Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1986 49 Morgunblaðið/Árni Sæberg Það getur ekki hver sem er komið á flugvél á myndbandaleiguna og labbað út í vél með góða mynd. Þetta geta hinsvegar einkaflug- menn og ailt flugáhugafólk sem leið á um Reykjavikurflugvöll. í húsakynnum Olíufélagsins Skeljungs hf. í Fluggörðum hefur um nokkurt skeið verið starfrækt myndbandaleiga sem hefur sérstaklega á boðstólum flugefni. Auk þess er á sama stað fyrirmyndaraðstaða fyrir einkaflugmenn til að gera flugáætlanir eða fá sér hressingu eftir flug. Myndbandaleiga fyrir flugmenn Um nokkurra mánaða skeið hefur verið starfrækt fyrir- myndar aðstaða fyrir einkaflug- menn á Reykjavíkurflugvelli. Þar er hægt að undirbúa flug- áætlanir auk þess er þar mynd- bandaleiga sem sérstaklega hef- ur á boðstólum efni er tengist flugi á einn eða annan hátt. Aðstaðan er í Fluggörðum 1. Nánar tiltekið er aðstaðan í húsa- kynnum Olíufélagsins Skeljungs í Fluggörðum, skammt fyrir neðan innanlandsflugafgreiðslu Flugleiða. Reynslan hefur leitt í ljós að einka- flugmenn sem hýsa vélar sínar f Fluggörðum nota aðstöðuna mikið. Fluggarðar 1 eru nú fullbyggðir og eru þar um 50 einkaflugvélar. Nokkrir flugmenn sögðust í samtali við Mbl. vera mjög ánægðir með þessa þjónustu sem hefði reynst þeim vel og töldu hana tvímælalaust stuðla að auknu flugöryggi. Innréttingamar eru nýtískulegar og einn vegginn prýðir stórt ís- landskort. Þá er þar bæjarsími og innanvallarsími og alltaf til staðar nýtísku veðurkort og spár. Síðast en ekki síst geta flugmenn fengið sér hressingu, annaðhvort kaffí, kakó eða súpu áður en haldið er í flug. Þessi góða aðstaða hefur allt of lítið verið kynnt. Flugmenn koma ekki eingöngu þaraa við til að undirbúa flug því þar er einnig starfrækt myndbanda- leiga sem sérhæfír sig í flugmynd- um. Rúmlega 50 titlar eru til útláns, jafnt afþreyingarmyndir sem fræðslumyndir. Sem dæmi um fjölbreytnina má nefna fræðslumyndir frá Shell, Alþjóðaflugmálastofnuninni og Alþjóðasamtökum einkaflugmanna, myndir um þekktar gamlar flug- vélategundir, myndir frá alþjóða- flugsýningum og þekktar kvik- myndir er tengjast flugi, eins og Aces Hight og High Road To China. Siguijón Asbjörasson formaður Vélflugfélags íslands sagði í sam- tali við Mbl. að hjá leigunni væru allar þær flugmyndir sem félagið hefði getað náð í og að fyrir dyrum stæði að Qölga titlunum. „Við í stjóm Vélflugfélagsins teljum að ekkert megi til spara þegar flug- öryggi er annars vegar, auka það og koma á framfæri fræðsluefni varðandi það. Starfræksla mynd- bandaleigunnar er liður í þessa átt. Ef flugmenn eru fjarverandi og komast ekki á fræðslufundi okkar um öryggismál, sem við höldum af og til, eiga þeir þá alltaf þann kostinn að verða sér úti um mjög gott fræðsluefni á myndböndun- um,“ sagði Siguijón. Vélflugfélag Islands og Olíufé- lagið Skeljungur hf. sem undanfarið hafa átt gott samstarf að ýmsu er Iítur að flugmálum, eiga veg og vanda af hinni glæsilegu aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli. ritilsfða flugdagatalsins 1986 en þetta er I fyrsta sinn sem slfkt dagatal fyrír flugfólk kemur út sérstaldega. Þá er á dagatalinu handhæg tafla er sýnir Ijarlægðir milli flugvalla hérlendis og einnig greinagott ís- landskort þar sem flugvellir lands- ins eru merktir inn og getið um þá eldsneytisþjónustu sem á þeim er. Dagatalið kostar kr. 300 og er til sölu hjá forráðamönnum aðildar- félaga Flugmálafélagsins svo og hjá flugklúbbunum úti á Iands- byggðinni. Utgáfa dagatalsins er lofsvert framtak af hálfu stjómar Flug- málafélagsins og góð gjöf sem hún færir félagi sínu á 50 ára afmæli þess 1986. Volvo vörubíll ársins BLAÐAMENN sérrita um flutn- ingabifreiðir í þrettán Evrópu- löndum kosið nýju gerðirnar af Volvo FL-vörubíInum. „Vörubíll ársins 1986“. Er þetta í þríðja sinn á 10 árum sem þessi heiður fellur Volvo verksmiðjunum í skaut. Þær gerðir sem verðlaun- in hlutu eru Volvo FL6 og FL7, en það eru milliþungir vörubílar sem helst eru ætlaðir til flutn- inga á skemmri leiðum. FL 10- bíllinn var einnig verðlaunaður, en hann er þyngri og hannaður til flutninga um langan veg. Þeir kostir nýju Volvo-vörubíl- anna sem blaðamennimir töldu þyngsta á metunum voru spar- neytni, öryggi og það hve bílamir eru allir lágbyggðir og með sveigj- anlegar grindur. Veltir hf. hefur umboðið fyrir Volvo hér á landi, og hefur fyrirtækið fengið einn sýning- arbíl af nýju gerðinni nú þegar. Tökum að okkur að annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Utvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VElTlNQAfíÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.