Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 7 Framhlið plötuumslags „World Machine" með skosku hljómsveit- inni Level 42. Á myndinni sést Brekkufjallið Iengst til vinstri, hægra megin er fjallið Tungukollur. Rafmagnslínan frá Anda- kílsárvirkjun liggur meðfram fjöllunum og neðarlega fyrir miðju er kyndistöð vatnsveitunnar í Borgarnesi sem notuð var hér á árum áður til að hita upp vatnið sem tekið var úr fjaUsgiIjunum, svo það frysi ekki i leiðslunum á leiðinni yfir fjörðinn. Myndin er eftir Mike nokkurn Trevillion. Borgfirsk fjöll á erlendri hliómplötu Borpamesi, 28. janúar. A- SKOSKA hljómsveitin „Level 42“ gaf út hljómplötuna „World Machine“ á síðasta ári. Um það vissu fáir Borgnesingar og kipptu sér þvi ekki upp við það. En þegar þessi hljómplata kom nýverið í kaupfélagið á staðnum, ráku menn upp stór augu ... Jú, það var ekki um að villast, ljósmyndin sem prýðir plötuum- slagið er tekin á Seleyrinni sunnan við Borgarfjarðarbrúna af fjöllunum Tungukolli og BrekkufjaUi. Þetta eru þau ijöll, ásamt kynnum Borgnesinga og skosku Hafnarfjalli, sem að Borgnesingar hljómsveitarinnar „Level 42“. Það hafa fyrir augunum, líti þeir upp væri alls ekki svo vitlaust því og yfír Borgarfjörðinn. Ekki er þeir spila mjög svo áheyrilegt að finna neitt annað á plötuum- rokk, svolítið í fönk-kantinum. slaginu eða á meðfylgjandi texta- „Level 42“ hefur getið sér gott blaði, sem að tengist þessari orð í Bretlandi á undanfömum íjallasýn, eða íslandi á annan mánuðum, m.a. átt tvö lög á topp hátt. En hver veit, kannski er 10 listanum í London á sl. tveimur þessi mynd aðeins upphafið á mánuðum. — TKÞ. Er bjartsýnn á að málið leysist — segir Ásmundur Brekkan læknir f orseti læknadeildar Háskóla íslands „ÉG ER alveg sammála Ólafi Ólafssyni landlækni um að þetta er mjög alvarlegt mál. En ég er ekki svartsýnn og tel að ef réttir aðilar hér og í Bandaríkjunum þrýsti á á réttan hátt, verði þetta leiðrétt," sagði Ásmundur Brekkan læknir forseti lækna- deildar Háskóla íslands er blm. Morgunblaðsins ræddi við hann um þá umræðu sem verið hefur Sígarettuumfjöllun Samúels: Lögreglustjóri rannsakar málið — að kröfu ríkissaksóknara RÍKISSAKSÓKNARI fól í gær embætti lögreglustjórans í Reykjavík að rannsaka efni kæru Hollustuverndar ríkisins á hend- ur ábyrgðarmanni tímaritsins Samúels fyrir meint brot á lögum um tóbaksvarnir. í desember- hefti blaðsins 1985 var fjallað um nýjar sígarettutegundir á markaði hér og birtar litmyndir af sigarettupökkum. Hollustuvemdin telur að umfjöll- unin í blaðinu brjóti í bága við 7. grein laga um tóbaksvamir, þar sem bannaðar eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og tóbaksvör- um og ennfremur „hvers konar til- kynningar til almennings" um tób- ak og tóbaksvörur. Afstaða ritstjóra blaðsins er sú, að umrædd lög brjóti í bága við prentfrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar. um að útiloka eigi erlenda lækna, þar á meðal íslenska, frá sér- fræðinámi í Bandaríkjunum. Ásmundur sagði að hann væri mjög bjartsýnn á að það tækist að leysa þetta mál, þannig að það verði ekki eins alvarlegt og það horfir við mönnum í dag. Þá skoðun sína sagðist hann byggja á því að ís- lenskir læknar njóta ákveðins vel- vilja í Bandaríkjunum og eins hafa íslenskir læknar sem stundað hafa sérfræðinám þar staðið sig vel. Ásmundur sagði að þessi skoðun byggðist ekki síður á því að hægt væri að sýna fram á það með rökum að læknar hafa ekki möguleika á að ljúka nema litlum hluta fram- haldsmenntunar hér á landi vegna mannfæðar. „Læknadeildin mun beita sér fyrir því