Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANtJAR 1986 Stjórnmálaástandið í Bret- landi og staða Margaret Thatcher forsætisráðherra 28. janúar, frá Valdimari Unnari Valdimarssyni, London. Margaret Thatcher ásamt eiginmanni og syni. BRESKIR íhaldsmenn gera sér vonir um að nú sjái loks fyrir endann á þeirri orrahríð, sem ríkisstjórnin hefur þurft að sæta að undanförnu vegna Westland-málsins og afskipta stjórnvalda af því. Margaret Thatcher gerði grein fyrir ýmsum þáttum þessa máls f neðri málstofu breska þingsins í gær og féll málflutningur hennar yfirleitt í góðan jarðveg meðal flokksbræðra hennar. Þykir pólitisk framtíð forsætis- ráðherrans nú öllu tryggari en hún virtist fyrir nokkrum dög- um þótt stjórnarandstæðingar segi að svar Thatcher við ýms- um veigamiklum spurningum séu ails ófullnægjandi. Fáir hefðu líklega látið sér þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan að Margaret Thatcher for- sætisráðherra þyrfti að beijast jafn hatrammri baráttu fyrir póli- tískri framtíð sinni og nú hefur orðið raunin á. í gær stóð Thatch- er frammi fyrir harðvítugum árás- um stjómarandstæðinga, sem sökuðu hana um að spinna blekk- ingarvef til að leyna þing og þjóð sannleikanum um þátt hennar í Westland-málinu svokallaða, sem mjög hefúr sett svip sinn á póli- tíska umræðu í Bretlandi að undanfömu. Þegar Thatcher tók til máls í neðri málstofu breska þingsins höfðu tveir samráðherrar hennar þegar sagt af sér vegna þessa máls, þeir Michael Heselt- ine, fyrrverandi vamarmálaráð- herra, og Leon Brittan, fyrrum viðskiptaráðherra. Þessir tveir menn deildu mjög á sínum tíma um það með hvetjum hætti ríkis- stjóminni bæri að skipta sér að erfíðleikum Westland-fyrirtækis- ins, sem framleiddi þyrlur. Hafi Heasltine mjög beitt sér fyrir því að Westland taki sameiginlegu tilboði nokkurra evrópskra fyrir- tækja um aðstoð við endurreisn en Brittan hafði leynt og ljóst, og þá einkum á bak við tjöldin, stutt amerísku leiðina, tilboð banda- ríska fyrirtækisins Sikorski. Hes- eltine sagði að lokum af sér vegna þessa máls og átti afsögn hans ekki síst rætur að rekja til þess að fjölmiðlum hafði verið kunn- gert efni trúnaðarbréfs, sem lög- fræðilegur ráðgjafí ríkisstjómar- innar hafði sent vamarmálaráð- herranum. í bréfí þessu var Hes- eltine sakaður um efnislega óná- kvæmni í baráttunni gegn því að bandaríska leiðin yrði farin til bjargar Westland. Birtingbréfsins þótti mjög skaða málstað Heselti- nes og beindust spjótin fljótlega að andstæðingum hans innan rík- isstjómarinnar, einkum Leons Brittan. Rannsókn var fyrirskipuð á „lekanum" og voru niðurstöður hennar birtar í síðustu viku, rúm- um tveimur vikum eftir að efni fyrrgreinds bréfs var „lak“ til fjölmiðla. Rannsóknin leiddi í ljós að Leon Brittan viðskiptaráðherra hafði fyrirskipað embættismönn- um f ráðuneyti sínu að sjá til þess að bréfíð yrði kunngert, en þó að höfðu samráði við forsætisráðu- neytið. Eftir að þessar niðurstöður rannsóknarinnar urðu lýðum ljós- ar ákvað Brittan að segja af sér þar sem hann taldi sig ekki lengur njóta nauðsynlegs stuðnings flokksbræðra sinna til að gegna áfram ráðherraembætti. Eftir sem áður stóðu menn þó frammi fyrir ýmsum áleitnum spumingum varðandi þátt forsætisráðherrans sjálfs. Hvenær varð Margaret Thatcher til dæmis kunnugt um fyrrgreindan leka og þátt Leons Brittan í honum? Þetta var sú meginspuming sem þurfti að svara í gær þegar hún stóð frammi fyrir þingmönnum f neðri málstofunni. Thatcher sagði að ekki hafí verið haft samráð við hana um að kunngera fjölmiðlum efni margnefnds bréfs, hún hefði ekkert vitað af „lekanum" fyrr en nokkmm klukkustundum eftir að hann átti sér stað. Sagðist hún harma hvemig að málinu hefði verið staðið en rangar ákvarðanir mætti einkum rekja til misskiln- ings sem gætt hefði milli embætt- ismanna f ráðuneyti hennar ann- ars vegar og embættismanna í ráðuneyti Leons Brittan hins vegar. Þessum svömm eiga stjómarandstæðingar afar erfitt með að kyngja og þá ekki sfður þeirri fullyrðingu forsætisráð- herrans að hún hefði ekki vitað um þátt samráðherra sfns, Leons Brittan, í „lekanum" fyrr en kunngerðar vom niðurstöður þeirrar rannsóknar, sem fyrirskip- uð var vegna málsins. Gerðu stjómarandstæðingar sér mikinn mat úr þessum atriðum í umræð- unum f gær. Sögðu þeir það hreina móðgun við heilbrigða skynsemi að bera það á borð fyrir fólk að forsætisráðherra hefði vikum saman verið ókunnugt um emb- ættisfærslu nánustu samstarfs- manna sinna. Deildu talsmenn