Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1986 29 Almennar stjórnmálaum- ræður fyrirhugaðar í dag Fundir Alþingis hafmr á ný: ALÞINGI kom saman á ný eftir jólaleyfi í gær. Fundur var í samein- uðu þingi og eina málið á dagskrá var tilkynning frá forsætisráð- herra um breytingn á ríkisstjórninni. Er Steingrímur Hermannsson hafði gert grein fyrir því, að Geir Hallgrímsson hefði látið af störfum utanríkisráðherra og Matthías Á. Mathiesen tekið við embættinu, kvaddi Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sér hljóðs. Hann flutti hinum nýja utanríkisráðherra heillaóskir, en kvaðst jafnframt vilja nota tæki- færið og fjalla um ýmis þau mál, er upp hefðu komið í jólaleyfi þing- manna. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings, vakti hins vegar athygli þing- mannsins á því, að það væri ekki ætlunin að fram færu almennar stjómmálaumræður í framhaldi af tilkynningu forsætisráðherra. Féllst þingmaðurinn á það eftir að forseti hafði lýst sig samþykkan því að slíkar umræður færu fram í dag. Jón Baldvin Hannibalsson Rætt um Lánasjóð náms- manna á f immtudaginn BÚIST er við utandagskrárum- ræðum um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna í samein- uðu þingi á fimmtudaginn. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, greindi frá því á Alþingi í gær að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að slík umræða færi fram. Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann ætti eftir að ræða þetta mál við Sverri Hermannsson, en taldi líklegt að af umræðunni yrði. (A-Rvk.) flutti einnig hinum nýja utanríkisráðherra ámaðaróskir, en veik síðan að skipun Geirs Hall- grímssonar í embætti bankastjóra Seðlabankans. „Ef menn telja að Seðlabankinn hafí einhveiju hlut- verki að gegna í hagstjóm, þá verður það að teljast vafasamt að gera hann að elliheimili stjóm- málamanna,“ sagði hann. Sighvatur Björgvinsson (A-Vf.) kvaðst vilja færa Geir Hallgríms- sjmi, fráfarandi utanríkisráðherra, sérstakar þakkir fyrir góð kynni og gott samstarf. Hann hefði reynst drenglundaður, sanngjam og heið- arlegur stjómmálamaður. „Ég efast um, að nokkur annar maður búi yfír jafn mikilli þekkingu á efna- hagsmálum og hann,“ sagði Sig- hvatur. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk.) óskaði einnig hinum nýja utanríkisráðherra velfamaðar og kvaðst vilja þakka fráfarandi utan- ríkisráðherra fyrir prúðmennsku í starfí. Að ræðum þingmannanna lokn- um tók Matthías Á. Mathiesen til máls og þakkaði hlý orð í sinn garð. Fundi var síðan slitið. Tveir vara- þingmenn taka sæti í upphafi fundar sameinaðs þings í gær tilkynnti forseti að tveir varaþingmenn hefðu tekið sæti á alþingi. Annars vegar er um að ræða Vigfús Jónsson, bónda á Laxamýri, sem situr á þingi í íjarveru Halldórs Blöndal (S.-Ne.), sem er erlendis í opinbemm erindum. Hins vegar er um að ræða Þórð Skúlason, sveitar- stjóra á Hvammstanga, sem situr á þingi í fjarveru Ragnars Amalds (Abl.-Nv.), sem einnig er erlendis í opinberum erindum. Báðir hafa þeir Vigfús og Þórður áður tekið sæti á þingi sem vara- menn á þessu kjörtímabili. stjóra. „Það er ráðuneytisins að svara því,“ sagði Pétur. í fréttatilkynningu flugumferð- arstjóra segir að þeir hafí lagt fram skriflega þrjú áhersluatriði á fund- inum. Auk kröfunnar um afturköll- un áminningarbréfanna var farið fram á það að auglýst yrði í allar þær stöður sem verða til við skipu- lagsbreytinguna. Um þessa kröfu sagði Pétur Einarsson: „Ég skil þessa kröfu ekki. Við leituðum álits tveggja lögfræðinga í sumar um lögmæti þess að standa að málum eins og gert hefur verið við þessar skipulagsbreytingar. Þeirra niður- staða var að við það væri ekkert að athuga. Þá má benda á að í haust skipaði Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í stöðu aðstoðaryfirflugumferðarstjóra í Keflavík án áuglýsingar. Því var ekki mótmælt." Þriðja krafan var sú að á því fengist ótviræð staðfesting að fé- lagsmenn og ekkjur og böm látinna félagsmanna misstu ekki lögbundin og áunnin réttindi við skipulags- breytingamar. Að sögn Hjálmars Diego Amórssonar er með þessu fyrst og fremst verið að tryggja að breytingar á starfsheitum flugum- ferðarstjóra breyti í engu lífeyris- réttindum ekkna. í tilkynningu flugumferðarstjóra segir að flugmálastjóri sé í hefndar- hug og vilji ekki grafa stríðsöxi sína: „Það er alrangt, það er enginn hefndarhugur í mér og ég vil gera það sem ég get til að leysa þessa deilu," sagði Pétur Einarsson. Engar viðræður boðaðar í deilu flug- umferðarstjóra við flugmálayfirvöld: Ekki hægt að aftnr- kalla opinber bréf — segir Birgir Guðjónsson, deildarstjóri 