Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 27 Loðnuvertíðin: Stopul veiði í rysjóttu veðri LOÐNUVEIÐIN hefur að undan- förnu dregið dám af rysjóttu veðurfari. Afli hefur ýmist verið enginn eða litill nema þá daga, sem veðurguðir hafa verið sjó- sóknurum vilhallir á kostnað loðnunnar. Nú eru um 200,000 lestir eftir af loðnukvóta vertíð- arinnar og fjögur skip eru búin með kvóta sinn. Það eru Hrafn GK, Gísli Árni RE, Svanur RE og Om KE. 50 norsk nótaskip hafa nú aflað um 38.000 lestir af loðnu innan íslenzku landhelginnar og eru 8 Norðmenn nú á miðununum. Afli þeirra á mánudag var tæpar 2.000 lestir. Á mánudag í síðustu viku var afli íslenzku skipanna 11.710 lestir, 4.700 á þriðjudag og síðan enginn þar til á laugardag er 33 skip voru með 15.360 lesta afla. Enginn afli var á sunnudag, en á mánudag varð aflinn 7.840 lestir. Eftirtaiin skip voru með afla á laugardag: Helga IIRE, 420, Harpa RE, 500, Hilmir IISU, 500, Ljósfari RE, 500, Svanur RE, 200, Jöfur KE, 450, Gígja RE, 780, Gullberg VE, 600, Huginn VE, 500, Albert GK, 600, Þórshamar GK, -500, Þórður Jónasson EA, 400, Skarðs- vík SH, 620, Rauðsey ÁK, 500, Sæberg SU, 520, Hákon ÞH, 780, Bergur VE, 440, Öm KE, 330, Guðmundur Ólafur ÓF, 600, Vík- ingur AK, 800, Keflvíkingur KE, 250, Dagfari ÞH, 350, Gísli Ámi RE, 350, Jón Kjartansson SU, 520, Pétur Jónsson RE, 280, Magnús NK, 250, Beitir NK, 370, Eldborg HF, 570, Sjávarborg GK, 100, Hilmir SU 1.150, Guðrún Þorkels- dóttir SU, 80, Súlan EA, 250 og Júpíter RE 300 lestir. Á mánudag vom eftirtalin skip með afla: Rauðsey AK, 600, Jöfur KE, 450, Harpa RE, 450, Gísli Ámi RE, 230, Skarðsvík SH, 600, Guð- mundur RE, 50, Bjami Ólafsson AK, 400, Öm KE, 430 Hilmir II SU, 400, Guðmundur Ólafur ÓF, 600, Húnaröst ÁR, 610, ísleifur VE, 700, Bergur VE, 530, Helga II RE, 530, Gígja RE, 750 og Heimaey VE 510 lestir. Síðdegis á þriðjudag voru eftir- talin skip með afla: Sighvatur Bjamason VE, 680, Sjávarborg GK, 800, Kap II VE, 710, Fífíll GK, 630, Ljósfari RE, 570, Pétur Jóns- son RE, 840, Huginn VE, 600, Magnús NK, 600, Eldborg HF, 1.430, Dagfari ÞH, 530, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 680, Beitir NK, 500 og Víkurberg GK 560 lestir. Gísli Sigurbjörnsson afhendir Guðfræði- Danskur dipló- mat heldur há- skólafyrirlestur: Hlutverk Norð- urlanda í sam- skiptum aust- urs og vesturs MARY Dau rithöfundur og diplo- mat í utanríkisþjónustu Dana flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands föstudaginn 31. janúar 1986 kl. 17.15 i stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „The Role of the Nordic Countries in East- West Relations", og fjallar um sögulegt baksvið síðustu viðburða f samskiptum stórveldanna. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku. Mary Dau hefur nú um nokkurt árabil starfað í sendiráði Dana í Moskvu. Hún er stjómmálafræðing- ur að mennt, en prentuð rit hennar §alla þó um sagnfræðileg efni. Fyrst gat hún sér orð fyrir bók um sögu Borgundarhólms undir lok síð- ari heimsstyijaldar, og hét hún „Rysseme pá Bornholm". Meðal annarra bóka hennar er „Danmark og Sovietunionen" og nýkomin út er bók sem heitir „Hansen og Ivanov. Afspændingen mellem est og vest“. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Frétt frá Háakila Ulands.) stofnun Háskólans gjöf GÍSLI Sigvrbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar, fœrði nýlega Guðfræðistofnun Háskóla íslands að gjöf 200 þúsund krónur frá Stofnendasjóði Grundar. í gjafabréfí segir: „Á tvöhundr- uðasta afmælisári Reykjavfkur er oss ljúft og skylt að minnast nokkurra þeirra manna, sem í störfum sínum sýndu Grund skiln- ing og veittu aðstoð á margan hátt á sínum tíma. Nú eru þeir látnir, en minningin um þá mun lifa. Er þess hér með vinsamlegast óskað, að nöfn þeirra Verði rituð f minn- inga- og heiðursgjafabók starfs- sjóðs Guðfræðistofnunar. En þeir eru: Knud Zimsen, borgarstjóri, Jón Þorláksson borgarstjóri, Pétur Halldórsson borgarstjóri, Bjami Benediktsson borgarstjóri, Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri, Tóm- as Jónsson borgarritari." í frétt frá Guðfræðistofnun Háskóla íslands segir að Starfs- sjóður Guðfræðistofnunar hafí verið stofnaður árið 1982, með gjöf frá stjóm Elli- og hjúkmnar- heimilisins Grundar, en á þvf ári átti Grund 60 ára starfsafmæli, og að sami aðili hafí fært stofnun- inni fleiri minninga- og heiðurs- gjafír. Háskóli Islands annast varðveislu starfssjóðs Guðfræði- stofnunar. Gerð hefur verið gjafa- bók, þar sem minningar- og heið- ursgjafír em skráðar. Prentvillur í Fluggreinum TVÆR meinlegar prentvillur slæddust inn i greinar um flug- mál á bls. 48—9 f Morgunblaðinu f gær, 28. janúar. Fyrri villan var í grein um fyrstu fslensku einkaflugvélina. Þar er sagt að meðfylgjandi ljósmynd hafí verið tekin þegar Albert Jóhannsson tók sjópróf. Þama á að sjálfsögðu að sanda sólópróf en ekki sjópróf. Hin villan var í grein um mynd- bandaleigu flugmanna. Sagt er að þar séu alltaf til staðar nýtísku veðurkort og spár. Það er kunnara en frá þurfí að segja að veðurguð- irair eltast ekki við duttlunga tfsk- unnar. Hið rétta er að í mynd- bandaleigu einkaflugmanna er allt- af til staðar nýjustu veðurkort og spár. Beðist er velvirðingar á þessum meinlegu prentvillum. Þvottovélin 6áro er komin oftur og vorðið or ótrúlcgt: 23.900.- kr. og janúarkjörin: 5000 - kr. útborgun og oftirstöðvarnar á ollt oð 6 mánuðum. Vörumarkaðurinnlif. STMFOMÍIírlUDAISVEIT ÍSLANDS - rlFLOARTÖNLEIKAR 1. FEriElÍAR LAUGARDAGINN 1. FEBRÚAR KL. 14.30 í HÁSKÓLABÍÓI. Ungversk I Fjölbreytt og skemmtileg tónlist sem flestir þekkj Miðasala í Bókaverslunum Eymundssonar. Lárusar Blöndal og í ístóni *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.