndi í þessu lífi.
Minningin um Hjalta Pálmason
mun lifa á meðal okkar, því góðir
drengir gleymast aldrei.
Við kveðjum kæran vin og félaga
að sinni og megi Guð veita fjöl-
skyldu hans, ættingum og vinum
huggun og styrk á erfiðum tímum.
Bekkjarsystkin, Grunn-
skóla Grindavíkur.
Guðs vegir eru órannsakanlegir.
Hvers vegna tekur Hann til sín
ungt fólk í blóma lífsins? Þessu
getur enginn maður svarað. En við
verðum að trúa því, að allt hafi sinn
tilgang.
Ótal minningar leita á hugann,
þegar við kveðjum í hinsta sinn
góðan vin og félaga.
Hjalti Pálsson vann hugi og
hjörtu allra, sem honum kynntust.
Hann var hæglátur og yfírvegaður
í allri framkomu en ákveðinn samt.
Ég minnist Hjalta fyrst, sem lítils
drengs hér í Grindavík, en vegir
okkar áttu eftir að liggja meira
saman.
Auk þess að hafa unnið mjög náið
með Björgu móður Hjalta og Ólafí
Þór stjúpa hans, þá vann Hjalti
allnokkuð hjá mér í fiskvinnslu
Þorbjöms hf.
Ég hef þó ekki ætlað mér að
minnast þess sérstaklega, þó það
væri vissulega þess vert. Heldur
vildi ég rifja upp minningar, sem
koma upp í hugann á þessari
óvæntu og sorglegu kveðjustund.
Björgunarsveitin hér í Grindavík
ákvað fyrir tveimur áram að taka
þátt í sérstöku átaki Slysavamafé-
lags Islands og efla sjóbjörgunar-
sveitir landsins, í ljósi tíðra sjóslysa
hér við land. í þessu skyni var
keyptur sérstakur björgunarbátur
frá Bretlandi og kom hann til lands-
ins nú í sumar.
Til þess að stjóma þessum bát
og annast, völdum við í björgunar-
sveitinni fjóra menn úr okkar hópi
og fengu þeir sérstaka þjálfun hjá
skoskum kennuram, sem dvöldu hér
síðastliðið haust. Hjalti var einn af
þessum fjóram.
Mér er sérstaklega minnisstætt
atvik, sem átti sér stað, þegar við
reyndum þennan björgunarbát í
fyrsta sinn. Þá fóram við félagamir
nokkrir saman til Reykjavíkur, sett-
um á flot og sigldum um nágrenni
Reykjavíkurhafnar. Þegar ganga
átti frá bátnum við bryggju við
Slysavamafélagshúsið, heyrðist
neyðarkall frá ungum dreng, sem
var þar rétt hjá. Þegar var athugað
hvað væri að. Kom þá í ljós, að
drengur, á að giska 8 ára, hafði
fallið í sjóinn. Hjalti var ekki lengi
að hugsa, heldur henti sér til sunds
og náði drengnum og bjargaði
honum á land. Það vora því ánægðir
björgunarsveitarmenn, sem héldu
heim þetta kvöld.
Starfsemi Björgunarsveitarinnar
átti hug Hjalta allan. Hann var
gagntekinn af þeirri hugsun að
mega verða að liði. Oft þegar maður
átti leið fram hjá „Hrafnabjörgum",
húsi sveitarinnar, var Hjalti þar
eitthvað að laga til og undirbúa.
Hann var einn af köfuram sveitar-
innar, en í byijun síðastliðins árs
hófu þeir þátttöku í námskeiði í
köfun á vegum Slysavamafélags-
ins. Þessu námi fylgdi mikil þjálfun
og fóra þeir félagamir víða til þjálf-
unar. Bæði var kafað í sjó og vötn-
um. Um þessar æfíngar sínar héldu
þeir nákvæma skýrslu með lýsing-
um á öllum aðstæðum. Það er óhætt
að segja, að þeir hafi haft mikla i
ánægju af þessum köfunum.
Við Hjalti ræddum oft um köfun.
Sjálfur hef ég aldrei kafað en ég
hreifst með honum þegar hann lýsti
undirdjúpunum og þeim sérstæða
heimi, sem þar er.
Það var því sem tíminn stæði !
kyrr nóttina löngu, þegar við leituð-
um Hjalta í gjánni Silfra, hér
skammt utan við bæinn. En þangað
höfðu þeir félagamir farið til að
æfa köfun seinni hluta dagsins.
Félagi Hjalta bjargaðist naumlega
úr þessu hörmulega slysi og þökk-
um við Guði fyrir það.
Þama misstum við einn okkar
virkasta og besta félaga. Skarð
hans verður vandfyllt en það ér von
okkar að áfram verði starfað af
sama áhuganum og Hjalti sýndi.
Mig langar að lokum að minnast
á ferðalag, sem félagar björgunar-
sveitarinnar fóra sfðastliðið sumar.
Lengi hefur það verið venja, að
björgunarsveitarmenn hafa farið í
sumarferðalög inn á hálendið ásamt
Qölskyldum sínum eða kunningjum.
Foreldrar Hjalta hafa komið með
í þessar ferðir undanfarin sumur
og slóst Hjalti með í för í sumar
sem leið. Hafði hann mikla ánægju ,
af þeirri ferð, hvort sem ekið var
um fjöll og fimindi eða setið undir
stjömubjörtum himni í Þórsmörk.
Þó Hjalti sé nú horfínn sjónum,
mun hann lifa í minningum okkar
félaganna. Minningin um þennan
hugprúða dreng mun fylgja okkur
í leik og starfí.
Við sendum foreldram hans, afa
og ömmu og öðram ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þess að góður Guð megi styrkja þau
í þeirra miklu sorg.
Björgunarsveitin Þorbjörn
Gunnar Tómasson
Bladburóaifólk
óskast!
Austurbær
Ingólfsstræti
Þingholtsstræti
Leifsgata
Vesturbær
Ægissíða 44-78
Úthverfi
Rafstöð við Elliðaár
Ártúnsholt
(iðnaðarhverfi)
Langholtsvegur 71-108
Skeiðarvogur
<.