Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 Hinsta för Challengers Merkir atburðir tengjast Challenger GEIMFERJAN Challenger var ein fjögnrra geimferja Bandarikja- manna og henni tengjast ýmsir markverðir viðburðir í geimvis- indasögunni. Challenger fór sína fyrstu ferð í apríl 1983 og var önnur feijan, sem tekin var i notkun. Áður en hún fór sína fyrstu ferð hafði Kólumbia farið fimm velheppnaðar ferðir út í geiminn, hina fyrstu í aprU 1981. Auk Challengers og Kólumbíu eiga Bandaríkjamenn tvær feijur aðrar, Discovery og Atlantis. Dis- covery fór sína fyrstu ferð vorið 1984 og Atlantis ári seinna. í fyrstu ferð Challengers fóru Story Musgrave og Donald Peter- son í fyrstu geimgöngu Banda- ríkjamanna í níu ár. I ferðinni var einnig settur á braut fyrsti svo- kallaði TDRS-gervihnötturinn, sem notaður er til ijarskipta við geimfeijur og gervitungl og til að fylgjast með ferðum þeirra. í ferðinni í dag, sem var 10. ferð Challengers, var þriðji TDRS-hnötturinn innanborðs. Önnur ferð Challengers, sem farin var í júní 1983, var markverð sakir þess að þá fór fyrsti banda- ríski kvengeimfarinn, Sally Ride, sfna fyrstu geimferð. Einnig var ætlunin að feijan lenti á steyptri flugbrautinni í Kennedy-geimvís- indastöðinni á Kanaveralhöfða og yrði þar með fyrsta geimfeijan sem lenti þar. A síðustu stundu varð að hætta við lendingu þar vegna veðurs og lent var á sand- brautinni í Edwards-flugstöðinni í Kalifomíu, eins og í fyrri ferðum geimfeijanna. Engu að síður var Challenger fyrsta geimfeijan, sem lenti á Kanaveralhöfða, en það gerðist í byijun árs 1984 í annarri sögulegri ferð. Flugstjóri í annarri ferð Challengers var Robert Crip- pen, sem var flugmaður í jóm- frúrferð Kólumbíu. Ferð Challengers í apríl 1984 vakti mikla athygli því þá var framkvæmd fyrsta viðgerðin á gervihnetti, sem verið hafði bilað- ur á braut um jörðu. Hnettinum, Solar Max, var bjargað um borð í geimfarið. Að lokinni viðgerð var hann sendur á braut á ný. Challenger skotið á loft 4. febrúar 1984. í ferðinni fóru geimfarar í geimgöngu án þess að vera tengdir geimfarinu með líflinu. r Challenger á baki burðarflugvélar á leið frá Edwards-flugstöðinni í Kalif omíu til Kanaveralhöfða á Flórida. Challenger lendir í Edwards-flugstöðinni i apríl 1984. Þá var Challenger fyrsta ferjan, sem sneri til jarðar að næturþeli og lenti á upplýstri braut í svarta myrkri. Sá atburður átti sér stað í Edwards-flugstöðinni í Kalifom- íu 5. september 1983. í áhöfninni var fyrsti svarti bandaríski geim- farinn og fór hann þá sína fyrstu ferð. Loks er að geta ferðar Chall- enger í byijun febrúar 1984, en það var 10. ferð bandarískrar geimfeiju út í geiminn. í ferðinni fóm Bmce McCandless og Robert Stewart í geimgöngur, sem vom einstakar í sinni röð þar sem þeir vom ekki tengdir neinum línum við geimfarið. Aldrei áður höfðu geimfarar „leikið lausum hala“ í geimgöngu. Ferðuðust þeir um nágrenni geimfarsins með sér- stökum búnaði, sem í framtíðinni verður m.a. notaður við byggingu vísindastöðva úti í geimnum. „Lífið verður að halda áfram“ sagði Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna Washington, 28. janúar. AP. RONALD Reagan, forseti Bandaríkjanna, var á fundi með helstu aðstoðarmönnum sínum að ræða stefnuræðu sína, þegar George Bush, varaforseti, og Poindexter, varnarmálaráðunautur, ruddust inn til að greina frá því hvernig geimskotinu hefði lyktað. Agndofa horfði Reagan þögull á slysið endursýnt i sjónvarpi. Hann frestaði síðan stefnuræðu sinni i bandaríska þinginu, sem halda átti i kvöld, þriðjudag, og undirbjó þess í stað ávarp til bandarísku þjóðarinnar vegna harmleiksins. Þingfundi fulltrúadeildar banda- ríska þingsins var frestað um tvær stundir, eftir að þingmenn höfðu staðið hljóðir um stund og minnst geimfaranna með hljóðri bæn. Ekki var þingfundur í öldungadeildinni, þegar