Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 48 Boeing737: Ovæntar síðbún- ar vinsældir — gæti orðið söluhæsta farþega- þota heims eftir nokkur ár Morgunblaðið/Gunnar Þorsteinsson Boeing 737-þotan er gjarnan kölluð „Being barnið" enda minnsta þotan frá fyrirtækinu. Það er búið að teygja og toga upphaflegu gerðina og á myndinni sést lengsta og nýjasta gerðin, Boeing 737-300. Þessi gerð hefur selst ótrúlega vel og ef 299 vélar seljast í viðbót verður „bamið" söluhæsta far- þegaþota heims. Það gæti vel orðið því annað eins hefur gerst í óútreiknanlegum heimi flugsins. ___________Flug Gunnar Þorsteinsson Litla þotan Boeing 737 er nú orðin söluhæsta farþegaflugvél- in sem nú er í framleiðslu. Því marki var náð eftir að United Airlines-risaflugfélagið banda- ríska, pantaði slíkar vélar á einu bretti fyrir skömmu. Boeing 737-þotumar voru teknar í notkun árið 1968 og um sl. ára- mót höfðu 1.532 vélar verið pantað- ar en þar af eru 342 en ósmíðaðar. Sl. ár voru smíðaðar 115 B-737- vélar. Undanfarin ár hefur mikill fjör- kippur hlaupið í sölu B-737-vélanna en samt vantar töluvert upp á að sölumetin sem systurvélin B-727 á verði hnekkt. Þegar framleiðslu 727-þotunnar var hætt fyrir tveim- ur ánim hafði 1.831 vél selst. Til að hnekkja metinn þarf að selja 299 B-737-vélar í viðbót. 737-þotan gengur gjaman undir gælunafninu „Boeing-bamið" enda minnsta þotan frá fyrirtækinu. Hugmyndin að smíði hennar vakn- aði árið 1964 en þá vom forráða- menn Boeing orðnir uggandi um að vélar keppinautanna, Douglas DC 9 og BAC 111, myndu leggja undir sig markaðinn fyrir þotur ætlaðar á stuttar flugleiðir ef Bo- eing myndi ekkert aðhafast. For- stjóri Boeing ákvað þó að ekki yrði ráðist í smíði vélarinnar fyrr en a.m.k. 80 hefðu selst fyrirfram. Teygt og togað — Margar gerðir í ársbyrjun 1965 hljóp heldur betur á snærið hjá sölumönnum Boeing þegar þýska flugfélagið Lufthansa pantaði 20 þotur af -100-gerð og mun það vera í eina skiptið sem ný flugvélategund frá Boeing hefur verið seld til erlendra aðila áður en hún hefur selst á heimamarkaði í Bandaríkjunum. Þetta vakti vitaskuld mikla athygli og varð til þess að ýmis Evrópuflug- félög veittu hinni nýju vél meiri athygli en ella hefði orðið. Ekki þurfti lengi að bíða eftir næstu pöntun því United Airlines lýsti áhuga á vélinni en óskaði samt eftir að hún yrði aðeins stærri. Boeing- smiðjumar lengdu skrokkinn um 3,3 fet og var sú kölluð gerð -200. United pantaði 40 slíkar vélar. Fyrsta vélin af -100-gerðinni var tilbúin til reynsluflugs í apríl 1967 og -200 gerðin Qórum mánuðum síðar. Þá kom óvænt í ljós að loft- mótstaða vélanna var meiri en reiknað hafði verið með og því reyndist nauðsynlegt að endur- hanna og endursmíða ýmislegt. Alls tóku sex vélar þátt í reynslufluginu sem stóð í samtals 1.300 klst. Báðar gerðimar hlutu lofthæfnisskírteini í desember þetta ár. í lofthæfnis- skírteininu var í fyrsta sinn sam- þykkt sjálfvirkt aðflugskerfi í far- þegaflugi við slæm veðurskilyrði eða svokölluðu „Cat II“-skilyrði. Þá em