Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 51 Iþróttahús vígt á Sauðárkróki Sauðárkróki, 26. janúar. í GÆR var vígt nýtt íþróttahús á Sauðárkróki. Athöfnin hófst kl. 14.00 að viðstöddu fjölmenni. Forseti bæjarstjórnar, Magnús Sigur- jónsson, bauð gesti velkomna, en þvi næst flutti prófasturinn sr. Hjálmar Jónsson bæn. Astvaldur Guðmundsson, formaður byggingar- nefndar, rakti byggingarsögu hússins. í máli hans kom fram að sá hluti þess sem nú er tekinn i notkun er aðeins helmingur fyrir- hugaðrar byggingar. Undirbúningur að smíðinni hófst árið 1979, en fyrsta skóflustungan var tekin sumarið 1980. Teiknistofan Höfði hefur annast um undir stjóm Braga Skúlasonar hönnun íþróttahússins og aðalarki- tektar eru Stefán Jónsson og Stefán Öm Stefánsson. Verklegar fram- kvæmdir annast Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki ásamt undirverktök- byggingarmeistara. Sá áfangi sem tekinn var í notk- un er u.þ.b. 1500 m 2 , þar af íþróttasalur 23x29 m, en auk þess em í húsinu áhaldageymslur, að- Ástvaldur Guðmundsson, for- maður byggingarnefndar, í ræðustól. Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins. Gestir við vígsluathöf nina. Morgunblaðiö/Kári staða húsvarðar, 4 kennaraher- bergi, búningsherbergi og sturtur, svo og rúmgott anddyri og aðstaða sem ætluð er til veitingasölu. Heildarkostnaður er orðinn 56 milljónir króna, þar af er hlutur sveitarfélagsins um 35 milljónir króna. Margar veglegar gjafír hafa borist íþróttahúsinu, m.a. íþrótta- tæki frá Trésmiðjunni Borg og vegleg keppnistafla frá útibúi Bún- aðarbankans á Sauðárkróki. Reynir Karlsson íþróttafulltrúi rikisins flutti sérstakar kveðjur Sverris Hermannssonar, mennta- málaráðherra, sem ekki átti þess kost að vera viðstaddur vígslu húss- ins. Guðjón Ingimundarson flutti kveðjur frá stjóm Ungmennafélags íslands. Þá tóku einnig til máls Páll Ragnarsson, formaður Ungmenna- félagsins Tindastóls, alþingismenn- imir Stefán Guðmundsson og Pálmi Jónsson og Guðmundur Ingi Leifs- son, fræðslustjóri. Að loknum ávörpum gesta hófst fímleikasýning nemenda gmnnskól- ans undir stjóm Áma Stefánssonar íþróttakennara og því næst keppni í körfuknattleik milli meistara- flokks Tindastóls, sem leikur í 2. deild, og Reynis Sandgerði sem leikur í 1. deild. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og lauk með sigri heimamanna, er skomðu 70 stig gegn 65 stigum gestanna. Vígsluathöfninni lauk svo með kaffísamsæti í félagsheimilinu Bif- röst, en þar tóku m.a. til máls Magnús Siguijónsson og Ámi Guðmundsson, skólastjóri Iþrótta- kennaraskóla íslands á Laugar- vatni. Kennsla hefst þegar í hinu nýja íþróttahúsi og nk. þriðjudagur er fyrirhugaður einskonar íþróttadag- ur gmnnskólans, þar sem allir nemendur þessa stigs munu taka þátt í dagskrá sem stendur frá kl. 8.10 árdegistil kl. 16. Kári Látum mjólkina v inna með okkur Mjólk fyrir alla eftlr dr. Jón óttar Ragnarsson Fáar ef nokkrar algengar fæðutegundir eru eins góðar uppsprettur fyrir bætiefni og mjólk. Hún er I flokki örfárra alhliða næringarefnagjafa, og yfirburöafæða t.d. fyrir bein, tennur, húð, hár og taugakerfi. Böm og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat efdr því sem smekkur þeirra býður. Fullorðnir ættu á hinn bóginn aö halda sig viö fituminni mjólkurmat, raunar við magra fæðu yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammtur á dag ævilangt. Mundu að hugtakið mjólk nær yfir léttmjólk, undanrennu og nýmiólk. i erli dagsins Valgeir Guðjónsson er vinnuhestur. Hann er menntaður félagsráðgjafi, hefur fengist viö bókaútgáfu, kvikmyndgerð, gerð útvarps- og sjónvarpsþátta, kennslu, unnið vð leikhús og á tónlistarsviðinu hefur hann samið, leikið og sungið, einkum með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, mörg skemmtilegustu og vinsælustu dægurlög síðustu ára, tekið þátt (gerð ótal höómplatna og komið fram á tónleikum og dansleikjum ( hundruða og þúsunda tali. Og er þá ekki allt talið. Starfsorka, bjartsýni og úthald kemur ekki af sjálfu sér. Til þess að geta stundað skapandi og erfiða vinnu undir álagi þarftu að borða holla og góða fæðu. Þetta veit Valgeir Guðjónsson. Enda drekkur hann mjólk. Mjólk er full af bætiefnum. Hún er ómissandi liður í daglegri fæðu okkar allra! MJ ÓLKURDAGSNEFND Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.