Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 52
TIL DAGLEGRA NOTA V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ÞRIÐJUDAGUR 28. JANUAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Júlfus Strætisvagiunn rann um 100 metra inn á skólalódina, þar sem um 200 börn voru að leik og átti fjöldi þeirra fótum fjör að launa. A innfelldu myndinni sjást fremst vamargrindurnar sem vagninn fór yfir og síðan girðingjn sem hann fór í gegnum inn á skólalóðina. Kraftaverk að ekki varð stórslys ... FJÖLDI barna, sem voru að leik á skólalóð ísaksskóla eftir hádegið í gær, átti fótum fjör að launa þegar strætisvagn rann stjórnlaus inn á lóðina eftir árekstur við jeppa á mótum Bólstaðarhlíðar og Stakkahlíðar. Enginn slasaðist og telja sjónarvottar það ganga kraftaverki næst. Strætisvagninn, sem var þéttsetinn farþegum, var á leið suður Stakka- hlíð, er hann rakst á jeppa, sem var á leið austur Bólstaðarhlíð. Eftir áreksturinn rann strætisvagninn upp á gangstéttina, yfir vamargrindur úr jámi, í gegnum girðingu við skólalóðina og stöðvaðist ekki fyrr en hann hafði runnið um hundrað metra inn á lóðina. Frímínútur voru í ísaksskóla þegar atvikið átti sér stað og vom um 200 böm, á aldrinum 5 til 10 ára, að leik á skólalóðinni. Um 20 böm voru að renna sér í lítilli brekku næst götuhominu og björguðu þau sér undan vagninum á hlaupum. Að sögn sjónarvotta tvístmðust bömin í allar áttir og kraftaverk að ekkert þeirra varð undir vagninum. Að sögn lögreglu er umrætt götuhom, á mótum Stakkahlíðar og Bólstaðarhlíðar, afar varhugavert, einkum í hálku og hafa þar orðið mörg umferðaróhöpp. Mikil hálka hefur verið á götum Reykjavíkur undanfaraa daga og talsvert um árekstra og óhöpp af þeim sökum. Sjá viðtöl á bls. 4. Varamenn taka sæti í stjórn Þróunarfélagsins: Óska eftir aðalfundi og nýrri stjórn VARAMENN í stjórn Þróunarfé- lags íslands h.f., þeir Björn Þór- hallsson, formaður Landssam- bands verslunarmanna, og Gunn- ar Ragnars, forstjóri Slippstöðv- arinnar á Akureyri, hafa ákveðið að taka sæti í stjórn félagsins og beita sér fyrir því að því verði kosin ný stjórn hið fyrsta. Þeir ganga upp í stjórnina í stað Dav- íðs Sch. Thorsteinssonar og Harð- ar Sigurgestssonar, sem sögðu af sér á föstudaginn í mótmælaskyni við meint afskipti forsætisráð- herra af ráðningu framkvæmda- stjóra félagsins. „Eftir það sem gerst hefur tel ég eðlilegt að halda aðalfund í félaginu sem allra fyrst og gefa hluthöfum kost á að kjósa sér nýja stjóm," sagði Gunnar Ragnars í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöld. Hann kvað þá Bjöm hafa haft samband sín á milli um þessa ák- vörðun - og gat þess, vegna margvís- legra ásakana um „pólitískan þrýst- ing“ í þessu máli, að enginn hefði beitt sig þrýstingi. „Ég komst að þessari niðurstöðu strax á laugardag en vildi ráðgast við ýmsa aðila áður en ég gerði hana opinbera," sagði Gunnar. - Þriðji varamaðurinn í stjóminni er Valgerður Sverrisdóttir, stjómarmaður í SÍS. Sjá frétt á bls. 4 og forystu- grein í miðopnu: „Þráttað um þróunarfélag“. Olíufélögin: Leggja til verðlækkun á bensíni og svartolíu Bensínlítrinn lækki um krónu og svartolíulestin um 1.000 krónur Olíufélögin hafa nú ákveðið að leggja til við Verðlagsstofnun að verð á bensínlítra verði lækkað um eina krónu og verð á ' svartolíulest um 1.000 krónur fyrsta febrúar næstkomandi. Hver lítri af bensíni kostar nú 35 krónur en svartolíulestin 10.600 krónur. Er þetta gert vegna bættrar stöðu innkaupa- jöfnunarreiknings fyrir þessar tegundir og lækkun- ar á innkaupsverði á oliu og bensíni. Líklegt er talið að verð á gasolíu lækki í «£Kjölfarið. