Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C tmunlil*frife STOFNAÐ1913 22.tbl.72.árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. JANUAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsihs Danmörk: Verða EB-tillögurnar samþykktar í þinginu? Knupmannahöf n, 27. janúar. Frá Ib Björnbak, TILLÖGURNAR um breytingar á stofnskrá Evrópubandalagsins verða aftur teknar til umræðu á danska þinginu á morgun, þríðju- dag, og er ekki loku fyrir það skotið, að þær verði samþykktar að þessu sinni. Hafa utanríkisráð- herrar annarra EB-landa að sögn fallist á fyrirvara Dana um at- vinnu- og umhverf ismál. Uffe Elleroann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, sagði í dag, að starfsbræður hans í öðrum EB- löndum hefðu fallist á, að Danir hefðu fyrirvara á hvað varðar at- vinnu- og umhverfísmál. Samkvæmt honum eiga dönsk lög ekki að víkja fyrir öðrum lögum, sem skemmra ganga. Vegna þessa ætlar stjórnin að taka tillögurnar aftur til umræðu fréttaritara Morgunblaðsins. á þingi á roorgun. Ef þær verða felldar öðru sinni er búist við þjóðar- atkvæðagreiðslu 27. febrúar nk. Meirihluti í þingflokki jafnaðar- manna er andvígur breytingartillög- unuin á stofnskrá EB en mikill ágreiningur er hins vegar innan þingflokksins. Virðist sem til ein- hvers konar uppgjörs kunni að koma innan hans vegna þess og þeir jafn- aðarmenn, sem hlynntir eru tillögun- um, eru nú að bindast samtökum um að vinna þeim brautargengi f hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Allar skoðanakannanir benda til, að tiliögurnar verði þá samþykktar. Samdrátturíjap- önsku efnahasrslífi New York, 27. janúar. AP. <>—f Danmörk: Vérðbólgan aðeins 3,5% Kaupmannahöfn, 27. janúar. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Morgunblaðs- úu. VERÐBÓLGA í Danmörku f fyrra var ekki nema 3,5% og hefur ekki verið minni i aldar- fjórðung. Á árinu 1984 var hún 5,6%. Danska hagstofan birti þessar tölur í dag og Per Bendix, helsti hagfræðingur Handelsbanken, stærsta banka í Danmörku, spáir þvf, að verðbólgan á þessu ári kunni að fara niður i 2,5%. Að því stuðli almennt lægra vöru- verð, lægri vextir og þróunin á vinnumarkaðinum. Poul Schliiter, forsætisráð- herra í stjórn borgaraflokkanna, afnam vísitölubindingu launa árið 1983 og ákvað einnig að launahækkanir mættu ekki verða umfram 4%. Á vordögum f fyrra setti stjórnin lög, sem takmörk- uðu launahækkanir við 2% árið 1985 og við 1,5% á þessu ári og því næsta. Átti það jafnt við um starfsmenn hjá ríki og einkafyrir- tækjum. í. januar.. HAGVÖXTUR er vaxandi f öllum helstu iðnríkjum heims nema Japan og Bretlandi. Kemur þetta fram f skýrslu „The Conference Board", óháðrar, bandarfskrar rannsóknastofnunar, sem í mán- uði hverjum birtír yfirlit yfir hagvöxt og ef nahagsmál viða um heim. Í síðustu skýrslu stofnunarinnar, sem er fyrir október sl., kemur fram að þá var hagvöxturinn í Ástralíu 11% og er efnahagslífið hvergi f jafn mikiHi uppsveifiu. Á Taiwan var hann 10%, í Kanada 6%, Vestur- Þýskalandi og Frakklandi 5% en í Japan og á Bretlandi aðeins 1%. í Bandaríkjunum var hann 3%. „Mestu umskiptin hafa orðið f Japan, sem nú er komið á botninn," sagði Edgar R. Fiedler, hagfræðing- ur við CB-stofhunina, þegar skýrslan var birt. „Enn er þó ekkert hægt um það að segja hvort hér er um að ræða varanlega breytingu eða tímabundinn afturkipp," bætti hann við. - ^ mm ; .