Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 25 AP/Símamynd Mynd þessa tók Voyager II af Miröndu, því fylgitungli Úranusar sem fer nærst honum af stærri fylgitunglum. Myndina tók Voyager í um 22 þúsund mílna fjarlægð frá tunglinu hinn 24. janúar. A myndinni sést að yfirborð Miröndu er mjög ójafnt. Gígurinn á neðrihluta myndarinnar er um 15 mílur í þvermál. Voyager myndar Uranus: Vísindamenn gáttaðir á nýjum vísbendingum Pasadena, Kaliforniu, 27. janúar. AP. JARÐFRÆÐINGAR eru gáttaðir á þeim náttúruöflum, sem voru að verki þegar foldgná hamrabelti, þverbreiðir dalir og hyldjúpar gjár stærstu fylgihnatta Úranusar mynduðust. Geimfarið Voyager 2 tók sláandi myndir af tunglunum um „Ognvænleg öfl hafa brotist fram þegar þessi tungl voru að myndast," segir Ellis Miner, vís- indamaður, sem fylgist með rannsókninni. „Á yfirborði tungl- anna, sérstaklega Miröndu, sjáum við hvers þessi öfl voru megnug," segir Miner, „en það er á huldu hvað leysti þau úr læðingi." Upplýsingar, sem sendar voru frá Voyager til jarðar, sýna að 10 bogar eða hlutar úr hringjum umlykja Úranus — vísbending um það að aðrir 10 hringir gætu umlukið plánetuna til viðbó'tar við þá níu, sem þegar höfðu greinst frá jörðu og þann tíunda, er Voyager kom auga á. Það var fyrst staðfest á sunnu- dag að hringimir væru á stórum köflum myndaðir af þéttu ari. Sólin skein í hringina á mynd, sem send var frá Úranusi til jarðar. í dag var Voyager staddur 3,2 milljónir km frá Úranusi og fer geimfarið nú á 53.000 km hraða í átt að áttundu stjömu frá sólu, Neptúnusi. Þegar Voyager var næst Úran- usi var geimskipið í 81.000 km fjarlægð frá plánetunni. V estur-Þýskaland: Peres brast í grát í Belsen Bergen-Belsen, 27. janúar. AP. SIMON Peres, forsætisráðherra ísrael, brast i grát þegar hann heimsótti i dag fangabúðir nasista i Bergen-Belsen til að minnast gyðingaofsóknanna í heimsstyijöldinni siðari. Skotæfingar í herstöð Atlantshafsbandalagsins skammt athöfn. „Þetta er hræðilegur staður," sagði Peres við blaðamenn áður en hann sté um borð í þyrlu, sem flutti hann til Hannover, höfuðborgar Neðra-Saxlands. „Hér heyrir maður skelfingaróp í hverju skoti. Ég bið fyrir þeim milljónum, sem biðu bana í útiýmingarbúðum nasista og einn- ig fyrir friði." Hermálaráðunautur Peresar, Azriel Nevo, sagði við blaðamenn: „Ég sá forsætisráðherrann gráta. Þetta er sorgleg tilfínning." Peres fór til Bergen-Belsen á öðrum degi heimsóknar sinnar til Vestur-Þýskalands. Mörghundmð lögreglumenn umkringdu búðimar og þyrlur hnituðu hringa yfír þeim. Austur-Þýskaland: frá trufluðu þó hina alvarlegu Á meðan á hinni klukkutíma löngu athöfn stóð mátti heyra fall- byssudrunur og vélbyssuskothríð frá herbúðum Atlantshafsbanda- lagsins skammt frá. Peres minntist ekki orði á skotæfingamar í ræðu yfír hádegisverði í Hannover og talsmaður hans, Uri Savir, kvaðst ekki vilja ræða þær. Yfirvöld í Neðra-Saxlandi sögð- ust hafa mælst til þess við yfirvöld herstöðvarinnar að