Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 200 íslendingar áttu góð jól í sumarveðri á Kanaríeyjum lausu kvenfólki. Ekki er þetta betra hjá karlmönnunum, t.d. hafa rútu- bílstjórar sem eru Qölmenn stétt ekki fengið kauphækkun síðan 1979 og þó hefur verðbólgan vaxið geysilega. Er ég spurði Auði hvort ekki væru kvennasamtök hér, sem stæðu vörð um réttindi kvenna sá ég á Jólahátið Norðurlandabúa hófst með sænskri messu kl. 18 á aðfangadag í nýtiskulegri og fallegri kirkju í miðbænum i Playa del Ingles á Gran Canaría. En 200 íslendingar voru þar um jólin. — eftir Unni * Agústsdóttur Playa del Ingles, Gran Canaria 5. janúar 1986. Hér á Gran Canaria rann að- fangadagur jóla upp sem blíðasti sumardagur á íslandi. Annasamt var hjá eyjaskeggjum, því verslanir voru opnar til kl. 20 og veitinga- staðir opnir fram eftir öllu kvöldi. Þeirra hátíð byijar seinna um kvöld- ið. Um 200 íslendingar munu hafa dvalið um jolin hér á Playa del Ingles og áttum við hér indæla jóla- daga. Hjá okkur Norðurlandabúum hófst hátíðin kl. 18 með sænskri messu í kirkju hér miðsvæðis, Templo IScuménico. Kirkjan er ákaflega fögur og heillandi. Hún er mjög nýtískuleg, loftið er úr brenndri furu og skipt í fjögur stafloft. Er eitt utandyra og hljómar allur söngur mjög vel þar. Sú hlið er snýr að götunni, þar sem inn- gangurinn er, er úr fléttuðu jámi og er það mótað eins og rósir svo að alltaf sést inn í kirkjuna þótt hún sé lokuð. Altarið er stór ótilhöggvinn steinn og altaristaflan er mjög fagur steindur giuggi eftir lista- manninn Gíralæi, hún er eins og sólarupprás og snýr í vestur. Þegar síðdegissólin skín í gegn er kirkjan dásamlega falleg, enda er hún oft þéttsetin um það leyti. Það er ætíð eitthvað um að vera þar, söngur eða hljóðfæraleikur. Eitt kvöldið hljómaði út { hlýjuna Heims um ból leikið á blásturshljóðfæri — ég held básúnu - og stóð stór hópur utan- dyra. Kl. 24 á aðfangadagskvöld var kaþólsk messa, þá hópuðust innfæddu flölskyldumar þangað í kvöldblíðunni með smáböm og komabömin í fanginu. Kirkjan var troðfull, en við stóðum um stund utandyra. Var söngurinn mjög há- tíðlegur, messan er fólkinu mikil trúarathöfn og taka allir þátt í henni. Kirkjan minnir mig mikið á Kopavogskirkju, þær em byggðar í sama stíl. Á aðfangadagskvöld var á boð- stólum íslenskur matur á veitinga- staðnum Cosmos, sem er í eigu Is- lendinga. Þar var afbragðs gott hangikjöt og kartöflur með „upp- stúf“. Sumir höfðu haft með sér hangikjöt að heiman og eyddu kvöldinu heima hjá sér. Á jóladag efndu fararstjórar ís- lensku flugfélaganna hér tii stór- kostlegrar jólagleði á veitingastað örstutt frá kirkjunni. Fararstjórar hér em Auður Sæmundsdóttir og Klara Baldursdóttir fyrir Flugleiðir. María Perillo fyrir Amarflug og fyrir Sólarflug (Air-tour) Sigrún J. Oskars. Jólagleðin hófst kl. 14. Auður bauð alla gesti velkomna. Sunginn var jólasálmur og síðan las húnjólaguðspjallið. Sest var að snæðingi og að því loknu „byijaði ballið". Þama var stór hópur af bömum og setti það indælan svip á hófið. Jólasveinnin söng og lék sér við bömin, fullorðna fólkið var viljugt að dansa við þau og „þjóðkórinn" söng af innlifun íslensk jóla- og dægurlög, sem gerðu mikla lukku. Þannig leið tíminn fram til kl. 18 þá sungu allir „Heims um ból“. Frú Kristín Snæhólm fyrrverandi yfirflugfreyja þakkaði fyrir hönd jólagestanna þessa frábæm jóla- gleði og síðan þakkaði Auður öllum fyrir komuna og allir gengu út í sumarblíðuna. Nokkrir Islendingar sem búsettir em í Lúxemborg vom þama og jók það á