slysið varð, en bænastund var ákveðin í upphafí fundar hennar í kvöld. „Ég býst við að við höfum alltaf vitað að einhvem tíma myndi renna upp dagur líkur þessum," sagði öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn, sem var fyrstur Bandaríkja- manna til að vera á braut um jörðu. Reagan sendi George Bush, vara- forseta, til Canaveralhöfða til þess að votta íjölskyldum geimfaranna samúð sína. Um skólakennarann sem fórst í slysinu, sagði Reagan: „Þetta er hræðiiegt. Eg get ekki hætt að hugsa um eiginmann henn- ar og böm, sem og fjölskyldur annarra sem voru um borð.“ Eftir fréttamanni sem var við málsverð með Reagan síðar er haft að hann hafí lýst trausti sínu á þeim sem stjóma bandarísku geimferðaáætl- uninni og sagt að geimfaramir hefðu gert sér fulla grein fyrir þeim ERLENT hættum sem væru fylgjani starfí þeirra. Aðspurður hvað hann myndi segja skólabömum þjóðarinnar, sem fylgdust sérlega náið með geimskotinu vegna þátttöku skóla- kennarans, Christu McAuliffe, sagði hann: „Framfarir verða ekki nema einhveijir séu í fremstu víg- línu sem taka áhættu. Ég mun gera þeim ljóst að lífíð verði að halda áfram." AP/Símamynd. Gengið um borð Fjórir úr áhöfn Challenger yfirgefa vistarverur sínar í geim- vlsindastöðinni á Kanaveralhöfða árla í gærmorgun til þess að gera sig klára fyrir geimferð. Á myndinni eru (f.v.) Ellison Onizuka, Gregory Jarvis, Christa McAuliffe, kennslukona, og Mike Smith flugmaður. Ferðinni frestað þrisvar KanaveralhSfða, 28. janúar. AP. FERÐ Challenger átti upphaf- lega að hefjast sl. laugardag, en geimskoti var þrisvar frestað vegna veðurs. ' Challenger átti að he§a ferð sína á laugardag, en á föstudag var ákveðið að fresta geimskoti til mánudags vegna óveðurs á vara- flugvelli feijunnar í Afríku. Reyna átti geimskot á sunnudag, en því var frestað til mánudags vegna slæmrar veðurspár fyrir Kanaveralhöfða. Á síðustu stundu var geimskoti enn frestað til þriðju- dags vegna hvassviðris í Kennedy- flugstöðinni á mánudag. Skjóta átti Challenger á loft klukkan 9:38 að staðartíma, klukk- an 14:38 að íslenzkum tíma, en vegna bilunar í eldvarnarboða var skoti frestað í morgun, fyrst um eina klukkustund og síðar tvær. Hóf feijan sig loks á loft klukkan 16:38 að íslenzkum tíma. Sprengingin í Challenger: Tíðindunum lauzt niður sem þrumu úr heiðskíru lofti London, 28. janúar. AP. VIÐBRÖGÐ um heim allan vegna harmleiksins á Kanaveralhöfða í dag voru á einn veg. Leiðtogar og almenningur voru harmi slegnir. Tíðindunum lauzt niður sem þrumu úr heiðskíru lofti. Ættingjum geimfaranna var víða vottuð samúð með ýmsum hætti. Þjóðarleiðtogar um heiin allan lýstu harmi sínum eftir slysið. Helmut Kohl, kanzlari Vestur- Þýzkalands, og Shimon Peres, for- sætisráðherra Israels, voru á blaða- mannafundi í Bonn er þeir fregnuðu um slysið og urðu báðir harmi slegnir við tíðindin. í Kanada voru þingstörf stöðvuð og þingmenn risu úr sætum sínum í virðingarskyni við geimfarana. í Sovétríkjunum fylgdust milljón- ir sjónvarpsáhorfenda með óhapp- inu, sem sýnt var í sjónvarpi tæpum tveimur stundum eftir slysið. Skjót viðbrögð Moskvusjónvarpsins eru í hrópiegu ósamræmi við þögn og leynd, sem jafnan hvílir yfír óhöpp- um Sovétmanna á sviði geimvís- inda. Ekki eru sovézk geimskot sýnd beint og ekki er sýnd lending fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að allt hafí gengið að óskum. Austur-þýzka sjónvarpið var enn viðbragðsfljótara en það sovézka og sýndi myndir frá geimskotinu tæpri stundu eftir óhappið. í Bret- landi liðu ekki nema nokkrar mínút- ur frá óhappinu þar til óháða sjón- varpið, ITV, hafði rofíð dagskrána og sýnt kvikmynd af sprengingunni. Vestur-þýzka sjónvarpið birti viðtöl við menn á götum úti og voru viðbrögð þeirra öll á þann veg að hér hafi verið um hryllilegan atburð að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.