Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANOAR1986 jaðrar við að hún sé senuþjófur á stundum án þess að segja auka- tekið orð. Hún tekur upp söngrok- ur einum tvisvar sinnum. En með svipbrigðum og látæði gamallar útbrunninnar söngkonu tekst Björgu að túlka hinstu vonarg- lætu, vonbrigði og uppgjöf henn- ar, sem er að ljúka sínu hlutverki. Hún verður að víkja fyrir því, sem henni finnst „lágkúra" nútím- ans og finnur að hún nálgast óð- fluga þá kveðjustund, sem hún rís ekki undir. Söngkona Bjargar er samgróin búningsklefanum með speglum, púðri, ryki og gömlum myndum úr frægum sýn- ingum. Sunna Borg og Marinó Þor- steinsson virðast ekki fullkomlega sátt við þau hlutverk, sem þeim er úthlutað í þessum leik. Bæði eru þau traustir listamenn, en það nægir ekki í þetta sinn. „Bullu- skapur“ mr. Peacocks forstjóra í Universal Consert Inc. er ekki sannfærandi í meðförum Marinós, þótt hár hans sé litað svart. ísa- fold Thorlacius er ekki á réttum aldri í túlkun Sunnu og skortir það líf og sannfæringu, sem henni hefur löngum tekist að gæða hlutverk sín. Þórey Aðalsteins- dóttir er afbragðs sviðsgæsla, reynd og oft þreytt. Einnig falla Erla B. Skúladóttir og Sigríður Pétursdóttir í hlutverk dansmeyja. Pétur Eggerz leikur hinn metnað- argama og bamalega aflrauna- mann, sem sífellt lætur blekkjast. Leikur Péturs er vandaður og sannur. Og þá er eftir að nefna þá Barða Guðmundsson, sem leikur bæði náttvörð og útvarpsmann, Kristján E. Hjartarson í hlutverk- um lögreglumanns og blaðamanns og Harald Hoe Haraldsson, sem bregður sér í gervi lögregluþjóns, dyravarðar og blaðamanns. Verð- ur ekki fundið að hlut þeirra heið- ursmanna, sem fylltu upp í mynd- ina, þar sem við átti. Sýning LA á Silfurtúngli er merkur listviðburður. Það er gott til þess að vita að í leikhúsinu á Akureyri skuli tvær vandaðar sýn- ingar í gangi samtímis. Þar þarf ekki að kvarta um samdrátt eða vonleysi. Kaldhæðni Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar. Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness. Höfundur lags við barnagælu: Jón Nordal. Hljómsveitarstjóm og útsetn- ingar: Edward Frederiksen. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikmynd: Orn Ingi. Leikstjórn og búningar: Hauk- ur J. Gunnarsson. Adeilan í leikritinu Silfurtúngl- inu eftir Halldór Laxness hefur ekki bliknað á þeim þrem áratug- um, sem liðnir eru síðan það var geflð út af Helgafelli og fyrst leikið í Þjóðleikhúsinu (árið 1954). Það er ennþá augljósara árið 1985, hversu beinskeytt gagnrýni á vanrækslu íslendinga við þjóð- emi sitt og tungu felst i þessu snjalla verki og hvemig það minnir okkur óþyrmilega á ugg- vænlegt andvaraleysið gagnvart ásælni erlendra aðila í þjóðarverð- mæti. Með listatökum vekur höf- undurinn athygli á fáránlegri og ástæðulausri minnimáttarkennd íslendinga gagnvart útlöndum. Og þá er það ekki síst spenna umfangsmikils skemmtiiðnaðar, sem hér hefur vaxið hratt að er- lendri fyrirmynd hin síðari ár og leitt til fjölþættra vandamála, sem höfundur vill brjóta til mergjar þjóð sinni til vamaðar. Kannski er það dálítið kaldhæðnislegt, að Leikfélag Akureyrar skuli einmitt efna til sýninga á þessu verki, þegar flóðbylgja