1 samgönguráðu- neytinu, sem stýrt hefur viðræðum EKKI hefur verið boðað til nýs fundar í deilu flugumferðarstjóra við flugmálastjóra, en eins og skýrt hefur verið frá slitnaði upp úr viðræðum aðila sl. föstudag. Að sögn Hjálmars Diego Arnórssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hyggja flugumferð- arstjórar ekki á aðgerðir á næstunni, aðrar en þær, að leiða hjá sér yfirvinnu. „Við erum undirmannaðir, og þótt þetta sé rólegasti tími ársins í fluginu, getur mannekla við flugumferðarstjóm skapað hættuástand," sagði Hjálmar. í fréttatilkynningu sem flugum- ferðarstjórar sendu frá sér um helg- ina, segir, að þar sem samgöngu- ráðuneytið og flugmálastjóri hafí alfarið neitað að fallast á þá kröfu flugumferðarstjóra, að áminningar- bréf, sem flugmálastjóri hafi sent út og tengjast deilunni um skipurit- ið, verði afturkölluð og ávirðingum sem þar er getið um verði ekki beitt gegn viðkomandi, hafi for- sendur fyrir frekari viðræðum brostið. Hins vegar segjast flugum- ferðarstjórar ekki vera ábyrgir fyrir því að upp úr viðræðunum slitnaði, eins og skýrt hefur verið frá í fjöl- miðlum, heldur sé það á ábyrgð ráðuneytisins og flugmálastjóra. „Flugumferðarstjórum var til- kynnt á fundinum að ekki væri hægt að afturkalla þessi bréf. Þetta eru opinber bréf og eitt þeirra hefur birst í fjölmiðlum. En ég er feginn því að flugumferðarstjórar skuli hafa skilgreint vandann á þennan hátt. Ef þetta er það eina sem stendur í vegi fyrir samkomulagi hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem báðir aðilar geta við unað,“ sagði Birgir Guðjónsson deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu, sem hefur stýrt umræðum. Birgir sagðist eiga eftir að gefa Matthíasi Bjamasyni samgöngu- ráðherra skýrslu um fundinn á föstudag, og það væri síðan í hönd- um Matthíasar að ákveða. hvort reynt yrði að halda viðræðum áfram. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði að sum áminningarbréfín væru vegna léttvægra hlýðnisbrota, en önnur væru vegna alvarlegri brota. „Ég er sammála ráðherra að það eigi að taka á þessum brotum með mannlegum hætti," sagði Pét- ur, en kvaðst ekki vilja svara því hvers vegna ekki væri hægt að verða við þessari kröfu flugmála- „Virðist sem menntamálaráðherra vilji leggja LIN niður í núverandi mynd“ — segir Guðmundur Auðunsson Stúdentaráðsliði „Við teljum að með þessum nýju tillögum menntamálaráð- herra sé verið að brjóta gegn þeim grundvallarhugmyndum sem Lánasjóður íslenskra námsmanna á að byggjast á,“ sagði Guðmundur Auðunsson Stúdentaráðsliði í samtali við blaðamann, en hann var til- nefndur af núverandi stjórn Stúdentaráðs í LÍN fyrir skömmu. „Ekki er tekið nokk- urt tillit til framfærslukostnað- ar námsmanna í tillögunum heldur virðist úthlutun eiga að vera háð tilviljunum, verðlags- þróun og fjölda umsækjenda. Þó segir 3. grein laga um LÍN að opinber aðstoð við náms- menn skuli nægja hveijum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði." Guðmundur sagði að stjóm Stúdentaráðs væri alfarið á móti þeim 3% vöxtum, sem ráðherra hyggðist leggja á lánin. Einnig væri óhæft að lánin skyldu ekki lengur miðuð við ákveðinn fram- færslugrunn og eins talaði ráð- herra um að lánin skuli vera háð fjölda umsækjenda hveiju sinni sem þverbrýtur öll lög um LÍN. „Ég get ekki ímyndað mér annað en nemendur hrökklist frá námi ef tillögumar ganga í gegn þar sem lánin em eina framfærsla mikils hluta námsmanna. Þá hefur ráðherra rætt um styrkjakerfi til svokallaðra úrvals- nemenda sem myndi beina nem- endum í þjóðhagslega hagkvæmt nám. Þetta ákvæði teljum við gmndvallarbreytingu í allri menntastefnu því hver getur svo sem vegið og metið hvað sé þjóð- hagslega hagkvæmt og hveijir séu úrvalsnemendur. Þá finnst okkur vafasamt að hætta að taka tillit til tekna í sambandi við endurgreiðslur lánanna." Guðmundur sagði að tillögum- ar stuðluðu einungis að þvi að leggja LÍN niður í núverandi mynd. „Við ætlum bara að vona að þessar tillögur ráðherra nái ekki fram að ganga og við trúum því ekki að Alþingi muni sam- þykkja þetta og taka í staðinn upp einhvers konar kerfi, sem styðst ekki að nokkm leyti við félagslega aðstoð," sagði Guðmundur. Ennerhitastillta bað- blöndunartækiðfrá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinirsemtil þekkjanjótagæða þeirraogundrast lágaverðið. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK. Þú spaiar með = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRáNTANIR-WÓNUSTA IZUMI STÝRIROFAR SNERLAR LYKILROFAR HNAPPAROFAR GAUMUÓS Hagstætt verð vönduð vara = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.