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri lagt til vegna þess, að innkaupa- jöfnunarreikningur fyrir þessar tvær tegundir væri að komast í jafnvægi eftir slæma stöðu und- -^onfarið og vegna þess, að áhrifa innkaupsverðs á olíum væri farið að gæta. Kaupendur gætu notið lækkunar innkaupsverðs vegna þess, að áðumefndur reikningur væri að komast í jafnvægi. Innkaupajöfnunarreikningur fyrir gasolíu stefnir í um 20 milljóna króna halla um mánaða- mót, en Vilhjálmur taldi að verð á gasolíu lækkaði einnig eitthvað fljótlega, stæðist það, sem ráð væri fyrir gert; að skip lestaði farm í dag, þriðjudag, og þá á lægra verði en fyrri farmar hefðu verið keyptir á. Hins vegar væm sveiflur á olíuverði erfíðar viður- eignar og gætu bæði haft áhrif til lækkunar og hækkunar. Það færi allt eftir viðbrögðum fram- leiðenda. Því væri afskaplega erfítt að svara því hvort verð lækkaði hér enn frekar á næst- unni. Héldi verð á óhreinsaðri olíu áfram að lækka, drægju framleiðendur líklega úr fram- leiðslu og verð hækkaði að nýju með olíuskorti vegna minni fram- leiðslu. Æskilegast væri að mikl- ar verðsveiflur yrðu ekki, heldur næðist jafnvægi á markaðnum þannig að framleiðendur gætu framleitt olíuna án taps. Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að veqju aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spum- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör embættisins birtast síðan í blaðinu. íslenska járnblendif élagið: Kvartsinnflutningur frá Grænlandi íhugaður ATHUGANIR standa nú yfir á því, hvort mögulegt muni vera fyrir Islenzka Járnblendifélagið á Grundartanga að kaupa kvarts til vinnslu sinnar frá Narssaq á Grænlandi. Þar er óstarfrækt náma og verið er að kanna hvort hún geti gefið af sér nægilegt magn rétts hráefnis fyrir Grundartangaverksmiðjuna. Verði af þessu hefur það í för með sér aukna atvinnu í Narssaq og lækkun flutningskostn- aðar á kvartsi fyrir Jámblendiverksmiðjuna. Járnblendiverksmiðjan notar um 120.000 lestir af kvartsi árlega við vinnslu sína. Það er að mestu keypt frá Norður-Noregi, en einnig frá Svíþjóð og Spáni. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenzka Jám- blendifélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mikill áhugi væri á þessu á Grænlandi, sérstaklega með aukna atvinnu þar í huga svo og fastar skipaferðir milli landanna. Verksmiðjunni hefðu verið send sýn- ishom úr námunni og héfðu þau ýmist gefíð til kynna nothæft efni eða ekki. Frekari kannanir á þessu væru framundan og myndi verk- smiðjan taka einhvem þátt í þeim, meðal annars með efnagreiningu sýnishoma. Jón sagði, að kvartsið væri keypt þannig til verksmiðjunnar, að hún greiddi flutningskostnað af því frá útflutningshöfn. Verð á kvartsi væri lágt og flutningsgjöldin því veruleg- ur hluti efniskostnaðar. Gæti af þessu orðið, þýddi það því lækkun á verði aðfanga og betri samkeppnis- stöðu verksmiðjunnar við aðra keppinauta um markaðinn á kísil- jámi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.