Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 SRákþing Reykjavíkur 1986: 11 og 13 ára drengir tefla úrslitaskákina Skák Margeir Pétursson Hannes Hlífar Stefánsson iék illa af sér manni gegn Andra Áss Grétarssyni i tíundu um- ferð á Skákþingi Reykjavíkur á sunnudaginn. Þar með er ómögulegt að segja til um hver öðlast sæmdarheitið „Skák- meistari Reykjavíkur 1986“, því nú hafa tveir skákmenn náð Hannesi að vinningum, þeir Andri Áss Grétarsson, 17 ára, og Þröstur Árnason, sem er aðeins þrettán ára gamall eins og Hannes. Æskan ræður lög- um og lofum á mótinu, þó ár- angur Hannesar og Þrastar sé þegar orðinn frábær, er frammistaða Héðins Stein- grimssonar þó enn ótrúlegri. Héðinn er nýorðinn 11 ára, en er f 4.-7. sæti fyrir síðustu umferð. Lokauppgjörið um titilinn fer fram í kvöld, þriðjudagskvöld, því skákum unglinganna varð að flýta, þar sem þeir taka þátt í Nprðurlandamóti grunnskóla- nema í Svíþjóð um næstu helgi. Staðan fyrir síðustu umferðina er þannig: I. —3. Héðinn Hlífar Stefánsson, Þröstur Ámason og Andri Áss Grétarsson 8 v. af 10 mögulegum. 4.-7. Héðinn Steingrímsson, Bjami Hjartarson, Jóhannes Ágústsson og Amaldur Loftsson 7 'h v. 8.—10. Davíð Ólafsson, Sigurður Daði Sigfússon og Siguijón Har- aldsson 7 v. II. —16. Tómas Bjömsson, Hauk- ur Angantýsson, Þráinn Vigfús- son, Ragnar Valsson, Hjalti Bjamason og Gunnar Om Har- aldsson 6'A v. í síðustu umferðinni tefla m.a. saman þeir Héðinn og Hannes, Þröstur og Andri, Bjami og Jó- hannes, Amaldur og Siguijón. Meðalaldurinn á tveimur efstu borðunum verður því fjortán ár og þá skák sem hvað líklegust er til að ráða úrslitum, tefla þeir Héðinn, 11 ára, og Hannes Hlífar, 13 ára. Það verður áreiðanlega ekkert gefið í þeirri skák og heldur ekki hjá þeim Andra og Þresti. Sú einkennilega staða er komin upp að það eru sömu menn sem keppa um efsta sætið á aðalmót- inu og í unglingaflokki 14 ára og yngri. í unglingaflokknum sigraði Þröstur Ámason með því að vinna allar níu skákir sínar, en Hannes Hlífar vann átta og tapaði fyrir Þresti. í aðalmótinu sigraði Hann- es í innbyrðis viðureign þeirra, en Þröstur missti ekki móðinn við það og hefur nú náð Hannesi að vinningum. Gangi Þresti allt f haginn í kvöld gæti hann unnið mótið tvöfalt, eða a.m.k. fengið einvígi við Hannes Hlífar. Frá áskorenda- keppninni Skákir frá einvígi þeirra An- dreis Sokolov og Rafaels Vaganj- án, sem fram fer í Minsk í Hvíta- Rússlandi, eru loksins famar að berast. Þar hefur Sokolov þriggja vinninga forskot, 4—1, og hefur sýnt mikla . yflrburði. Eftir að fyrsta skákin varð bragðdauft jafntefli vann Sokolov þijár skákir í röð, sem allar fóru í bið. Það er mjög ólíklegt að Vaganjan nái að brúa bilið í seinni hluta ein- vígisins, fram að þessu hefur hann ekki séð til sólar, ávallt verið í vöm. Fyrir fram þótti Vaganjan miklu sigurstranglegri. Hann hefur 2645 Elo-stig en Sokolov 2595 og árangur hans á mótum undanfarið hefur yfirleitt verið betri. En Sokolov er aðeins 22ja ára gamall og mjög vaxandi skák- maður. Hver veit nema næsta vetur ógni hann þeim Karpov og Kasparov. Við skulum líta á þriðju einvígisskákina sem Sokolov vann ásvart: Hvítt: Rafael Vaganjan Svart: Andrei Sokolov Nimzo-indversk vörn 1 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4, 4. E3 - 0-0, 5. Bd3 - d5, 6. a3 — dxc4, 7. Bxc4 — Bd6, 8. Dc2 - Rbd7, 9. Rf3 - c5, 10. dxc5 — Bxc5, 11. 0-0 — b6,12. e47! Þessi leikur skilar ekki tilætluð- um árangri. Betra var 12. b4 — Be7, 13. Bb2 og staðan er nokk- um veginn í jafnvægi. 12. - Bb7, 13. Bg5 - Dc7, 14. De2 — Re5! Með þessum öfluga leik tryggir svartur sér frumkvæðið. 15. Bxf6 - Rxc4, 16. Bh4 - Re5, 17. Hfdl - Rxf3+ 18. Dxf3 - f5! 