Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 23 Eyja fæðist Eldgos hófst neðansjávar við eyna Ivo Jima í Kyrrahafi f síðustu viku og myndaðist fljótlega eyja. Gosið og landamyndunin minnir mjög á gosið í Surtsey fyrir röskum tveimur áratugum. Bretland: Páfagauki vikið úr sjóhernum Fareham, Englandi, 28. janúar. AP. ÞAÐ ER fáheyrt að páfagaukar gegni herþjónustu og enn sjaldnar að heyrist að þessir litskrúðugu fuglar hafi verið reknir úr her. A mánudag var ljósgrænn páfagaukur rekinn úr þjónustu breska sjó- hersins fyrir ósæmilega hegðun gagnvart skoskum og Ijóshærðum sjómönnum. Tricia Eiliott, talsmaður sjóhersins, sagði við fréttamenn á mánudag: „Þetta er ekki brandari." „Það eru margir Skotar í sjóhem- um og okkur er hulin ráðgáta hvers vegna páfagauknum er svona illa við þá. Hann virðist þekkja skoska hreiminn og ærast við að heyra hann,“ sagði Elliott. Páfagaukurinn, sem nefndur var Spike þar til upp komst að hann var kvenkyns, skrækti á skoska og ljóshærða sjómenn og fyrir kom að hann réðist á þá. Gaukurinn var lengst af í vopnasmíðaskóla í Fare- ham á Englandi. Fuglinn var dreginn fyrir John Davis, CMDR, sem rak hann úr hemum samkvæmt reglugerð henn- ar hátignar. „Það tekur okkur sárt að þurfa að tilkynna að við höldum að þér muni famast betur í borgaralegu lífi en í hemum," sagði Davis við páfagaukinn. „Þú ert hér með rekinn úr her- þjónustu fyrir skapsmuna sakir." Páfagaukurinn hóf feril sinn í sjóhemum fyrir sex ámm og hlaut skráningamúmerið 000001P - P fyrir páfagauk - og hann hlaut viðurkenningu fyrir góða hegðun 1984. Upp úr því fór hegðun fugls- ins hríðversnandi. Undirforingja nokkmm var falið að taka fuglinn undir sinn vemdarvæng og fínna honum nýtt borgaralegt heimili. ERLENT Noregur: Eldisfiskur fyrir rúma 8 milljarða Ósió, 27. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. FISKELDINU í Noregi vex stöð- ugt fiskur um hrygg. f fyrra seldu stöðvarnar samtals 28,600 tonn af laxi og var það 30% aukning frá árinu áður. Kemur þetta fram í tilkynningu frá sölu- samtökum fiskeldisstöðvanna. Verðmæti eldisfísksins var í fyrra um 8,4 milljarðar ísl. kr., um 2,7 milljörðum meira en árið áður. Eftirspurn eftir laxi og urriða var jöfn allt árið en enn sem fyrr er mest lagt upp úr laxeldinu. Em 90% iaxins flutt út, aðallega til Evrópu- bandalagsins og Bandaríkjanna. Fiskeldið er langmest á Hörða- landi en síðan á Mæri, Raumsdal, Norðlandi, Sogni og Fjörðunum og Þrændalögum. Sölusamtökin sjá enn fyrir sér mikinn vöxt og telja, að framleiðslan á þessu ári verði um 38,000 af laxi og 6,500 tonn af urriða. Frost ógna uppskeru í Flórída New York, 28. janúar. AP. FROST og snjóstormur ógnar uppskeru sítrustijáabænda í Flórída og mikil snjókoma stöðv- aði samgöngur þar að mestu á mánudag. Alitið var að níu manns hefðu látið lífið vegna stormsins frá New York til Ala- bama, en þá höfðu allir skólar á þessu landsvæði lagt niður kennslu. Veðurfar er hins vegar óvenju hlýtt á vesturströnd Bandaríkjanna — í Lewiston, Montana, mældist hitinn 7 gráð- ur á mánudag. Snjóstormur hefur farið þvert yfír sítrustrjáabeltið í Flórída en tveir þriðju greipaldina- og appels- ínuuppskemnnar er enn á tijánum. „Hver gráða og hver klukkustund getur ráðið úrslitum," segir Doug Bomique formaður sambands sítr- ustijáabænda í Flórída. ' %v ■ ■ Viö höldum áfram óvenjulegu útsölunni i kjallaranum hjá Kristjáni Siggeirssyni að Laugavegi 13. Aö framanverðu - gengið inn frá Laugavegi - eru Habitatvörur allt frá kertum upp í sófasett, trimmgaliar og annar barnafatnaöur frá Mothercare, ýmsar gerðir at littala glösum frá gjafavörudeild Kristjáns Siggeirssonar og stólar, borð og sófasett frá húsgagnadeildinni. [ gjafavörudeildinni - gengið inn frá Smiðjustíg - er hinn sérstæði og viðurkenndi fatnaður frá Marimekko í Finnlandi. Við bjóðum stórgóðar vörur á stórgóðu verði. Munið: Marimekko á Smiðjustígnum, allt hitt á Laugaveginum. mothercare | siGGelRsson hr I llcth) ltclt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.