Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 21 „Eg vona að Guð verði miskunnsamur“ — sagði skólastjóri skóla Christu McAuliffe Concord, New Hampshire, 28. janúar. AP. GLEÐILÆTI og hornablástur 1.200 barna í ungling-askólanum í Concord, sem fylgdust með flugtaki geimferjunnar Challenger, breyttust á einu andartaki í þögn og vantrú er þau horfðu á geim- ferjuna springa í loft upp. „Þetta er hræðilegt, of hræðilegt til að hugsa um það,“ sagði Charles Foley, skólastjóri skólans, í samtali við fréttamenn rétt eftir slysið. Hann barðist við tárin, en bætti við: „Ég vona að Guð verði miskunnsamur. Ég vona að hann verði mis- kunnsamur okkur öllum“ Bein sjónvarpsútsending var frá geimskotinu og fylgdust böm í öll- um skólastofum skólans með henni. Christa McAuliffe, sem kenndi lög og samfélagsfræði, var valin úr hópi rúmlega 11 þúsund umsækjenda í þessa ferð geimferjunnar. Hún ætlaði að snúa aftur þangað til kennslustarfa næsta haust. Um 200 skólaböm og kennarar fylgdust með geimskotinu í sam- komusal skólans og tóku þátt í niðurtalningu þess. Þegar geim- feijan hófst á loft laust salurinn upp fagnaðarópi. Vegna fagnaðar- látanna heyrðist vart mannsins mál, þangað til einhver hrópaði fáum sekúndum síðar: „Það er eitthvað mikið að. Þagnið þið svo hægt sé að heyra hvað er að gerast." Eftir það voru það aðeins raddir sjón- varpsþularins og starfsmanna geimferðastofnunarinnar, sem mfu þögnina, er blaðamenn og sjón- varpsvélar fylgdust með því áfalli sem fólkið í salnum hafði orðið fyrir. Síðan braust út hvískur: „Þetta getur ekki verið raunvemlegt. Þetta getur ekki verið að gerast," hvísl- uðu stúdentamir hver að öðmm. Stuttu síðar var blaðamönnum vísað brott úr skólanum og nemendum aftur til kennslustunda sinna. Nokkrir nemendur mótmæltu og sögðust vilja vita hvað væri að gerast. „Það hvarflaði ekki að nokkmm manni að eitthvað myndi fara úrskeiðis. Mörg okkar vom orðin þreytt á þessu sífellda tali um geimfeijuna og Christu, en enginn óskaði eftir að þetta færi svona," sagði Mark Letalien 17 ára gamall nemandi við skólann. AP/Símamynd Nemendur menntaskólans í Farmingham í Massachusettes, horfa í agndofa þögn á geimfeijuna springa. Christa McAuliffe var frá Farmingham og útskrifaðist frá menntaskólanum þar árið 1966. Upphaf hinztu ferðarinnar Challenger lyftir sér frá skot- palli í geimvísindastöðinni á Kanaveralhöfða í gær. í byij- un var flugtakið tignarlegt en rúmri minútu síðar riðu ósköpin yfir og ferjan sprakk í loft upp. AP/Símamynd. Steven og Christa McAuliffe ásamt börnum sinum Scott og Caroline. Myndin var tekin sl. sumar, eftir að Christa hafði verið útnefnd til að fara með geimfeijunni Challenger. „Ætla að færa geimvís- indin nær nemendunum“ Christa McAuliffe, menntaskólakennari, fórst með geimferjunni Concord, New Hampshire, 28. janúar. AP. SHARON Christa McAuIiffe kvaðst ætla að færa geimvísindin nær nemendum sinum með þvi að leggja áherslu á hinn mann- lega þátt, en sjálf bjó hún sig undir ferðina af forvitni barns- ins. »Ég á enn bágt með að trúa því að ég fái að fara með í geim- feijunni," sagði kennarinn í septem- ber. Endalok geimferðarinnar voru harmleikur: Skömmu eftir flugtak sprakk geimfetjan í loft upp og áhöfnin fórst. McAuliffe var í júlí útnefnd hlut- skörpust 1.100 umsækjanda um að verða fyrsti kennarinn í geimnum. „Mig langar til að svipta huliðs- hjúpnum af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og geimferðum," sagði hún meðan verið var að velja úr tíu lokefnum til fararinnar í Houston í Texas. Maður hennar, Steven, sem er lögfræðingur að mennt, og tvö börn, Scott níu ára og Caroline sex GeimvísindaAætlun Bandaríkjamanna: Fyrsta banaslysið í bandarískri geimferð Washington, 28. janúar. AP. MANNTJÓN hafði ekki orðið f geimferðum Bandarikjamanna þar til Challenger fórst skömmu eftir flugtak í dag, þriðjudag. Ferð Challengers var 56. mannaða geimferð Bandaríkjamanna. Hins vegar biðu þrír geimfarar bana í flaug sinni, Apollo 1., á skotpalli 27. janúar 1967. Geimfaramir þrír voru við loka- æfingu fyrir geimskot er eldur kviknaði í Apollo 1. Þeir sátu í stjómklefa geimfarsins í 66 metra hæð yfir skotpallinum er geim- farið varð skyndilega alelda og áttu sér enga undankomuleið. Þremenningarnir voru allir hátt- settir foringjar í bandaríska hem- um. Þeir hétu Virgil Grissom, Edward Higgins White II og Roger B. Chaffee. Nokkrum sinnum hefur hurð skollið nærri hælum þótt aldrei hafi fyrr orðið