19. b4 - Bd6, 20. Dh3 - Be5, 21. Hacl - Df7, 22. exf5 - exf5,23. Re2?! Vegna biskupaparsins má svartur vel við una og ekki bætir Hannes H. Stefánsson Andri Áss Grétarsson. þessi linkulegi leikur úr skák fyrir Vaganjan. í stað hans hefði mátt reyna 23. Rb5!? eða 23. Dd3. 23. - Hac8, 24. Hxc8 - Hxc8, 25. Bg3 - Bb2, 26. Bf4 - De6, 27. Dd3 - Bf6, 28. f3 - Hd8, 29. Dc2 - Hxdl+ 30. Dxdl. Eftir að allir hrókamir hurfii af borðinu hafa línumar skýrst. Svartur hefur biskupaparið og menn hans eru virkari. Þá eru hvítu peðin á drottningarvæng hentug skotmörk og allt þetta hagnýtir Sokolov sér á sann- færandi máta í lokaþætti skákar- innar. Þröstur Árnason 30. - Ba6, 31. Kf2 - g5, 32. Bcl - Bc4, 33. Dd2 - Kf7, 34. Rg3 - b5, 35. Re2 - f4, 36. h4 - h6, 37. hxg5 - hxg5, 38. Dc2 - a6, 39. Dh7+ - Kf8, 40. Dh6* — Ke7,41. Dh7+ Hér fór skákin í bið. Svörtum hefur þegar tekist að vinna tals- vert lými. 41. - Kd6, 42. Dc2 - De5, 43. Dd2+ - Ke6, 44. Del - KF7, 45. Dd2 45. -a5!, 46. Dc2 Ekki 46. bxa5? - Bxe2, 47. Dxe2 — Dc5+ og vinnur mann. 46. — axb4, 47. axb4 — Be7, 48. Bb2 - De3+, 49. Kfl - Bd3, 50. Ddl - Bxb4, 51. Db3+ - Ke8, 52. Ddl - Bc5, 53. Kel - Bc4 og hvítur gafst upp. Læknataxtar og áhrif þeirra Um raunveruleg laun og ábyrgð í heilbrigðisþj ónustunni eftir Hörð Bergmann í grein, sem ég fékk birta í Morgunblaðinu 7. þ.m., var íjallað um áhrif hárra læknataxta á hlut annarra starfsmanna í heilbrigðis- þjónustunni og möguleika hennar yflrleitt. Lagt var út af fréttum og skrifum um reikninga sérfræðinga, sem námu 200—500 þús. kr. á mánuði fyir vinnu á stofu. Mér er sagt að einum þeirra séfræðinga, sem hlut áttu að máli, hafi ofboðið svo upphæðimar á reikningum sín- um að hann hafi gert athugasemt til Tryggingastofnunar. Og þá var farið að athuga hina nýju gjaldskrá. Jón Hilmar Alfreðsson, formaður Sérfræðingafélags lækna, birti grein í Mbl. 15. þ.m. þar sem sagt er ljóst „ ... að þessir reikningar lækka verulega" að lokinni endur- skoðun samningasaðila. Jón Hilmar beinir í geininni athygli að miklum kostnaði við rekstur sjúkrahúsa og vegna Ijfya en gerir lítið úr launum lækna. Hann vitnar til upplýsinga frá Alþingi og segir svo um sína menn: „Samkvæmt þeim eru meðal- máriaðarlaun til læknis greidd af TR eftir að rekstrarkostnaður hefur verið reiknaður, en fyrir skatt, um kr. 25.000.-. Þetta em nú öll ókjör- in, sem þessir menn kosta almanna- tryggingar og gefíð hefiir verið í skyn að ógni velferðarkerfínu." Sá sem ætlar að upplýsa almenn- ing um raunveruleikann í þessu efni fer ekki svona að. Niðurstaða og ályktanir Jóns Hilmars eru mjög villandi eins og sést af nánari skoð- un á þeim upplýsingum sem hann vitnartil. Raunverulegur kostn- aður trygginga og sjúklinga Til þess að tölur hafl upplýsinga- gildi í verðbólguþjóðfélagi verður að miða við verðgildi á ákveðnum tíma. Það er líka mikilvægt að segja alla söguna án þess að flækja mál- ið. Þannig er vel hægt að nota þær ýtarlegu upplýsingar sem komu fram í svari heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra á Alþingi við fyrirspum frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur, alþingismanni, í desember sl. um útgjöld vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þar kemur fram að í september og október sl. var kostnaður TR af sérfræðilæknis- hjálp kr. 22.190.262.- fyrri mánuð- inn og kr. 26.437.702.