Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 17
 Fimm tón- leikar hjá Tónlistar- félaginu SÍÐARI hluti starfsvetrar Tónlistarfélagsms er að hefj- ast. í frétt frá félaginu segir að fimm tónleikar verði haldnir, og á fernum þeirra verði einleikarar og ein- söngvarar hinir sömu og koma fram með Sinfóníu- hljómsveit íslands. í frétt félagsins segir „Það er bandaríski píanóleikarinn Nancy Weems sem heldur fyrstu tónleik- ana laugardaginn 8. febrúar. Hún vakti mikla hrifningu allra þeirra sem heyrðu hana leika á tónleikum í Norræna húsinu í apríl 1984. Á efnisskrá tónleikanna nú verða verk eftir Beethoven, Brahms, Chopin og Prokofieff. Þriðpudaginn 4. mars munu þeir Janos Starker, sellóleikari, og Alain Planes, píanóleikari, flytja verk eftir Couperin, Boccherini, Beethoven, Cassadó Debussy og Bartók. Fimmtudaginn 13. mars verða tónleikar með gríska píanóleikaran- um Dimitri Sgouros, en hann er aðeins 17 áragamall. Laugardaginn 19. apríl syngur bandaríska sópransöngkonan Ellen Lang við undirleik Williams Huckaby, sem áður hefur komið við sögu félagsins. Síðustu tónleikamir verða 3. maí, með píanóleikaranum Vovka Ashkenazy. að nota skynsamlega það sem úr er að spila í heilbrigðisþjónustunni. En maður verður að takmarka efnið í blaðagrein. Því verður hér í lokin einungis minnst á eitt verkefni sem væri heppilegt fyrir duglega al- þingismenn að taka upp. Það ábyrgðarleysi sem birtist í gjaldskránni, sem hleypti þessarí umræðu af stað, staðfestir nefni- lega ábyrgðarleysi og vanhæfni samninganefndar TR og trygginga- ráðs, sem lögum samkvæmt „ ... skal hafa eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemi Trygginga- stofnunar ríkisins". Aðilar eins og samninganefndin og tryggingaráð hafa eðli málsins samkvæmt ekki sama vilja og möguleika til að hamia gegn ágengum hagsmuna- hópum eins og þeir sem þurfa að útvega féð sem til þeirra rennur, þ.e. hinir póiitfsku valdhafar. Til þess að ná endurkjöri verða þeir að reyna að nýta vel það fé sem innheimt er af þeim sem borga skatt í landinu og mega helst ekki verða uppvísir að sóun af því tagi sem hér hefur verið til umræðu. Þess vegna virðist fyllsta þörf á laga- breytingu sem færir ábyrgðina á samningum um gjaldskrár lækna frá Tryggingastofnun og til heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Enda þótt reynslan af þeim samn- ingum um laun og fríðindi sem ráð- herrar heilbrigðismála hafa gert við sjúkrahús-, heilsugæslu- og heimil- islækna á seinni árum lofi ekki góðu má ætla að einhver breyting verði þar á eftir að ljóst er orðið að vexti eru takmörk sett á þessum vett- vangi sem öðrum. Höfundur erkennari ogfræðalu- fulltrúi Vinnueftirlits ríkisins. Áskriftarsiminn er 83033 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 TONIC WATER ÍNNIHEC.DUR kinin ERVIÐ TONIC í LÍTRATALI HF. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.