Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 33 Friðarárið 1986: Tryggjum frið og framtíð mannkyns Priðarárið 1986, „verður ef til vill ekki árið þar sem algjör friður ríkti um víða veröld". En friðarárið ber að nýta „til starfa í þágu friðar og til að hyggja alvarlega að eðli og forsendum friðar", segir aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Javier Pérez de Cuéllar í skýrslu til allsheijarþingsins um aðgerðir á ári friðarins. Hann bætir við: „Friður á að takna meira en að stríð og ofbeldi sé §arri.“ Friður á einnig að vera fólginn í „góðri sambúð ríkja og þjóða, sem byggist á samvinnu, gagnkvæmu trausti, skilningi og réttlæti". Allsheijarþingið lýsti því yfir á stofndegi Sameinuðu þjóðanna 24. október, að friðarár væri hafið, en þann dag voru 40 ár liðin frá stofn- un samtakanna. Þetta var meðal annars gert til þess að leggja áherslu á, að eitt meginmarkmiðið með stofnun Sameinuðu þjóðanna var að tryggja varðveislu friðar og öryggis í veröldinni, eins og raunar er kveðið á um í stofnskrá Samein- uðu þjóðanna. Markmið á ári friðarins í ályktun allshetjarþingsins um friðarárið, sem aðildarríkin sam- þykktu án atkvæðagreiðslu, eru allar þjóðir hvattar til að starfa með Sameinuðu þjóðunum að því að tryggja frið og framtíð mann- kyns. Það ætti að vera ljóst af orðanna hljóðan, að tilgangurinn með friðar- ári er annar og meiri en það eitt að forðast stríð og valdbeitingu. í eftir Ágúst Hjört Velkominn til borgarinnar Sverr- ir. Það er útaf blessuðum Lána- sjóðnum okkar námsmanna sem ég skrifa þér þetta bréf. Þú hefur látið málefni hans mikið til þín taka síð- ustu vikurnar og nú síðast lagt fram tillögur um breytingar á lögum sjóðsins. Mig langar til að ræða nokkuð þessar breytingar og fleiri mál þeim tengdar og jafnframt að spyija þig nokkurra spuminga í leiðinni sem mér þætti vænt um að fá svar við. Þá eru það lagabreytingamar. Þær veigamestu em á endur- greiðslufyrirkomulagi námslána. í fyrsta lagi em boðaðir vextir, í öðm lagi lántökugjald og í þriðja lagi hertari endurgreiðslur. Rökin sem þú færir fyrir vöxtunum og lántöku- gjaldinu em þau sömu. Þ.e. að tryggja verði að fé það sem sjóður- inn láni skili sér betur, og að koma í veg fyrir misnotkun á þessum lán- um. Síðan bætir þú gjama við að þetta sé orðinn næst stærsti fjár- festingalánasjóðurinn ( landinu og hann verði að reka með einhveiju viti. Því er fyrst til að svara að sé þetta fjárfestingalánasjóður þá em þær íjárfestingar sem hann leggur fé í algerlega óskilgreindar. Mönn- um em, sem betur fer, ekki lagðar neinar skyldur á herðar varðandi það nám sem þeir fá lánað til að stunda aðrar en þær að standa sig í því námi. Og um þá kröfú emm við vonandi sammála. En, Sverrir Hermannsson, þetta er ekki fjár- festingalánasjóður. Þetta er náms- lánasjóður, gmndvallaður á félags- legum sjónarmiðum. Út frá hreinu og klám peninga- sjónarmiði er ekkert sem réttlætir að það séu fleiri hundmð manns í ályktuninni kemur fram, að vinna beri að því að koma í veg fyrir styijaldir og uppræta það sem stofnar friði í hættu, — þar með þá ógn sem okkur stendur af kjam- orkuvopnum, og ennfremur segir í ályktuninni hvað þurfi til að koma svo friður og öryggi ráði ríkjum á alþjóðavettvangi: „Virðing fyrir þeirri gmndvallar- reglu að beita ekki ofbeldi, friðsam- leg lausn deilumála, aðgerðir til að skapa aukinn trúnað og traust milli ríkja, afvopnun, friðsamleg hagnýt- ing himingeimsins, framfarir, aukin barátta fyrir mannréttindum og frelsi, afnám nýlendustjómar í samræmi við reglu um sjálfsákvörð- unarrétt, afnám kjmþáttamisréttis og aðskilnaðarstefnu, aukin lífs- gæði, uppfyllingu mannlegra þarfa og vemd umhverfisins." Allsheijarþingið bendir á hver nauðsyn að sé þjóðum heims að halda friðinn og sýna umburðar- lyndi. „Það