jólagleðina. Lesnar góðar bækur Ég minntist á að kirkjan hér hefði minnt mig á Kópavogskirkju, bæði að útliti og öðm. Er ég fór að heiman, vom okkur gefnar tvær bækur, önnur þeirra var „Gerður" sem Elín Pálmadóttir sendi frá sér fyrir jólin. Eftir lestur bókarinnar, vil ég taka undir orð Barböm Áma- son, sem Elín hefur eftir henni í bókinni: „Ég efast um að þjóðin muni nokkum tíma gera sér grein fyrir, hve mikið hún hefir misst." Það er mikill fengur að bók Elínar. Hún er mjög vel skrifuð, frjó, full af lífi og vel farið með efnið. Gerður hefur vart yfirgefið hug minn um þessi jól. Elín hefur reist listamann- inum veglegt minnismerki, þessari elskulegu, hugrökku stúlku, sem sjálfsagt hefði orðið heimsfræg ef henni hefði enst aldur til. Vil ég, of fleiri hér, bjoða Elínu velkomna á rithöfundabekkinn. Hin bókin er 2. bindi bókar Sveins Sæmundssonar um Guð- mund Kjæmested. Hún er mjög skemmtileg og fróðleg, enda er Sveinn frábær rithöfundur og ævi- starf skipherrans glæsilegur lífs- ferill. Það hefur verið mikið talað um bækur hér um jólin og oft er maður spurður hvað maður sé að lesa. Ég á von á fleiri bókum, „Lífs- sögu Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur, bók Huldu Á. Stefánsdóttur og 3. bindis sögu Karvels Ögmundssonar. Em allar þessar bækur frábær heimildarrit, sem varða mikið sögu íslands. Á morgun er þrettándinn, þá er mikið um að vera hjá heimamönn- um. Allar verslanir lokaðar. Þá er „gjafadagur" innfæddra, farið til vina og vandamanna með gjafir og niðri í Las Palmas er mikið um að vera, skrautsýningar og skrúðgöng- ur á götunum. Eyjarnar gróðursælar Ég átti tal við Auði Sæmunds- dóttur, sem veitir skrifstofii Flug- leiða forstöðu. Hún hefir búið hér í 8 ár og gjörþekkir allt. Mig fysti að vita eitthvað meira um þessar „sælueyjar" sem við íslendingar leitum svo mikið til. Enginn veit með vissu, hveijir fmmbyggjar vom hér eða hvaðan þeir komu. Gran Canaría er mjög hálend, hæsti tindurinn 1950 metrar. Hér inni á milli fjallanna í döiunum, t.d. í Guyardeque-dalnum hefur fólkið einangrast, býr í hellum og hefur skepnumar í neðsta helli, em algjör náttúmböm og Iifa gjörsamlega ólíkt því sem eyjaskeggjar gera í þorpunum niður við ströndina. Auður segir að allar eyjamar séu mjög fallegar. Tenerife og La Palma séu mjög gróðursælar, en sólríkasta eyjan sé Gran Canaría. Atvinnuleysi er mikið hér, sér- staklega hjá ungu fólki og karl- mönnum. Aðalatvinnugreinin er þjónusta við ferðamenn, enda heim- sóttu þijár stærstu eyjarnar tvær milljónir ferðamanna síðastliðið ár. Húsmæður og ungar stúlkur vinna mikið við þjónustustörf á hótelum og veitingastöðum. Ég spurði Auði hvort útivinnandi konur hefðu engin stéttafélög, hún kvað það ekki vera, því ef einhver kvartaði þá gæti hún bara farið, því nóg væri af atvinnu- svipnum á henni að svona spuming á Kanaríeyjum kæmi aðeins frá fávísri konu. Mikil bananarækt erh ér á norð- ureyjunni og allskonar grænmeti er ræktað hér. Kaffiplantan þrífst hér, en nægir vart til eigin neyslu. Allar mjólkurafurðir og kjöt er innflutt, en mjólkurvörar mikið til unnar hér. Lítill munur er hér á hitastigi sumars og veturs. Spánveijar flýja hitann á Spáni og em flölmennir hér á sumrin, þó hitaköst geti komið einu sinni til tvisvar á sumri, þá blása þurrir heitir vindar frá Afríku, þurt heitt rok, og kallast „siroco", en það stendur sjaldan nema nokkra daga. Allt er rólegt hér í stjómmálun- um. Eyjaskeggjar virðast ánægðir siðan þeir fengu heimastjóm fyrir nokkmm ámm og eiga fulltrúa á spænska