Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986
53
Handknattleikur:
Flugleiðamótið
um aðra helgi
— þar leika Pólland, Frakkland,
Bandaríkin og ísland
UM AÐRA HELGI fer fram hér á landi alþjóðlegt Flugleiðamót f
handknattleik í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Hingað
koma Pólverjar, Frakkar og Bandaríkjamenn og leika við íslendinga
og leika allir við alla. Mótið hefst föstudaginn 31. janúar og lýkur 2.
febrúar.
Allir leikirnir verða í Laugardals-
höll og verða leiknir tveir leikir á
kvöldi, þrjá daga í röð. Verð að-
göngumiða á hvert leikkvöld er
óbreytt frá því sem verið hefur,
þegar aðeins er leikinn einn lands-
leikur. Flugleiðir bjóða sérstakar
helgarferðirtil Reykjavíkur á mótið.
Handknattleikssambandið og
FLugleiðir hafa samið um að
umboðsmenn Flugleiða selji miða
á leikkvöldin í mótinu í helgarferð-
um sínum til Reykjavíkur um þessa
helgi. Hér er um einstakt tækifæri
að ræða fyrir alla áhugamenn um
handknattleik á landsbyggðinni að
koma og sjá landsliðs sitt í loka-
undirbúningi sínum fyrir heims-
meistarakeppnina.
Leikjaröðin verður þannig:
Föstudagur 31. jan.kl. 19.30:
Pólland-Bandaríkin og að þeim leik
loknum kl. 21.00. leika ísland og
Frakkland.
Laugardagur 1. febr. kl. 16.30:
Frakkland-Pólland og síðan kl.
18.00 leika ísland og Bandaríkin.
Sunnudagur 2. febr. kl. 16.30:
Bandaríkin-Frakkland og síðan
leika íslendingar og Pólverjar kl.
18.00.
Borðtennis:
Landsliðið á EM
ÍSLENSKA landsliðiö í borðtennis
heldur utan nú um helgina til
þátttöku f Evrópukeppni lands-
liða, C-riðli. Steen Kyst Hansen
landsliðsþjálfari hefur valið eftir-
talda keppendur til fararinnar,
landsleikir f sviga.
Stefán Konráftsson Stjömunni (57)
KrístjániónassonVíkingi (9)
Hilmar Konráðsson Víkingi /27)
Sigrún Bjarnadóttir UMSB (7)
Einnig fer Gunnar Valsson ís-
landsmeistari í unglingaflokki meö
liðinu. Hann er í Stjörnunni. í riðli
með íslandi eru Malta, Jersey,
Guernsey, San Marino, Portúgal
og Mön.
Þó svo aö íslenska liðið hafi
staðið sig mjög vel í heimsmeist-
arakeppninni í borðtennis sl. vor,
þar sem það vann sig upp um 12
sæti, ber að vara við of mikilli
bjartsýni þar sem í Evrópukeppni
landsliða er keppt eftir öðru fyrir-
komulagi. í þessu fyrirkomulagi
eru spilaðir fjórir einliðaleikir karla,
einn kvenna- og tvíliðaleikur og
tvenndarleikur.
Mesta leikreynslu hefur Stefán
Konráðsson og mun mikið á hon-
um mæða þar sem hann mun að
öllum líkindum spila alla einliða-
leikina, tvíliða- og tvenndarleik.
Hann ætti þó að geta staðið sig
vel þar sem hann hefur staðið sig
best erlendis af íslenskum leik-
mönnum gegnum tíðina.
í liðið vantar Tómas Guðjónsson
sem fékk sig ekki lausan úr vinnu
og veikir það liðið nokkuð. Liðið
mun leika landsleiki gegn Luxem-
borg á sunnudag og mánudag en
heldur síðan til Guernsey en þar
mun keppnin fara fram á föstudag
og laugardag 31. janúar og 1.
febrúar.
íþróttir helgarinnar
UM helgina verður nokkuð mikið
um að vera í heimi iþróttanna.
Par verður m.a. körfubolti, fim-
leikar, skfði, borðtennis, hlaup og
fleira. Bikarmeistaramót Fim-
leikasambands íslands verður
haldið í Laugardalshöll í dag,
laugardag og á morgun, sunnu-
dag. Alls eru um 100 þátttakend-
ur í þessu móti frá 6 félögum.