lágmarksskilyrðin 100 feta skýjahæð og 1.200 feta skyggni fram á við. Lufthansa og United tók fyrstu vélar sínar í notkun í ársbyrjun 1968. Síðar vom fleiri gerðir smíðaðar. Má nefna -100C og -200C-gerðim- ar sem hægt var að breyta úr far- þegavél yfir í flutningavél og öfúgt. Skömmu síðar kom QC-gerðin en þá varð mun fljótara að skipta milli farþega og vömflutningaiýmis. Arið 1972 var B 737-200-Advan- ced-gerð kynnt og var hún búin sjálfvirkum hemlabúnaði, kraft- meiri hreyflum og hafði meira rými fyrir eldsneyti. Þessi gerð hafði 15% meira burðarþol en þær eldri. Um líkt leyti var hægt að kaupa auka- búnað fyrir flug á malarvöllum. Þá gátu B-737-þotur athafnað sig á afskekktustu flugvöllunum sem þotur gátu almennt ekki notað áður og að ekki sé minnst á að hún þurfti mjög stutta braut til lending- ar, eða aðeins 4000 fet. Vinsældir sem komu áóvart Nýjasta og fullkomnasta gerðin nefnist -300 og fullvíst má telja að það hafí komið sjálfum Boeing- stjómendunum gersamlega á óvart hve vel hún hefúr selst. Hún hefur beinlínis slegið í gegn. Byijað var á smíði hennar í árs- byijun 1981 og er hún skrokklengri en þær eldri og búin miklu kraft- meiri hreyflum, 20 þúsund punda hreyflum í stað 14—17 þúsund punda hreyflum fyrjrrennaranna. Ef miðað er við dæmigerða 500 mflna flugleið þá eyðir -300-gerðin 18—20% minna eldsneyti en þær eldri og kemst hún þar með í flokk með hinni glænýju og fullkomnu Boeing 757. Aðrar endurbætur sem gerðar hafa verið felast í: Sterkari væng til að halda uppi þyngri hreyflum, sterkbyggðari hjóla- og bremsubúnaði, endurbættum vænglum (slats) og betur sniðnum vængbörðum fyrir aftan útblástur- sop hreyflanna til að gefa vængnum aðeins meira lyft. Annars er um 80% af -300-gerðinni nákvæmlega eins og í þeirri -200. Boeing 737 -300 hefur sæti fyrir 132 farþega á venjulegu ferðamannafarrými. Arið 1973 pantaði bandaríski flugherinn sérstaka herútgáfu af 737 og eru þær notaðar til siglinga- fræðiþjálfunar. Hjá flughemum kallast þær T — 43 A. Að Iokum birtast hér nokkrar skemmtilegar tölur og upplýsingar í mjög samanþjöppuðu formi: I einni B 737-þotu eru 138.666 fet eða 26 mflur af alls konar vírum. Fullhlaðin B 737 getur klifrað 2.895 fet á mínútu eða hraðar en hraðskreiðustu lyftur skýjakljúfa. B-737 þotur em notaðar meira á malarflugvöllum en nokkrar aðrar þotur en hafa hinsvegar lægsta tjónahlutfallið af því sem rekja má beint til slíkra flugvalla. Hver B 737 -200-þota er sett sáman úr 92.000 hlutum. Nú í janúarbyijun er 131 flug- . félag með Boeing 737-þotur í rekstri. Flestar eru vélamar hjá bandarísku félögunum United og Southwest sem hvor um sig rekur 46 vélar og bíða eftir fleiri nýjum. Flugdaga- tal 1986 Flugmálafélag íslands hefur gefið út dagatal fyrir árið 1986. Það ber nafnið Flug 1986. Á ár- inu verður Flugmálafélagið 50 ára. Dagatal Flugmálafélagsins er þarfaþing fyrir alla flugmenn og flugáhugafólk almennt. Það piýða 7 fallegar litljósmyndir af fallhlífar- stökki, svifflugi, listflugvél, flug- dreka, fjarstýrðu flugmódeli