Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 40 Kristrún Guðmunds- dóttír—Minning Kristrún lést í Borgarspítalanum 17. janúar sl. eftir langvarandi vanheilsu. Útför hennar var gerð í kyrrþey eins og hún hafði óskað eftir. Hún fæddist í Reykjavík 13. október 1906, dóttir hjónanna Jó- dísar Erlingsdóttur, borgfírskrar konu, og Guðmundar Magnússonar, en hann var úr Kjós. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík, á Frakkastíg 17. Guðmundur var sjómaður á skútum í 40 ár. Þau _ eignuðust einn son, sem dó ungur, og dætumar Kristrúnu og Þórdísi, sem var 6 árum yngri, og býr að Laugateig 9 hér í borg með manni sínum Guðmundi Þorteinssyni. Ég þekki ekki mikið til uppvaxtarára þeirra systra, en öll framganga þeirra síðar á ævinni bendir til góðs veganestis úr heimahúsum. Krist- rún var snemma bókhneigð og nám- fús. Hún hóf nám í Verslunarskól- anum, en varð að hætta við það vegna veikinda og kennaranám varð hún síðar að gefa upp á bátinn af sömu ástæðu. Berklaveikin reyndist þeim systrum þungur Qöt- ur um fót eins og fleiri ungmennum á þeim árum, þótt þær væru svo lánsamar að fá bata, endurheimta starfsþrekið og eiga langan og giftudijúgan vinnudag á fullorð- insárum. Þær systumar voru alla tíð ein- staklega samrýndar og samhentar. „Hún Rúna var ekki bara systir mín,“ segir Þórdís nú, „hún var mér önnur móðir, vinur og félagi, sem ég gat leitað til hvem dag í gleði og sorg.“ Sjálf launaði Þórdís systur sinni ríkulega með ást og umhyggju, þá ekki síst síðustu æviár hennar. Sú menntun, sem Kristrún fékk á yngri ámm, nýttist henni vel enda var hún góðum gáfum gædd að upplagi. Hún gegndi gjaldkerastörf- um hjá Mjólkursamsölunni í nokkur ár, lærði jafnframt hraðritun, og fékk stöðu sem þingskrifari hjá Alþingi. Hún talaði og ritaði gott mál, og þingmenn sóttust eftir að fá hana til þess að hreinrita ræður sínar. Síðast, eða svo lengi sem hún treysti sér til vegna aldurs og hnignandi heilsu, vann hún á skrif- stofu Fæðingarheimilis Reykjavík- ur, virt og vel látin þar sem annars staðar. 14. júlí 1940 giftist Kristrún Jó- hanni Kristjánssyni byggingameist- ara ættuðum úr Öxnadal. Jóhann var ekkjumaður og átti tvö ung böm af fyrra hjónabandi. Dóttur hans, Helgu, var komið í fóstur hjá góðu fóiki, en Haukur ólst upp frá 6 ára aldri hjá föður sínum og Kristrúnu, og reyndust þau góð mæðgin upp frá því. Haukur er tré- smiður að iðn, kvæntur Sólveigu Kjartansdóttir og eiga þau sex böm. Jóhann og Kristrún áttu eina dótt- ur, Erlu, sem er kennari og gift Gunnari Þórarinssyni skrifstofu- manni. Þau eiga þijú böm, Jóhann Rúnar, Gunnar Þór og Rúna. Jóhann var öðlingsmaður og bjuggu þau Kristrún í farsælu hjónabandi á nótalegu heimili sínu í Auðunarstræti 17 allt þar til Jó- hann lést árið 1966 eftir löng og kvalafull veikindi, öllum harmdauði sem hann þekktu. Hér hafa helstu æviatriði Krist- rúnar verið rakin í fáum línum og er þá eftir sá þáttur á ferli hennar, sem ég þekkti best, störfin í þágu Styrktarfélags vangefínna. Hún átti sæti í stjóm þess félags frá stofnun þess árið 1958 allt til ársins 1977. Hún var í stjóm dagheimilisins Lyngáss frá 1961 til 1980, þar af var hún formaður í nærri 10 ár. Konur í félaginu höfðu mánaðar- lega fundi að vetrinum í mörg ár, stöðu árlega fyrir basar, kaffisölu og síðar Qáröflunarskemmtunum. Allar tekjur mnnu í sjóð, sem notað- ur var til kaupa á innbúi, leik- og kennslutækjum fyrir heimili van- gefínna, hvort sem þau vom í eigu Styrktarfélagsins eða ekki. Það