er almennt viðurkennt, að menntun, fræðsla og vísinda- og menningarstarf gerir okkur auðveldara að ná þessum markmið- um,“ segir í ályktuninni. Ekki aðeins em ríkisstjómir hvattar til að vinna að markmiðum friðarárs, heldur og líka aljóðasam- tök og félög, svo og fjölmiðlar, mennta- og rannsóknarstofnanir og menningarstofnanir. Afvopnun og framfarir Þegar árið 1984 var stofnsettur sjóður fyrir fijáls framlög til að standa straum af ýmsum aðgerðum heimspekideild Háskóla íslands, lærandi fánýta hluti eins og ís- lensku, sagnfræði, bókmenntir og heimspeki. En það er heldur engin §árhagsleg réttlæting fyrir því að Islendingar séu sjálfstæð þjóð eða hafí sína eigin mjmt — eins og marg oft hefur verið bent á hér í blaðinu að undanfömu. En það eru féiagsleg og menn- ingarleg rök fyrir þessari ráða- breytni og það em þvíumlíkir hlutir sem skipta máli þegar við emm að tala um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Þess vegna eiga vextir og lántökugjöld ekki rétt á sér. Því þetta þjóðfélag hefur ákveðið að gefa öllum þegnum sínum kost á að mennta sig óháð efnahag. Þetta er hið svokallaða jafnrétti til náms. Þá em það seinni rökin þín. Auðvitað á sér stað misnotkun á sjóðnum. Alveg eins og misnotkun á fé úr sjóðum Framkvæmdastofn- unar átti sér stað á sínum tíma. Auðvitað emm við öll sammála um að koma I veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. En þetta ráð dugir lítt. Ráðgjafinn þinn, hún Árdís, hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirspum eftir lánum úr sjóðn- um minnki verði lánin gerð dýrari, m.ö.o. óhagstæðari. Það er rétt hjá henni. En hveijir hætta við að taka lán? Ég er hræddur að það verði ekki þessir örfáu (en þó of mörgu) úr stétt hinna efnuðustu sem tekið hafa lán og lagt þau inn á öndvegis- reikning bankakerfisins til að græða á þeim. Nei, Sverrir minn, það hefur verið hugsað fyrir þeim, því lánin eiga ekki að bera vexti á meðan menn em í námi sem þýðir einfaldlega það að menn geta eftir sem áður haldið þessum ljóta leik sínum áfram. Þeir sem hætta að taka lánin verða þeir efnaminnstu og heiðarlegu sem sjá ekki fram á það að geta borgað sín lán til baka, á ári friðar. Allmörg lönd hafa þegar lofað framlögum. Norðurl- öndin hafa meðal annarra stutt þetta framtak. Á Norðurlöndunum munu ýmis félagasamtök, sem sum hver njóta opinberra styrkja, beita sér fyrir ýmsum aðgerðum á ári friðar. í tengslum við friðarárið verður haldin alþjóðleg ráðstefna um af- vopnunarmál og framfara- og þró- unarmál í París frá 15. júlí til 2. ágúst 1986. Ráðstefnan er haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna, einkum að frumkvæði Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Forseti ráð- stefnunnar verður Svíinn Jan Mart- ensson, yfirmaður afvopnunardeild- ar Sameinuðu þjóðanna í New York. Forsendur friðar I áðumefiidri skýrslu Pérez de Cuéllar segir meðal annars, að einn megintilgangurinn með friðarári sé að leggja nokkuð af mörkum til þess að komandi kjmslóðir geti búið við aukið öryggi og réttlæti. Það er í raun sama hugsun og kemur fram í ályktun allsheijarþingsins þar sem talað er um að tryggja frið og framtíð mannkjms. Þegar verið var að undirbúa frið- arárið, beindist athygli manna eink- um að þremur sviðum, sem talin vom mikilvægust, að því er segir í skýrslunni: *Friður og framfarir. Án friðar verða engar framfarir á sviði efna- hags- og félagsmála. Aukin sam- vinna, ekki aðeins svæðisbundin heldur og á alþjóðavettvangi, mun „Þú veist manna best hversu mikið veltur á um að vel takist til með menntun minnar kyn- slóðar; því sú tíð rennur upp, fyrr eða seinna, að við þurfum að borga skuldirnar bæði við Lánasjóðinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóð- inn.