og gamalli herflugvél. Ljósmyndaram- ir eru allir kunnir flugáhugamenn. Á dagatalinu em ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir flugmenn. Inn á það em merktir merkilegir dagar og atburðir úr sögu flugsins svo og starfsskrá aðildarfélaga Flugmála- félagsins á árinu 1986. Þar er hægt að sjá hvenær keppnir og flugdagar verða haldin o.s.frv. Á hveijum degi er getið um myrkur eða rökkurtíma þegar sólar- miðja er sex gráður undir sjónbaug milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Úr myndasafni Ólafs K. Magnússonar m*»rz?í Bílstjórinn sem keypti fyrstu íslensku einkaflugvélina ÞESSA mynd tók Ólafur K. Magnússon Ijósmyndarí Mbl. snemma á sjötta áratugnum. Frá vinstrí: Sigurður Jónsson, Siggi flug, Bragi Norðdahl þá flugkennari hjá Flugskólanum Þyt en nú flugstjóri á Boeing 727-þotum Flugleiða og Albert Jóhannsson bílstjóri á Vífils- stöðum og mikill flugáhuga- maður. Ljósmyndin var tekin þegar Albert tók sjópróf eftir margra ára hlé frá flugmennsku. Albert á Vífílsstöðum markaði sín spor í íslenskri flugsögu og þar sem hans er sjaldan getið er ekki úr vegi að rilja upp hér hans hlut í fluginu. Hann var á meðal umsækjenda um fyrsta styrkinn til flugnáms fyrir íslendinga, sem Siggi flug hreppti að lokum eins og kunnugt er. Albert lét ekki deigan síga þótt hann hefði ekki fengið styrkinn heldur pantaði sér flugvél frá Bandaríkjunum. Þetta var árið 1930 í upphafí heimskreppunnar. Flugvélin var af gerðinni Irvin með 20 hestafla hreyfíl og kostaði þá eitt þúsund dali. Þegar vélin kom hingað til lands kunni enginn maður á hana. Hér kom Siggi flug til sögunn- ar. Hann segir að þegar hann hafí komið heim að loknu flug- námi hafí flugvélar Flugfélags íslands ekki verið komnar og segist hann hafa orðið alveg for- viða þegar honum varð boðið að fljúga einkaflugvél Alberts á Víf- ilsstöðum. Vélinni hafði þá aldrei áður verið flogið hér heima. Þetta var fyrsta íslenska einkaflug- vélin. Að sögn Sigga varð mikið uppistand vegna þess að hann fór tvær ferðir á vél Alberts. Mun dr. Alexander Jóhannesson forsvars- maður Flugfélags Islands hafa harðbannað honum að fljúga vél- inni aftur því hann vildi ekki eiga á hættu að Siggi yrði fyrir slysi í þessu „ótrygga farkosti" og eins vegna þess að það gæti haft slæm áhrif á álit flugsins og viðskipti Flugfélagsins ef eitthvað kæmi fyrir Sigga á þessari litlu flugvél. Flugvél Alberts var lítið flogið eftir þetta. Hún var seld og var hreyfill hennar og skrúfa tekin úr og notað til að knýja snjósleða nokkum sem Pétur í Vatnskoti smíðaði og þótti mikið galdratæki á sínum tíma. Þrátt fyrir þessi afdrif flugvélar sinnar fylgdist Albert áfram af áhuga með framgangi flugmála og studdi marga unga menn til flugnáms með ráðum og dáð. Af og til í framtíðinni munu birtar hér á Flugsíðu Morgun- blaðsins ýmsar skemmtilegar gamlar ljósmyndir úr íslensku fluglífi sem 01. K. Magnússon hefur tekið á ferli sínum sem ljós- myndari. í safni hans kennir margra grasa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.