Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 Mývatnssveit: Silungurinn er sérstak- lega feitur Mývatnssveit, 27. janúar. VEIÐIBÆNDUR við Mývatn fengu nú í janúar sérstakt leyfi til að veiða silung í net í Mývatni. Samkvæmt þessu leyfi má hver veiðiréttarhafi leggja tvö net. Veiði hefur yfirleitt verið góð og silungurinn sérstaklega feit- ur. Á undanfömum árum hefur sil- ungur í Mývatni verið mjög rýr vegna átuskorts í vatninu. Síðastlið- ið sumar mátti þó greina veruleg batamerki, því þá var silungurinn feitari en hann hafði verið um nokkum tíma. Nú er greinilegt að þessi þróun hefur haldið áfram og vona menn að lífríki vatnsins eigi eftir að ná eðlilegum hætti sem fyrr. Vitað er að slíkar sveiflur hafa áður orðið í Mývatni. Vatns- sýni, sem tekin hafa verið að undan- fömu, benda til að súrefnisskortur sé á stómm svæðum í syðri Flóan- um. Margt bendir til að slíkt ástand hafí áður verið á því svæði. Draga menn þá ályktun meðal annars af því, að silungur, sem hefur farið þar í net, drepst fljótt. Binda menn miklar vonir við þær rannsóknir, sem nú eru hafnar í Mývatni og að með þeim verði hægt að svara ýmsum spumingum um lífríki vatnsins. Kristján Selfoss: Bílþjófnaðir og innbrot um helgina Sclfossi, 27. janúar. AÐFARANÓTT sunnudagsins 26. janúar var tveimur bílum stolið á Selfossi og eitt innbrot framið. Siðastliðna nótt var svo aftur brotizt inn hér. Bílamir stóðu báðir fyrir utan íbúðarhús við upplýstar götur, Skólavelli og Fagurgerði. Eigend- umir voru gestkomandi í húsunum og höfðu báðir skilið Iyklana eftir í bílum sínum. Bílamir eru báðir komnir í leitimar, lítið skemmdir. Annar þeirra, pólskur Fiat, fannst við Þjórsárbrú og hinn,~af Galant- gerð, í Reykjavík. Úr þeim síðar- nefnda höfðu þjófamir á brott með sér peningaveski og fleiri persónu- lega muni eigenda. Aðfaranótt sunnudagsins var brotizt inn í Videoleigu Suðurlands og þaðan stolið nokkmm mynd- böndum og nokkm af peningum. Þar var rúða brotin við hliðina á útidymm og farið inn um dymar. Síðastliðna nótt var brotizt inn í Tryggvaskála og þaðan inn í Ár- nesti, afgreiðslu sérleyfisbíla Sel- foss, og stolið tóbaki og afsláttar- farseðlum. Upplýst er hveijir stálu Fiat- bílnum en hin málin em í rannsókn. Sig. Jóns. Innbrot ífjogur íbúðarhús UM SÍÐUSTU helgi var brotist inn í fjögur fbúðarhús í Reykja- vík. Skartgripum, silfurbúnaði og áfengi var stolið úr íbúð við Kleifarveg. í Fossvogshverfi var Canon-ljósmyndavél stolið, svo og 80 mm linsu auk áfengis og tvö þúsund króna. í Stekkja- hverfi var brotist inn í íbúðarhús og enn var áfengi stolið. Loks var talstöð stolið úr bílskúr við Vesturberg. Stefán Jón Bjamason, bæjarstjóri á Dalvík, afhendir Brynjólfi Sveinssyni, formanni Skíðafélags Dalvíkur, nýju skíðalyftuna. Sljóm Skiðafélags Dalvíkur, frá vinstri: Þorsteinn Skaftason, Brynjólfur Sveinsson, Bjarai Jónsson, Siguijón Kristjánsson, Jó- hann Bjarnason og Jón Halldórsson. Ný skíðalyfta vígð á Dalvík DALVIK Margt var um manninn í Böggvisstaðafjalli við vígslu nýju lyftunnar. Hægt að fara 1200 metra