Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 Síðumúla 35 — Sími 36811 flfoflQftiiiHfafcife Askriftarsíminn er 83033 Skottast í skottuleik Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Revíuleikhúsið sýnir í Breið- holtsskóla við Arnarbakka: Skottuleik eftir Brynju Bene- diktsdóttur Tónlist: Jón Ólafsson Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Lýsing: David Walter Búningar: Una Collins Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Revíuleikhúsið reynir eftir megni að festa sig í sessi, við harla erfíðar ytri aðstæður. Erfíð- leikar þess eru nokkuð raktir í grein í leikskrá. Samt ekki í nein- um vælutón, enda sæmir slíkt hvorki Revíuleikhúsi né væri það í samræmi við þá viðleitni sem leikhúsið og forsvarsmenn þeirra hafa sýnt. Skottuleikur er ætlaður böm- um og þar segir frá þremur skott- um, sem eru þó lítið skyldar þjóð- sagnaskottunum, því að þetta em góðar og sniðugar skottur og taka það fram að þær hrekki enga — nema í mesta lagi þær gantist hver við aðra. Skottumar eiga ekki þak yfír höfuðið og em á sífelldum flækingi og þeim gengur ekki meira en svo að eiga í sig og á en þær nýta vel þann feng sem þær komast yfír og klæða- burður þeirra er sannarlega vottur um að skottur era hugmyndaríkar og þegar því er að skipta töluvert glysgjamar. Leikurinn er byggður upp á ærslum og uppáteldum skottanna fremur en að sögð sé heilleg saga þó að ýmislegt í leiknum hafi skír- skotun til fyrri skotta og móra. Jafnvel má kenna áhrif Bakka- bræðra og fleiri náunga. Sýningin smellur ágætlega saman, fyrst og fremst vegna hressilegrar sviðsetningar og ágætrar frammistöðu leikkvenn- anna þriggja sem fara með skottuhlutverkin, þeirra Guðrúnar Alfreðsdóttur, Guðrúnar Þórðar- dóttur og Sögu Jónsdóttur. Þær halda athygli ungra áhorfenda allan tfmann og vöktu kátínu þeirra. Tónlist og söngur skipar nokkum sess, hefði mátt draga aðeins niður í píanómúsíkinni, lá við hún yfírgnæfði skottusöngva, einkum í fyrsta lagi. Sviðið er haft afar einfalt og leikmunir fáir, en bara skemmti- lega gerðir. Persónan Móri var sniðug uppákoma. Augljóst var að ungir áhorfend- ur skemmtu sér konunglega og höfðu gaman af tiltektum skott- anna og fylgdust með þeim af áhuga. Og það er ekki svo lítið. Vegna þess að miðar að þessari sýningu bárast of seint tii Mbl. var ekki skrifað um sýninguna fyrr en á þriðju sýningu. lykllorð í frdgangi og xiarðneislu skjala Verslunarskjölum, skýrslum, tölvuútskriftum, bœklingum eöa öörum blööum er stungiö í glœra Unibind plastkápu meö níösterkum kili, lagt í Unibind vélina, sem skilar þeim aftur snyrtilega innbundnum. • Ódýrt • Einfalt • Fljótlegt • Engin undirbúningsvinna • Enginn skuröur • Allt aö 8 cm kjalarþykkt • Allt aö 45 cm kjalarlengd 6m Meö nýjungarnar og nœg bílastœöi Vetrarmynd Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Úr Skottuleik Revíuleikhússins Ofg-ar og ofstæki Höfundi til vansa — Sjálf- stæðisflokknum til skaða eftir Sigurð Magnússon Það urðu margir undrandi á innrammaðri grein í Morgunblað- inu sl. laugardag, þar sem var að fínna róg og níð um Albert Guð- mundsson 1. þingmann Reykvík- inga í ríkara mæli en menn eiga almennt að venjast. Greinin er eftir Leif Sveinsson forstjóra í Völundi, sem ég er að vísu ekki nákunnugur, en hef alltaf talið ábjrrgan og grandvaran einstakl- ing. Torskilið er hvað Leifí gengur í raun og vera til með slíkum subbuskrifum. Ein skýringin gæti verið sú, að pólitískt ofstæki og heift væra svo mikil að hann hreinlega sjáist ekki fyrir, sé ekki sjálfrátt. Slík skrif verða því að skoðast sem meiriháttar óhappaverk fyrir Leif sjálfan, svo hans eigin nafn- giftir séu notaðar. Engum dylst, að ýmsar sjóm- valdsákvarðanir Alberts Guð- mundssonar em umdeilanlegar og að í samstarfí muni hann ekki alltaf léttur í taumi. En ætli það sé ekki svo um fleiri stjómmála- menn ef grannt er skoðað. Vert er að vekja rækilega at- hygli Leifs á þeirri staðreynd, að um það leyti sem Albert Guð- •mundsson er að hasla sér völl á pólitískum vettvangi, er hann studdur til þess af ýmsum máttar- stólpum Sjálfstæðisflokksins og forystumönnum hans, auk þeirra þúsunda kjósenda sem síðar kom í ljós hvers stuðnings hann nýtur. Það er því hætt við að „kvikind- in“ sem Leifur Sveinsson vill losna við og reka úr Sjálfstæðisflokkn- um yrðu æði mörg, ef honum yrði að ósk sinni. Leifur Sveinsson á að biðja Albert Guðmundsson afsökunar á óvenjulega rætnum skrifum og jafnframt að lofa okkur hinum því, að svona lagað hendi hann ekki oftar. Annað sæmir ekki manni sem þykir svo vænt um flokkinn sinn. Höfundur er fræmkvæmdastjóri fþróttasambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.