kom í hlut Krisrúnar að gæta feng- ins íjár, því að hún var formaður sjóðstjómarinnar öll árin og ýmist stjómandi eða ritari þessara vin- sæiu og nytsömu kvennafunda. Ég hafði stundum orð á því í þá daga, að fundargerðimar hennar væm alltof ítarlegar frá þessum fundum, nú þykja mér þær hreinn fjársjóður. Ekki em þar með talin störf Krist- rúnar fyrir Styrktarfélagið, því að hún var jafnan reiðubúin að hlaupa í skarðið og það oft með litlum fyrirvara ef förföll urðu á skrifstof- unni. Þar kom þekking hennar á bókhaldi og peningavörslu að góðu haldi. Leikskólinn, sem var vísir að Lyngásheimilinu, starfaði um tíma í kjallaranum heima hjá henni og t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, GERÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Bugöutanga 5, Mosfellsaveit, andaöist í Landspítalanum aö kvöldi 24. janúar sl. Ásgeir M. Jónsson, Ólafur Jón Ásgeirsson, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Benedikta Þoriáksdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, KRISTINN BJÖRGVIN ÁRDAL, lóst á heimili sínu, Miklubraut 3, Reykjavík, hinn 25. janúar. Elke Árdal, Marfa Árdal, Hannes Árdal. t INGÓLFUR BJÖRGVIN JÓNSSON, Selvogsgötu 4, Hafnarfirði, andaðist aö kvöldi 26. janúar á St. Jósepsspítalanum í Hafnar- firði. Aðstandendur. t SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR THORLACÍUS, Vesturgötu 55 A, andaðist á Hrafnistu 24. janúar. Fyrir hönd aöstandenda. Danfel Daníelsson. t Elskuleg móöir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR LINDQVIST, Hrauni, Dýrafiröi, er andaöist á Elliheimilinu Grund 24. janúar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 15.00. Kristjana Lindqvist, Jón Lindqvist, Alma Lindqvist. t Filippfa Blöndal, Eskihlfð 6A, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Haligrímskirkju miövikudaginn 29. janúar kl. 10.30. Ólafur Kristjánsson, Auður Eyjólfsdóttir, Björn Blöndal, Guöbjörg Blöndal. Minning: Hildur Vigfús- dóttir Hjaltalín Fædd 20. maí 1898 Dáin 22. desember 1985 Hún Hildur er dáin, þessi orð vöktu sorg og trega í huga okkar um síðustu jól og áramót. Helfregn- in kom þó ekki á óvart því Hildur var þungt haldin síðustu vikumar og lá þá á sjúkrahúsi. Hún hafði verið heilsutæp nokkuð iengi og munu einbeitni hennar og andlegt þrek oft hafa verið sá kraftur sem hélt henni uppréttri ásamt trú og skyldurækni. Hildur var fædd og uppalin í Brokey, var þriðja bam foreldra sinna Vigfúsar Hjaltalín bónda og konu hans Kristjönu Kristjánsdótt- ur frá Gunnarsstöðum. Hildur hét eftir ömmu sinni Hildi Vigfúsdótur Sigurðssonar stúdents í Geitareyj- um. í Geitareyjaætt var margt hagleiks- og hugvitsmanna og mun Vigfús Hjaltalín hafa sótt nokkuð til þeirra. Hann gerði ýmsar tilraun- ir tii að létta störfín á heimili sínu. Best tókst honum með sjálfvirka kommyllu, sem knúin var sjávar- fallaorku og var notuð í um 20 ár og létti störfum af konum og ungl- ingum sem annars hefðu orðið að mala í handkvöm. Fleira gerði hann til að létta ýmiss störf en það var áður en vélar komu til sögunnar. Kristjana var líka af hagleiksfólki komin. Hún fór í kvennaskólann í Ytri-Ey og giftist Vigfúsi 19 ára gömul. Hún var dugleg og reglusöm húsmóðir og kenndi dætrum sínum vandaðan útsaum auk allra starfa sem vinna þurfti á góðu heimili í sveit svo þær gætu verið sjálfbjarga með flest. Hjá þessum góðu hjónum sem í engu máttu vamm sitt vita ólst Hildur upp við fjölbreytt störf, sum erfíð önnur nokkuð skemmti- leg. Margt þarf að