banaslys í geim- ferð. Apollo 13. var t.d. í 322 þúsund kílómetra flarlægð frá jörðu á leið sinni til tunglsins árið 1970 er súrefnistankur sprakk. Ljós og hiti fóru af geimfarinu og skriðu geimfararnir inn í tungl- feijuna, sem áföst var við geim- farið, og höfðust þar við meðan geimfarið sigldi umhverfis tunglið ogafturtil jarðar. Þá slapp Virgil Grissom naum- lega í annarri mönnuðu geimferð Bandaríkjamanna. Grissom stjórnaði merkúrífarinu Liberty Bell-7 í 15 mínútna ferð. Geim- farið var ekki sent á braut um jörð og er ferðinni lauk sveif það til jarðar í fallhlíf. Lenti það í Atlantshafinu og sökk. Grissom tókst að koma sér upp á yfirborðið þótt ekki væri sundið auðvelt í geimfarabúningi. I fyrstu ferð á braut um jörðu komu fram vísbendingar um að flaugar væru að losna frá geim- fari, sem John H. Glenn stýrði. Ottast var að flaugamar kæmu að engum notum og að Glenn yrði til eilífðar á braut um jörðu. Til allrar hamingju reyndist sá ótti ástæðulaus og Glenn lenti heilu og höldnu. Arið 1966 munaði aðeins þrem- ur sekúndum að tveir geimfarar, Neil Armstrong og David Scott, biðu bana í Gemini áttunda. Rétt eftir að þeir höfðu átt stefnumót við ómannaða Agena-geimflaug tók geimfar þeirra að snúast. A síðustu stundu tókst Armstrong að stöðva snúninginn með því að Geimfararnir þrír, sem biðu bana, er eldur kviknaði í AppoIIó fyrsta á skotpalli á Kanaveralhöfða 27. janúar 1967. Voru geim- fararnir að æfa geimskot. Þeir hétu (f.v.) Virgil Grissom, Edward White og Roger Chaffee. Sá síðastnefndi var í hópi bandariskra geimfara, sem komu til íslands til að æfa sig við aðstæður eins og taldar voru líkastar aðstæðum sem biðu þeirra á tunglinu. kveikja á hreyflum, sem nota átti til að koma geimfarinu aftur til jarðar. Fyrsta ferð geimfeijunnar var farin í apríl 1981 og hin örlagaríka ferð Challengers var sú 25. í röðinni. Ekkert hefur farið alvar- lega úrskeiðis, en fjölda ferða hefur verið frestað á síðustu stundu af ýmsum ástæðum. Einu sinni var geimflugi „hætt“ rétt eftir flugtak er slökkva varð á einni burðarflauginni, en feijan komst samt auðveldlega á braut umjörðu. Fjórir Rússar fórust í geimferð Þrír sovézkir geimfarar biðu bana er bilun varð í Soyuz-11 á heimleið úr 23 daga geimferð í júní 1971. Var það lengsta geim- ferð, sem farin hafði verið. Þá beið geimfari bana í harkalegri lendingu Soyuzar fyrsta í apríl 1967. Fallhlífar geimfarsins flæktust á leið til jarðar. Mennirn- ir fjórir voru jarðsettir á Rauða torginu við hlið fyrsta geimfara Sovétríkjanna, Juri Gagarin. ára, dvöldust í Concord í New Hampshire meðan Christa undirbjó sig til fararinnar. McAuliffe kenndi í bamaskóla í Bow í New Hampshire í níu ár. Fyrir þremur árum hóf hún kennslu í hagfræði, sögu og lögfræði í menntaskólanum í Concord. í um- sókn sinni kvaðst hún vilja skrá geimferðina til að færa tækni geim- aldar nær manninum með athugun- um þess, sem ekki væri geimfari. í síðustu viku gaf alþjóðlegt geim- og gervihnattatryggingarfyr- irtæki McAuliffe líftryggingu. Tryggingin átti að gilda á meðan hún væri farþegi í geimskutlunni Challenger og hljóðaði upp á eina milljón Bandaríkjadollara. „Eldflaugin er sprungin?“ Canaveralhöfða, 28. janúar. AP. BÖRNIN í áhorfendastæðunum á Canaveralhöfða hrópuðu af gleðl er geimfejan tókst á loft. í fyrstu skildu þau ekki hvað eld- hnötturinn yfir höfðum þeirra merkti, en þau brustu i grát er tilkynnt var um slysið í hátalara- kerfið. Fjölskyldur geimfaranna sjö voru í sérstakri áhorfenda- stúku nálægt stæðunum að fylgj- ast með geimskotinu. Þar var einnig fjölskylda Christu McAuliffes, skólakennara frá Con- cord í New Hampshire, foreldrar, eiginmaður hennar Steven og son- urinn Scott 9 ára og dóttirin Caro- line 6 ára. Þegar fulltrúi NASA, bandarísku geimferðastofnunarinn- ar, kom og tilkynnti Ed og Grace Corrigan, foreldrum Christu, um slysið, þar sem þau stóðu og héldust í hendur í áhorfendastúkunni, með orðunum: „Geimfeijan hefur sprungið,“ leit frú Corrigan á hann ogendurtók orð hans spytjandi. Þau föðmuðu hvort annað og héldu brott gráti nær. Margir í áhorfendastúkunum héldu fyrst að sprengingin sýndi að hjálpareldflaugamar væru að falla frá geimfarinu og bömin héldu áfram að hrópa af gleði yfir geim- skotinu. Sekúndum síðar var til- kynnt um alvarlega bilun og fólkið fylgdist í þögn með reykskýinu á heiðum Flórídahimninum. Fáum augnablikum síðar tilkynnti NASA um sprenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.