erlendra áhrifa er að steypast yflr íslenskt þjóðlíf í nafni frjálsrar fjölmiðlunar og í fyllsta samræmi við þá játningu Lóu við Feilan: „Hugurinn snýst sífellt um hvað maður sé lítilfjör- legur, hvað maður fari á mis við, hvað maður sé á rangri hillu." Stefán Baldursson leikhússtjóri víkur að því í ritgerð um leikrit Halldórs Laxness, sem birtist árið 1973 (Sjö erindi um Halldór Laxness), að leikritið sé „kald- hæðið í meira lagi. Rót þess situr þó enn í veruleikanum, persónum- ar að vísu dregnar einföldum dráttum og nær því að vera staðl- aðar manngerðir en fjölþættar persónur, en samt trúverðugar." Þama leggur Stefán áherslu á þann mun, sem er á þessu verki og þeim þrem leikritum, er síðar komu frá hendi Halidórs og eru á ýmsan veg fjær raunveruleikan- um. Mér virðist að Haukur J. Gunnarsson gæti vel þess veru- leika, sem rót Silfurtunglsins situr í og hafi það að varðveita í öllu ytra svipmót þess tíma, sem leik- ritið fjallar um. Það em raunar skemmtileg viðbrigði frá þeirri þráhyggju ýmissa leikstjóra, sem ég hefí áður vikið að, og ætlast til þess að eldri verk séu umsköp- uð að kröfu nýrra tíma og þá gengið eins langt í þeirri viðleitni og leikritin framast þola, jafnvel lengra. Silfurtunglið er í engri þörf fyrir slíka andlitslyftingu. Það er skemmtileg tilbreyting, að tjaldið skuli nú dregið fyrir sviðið á milli þátta, svo eftirvænting eftir nýrri leikmynd fái að blómstra í salnum. Þannig er sú róttæka raunsæiskenning Brechts, að minna sífellt á leikinn, algjörlega fyrir borð borin. Áhorf- endur fá óáreittir að lifa sig inn í þetta verk og ég hygg að flestir geri það og gleymi ser um stund við harmleik Lóu og Óla eða átök- in í heimi gerfimennskunnar, þar sem menn reyna að hylja andlega fátækt og siðferðilega hrömun undir fánýtu froðugliti. Haukur J. Gunnarsson er snjall leikstjóri, sem byggir ekki einvörðungu á traustri menntun, heldur og næmum skilningi listamanns á viðfangsefninum, sem hann tekur að sér. Sá skilningur ræður þeim aga og þeirri stjóm, sem hann beitir með frábæmm árangri. Hann nær að laða fram þann árangur hjá hveijum leikara, sem hægt er að vænta. Hins ber að Árni Tryggvason, Vilborg Halldórsdóttir og Ellert Á. Ingimundar- son í hlutverkum sínum. gæta, að vart verður hægt að komast hjá hnökmm í sýningu sem þessari, þegar leikhúsið hefur fáum leikumm á að skipa og varla við því að búast að allir falli jafn vel í hlutverk. Sem fyrr getur velur Haukur þá leið að hverfa í öllu til öndverðs fímmta áratugs þessarar aldar. Höfundur leik- mynda hlýðir þeirri stefnu í hví- vetna. „ívemstofa á smáborgara- heimili í kaupstað sosum 300 km frá höfuðstaðnum", er í flestu eins og hún á að vera. Ekki hefði þó sakað að bæta við vösum, krúsum, leirfuglum og gerviblómstmm. Besta leikmyndin þótti mér í þriðja þætti, innra fordyri Silfur- túngls. Þar njóta sín bæði hagleik- ur og hugmyndaauðgi Amar Inga. Klæðning á forsal flugvall- arhótels í lokaþætti kemur göml- um Akureyringum ekki ókunnug- lega fyrir sjónir, a.m.k. ekki okk- ur, sem vomm í Menntaskólanum um og upp úr 1950 og dmkkum oft molakaffi í gildaskála Hótel KEA. Þarna er ósvikin mynd af betra hóteli um miðja öldina. Þá hefur leikstjórinn teiknað