^ J Um jifv' ¦&'"'¦•' ¦'¦Í^^H| #::^PH V.; |B B " *m k ¦ > m .V.'r- 1 'mT-'---r 7\ "*""* (s || Thatcher um lekann í Westland-málinu: AP/Simamynd Margaret Thatcher kemur tíl neðrí deildar breska þingsins, en f gær fór þar fram umræða um Westland-málið. f þvf hefur nokkuð hallað á hana sfðustu daga, en á þingi f gær þótti hún hafa iinnið nokkurn varnarsigur. Kveðst ekki hafa vit- að um aðild Brittans London, 'IT. janúar. AP. MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, snerist f dag til varnar f Westland-málinu og visaði á bug ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hún hefði ekki sagt þinginu sannleikann um ýmis atriði. Viðurkenndi hún þó, að betur hefði mátt halda á málinu en gert var. Þingmenn stjómar- andstöðunnar vilja ekki taka yfirlýsingar Thatchers trúan- legar og hafa heitið að láta málið ekki niður falla. í 40 mínútna ræðu þar sem Thatcher varð oft að brýna raustina til að í henni heyrðist, sagði hún, að f 16 daga hefði hún ekki vitað um hlut Leon Brittans, fyrrum viðskiptaráðherra, f að leka til fjöl- miðlanna bréfi frá Sir Patrick Mayhew, aðstoðardómsmálaráð- herra, til Michael Heseltines, fyrr- um varnarmálaráðherra, en þar er Minnis- merki um mann- vonsku Simon Peres, forsætís- ráðherra ísraels, er nú í þriggja daga heim- sókn f Vestur-Þýska- landi og kom í gær í útrýmingarbúðir nas- ista f Bergen-Belsen. Þar létu 50.000 manns Hfið, þar af 30.000 gyðingar, áður en búð- irnar féllu f hendur breskum hermönnum 15.apríláriðl945. Sjá „Peres brast f grát..."ábls.25. rjm. a*o tnf wwld m uzmmzfL XY TH0USAH0 j£WS umn tmtm imtHcii SH£ötmTH€f! Ft«sT immmm w i mnm M4*.h. fc.iSAM S706r H AP/Símamynd Heseltine sakaður um að hafa ekki látið allar staðreyndir í Westland- málinu koma frarn. Sagði hún, að tveir aðstoðarmenn hefðu daginn eftir lekann skýrt henni frá málinu en henni skilist, að þeir og aðstoðar- menn Brittans hefðu borið ábyrgð á þvf. Hefði hún þvf skipað rann- sóknarnefnd og ekki vitað um þátt Brittans fyrr en nefndin lauk störf- um, 22. janúar. Viðurkenndi Thatcher að betur hefði mátt halda á málinu og kvaðst harma, að það hefði ekki verið gert. „Það er óskiljanlegt, að forsætis- ráðherrann skuli ekki hafa spurt viðskiptaráðherrann sjálfan, jafn óskiljanlegt er, að hann skuli ekki sjálfur hafa skýrt henni frá þvf," sagði David Owen, formaður jafn- aðarmannaflokksins, og tóku aðrir stjðrnarandstöðuþingmenn undir með honum. Höfðu þeir orð um, að Thatcher væri ekki búin að bfta úr nálinni með Westland-málið. Það vakti mikla athygli við umræðurnar f dag, að Heseltine, sem sagði af sér vegna ágreinings- ins við Thatcher, snerist henni til varnar og hét að standa með sam- flokksmönnum sfnum f atkvæða- greiðslunni í lokin. I henni sigraði Ihaldsflokkurinn auðveldlega með 379 atkvæðum gegn 219.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.