í lyftu í Bögg’vistaðafjalli Dalvík 25. janúar. í DAG var tekin í notkun og vígð ný skíðalyfta í Böggvis- staðafjalli á skíðasvæði Sklða- félags Dalvíkur. Lyftan er keypt frá Ítalíu og er af gerð- inni Leitner, 720 m löng diska- lyfta. Uppsetningu önnuðust félagar í Skiðafélaginu ogunnu alla vinnu í sjálfboðavinnu en það var hluti af framlagi fé- lagsins til lyftukaupanna. Vígsla lyftunnar fór fram við formlega athöfn. íslenski fáninn var dreginn að húni og setti for- maður Skíðafélagsins, Brynjólfur Sveinsson, athöfnina. Lýsti hann framkvæmdinni og mannvirkinu og sagði að nú hefði langþráður draumur skíðamanna á Dalvík ræst. Bæjarstjóri, Stefán Jón Bjamason, flutti ræðu og afhenti formanni Skíðafélagsins lyftuna til umsjónar og óskaði Dalvíking- um til hamingju með mannvirkið. Er lyftan hafði verið ræst var hann fyrstur með lyftunni upp og á eftir fylgdu bæjarfulltrúar og stjóm Skíðafélags Dalvíkur. At- höfnin fór fram í besta veðri og bauð Skíðafélagið gestum upp á heitt súkkulaði og pönnukökur í tilefni dagsins og ekki sakar að geta þess að öllum viðstöddum var boðið upp á að nota sér lyftuna endurgjaldslaust og nýttu sér margir það boð en ætla má að um 300 manns hafi verið á skíða- svæðinu í Böggvisstaðafjalli þenn- an dag. Undirbúningur að kaupum þessarar lyftu hefur staðið í tvö ár en á þessu ári samþykkti bæjar- stjóm Dalvíkur að styðja Skíðafé- lagið í að kaupa lyftuna og greiðir Dalvíkurbær 80% kostnaðar en Skíðafélagið 20%. Gert er ráð fyrir að íþróttasjóður endurgreiði 40% kostnaðar. Framkvæmdir við uppsetningu lyftunnar hófust 18. maí sl., en þá var grafið fyrir undirstöðum fyrir möstur hennar. Lyftan sjálf kom nú á haustnótt- um en hún hafði tafist lengi í skipi í Hollandi. Strax og lyftan kom hófust félagar Skíðafélagsins handa um að setja hana upp og hafa þeir unnið ötullega að þessu verki. Öll vinna við uppsetningu Iyftunnar hefur verið unnin í sjálf- boðavinnu og hafa farið í það rúmlega 2000 vinnustundir. Lyft- an er 720 m löng, hæðarmunur 155 m, og getur hún flutt 350 manns á klukkustund. Hægt er að auka afkastagetuna upp í 500 manns á klukkustund. Lyfta þessi kemur í stað gamallar togbrautar sem sett var í fjallið 1971 en er töluvert mikið Iengri og gengur lengra niður eftir fjallinu. Með tilkomu hennar skapast til muna fjölbreyttari skíðabrekkur fyrir alla aldurshópa. Á svæði Skíðafélagsins í Böggvisstaðafjalli er önnur diska- lyfta, 470 m löng og er hæðar- munur hennar 145 m Þannig er hægt að fara tæpa 1200 m í lyftu upp eftir ijallinu og steypa sér niður eftir hlíðum þess. Skíða- brekkur eru troðnar því félagið á nýlegan snjótroðara og þá eru brekkur við neðri lyftuna upplýst- ar í skammdeginu. Fréttaritarar. Helgartónleikar Sinfóníunnar: Vel þekktog^ vinsæl verk „Ur austri og vestri“ ÚR AUSTRI OG VESTRI er yfirskrift helgartónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem haldnir verða nk. laugardag, þann 1. febrúar, í Háskólabíói. Stjóraandi er Jean Pierre Jacquillat og einleikari á pianó James Barbagallo, verðlaunahafi i hinni frægu