- þann síðari. Þessir mánuðir eru góð viðmiðun vegna þess að þá var afturvirkum greiðslum lokið og við vitum að verðlag hefur breyst um svona 6—7% síðan. í svarinu var einnig upplýst að þeir sem fengu greiðsl- umar voru 279 talsins svo það er einfalt hugarreikningsdæmi að sjá að þær voru að nálagst 100 þúsund á mánuði að meðaltali og vel það Hörður Bergmann „ Af þessu má sjá hvað ég á við með villandi upplýsingxim formanns Sérfræðingafélags lækna. Sá kostnaður sem hann segir 25 þús- und kr. er í rauninni 50 þúsund“. sé miðað við verðgildi í dag, eða 50 þúsund að frádregnum kostnaði sem læknamir hafa samið um að mega reikna sér. Af þessu má sjá hvað ég á við með villandi upplýs- ingum formanns Sérfræðingafélags lækna. Sá kostnaður sem hann segir 25 þúsund er í rauninni 50 þúsund. Vilji menn svo gera sér betri grein fyrir hver laun umræddra lækna em og heildarkostnaði við starf þeirra þarf að taka með í reikninginn að þeir sem þurftu að fara til þeirra greiddu sjálflr á árinu 1985 sem svarar 20—25% af upp- hæðinni sem TR greiddi og hækka meðallaunin sem því nemur. Einnig verða menn að hafa í huga að þetta eru aukatekjur hjá flestum þessara lækna. í svari heilbrigðisráðherra segir hreinlega: „Mikill meirihluti þeirra gegnir einnig föstu starfí á sjúkrahúsum eða öðrum stofnun- um.“ Einnig skiptir máli þegar þetta mál er skoðað að hafa það í huga að skattbyrði lækna er ekki eins þung og málsvarar þeirra vilja vera láta. Sérfræðingamir hljóta að fá að draga helminginn af þeim greiðslum, sem þeir fá frá TR, frá skatti sem kostnað því að rekstur stofu samsvarar rekstri fyrirtækis. Þessi skilgreining á kostnaði er hins vegar samningsbundin og virðist flarri raunveruleikanum. Laun læknaritara, húsnæðis-, orku- og tækjakostnaður nemur a.m.k. ekki 100—250 þúsund á mánuði og varla 50 þúsund. Samningur sem þessi er því í raun samningur um skatt- fríðindi eins og samningur sjúkra- hús-, og heimilis og heilsugæslu- lækna um bílastyrk til að komast í vinnuna. Slíkir samningar eru að minu mati óréttlætanlegir. Það mat er ástæða til að skýra nánar með því að setja þetta mál í eðlilegt samhengi. Æskilegar áherslur í heilbrigðiskerfinu Læknalaun og fríðindi eins og hér hafa verið dregin fram í dags- ljósið eru óréttlætanleg af ýmsum augljósum orsökum. I fyrsta lagi virðist ljóst að komið er að hámarki fjárveitinga til heilbrigðiskerfisins. Það verður ekki veitt meira til þess í framtíðinni en 9—10% af þjóðar- tekjum og óvisst um hagvöxt. Allir vita að margar framkvæmdir innan kerfísins bíða, þ. á m. eldvamar- kerfl í ýmsar sjúkrastofnanir þótt undarlegt sé. Þar sem takmarkað fé er til umráða er augljóst að þarfar framkvæmdir munu dragast óþarflega lengi ef haldið verður áfram að greiða læknum svo há laun að þeim ofbýður sjálfum! Launahlutföll í heilbrigðisþjón- ustunni eru greinilega orðin skökk. Allmargar deildir á sjúkrastofnun- um, sem búið er að reisa og búa fullkomnustu tækjum, standa auðar og illa nýttar vegna þess að hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða vantar til starfa. Aftur á móti vatnar hvorki lækna eða nemendur í lækn- isfræði. Fjöldi starfandi iækna hef- ur tvöfaldast hér á landi síðan 1970. Við erum ásamt Dönum nú þegar komin með fleiri lækna á hvert þúsund íbúa en nokkur önnur Norð- urlandaþjóð. Þessu fylgir viss sóun. Læknar í stöðuleit fara að seilast í störf sem meðal annarra þjóða er gengt af hjúkrunarfólki og ýmsum sérþjálf- uðum starfsmönnum. Þetta hefur einkum gerst í sambandi við fyrir- byggjandi hóprannsóknir, reglu- bundna skoðun og mælingar, s.s. sjónprófun og ákvörðun um gler í gleraugum. Til þess að nýta betur fé það sem veitt er til heibrigðis- þjónustunnar þarf því að breyta launahlutföllum innan hennar. Lækkun á læknalaunum og hækkun á launum annarra heilbrigðisstétta virðist orðin biýn og geta orðið til mikilla bóta. Ábyrg-ðarleysi Trygg- ingastofnunar — Þarf lagabreytingu? Margt fleira kemur auðvitað til álita þegar hugað er að áherslu- og skipulagsbreytingum í því skyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.