harkalega á forsætisráðherrann og ríkisstjómina, sögðu allt þetta mál bera ljósan vott um stjómar- hætti fhaldsfíokksins, lágkúmleg vinnubrögð í upplýstu lýðræðis- þjóðfélagi. Ljóst var hins vegar af undirtektum flokksbræðra for- sætisráðherrans að þeir töldu Thatcher hafa gefíð fullnægjandi skýringar á sínum þætti í þessu máli. Vakti ekki síst athygli að Heseltine, fyrmrn vamarmálaráð- herra, vottaði ríkisstjóminni og Thatcher fullt traust og sakaði jafnframt stjómarandstæðinga um að þyrla upp pólitísku mold- viðri. Ljóst er að breskir íhaldsmenn munu nú reyna að snúa bökum saman og fylkja liði um leiðtoga sinn, sem nú hefur um hríð staðið hallari fæti en nokkm sinni fyrr á stjómarferli sínum. Sjálf hvatti Thatcher flokksbræður sína til að blása til sóknar, sækja fram á sviði alvarlegra þjóðmála en láta sem vind um eyra þjóta pólitfska sýndarmennsku stjómarandstöð- unnar. Forsætisráðherranum heppnaðist ætlunarverk sitt, að sameina flokksmenn og tryggja sig jafnframt í sessi. íhaldsmenn segjast gera sér vonir um að mál þetta muni nú fjara út og fymast í vitund almennings og langvar- andi áhrif á flokk og forsætisráð- herra verði hverfandi. Ekki em þó allir þessarar skoðunar og sumir stjómmálaskýrendur hafa látið í ljós efasemdir um að Marg- aret Thatcher muni leiða íhalds- flokkinn í næstu kosningabaráttu. Benda þeir á að þótt forsætisráð- herranum hafí tekist að sannfæra flokksbræður um að skjöldur sinn sé hreinn muni mál þetta ávallt hvfla sem skuggi á stjómartíð Thatcher, hversu vel sem henni kunni að takast upp að öðm leyti. Er jafnframt bent á að þrátt fyrir ítarlega svör við ýmsum áleitnum spumingum hafí Thatcher óneit- anlega skilið eftir nokkra lausa enda, sem stjómarandstæðingar muni óspart nota sér á komandi missemm. Andstæðingar íhalds- flokksins muni reyna að koma í veg fyrir að kjósendur gleymi atburðum undanfarínna vikna, þeim brestum sem komið hafa í ríkisstjóm jámfrúarinnar, Marg- aret Thatcher. Janúar-kjörin á Gaggenau heimilistækjunum eru hreint ótrúleg Aðeins 10% útborgun og eftirstöðvarnar til allt að 6 mánaða Vörumarkaðurinn hf. í Ármúla 1a, s. 91-686117. Amnesty International: Hvetur til afnáms vega- bréfalaganna í S-Afríku London, 28. janúar. AP. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty Intemational hvetja til þess i skýrslu, sem gefin var út f dag, að vegabréfalögin f Suður-Afríku verði afnumin og endi bundinn á fangelsanir svartra fbúa landsins eingöngu vegna hörundslitar þeirra. Skýrslan er 112 síður að lengd, lögunum er allt að þriggja mánaða og var það írskur lagaprófessor, Kevin Boyle, sem tók hana saman fyrir samtökin. Samkvæmt skýrsl- unni vom 238.000 svertingjar handteknir í Suður-Afríku á árinu 1984 á grundvelli vegabréfalag- anna. Vegabréfalögin, sem em þáttur I aðskilnaðarstefnu minnihluta- stjómar hvítra manna, vom sett f því skyni að takmarka ferðir svartra meirihlutans, alls 24 milljóna manna, um 87% landsins, sem lýst vom „hvít“. Boyle, sem er prófessor við Gal- way-háskóla, segir að vegabréfa- lögin hafí „umtumað" daglegu lffí svartra S-Afríkumanna. Algengasta refsingin fyrir brot á fangavist eða sekt - og fangelsi, ef viðkomandi er ófær um að greiða sektina, segir Boyle í skýrslunni, sem ber nafnið „Suður-Afríka: Fangelsanir á gmndvelli vegabréfa- laganna." Bæði karla og konur, sem fangelsuð hafa verið, má, sam- kvæmt lögunum, senda í „starfs- vist“ til hvítra bænda, sem fá þar „ódýran starfskraft á þeim forsend- um, að um reynslulausn sé að ræða, enda þótt vistinni svipi fremur til nauðungarvinnu," segir Boyle. Höfundur skýrslunnar kom til Suður-Afríku 1984 og '85, og segir hann, að framkvæmd vegabréfalag- anna hafí verið handahófskennd og flarri því að samræmast hegningar- lögum landsins. Allir svartir fbúar Suður-Afríku 16 ára og eldri verða að bera vega- bréf á sér. Á því em fíngraför við- komandi og upplýsingar um hvar handhafa þess er leyft að búa og starfa. Hvem þann, sem lögregla stendur að þvf að vera án vegabréfs- ins eða dveljast utan lögsvæðis, má handtaka á stundinni. Boyle kveður réttarhöld vegna vegabréfamála flaustursleg - þau fari fram f miklum flýti og venju- lega án þess að hinn handtekni njóti lögfræðilegrar aðstoðar. Þá séu fangar vistaðir við aðstæður, sem bæði séu auðmýkjandi og ómannúð- legar. í skýrslunni segir, að fangar verði oft að sæta barsmíðum og annars konar niðurlægingu, hvort sem þeir séu í fangelsi eða við vinnu á bóndabæjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.