Morgunblaðið - 29.01.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 29.01.1986, Síða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 23. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 , Prentsmiðja Morgunblaðsins Ummæli Reagans um áhöfn Challenger eftir slysið: Hetjur sem þjóðin mun aldrei ffleyma Kanaveralhöfða, 28. janúar. AP. „ÞETTA er dagrir sorgar og saknaðar. Þetta er mesta áfall í sögu geimferðaáætlunarinnar. En við megum ekki láta bugast við mótlæt- ið. Framtíðin tilheyrir ekki hinum kjarklausu heldur þeim hug- rökku.“ Þannig komst Reagan, forseti, að orði i ávarpi til bandarísku þjóðarinnar vegna hins hörmulega atburðar, er geimfeijan ChaU- enger fórst skömmu eftir að henni var skotið á loft. Lýsti hann geimförunum sem „hetjum, sem aldrei munu gleymast". Geimfeijan Challenger splundr- aðist í geysilegri sprengingu, sem varð í eldsneytisflaugunum einni mínútu og 15 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Augljóst var talið, að allir þeir, sem voru með geimfeijunni, hefðu farizt. Á meðal þeirra var 37 ára gamall kennari, Christa McAuliffe, sem var fyrsti óbreytti farþeginn í geimferð. Brot úr geimfeijunni, sem kostað hafði 1200 millj. dollara að smíða, féllu í Atlanthshafið um 30 km frá skotpalli Kennedy-geimvísinda- stöðvarinnar. Engin opinber til- kynning var gefin út um, hvað orðið hefði um geimfarana, en almennt var talið útilokað, að nokkur þeirra hefði getað lifað sprenginguna af. Með geimfeijunni voru 7 manns. Þeir voru Francis R. Scobee, 46 ára, sem var leiðangursstjórinn. Hinir voru flugmaðurinn Michael J. Smith, 40 ára, Judith Resnik, 36 ára, Ronald E. McNair, 35 ára, Ellison S. Onizuka, 39 ára og Greg- ory B. Jarvis, 41 árs auk Christu McAuliffe, sem áður var getið. Á meðal þeirra, sem fylgdust með, er geimfeijunni var skotið upp, voru foreldrar Christu, Steve, eiginmaður hennar, og böm þeirra, Scott, 9 ára, og Caroline, 6 ára. Með þeim vom einnig mörg skóla- systkini. Þau fylgdust með þmmu lostin, er geimfeijan splundraðist og bmstu síðan í grát. Jesse Moore, yfírmaður banda- rísku geimferðastofnunarinnar NASA, sagði í kvöld, að ekkert væri unnt að segja að svo stöddu um orsakir sprengingarinnar og vísaði á bug öllum fram komnum getgátum um bilanir í geimfeijunni, að hún hefði flogið of lágt eftir flugtak, að hávaði hefði verið meiri en eðlilegt var og að ísing sl. nótt kynni að hafa valdið skemmdum á eldsneytisflaugum geimfeijunnar. Viðbrögð um heim allan vegna harmleiksins á Kanaveralhöfða hafa verið á einn veg. íjóðarleið- togar jafnt sem almenningur hafa lýst yfír hryggð og samúð sinni. í Sovétríkjunum horfðu milljónir manna á atburðinn, aðeins nokkram klukkustundum eftir að hann gerð- ist. í Bretlandi liðu ekki nema nokkrar mínútur frá slysinu, þar til ein helzta sjónvarpsstöðin byijaði að sýna frá því. Sjá nánar fréttir og myndir ábls. 20,21 og 28. AP/Símamynd Gffurleg eidkúla myndaðist, er geimfeijan Challenger splundraðist skömmu eftir að henni var skotið á loft frá Kanaveralhöfða í gær. Fyrst varð minni sprenging í hliðarflaug en síðan feiknarieg spreng- ing í aðaleldf laug geimf eijunnar. Betsy Corrigan (fyrir miðju), systir Christu McAuUffe, sést hér skelfingu lostin, eftir að hafa horft á geimfeijuna splundrast. Bak við Betsy standa foreldrar þeirra systra, sem ekki virðast enn hafa gert sér grein fyrir því, sem gerst hafði- „Skelfinff greip um sig er ferjan sprakk“ Þrír íslenskir sjónarvottar segja frá sprengingunni í Challenger og öll áhöfnin farist með henni," sagði Ólafur í samtali við Morgun- blaðið. sjónvarpi og fór síðan út til að sjá áframhaldið. Ég hef séð nokk- ur geimskot og þegar sprengingin varð sá ég að eitthvað óvenjulegt var á seyði," sagði Gyða Jóns- dóttir, sem einnig býr í Melboume. „Það kom fyrst fram í fréttum hvað gerðist mínútu eftir spreng- inguna. Fólk hér er alveg niður- brotið vegna þessa harmleikjar og í fréttum var sprengingunni líkt við litla atómsprengingu," sagði Gyða. „Ég fylgdist með flugtakinu í „RISASTÓR reykbólstri myndaðist og þá var þegar augljóst að enginn hefði lifað sprenginguna af. Maður bjóst við að sjá geim- feijuna halda áfram eftir að eldsneytisflaugarnar féllu af, en í stað þess sáust aðeins örlitiir bitar úr flauginni falla niður.“ Gerður Ríkarðsdóttir leggur stund á markaðsfræði í Melboume í Flórida, sem er um 30 km. frá skotstað á Kanaveral-höfða. Hún var í kennslustund þegar feijunni var skotið á loft: „Kenn- arinn fór með bekknum út til að fylgjast með geimskotinu. Það var gott veður og dúna- logn. í fyrstu virtist allt vera með felldu, en rétt eftir að geimfeij- unni var skotið á loft varð kröftug sprenging og risastór reykbólstri myndaðist. Það var augljóst þegar í upphafi að allir hefðu farist, því að ég rétt greindi ofurlitlar agnir úr geimfeijunni falla niður. „Veðrið var svo stillt að reyk- bólstrinn hékk í loftinu lengi eftir sprenginguna. Skelfing greip um sig meðal okkar, sem horfðum á, þegar geimfeijan sprakk og atburðurinn hefur verið stanslaust í fréttum f allan dag.“ „Þetta er hræðilegur atburður. Ég sat ásamt unnustu minni Höllu Bryndísi og við horfðum á geim- skotið í sjónvarpi. Þegar geim- ferjan hófst á loft hljóp ég út til að fylgjast með henni fljúga frá jörðu," sagði Ólafur Höskuldsson, flugstjómamemi í Melboume í Flórida, sem var sjónarvottur að hinu hörmulega slysi. „Við sáum sprenginguna og bjuggumst alltaf við að sjá skutl- una birtast upp úr reykbólstran- um, sem myndaðist. Eldsneytis- flaugamar héldu báðar stjóm- laust áfram, en það var ekki fyrr en ég fór inn aftur að ég sá í sjón- varpinu hvað hafði gerst: Geim- feijan hafði sprangið í loft upp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.