þinginu. Skólamálin segir Auður vera sæmileg. Eftir sex vetra nám í bama- og unglingaskóla hafa ungl- ingar aðgang að háskólanum á Tenerife, samgöngur við þá eyju Sagan af ShevcluMiko, grein X Líður að leiðarlokum eftirÁrna Sigurðsson Það var ráðamönnum í Kreml nokkurt áhyggjuefni að vinna með Kissinger þáverandi öryggismála- ráðgjafa Nixons, í samningaviðræð- um stórveldanna 1972. Þeir gáfu honum jafnvel gælunafn er þeir notuðu sín í millum, „Kisa“, er á rússnesku merkir köttur og með þeirri nafngift sennilega verið að vísa til slægðar og klókinda Kiss- > ingers. Shevchenko gefur til kynna í æviminningum sínum, Breaking with Moscow, að Gromyko þáver- andi utanríkisráðherra Sovétríkj- anna virði Bandaríkjamenn og vald þeirra mikils og segir að hann meti Bandaríkin fyrst og fremst út frá styrk þeirra og áhrifavaldi á al- ■ þjóðiegum vettvangi. Ólíkt mörgum - Kremlveijum hefur hann þá stað- föstu trú að Bandaríkin séu ekki aðeins meginmótheiji Sovétríkj- anna heldur og einnig samheiji þegar hagsmunir ríkjanna fara saman til styttri og lengri tíma litið. Gromyko tals- maðurþíðu? Það er skoðun Shevchenkos að Gromyko hafi og sé enn fylgjandi þíðu í samskiptum risaveldanna og sé einn aðalhvatamaður þess innan veggja Kremlar. Það gengur á skjön við skoðanir ýmissa vestrænna sér- fræðinga er hafa látið sig þessi mál eitthvað varða. Þeir hafa fengið Gromyko þann vafasama heiður að vera aðaltalsmaður og arkitekt harðlínustefnu stjómarherranna í Kreml. Þetta telur Shevchenko vera í meginatriðum rangt. Gromyko er að sögn Shevehenkos aðalhvata- maður þeirra hlýnandi stefnu er virðist vera í sókn nú um þessar Andrei Gromyko mundir í Moskvu. Það var í raun Gromyko en ekki Dobrynin sem var Sovétmegin við enda Kissinger-Dobrynin-samn- ingaleiðarinnar, þann tíma er Nixon sat í Hvíta húsinu. Þegar skýrslur Dobrynins um framgang viðræðn- anna bámst til Moskvu var það Gromyko er sá þær fyrstur manna og ákvað í hverra hendur þær bár- ust. Tillögur Gromykos réðu svo úrslitum um ákvarðanir í málefnum er lutu að sambandi risaveldanna. En hvers vegna hefur ekki áhrifa Gromykos gætt betur og þau stuðl- að frekar að þíðu í samskiptum risaveldanna? Því svarar Shevc- henko á þá leið að frerinn í sam- skiptum Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna sé hvorki afleiðing stefnu eins manns, hversu valdamikill sem hann kann að vera, né heldur eins sérstaks viðburðar. Gromyko deilir völdum með öðmm lykilvaidhöfum í Kreml. Shevchenko segir að allir séu þeir, þ.m.t. Gromyko, nokkuð herskárri og viðkvæmari en venju- lega, þó leiðtogafundurinn í Genf hafi að nokkm bundið enda á það. Að sögn Shevchenkos var kulda- kastið í samskiptum risaveldanna eftir að Reagan var kjörinn forseti eðlilegt, enda ýmis vandamál er heijuðu á öldungana í Moskvu. Streita og valdabarátta í Moskvu var vegna tíðra leiðtogaskipta og veikrar forystu. Stríðið í Afganistan tók líka sinn toll, hafði dregist á langinn og stendur enn. Gromyko dregnr sig í hlé Stuttu eftir útkomu æviminninga Shevchenkos dró Gromyko sig í hlé, Iét af störfum utanríkisráðherra eftir hartnær 30 ár á valdastóli og tók við hinu valdalitla embætti forseta Sovétríkjanna. Þannig er ljóst að hann er að nokkm leyti sestur í helgan stein þó enn hafi hann töglin og hagldimar í mótun utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Óvíst er hvort Shevardnatse núver- andi utanríkisráðherra Sovétríkj- anna nái nokkum tíma því ægivaldi er Gromyko hafði og hefur senni-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.