sleppa skotæf- ingum í morgun. Þær hefðu ekki verið jafn hávaðasamar og venju- lega, en betur mætti ef duga skyldi. Peres hélt frá Hannover til Bonn að ræða við vestur-þýska ráða- menn. Eftirmaður Hon- eckers í auefsýn Berlín, 27. janúar. AP. ^ EGON Krenz, 49 ára gamall meðlimur stjómmálaráðs austur-þýska alþýðulýðveldisins, er talinn líklegastur eftirmaður Erichs Honecker, leiðtoga landsins, og sá sem hann helst kýs að sjá taka við af sér, þó ekki séu taldar neinar likur á að hann láti völdin af hendi næstu árin. Að sögn stjómmálaskýrenda og erlendra sendimanna hefur Krenz svipaðar hugmyndir og Honecker. Til að mynda mun hann vilja bæta tengslin við Vesturlönd, án þess að það komi niður á tengslum landsins við Sovétríkin, en Austur-Þýskaland hefur verið einn tryggasti stuðningsmaður Moskvu í Varsjárbandalaginu. Það virðist styðja skoðanir fellu farið vaxandi. Hann er ritari stjómmálaskýrenda, að einn helsti keppinautur Honeckers um völdin í Áustur-Þýskalandi, Konrad Neu- mann, missti stöðu sína í stjóm- málaráðinu í nóvember sfðastliðn- um. Neumann, sem er harðlínumað- ur, var þekktur fyrir andstöðu sína við aukna efnahagssamvinnu við Vesturlönd. Eftir brottrekstur Neumanns hefur vegur Krenz í sí- miðstjómar Kommúnistaflokks og hefur með innra öryggi í landinu að gera, sem merkir að hann hefur yfír hinni almennu lögreglu og stjómmálalögreglu að segja. Áður fyrr var Krenz yfirmaður „Fijálsrar þýskrar æsku“ sem eru ungliðasamtök kommúnista í A-Þýskalandi. Báðum þessum stöð- um gegndi Honecker fyrr á árum. Veður víða um heim Lœgst Hæst Akureyri +5 léttskýjað Amsterdam 0 4 skýjað Aþena 6 13 skýjað Barcelona 7 skýjað Berlin +4 +1 skýjað Brussel 0 6 skýjað Chicago +15 +7 heiðskirt Dublin 2 6 heiðskirt Feneyjar 3 heiðskirt Frankfurt +6 3 snjókoma Genf +4 2 skýjað Helsinki 1 2 rigning Hong Kong 10 16 heiðskírt Jerúsalem 5 14 skýjað Kaupmannah. +4 0 skýjað Las Palmas 20 léttskýjað Lissabon 5 13 heiðskírt London 0 4 skýjað Los Angeles 14 30 skýjað Lúxemborg +5 þoku- móða Malaga vantar Mallorca 13 skýjað Miami 19 26 heiðskirt Montreal +2 0 snjókoma Moskva +2 +3 skýjað New York 5 7 skýjað Osló +12 +1 heiðskirt París +3 4 skýjað Peking +9 5 heiðskirt Reykjavík +3 snjóél Riode Janeiro 21 33 heiðskirt Rómaborg 3 11 heiðskirt Stokkhólmur +5 +3 snjókoma Sydney 19 26 heiðskírt Útsölustaðir: Straumur ísafirði, Kjarni Vestmannaeyjum, Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi, Raftækjaverkstæði Gríms og Árna Húsavik. Einkaumboð á íslandi æJÚHANN ÚLAFSS0N & C0 43 Sundaborg 104 Reykjavík Hún er betri! | □ 1000 watta — kraftmikill mótor i □ Sogkraftur 54 sekúndulltrar ' □ 2400 mm vatnsúla | □ 71. poki I □ 4 fylgihlutir I innbyggðri geymslu 1 □ Mjög hljóðlát (66 db. A) | □ Fislétt, aöeins8,8kg ■ □ Þreföld ryksla I □ Hægt aö láta blása | □ Teppabankari fáanlegur . □ 9,7 m vinnuradlus I □ Sjálfvirkur snúruinndráttur | □ Hagstættverö Míele RYKSUGAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.