gera í eyjum, hirða ýmis hlunnindi og leita að eggjum og dún, unnu bæði stúlkur og drengir þau störf. Allt er ferðast á sjó og var Hildur ekki sjóhrædd á þeim ámm enda var hún kjarkmikil. Um tvítugt fór Hildur í hússtjómarskóla, Iærði síð- an að sauma og vann við sauma- skap um tíma. Sumarið 1926 fór hún í kaupavinnu norður í Eyja- fjörð, hefur hana eflaust langað að sjá meira af landinu en BreiðaQörð- inn og Reykjavík. Á þeim árum fór fólk ekki landshoma á milli nema það ætti erindi. Þetta góða sumar sá Hildur fyrst Gunnar Jónatansson sem varð eiginmaður hennar. Þau bjuggu um tíma í Eyjafírði og síðan fá ár í Reykjavík en lengst í Stykkis- hólmi. Gunnar var góðmenni og dugnaðarmaður, hann var lengst ráðunautur á Snæfellsnesi og vann af öllum kröftum við að aðstoða bændur í ræktunar- og framfara- málum. Hjónaband Hildar og Gunn- ars var gott og stóðu þau vel saman í blíðu og stríðu. Þau eignuðust góð og dugleg böm sem öll eru í mikil- vægum stöðum. Vigfús er löggiltur endurskoðandi, Óskar Hreinn er forstjóri og Anna Laufey banka- starfsmaður. Hildur var frændræk- in og sýndi fólki ekki tómlæti, hún fylgdist með því og rétti hjálpar- hönd ef með þurfti. t Hjartkær systir okkar og mágkona, VALBORG SANDHOLT, Njálsgötu 59, sem lóst 16. janúar verður jarðsungin frá Hallgrimskirkju þriðju- daginn 28. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju i Reykjavík. Egill Th. Sandholt, Sigrfður M. Sandholt, Ásgeir Sandholt, Þóra K. Sandholt, Hanna Sandholt, Camilla Sandholt, Martha Sandholt. þangað kom Þórdís til starfa vegna eindreginnar hvatningar systur sinnar, sem vissi manna best um afburðahæfileika hennar til að fóstra og hlú að þeim, sem mest þurfa á aðstoð að halda. Þórdís starfaði á heimilum félagsins frá 1959 til 1982. Þær systur eru því ótvírætt í hópi þeirra sem lengst og mest hafa unnið í þágu þess og verða þau störf aldrei fullþökkuð af þeim, sem þeirra hafa notið. Eins og sjá má af ofanrituðu er þessi þáttur í ævi Kristrúnar svo samofinn sögu, stofnun og starfs- sögu Styrktarfélagsins, að ekki er gerlegt að rekja hann náið í stuttu máli. En óhætt er að endurtaka, að hún var um tuttugu ára skeið einn af traustustu máttarstólpum þess félags. Sjálf vildi hún láta sem minnst á sér bera á þessum vett- vangi. Henni féll betur að vinna að tjaldabaki, og þar átti hún sinn örugga sess, full af uppörvun og hvatningu til þeirra, sem fremur höfðu orð fyrir málefninu, sem við öll unnum að, bættum kjörum og velferð þess fólks, sem framast allra þarf að eiga sér málsvara og bak- hjarla í veröld okkar. Við félagar hennar kveðjum hana því nú með innilegu þakklæti fyrir langt samstarf og góða samfylgd öll þessi ár. Erlu, Þórdísi og allri Qölskyldu hennar sendum við í Styrktarfélagi vangefínna innilegar kveðjur og biðjum guð að blessa þeim og okkur minningu mætrar konu. Sigríður Ingimarsdóttir Frændur hennar nokkrir héldu til í húsi þeirra hjóna, 2 eða fleiri í einu þegar þeir voru við nám eða störf í Stykkishólmi. Alltaf var gott að koma á heimili Hildar og Gunn- ars, gestrisni og glaðlegt viðmót mætti öllum þar. Þökk sé þeim góðu hjónum. Guð blessi böm þeirra og afkom- endur. J.G. Leiðrétting í sunnudagsblaði birtist grein um Ingibjörgu Jónsdóttur frá Þóreyj- amúpi í V-Hún. Þau mistök urðu að mynd birtist með greininni af nöfnu hennar Ingibjörgu Jónsdótt- ur. Um leið óg hér er birt mynd af Ingibjörgu Jónsdóttur frá Þóreyj- amúpi, er beðist velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.