Körfubolti
Tveir leikir fara fram í úrvals-
deildinni í körfuknattleik um helg-
ina. í dag leika Keflvíkingar við
ÍR-inga í Keflavík kl. 14.00. A
morgun, sunnudag, leika svo KR
og Valur í Hagaskóla kl. 20.00. f
1. deild karla leika ÍS og Þór í
Hagaskóla kl. 14.00. í dag og á
morgun leika Fram og Þór á sama
stað kl. 14.00. í 1. deild kvenna
verða tveir leikir. í dag leika ÍBK
og ÍR í Keflavík kl. 15.30. og á
morgun leika Njarðvík og KR í
Njarðvíkkl. 14.00.
Skíði
Fyrsta skíðamót vetrarins í Blá-
fjöllum ferður í dag, laugardag og
hefst kl. 11 -00. Keppt verður í svigi
í fullorðinsflokki og unglingaflokki
15-16 ára. í dag fer fram í Hliðar-
fjalli KA-mótið í stórsvigi og hefst
það kl. 11.30. Á morgun verður
Þórsmótið í Hlíðarfjalli og verður
keppt í svigi sem hefst kl. 11.30.
Frjálsíþróttir
Á sunnudag fer fram meistara-
mót íslands í stökkum án atrennu.
Hið árlega Kópavogshlaup verður
háð í 13. sinn í dag og hefst kl.
14.00. Hlaupið hefst við Vallar-
gerðisvöll.
Borðtennis
Borðtennismót á vegum íþrótta-
samtaka mennta- og fjölbrauta-
skóla á íslandi verður í dag laugar-
dag i Fossvogsskóla og hefst kl.
10.00. Þetta borötennismót er það
fyrsta í vetur á vegum ÍMFÍ. Þessi
samtök sem stofnuð voru á síð-
asta ári, hafa það að markmiði að
auka og efla íþróttaiðkun í fram-
haldsskólum og einnig að auka
samstarf þeirra á milli.
Páll í bann
PÁLL Björgvinsson, handknatt-
leiksmaðurinn snjalli hjá Vfking-
um, hefur verið dæmdur í eins
leiks keppnisbann vegna þess aö
f leik Vfkings og Vals í næstsfð-
ustu umferð íslandsmótsins
kastaðai hann knettinum, nokkuð
harkalega að mati sumra, upp í
loftið. Páll missir af bikarleik Vfk-
ings við ÍR-inga fyrir bragðið.
Fræoslu
KJARVALSSTÖDUM
25. jan.-2.feb.
Á sýningarsvæði í austurhluta Kjarvalsstaða verður komið fyrir fræðslusýningu
um krabbamein, sem unnin var í samvinnu við nemendur á þriðja ári í auglýs-
ingadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Fjallað verður um hvað krabbamein
sé, hvað valdi því og hvernig það er greint og meðhöndlað. Einnig er frætt um
starfsemi Krabbameinsfélagsins og framtíðarverkefni þess.
Einnig verða sýndar hundrað teikningar eftir 10-12 ára skólabörn sem voru
beðin að teikna myndir af einhverju sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu talað um
krabbamein.
Auk þess verða sýndar kvikmyndir um krabbamein, reykingar og brjósta-
myndatökur, og litskyggnur um starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Alla sýningardagana verða fyrirlestrar um krabbamein, og í tengslum við suma
þeirra verður kynning á stuðningshópum krabbameinssjúklinga. Þrisvar í þessari
fræðsluviku verða leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta að reykja.
DAGLEGA KL. 14.00 - 22.00
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR
15.00 Kvikmynd. ,,Af einni
frumu". 15mínútur.
Islenskt tal.
16.00 Fyrirlestur. G. Snorri
Ingimarsson: Starf-
semi Krabbameins-
félagsins.
18.00 Kvikmynd. „Brjósta-
myndatökur". 15
mínútur. Enskttal.
Læknir verður viö-
staddur til að svara
spumingum.
20.00 Kvikmynd. „Hvers
vegna að haetta?"
15minútur. Islenskt
tal.