bún- inga, sem setja réttan svip á þessa sýningu svo hvergi skeikar. í tveim atriðum víkur leikstjórinn frá handriti höfundar. Hann fellir niður fyrra atriði fjórða þáttar og sleppir því, að láta Óla bera lík- kistu bamsins inn í anddyri flug- vallarhótelsins. Hvort tveggja er til ótvíræðra bóta, gerir verkið heilsteyptara og sannara. Edvard Drederiksen hefur útsett og æft tónlist, sem flutt er af hljómbandi. Byggir hann á lagi Jóns Nordals við bamagælu. Þar er smekklega að verki staðið. Fimmtán leikarar koma fram í sýningunni og túlka Qölþættar persónur. Theodór Júlíusson leikur Feilan Ó. Feilan forstjóra í Silfurtúngl- inu. Theodór nær ömggum tökum á persónu þessa ákafa og ófyrir- leitna auglýsingamanns þegar í upphafí og verður ekki að túlkun hans fundið allt til enda. Hann skortir ekki þrótt, en ofleikur hvergi, er markvís í svipbrigðum, hreyfíngum og framsögnin er lif- andi og skýr. Vilborg Halldórs- dóttir leikur Lóu. Þetta em mikil tímamót á leiklistarferli hennar, sem ekki er langur, en Vilborg lauk námi í Leiklistarskóla íslands árið 1983. Hún leggur sig alla fram í þessu erfíða hlutverki og nær vissulega langt í strangri glímu við það. Þannig er stígandi í leik Vilborgar. Það, sem mér fínnst helst að, er full einhæfur raddblær, sem gerir Lóu óþarflega bamalega fremur en hrekklausa og siðprúða. Framsögnin er skýr en stirð. Söngur hennar er hins vegar eðlilegur og viðfelldinn. Svipbrigði og hreyfíngar em sannfærandi. Segja má með sanni, að ekki sé hlutverk Óla eiginmanns Lóu síður erfítt við- fangs. Ellert A. Ingimundarson veldur þeim vanda og ekki síst undir lokin, þegar þau hjónin hittast og kveðjast í flugstöðvar- hótelinu. Vonbrigðum og harmi kemur Ellert til skila á eðlilegan og hófsaman hátt og án allrar væmni. Fer ekki á milli mála, að uppgjör þeirra hreyfir við leikhús- gestum og stuðningur Þráins Karlssonar í hlutverki utangarðs- mannsins og drykkjusjúklingsins, Róra, dró ekki úr áhrifum þess harmleiks. Þráni tekst á minnileg- an hátt að sýna það gæfuleysi, sem fellur af síðum slíkra óláns- manna. Það er einmitt minnilegt við þessa sýningu, að hún leiðir vel í ljós hversu mikilvæg auka- hlutverkin geta verið. I fyrsta þætti kemur Ámi Tryggvason fram sem Laugi faðir Lóu. Leikur hans er dæmi um næman skilning á hlutverki. Ámi þekkir þessa manngerð, enda alinn upp í umhverfí þar sem hún er ómiss- andi þáttur tilverunnar. Og Laugi Áma er ósvikinn, svo litla stofan fyllist hinu sanna þorpslífi vegna nærveru hans, með físklykt og töðuilmi og þeirri hlýju gaman- semi, sem ekki getur þróast við spennu, hávaða og streitu. í ennþá minna hlutverki er Björg Bald- vinsdóttir, sem leikur ónefnda saungkonu að tjaldabaki (þ.e. í 3. þætti) og í lokaþætti. Það er ástæða til að óska Björgu til hamingju með frábæran leik, enda Chevrolet CHEVROLET er gæða stimpill því CHEVROLET þýðir fyrirtaks hönnun E3 CHEVROLET bifreiðar eru framleiddar af stærsta bílaframleiðanda heims. 0 hefur lagt sig fram við að hafa frumkvæði í tækninýungum bílaiðnaðarins og gert CHEVROLET merkið eitt hið virtasta í heimi. BíLVANGUR sf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 g®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.