Tchaikovsky- keppni i Moskvu 1982. Flutt verða vinsæl og velþekkt verk eftir slavnesk og bandarísk tónskáld: Franz Liszt, Smetana, Stravinsky, Copland og Gershwin. Einleikarinn James Barbagallo lauk píanó- námi við JuiIIiardskólann í New York en kom fyrst fram með Sin- fóníuhljómsveitinni í San Francisco, á heimaslóðum, árið 1970 þegar hann vann verðlaun hljómsveitar- innar, sem hún veitir efnilegum ungum listamönnum. Árið 1982 vann hann verðlaun í Moskvu og 1983 hélt hann einleikstónleika í Lincoln Center í New York sem vöktu mikla athygli og er hann nú einn af eftirsóttustu ungu píanóleik- urum vestan hafs. Tónlistin Tónleikamir hefjast á Ung- verskri rapsódíu nr. 2 eftir Franz Liszt, eitt litríkasta tónskáld 19. aldarinnar. Liszt samdi 12 ung- verskar rapsódíur og notaði þjóðlög og dansa sem efnivið, og er sú nr. 2 best þekkt. Bæheimska tónskáldið Smetana var vinur Liszts, en bæði þessi tónskáld voru frumkvöðlar í kynningu þjóðlegrar tónlistar heimalanda sinna. Smetana samdi sex sinfónísk ljóð undir fyrirsögn- inni Föðurland mitt, þar sem hann fjallar um landslag og þjóðsögur Bæheims, og er Moldá, sem flutt verður á tónleikunum, eitt þeirra. Copland og Gershwin fæddust báðir í Brooklyn, New York um aldamótin. Copland sótti sína tón- listarmenntun til Nadia Boulanger í París, en Gershwin til Tin Pan Alley, aðalstöðvar ragtime og jazz í New York. Árið 1932 fór Copland til Mexico City og nafn verksins sem Píanóleikarinn James Barbag- allo, sem leikur einleik á tónleik- unum nk. laugardag. flutt verður, E1 Salón Mexico, kemur frá vinsælum dansstað þar í borg, og er byggt á mexíkönskum FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari, hefur verið valinn í úrvalslið Norðurlanda, sem teflir við Bandarikin í Rcykjavík. Hann verður varamaður. Friðrik kem- ur i stað sænska stórmeistarans Lars Karlsson, sem hefur af- boðað komu sína hingað til lands. Ástæðan mun vera flughræðsla þjóðlögum og dönsum. Gershwin var vinsæll sönglagahöfundur þeg- ar Paul Whiteman, hljómsveitar- stjóri, pantaði verk fyrir píanó og hljómsveit sem átti að flytja í Æolian Hall í New York og var útkoman Rhapsody in Blue, sem Ferde Grofé útsetti fyrir hljómsveit. Verkið var frumflutt 12. febrúar 1924 og lék Gershwin sjálfur einleik á píanó, og varð verkið strax mjög vinsælt. (Stærsta uppfærslan á verkinu var án efa á Ólympíuleikun- um í Los Angeles 1984 þar sem 84 píanóleikarar léku einleikshlut- verkið!) Kímnigáfa Stravinskys kemur fram í Sirkus-polka sem er saminn undir áhrifum frá fyrstu sirkus- heimsókn hans þar sem eftirminni- legastar voru „fáklæddar konur í bleikum lífstykkjum standandi á hestbaki", segir í frétt frá Sinfón- íunni. kappans, sem er velþekkt i skák- heiminum. Danski alþjóðlegi meistarinn Rassmusen teflir í stað Karlsson. Keppnin er haldin á vegum skák- sambanda Norðurlanda og Banda- ríkjanna og er fjármögnuð af Visa- greiðslukortafyrirtækinu. Keppni Norðurlanda og Bandaríkjanna í skák; Friðrik Ólafsson í úrval Norðurlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.