SUNNUDAGUR 26. JANÚAR
15.00 Tónlist. Brynhildur
Ásgeirsdóttir leikur á
píanó.
16.00 Kvikmynd ,,Af einni
frumu". 15mínútur.
fslenskttal.
17.00 Kvikmynd. „Hvers
vegna að hætta?"
15mínútur. Islenskt
tal.
20.30 Fyrirlestur. Sigurður
Ámason: Tóbaks-
mengun er sjúk-
dómavaldur.
Una Sigrún Jóns-
dóttir kynnirsamtök-
in „Nýrödd".
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR
14.15 Kvikmynd. „Af einni
frumu". 15minútur.
Islenskt tal.
17.00 Leiðbeiningarfyrirþá
sem vilja hætta að
reykja. Ásgeir
Helgason.
20.30 Ásgeir Theódórs:
Krabbameinsleit í
neðri hluta melting-
arvegar.
Kristinn Helgason
kynnir „Stómasam-
tökin".
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR
14.15 Kvikmynd. „Af einni
frumu". 15minútur.
Islenskttal.
15.00 Kvikmynd. „Hvers
vegna að hætta?"
15 mínútur. Islenskt
tal.
17.00 Kvikmynd. „Brjósta-
myndatökur". 15
mfnútur. Enskttal.
Læknirverðurvið-
staddurtilaðsvara
spumingum.
20.30 Fyrirlestur. Kristin
Sophusdóttir: Hjúkr-
un krabbameins-
sjúklinga.
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR
14.15 Kvikmynd. „Af einni
frumu". 15mínútur.
Islenskttal.
18.00 Leiðbeiningarfyrirþá
sem vilja hætta að
reykja. Ásgeir Helga-
son.
20.30 Fyrirlestur. Sigurður
Bjömsson: Meðferð
krabbameina.
Kristbjörg Þórhalls-
dóttir kynnir „Sam-
hjálp kvenna".
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR
14.15 Kvikmynd. „Af einni
fmmu". 15mínútur.
Islenskttal.
15.00 Kvikmynd. „Hvers
vegna að hætta?"
15minútur. Islenskt
tal.
17.00 Kvikmynd. „Brjósta-
myndatökur". 15
mínútur. Enskttal.
Læknir verður við-
staddurtilaðsvara
spumingum.
20.30 Fyrirtestur. Gunn-
laugurGeirsson:
Krabbameinsfmmur
og eiginleikar þeirra.
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR
14.15 Kvikmynd. „Af einni
fmrnu". 15mlnútur.
(slenskttal.
15.00 Kvikmynd. „Hvers
vegna að hætta". 15
minútur. Islenskt tal.
17.00 Kvikmynd. „Brjósta-
myndatökur". 15
minútur. Enskttal.
Læknir verður við-
staddurtil að svara
spumingum.
20.30 Fyririestur. Jómnn
Erla Eyfjörð: Krabba-
mein, umhverfiog
erfðir.
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR
14.30 Tónlist. Elfa Lilja
Gísladóttir leikur á
píanó.
15.00 Kristján Sigurðsson:
Hlutverk leitarstarfs-
ins.
16.00 HrafnTulinius:
Krabbameinsskrá.
17.00 Leiðbeiningarfyrirþá
sem vilja hætta að
reykja. Ásgeir
Helgason.
18.00 Kvikmynd. „Af einni
fmmu". 15minútur.
Islenskt tal.
SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR
15.00 Tónlist. Strengja-
kvartettTónlistar-
skólans leikur. Kvarl-
ettinn skipa: Ólöf
Þorvarðsdóttir, 1.
fiðla, Katarina Óla-
dóttir, 2. fiðla, Guð-
mundur Kristmunds-
son, víóla, Bryndís
, Björgvinsdóttir, selló.
16.00 Jóhann Heiðar Jó-
hannsson: Krabba-
mein hjá bömum.
Sólveig Hákonar-
dóttirog Skúli Jóns-
son kynna samhjálp
foreldra.
17.00 Kvikmynd. „Af einni
fmmu". I5mínútur.
Islenskttal.
1
i
Krabbameinsfélagið
Aðgangur að fræðsluviku 86 er ókeypis