að leitað verði til réttra stjórnvalda eftir farsællegri lausn á þessu máli,“ sagði hann. „Við í læknadeildinni erum mjög ánægð með það frumkvæði Félags ís- lenskra lækna í Norður-Ameríku að vekja athygli á þessu máli í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þeir sendu mjög góða kynningu á málinu til þeirra öldungadeildarþingmanna sem fjalla um málið í undimefnd fjárveitinganefndar auk fjölmargra annarra sem málið varðar. Þetta er mjög mikilsvert frumkvæði. Þá líst mér mjög vel á hugmynd landlæknis um að reynt verði að komast að samkomulagi við áveðn- ar vel metnar stofnanir erlendis um að þær taki vissan fjölda íslenskra lækna í framhaldsnám," sagði Ás- mundpr Brekkan að lokum. Rúmlega 1.300 þús. króna tap á áramóta- dansleik sjónvarpsins TAP Á áramótadansleik sjónvarpsins á nýársnótt nam um 1.315 þús. króna að sögn Harðar Vilhjálmssonar fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Heildarkostnaður dansleiksins var rúmlega 1.464 þús. krónur en auglýsingatekjur námu um 150 þús. krónum. Hinsvegar hljóðaði áætlun dansleiksins upp á eina milljón króna og ráðgert var að auglýsingar bæru allan kostnaðinn. Hrafn Gunnlaugsson, deildar- stjóri innlendrar dagskrárgerðar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið 3. janúar sl. að kostnaður dansleiks- ins hefði numið einni milljón króna og að auglýsingar, sem skotið var inn í á milli atriða, færu langt með að jafna kostnaðinn. Hljómsveitin Stuðmenn fékk 350.000 krónur fyrir leik sinn í sjón- varpssal, greiðslur til dagskrárgerð- armanna og annarra listamanna er fram komu námu 123.0,00 krónum; kvikmyndun og úrvinnsla 735.320 krónum; sviðsmynd, framreiðsla, akstur, löggæsla, efniskaup og fleira námu samtals 256.329 krón- um. Hörður sagði að miklu hefði verið til kostað vegna dansleiksins og kostnaðaráætlun hefði farið algjör- lega úr skorðum. „Við höfum beðið um vissar skýringar hjá Hrafni t.d. vegna hárrar greiðslu til hljómsveit- arinnar. Mér fínnast undirtektir áhorfenda hafa verið mjög jákvæð- ar og það hlýtur að gleðja mann,“ sagði Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri. Hrafn Gunnlaugsson sagði í gær að hann liti á beinan kostnað dans- leiksins sem tæpar 750.000 krónur með endursýningu. Hinsvegar væri það spuming hvernig líta ætti á þær rúmlegu 735 þús. krónur, sem snúa að kvikmyndun, úrvinnslu og þeim innslögum, sem sýnd voru í þættin- um, þar sem þau voru sum hver frumsýnd í öðrum þáttum. „Ef miðað er við lengd dagskrárinnar og umfang, þá fínnst mér þetta mjög ódýrt dagskrárefni og hljóm- sveitin Stuðmenn tók lítið fyrir sína vinnu að mínum dómi. Hún hefði tekið miklu meira hefði hún verið með eigin dansleik á veitingahúsi og hef ég litið á það sem persónu- legt vinarbragð við mig að þeir skyldu hafa tekið dansleik þennan að sér og sett upp þetta hlægilega verð.“ HPpmjnUil'li.llhUlEB Durol-burstagólfmottan heldur óhreinindum framúrskarandi vel úti. Hún tryggir aö 70% minna af óhreinindum berst inn í húsið. • Þetta þýðir: • Að starfsfólk þitt og viðskiptavinir hreinsa skó sína hvort sem þeir vilja það eða ekki. • Að minni óhreinindi eru í húsinu. • Að húsráðendur spara tíma og fé. Durol-burstagólfmottan er endingargóð og sérlega handhæg, vegna þess að hægt er að rúlla henni upp og fjarlægja óhreinindi undan henni. Einnig er mjög auðvelt að viðhalda fallegu útliti mottunnar með ryksugun og sápuþvotti. Durol-gólfmottuna er hægt að panta í öllum stærðum. Hún hentar mjög vel í mottugryfjur. GERÐIN i - sími (91)41630, (91)41930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.