Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 20
PR>SMA 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29.3ANÚAR1986 r Hinsta f ör Challengers Ahöfn Challengers AP/Símamynd. Áhöfnin í hinstu for Challengers. Á myndinni eru (f.v.) Ellison S. Onizuka, Michael J. Smith flugmaður, Sharon Christa McAuliffe, Francis R. Scobee leiðangursstjóri, Gregory Jarvis, Ronald E. McNair og Judith A. Resnik. NYTT FRA MITSUBISHI TREDiA FOLKSBILL MED TORFÆRUEIGINLEIKA Jafnvígur í snjó, hálku ogaurbleytu — á malarvegum og malbiki A Verð frá kr. 672.000,- Þú kemst til áður ókunnra staða á MITSUBISHI TREDIA með ALDRIFI, 85% Iæsingu á afturdrifi, 19 cm veghæð og afistýri. T Bíllinn, sem alla hefur dreymt um Dæmi um staðlaðan búnað: ► Rafstýrdir útispeglar ► Midstýrdar hurdalæsingar tf Rúllu bílbelti I öllum sætum mHEKLAHF UU Laugaveg. 170-172 Sími 21240 ' JohnF.Kennedy Geimrannsóknarstöðin ?0km Jacksonville Tampa FLORIDA Miami CANAVERAL- HÖFÐI . Houston BANDARÍKIN Morgunblaðið/ GÓI Myndi fara í aðra geimferð — ef það byðist, segir Jake Garn öldimgadeildarþingrnaður Chicago, 28. janúar. Frá Helgu Gudrúnu Johnson, fréttaritara Morgunbladsins. MILLJÓNIR manna um öll Bandaríkin horfðu á þegar geimferjan Challenger sprakk stuttu eftir flugtak um kl. 11:40 í morgun. Flest- ar sjónvarpsstöðvar sýndu flugtakið í beinni útsendingu og virtist allt með felldu í fyrstu. Um tveimur mínútum eftir flugtak sprakk ferjan af gifurlegum krafti og gerðist það svo snögglega að jafnvel stjórnendur feijunnar í höfuðstöðvum Geimvísindastofnunar Banda- ríkjanna (NASA) áttuðu sig ekki á hvað gerst hafði fyrr en nokkrum sekúndum síðar. Vantrú og undrun einkenndu- fyrstu viðbrögð allra sem á horfðu. í venjulegu geimflugtaki falla tvær eldsneytisflaugar, sem knýja feij- una upp, frá aðalflauginni um tveimur mínútum eftir flugtak. Engar skýringar hafa fundist á orsök sprengingarinnar, en talið er ólíklegt að áhöfnin, sem skipuð var fímm körlum og tveimur konum, hafí komist af. Önnur konan um borð, Christa McAuliffe, var mikið í sviðsljósinu fyrir ferðina, en hún hefði orðið fyrsti almenni borgarinn til að fara út í geiminn. Hún var valin úr hópi 11.000 umsækjenda og þótti mjög þróttmikill og líflegur grunnskóla- kennari. 10 nemenda hennar voru viðstaddir flugtakið frá Kanaveral- höfða, en enginn áhorfendanna virtist gera sér grein fyrir hvað gerst hefði fyrr en þó nokkru síðar. Eiginmaður og tvö böm McAuliffes fylgdust einnig með flugtakinu frá heimili þeirra í Concord í New Hampshire. Nemendur og sam- kennarar hennar höfðu komið saman fyrir framan sjónvarpsskerm í skólanum til að fylgjast með ferð geimferjunnar, en þegar ljóst var að hún hafði sprungið, var nemend- unum vísað í skólastofu. Einnar mínútu þögn Þegar fréttir af slysinu bárust inn á Bandankjaþing nokkrum mínút- um eftir atburðinn vottuðu þing- menn hluttekningu sína og sorg með einnar mínútu þögn. „Fjölskyldur allra geimfaranna eiga samúð okkar allra," sagði Ronald Reagan á blaðamannafundi í dag. Hann sagðist þó hafa mikla Jake Garn, öldungadeildarþing- maður, kemur frá borði eftir geimferð i geimfeijunni Dis- covery á síðasta ári. Garn er t.v. á myndinni. AP/Símamynd trú á geimferðum og gaf í skyn að þegar rannsókn slyssins væri lokið, myndi geimferðum haldið áfram. í sama streng tóku John Glenn og Jake Gam, öldungadeildarþing- menn og fyrrum geimfarar, en þeir sögðu að þrátt fyrir gífurlega var- kámi NASA og miklar framfarir í geimvísindum, væri almenningur orðinn svo vanur slysalausum og árangursríkum geimferðum, að oft gleymdist að slys gætu átt sér stað. Stutt er síðan Gam fór í geimferð sína og kvaðst hann reiðubúinn til að fara aftur út í geiminn þegar geimferðum yrði haldið áfram. Óhætt er að segja að óhug hafi slegið á alla þjóðina og hvar sem menn koma saman er rætt um afdrif ferjunnar og fylgst með frétt- um í sjónvarpi, en allar stærstu sjónvarps og útvarpsstöðvar hafa haldið uppi stöðugum fréttaflutn- ingi af slysinu frá flugtaki í morgun. GEIMFERJAN CHALLENGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.