“ eða að greiðslubyrði þeirra verði svo þung að þeir ráði ekki við hana. Það er málið og þess vegna kalla ég þetta ómaklega árás á jafnrétti til náms í landinu. Ertu mér sam- mála? Allar þessar hugmyndir þínar segir þú ganga út á að meira fé komi inn í sjóðinn. Við námsmenn emm sammála því að öllum beri að greiða aftur sín lán séukringum- stæður þeirra eðlilegar. Árið 1982 þegar samkomulagið mikla náðist og núgildandi lög vom sett var það reiknað út af sérfræðingum stjóm- kerfisins að 87,7% af lánsfénu myndi endurgreiðast. Forsendur þeirra útreikninga hafa ekkert brejrtzt, nema hvað laun hafa farið lækkandi í landinu og því fyrirsjá- anlegt að endurgreiðsla námslána verður námsmönnum þyngri bjrrði en ráð var fyrir gert. Vel yfir 90% námsmanna munu greiða lán sín að fullu til baka. Þeir sem ekki greiða em þeir sem farið hafa í allra dýrasta námið, þeir sem látast fyrir aldur fram og geta ekki endur- greitt lánin eða lenda í annarri ógæfu. Er það að þeim hópi sem þú ætlar að þjarma? Eða ætlar þú ekki aðeins leiða til aukinna fram- fara í þróunarlöndunum, heldur einnig skapa aukinn stöðugleika í alþjóðamálum. * Afvopnun og eftirlit. þá fjár- muni, það hráefni og hugvit og þá atorku, sem nú fara til vígbúnaðar mætti nota margfalt betur í þágu mannkyns, Öryggi einstakra landa og friður á alþjóðavettvangi væri langtum betur tryggt með víg- búnaðareftirliti og „raunhæfri af- vopnun". Árangurinn yrði veröld þar sem vígbúnaður yrði í algjöru lágmarki. * Forsendur friðar. Til þess að tryggja friðinn þarf að horfa fram á við í allri viðleitni til að tryggja aukinn skilning þjóða í millum, samvinnu og gagnkvæmt traust. Ýmsir þjóðfélagshópar, unga fólkið, konur, aldraðir og fólk sem býr yfír sérþekkingu, geta sérstaklega að láta okkur hin greiða þetta til baka á enn skemmri tíma þannig að greiðslubyrðin verði enn þjmgri? Eg veit vel að þér finnst þetta kerfi allt kosta mikla peninga. Og ég skal útskýra það betur á eftir hvers vegna það gerir það og hvers vegna það er eðlilegt. En þess meir varð ég hissa að sjá hugmjmdir þín- ar um aukna námsstjmki til handa okkur námsmönnum. Fyrirfram er ég hlynntur þessu, þetta gera flest- ar þjóðir með miklum ágætum og þykir sjálfsagt. En það er tveim spumingum ósvarað fyrir utan þá hvemig við eigum að hafa efni á þessu þegar við höfum ekki einu sinni efni á að lána námsmönnum peninga. í fyrsta lagi, hveijir eiga að úthluta þessu fé og í öðru lagi út frá hvaða sjónarmiði? Ég óttast að þessar úthlutanir verði pólitískar eins og flestar peningaúthlutanir af fé hins opinbera em. Og því spyr ég enn, hvemig ætlar þú að koma í veg fyrir það? Og varðandi sjónar- miðið, hveijir eiga t.d. að meta það fyrir hvaða tegund menntamanna erþörf? Þá er ég kominn að því sem er e.t.v. alvarlegast í þessu öllu saman, kostnaðinum. Ég er tuttugu og ijögurra ára gamall, hluti af fjöl- mennustu kjmslóð sem byggt hefur þetta land! Hvenær í ósköpunum ætlar þú, ásamt með öðmm ráða- mönnum þessa lands, að gera þér grein fyrir því? Við emm böm þeirr- ar kynslóðar sem fæddist í stríðinu mikla og þú mannst vel eftir. Þessi vandræði byijuðu þegar við fómm í bamaskóla. Þá sprengdum við allt utan af okkur. Það sama gerist þegar við komum upp á mennta- skólastigið, því samhliða áttu sér stað miklar breytingar á þjóðfélag- inu okkar sem leiddu til þess að krafist var aukinnar menntunar. Og það sama gerðist nú með Há- lagt af mörkum til þess að tryggja að hugmjmdimar um frið á jörðu geti orðið að vemleika. Ekki bara eitt ár Pérez de Cuéllar, segir í skýrslu sinni, að markmiðum friðarársins verði ekki náð, ef þau gleymast að árinu liðnu. friðarárið getur aðeins haft vekjandi og hvetjandi áhrif á góð öfl í ríkisstjómum, þjóðþingum félögum og friðarhreyfingum, í fjölmiðlum og skólum og meðal vís- indamanna og einstaklinga í öllum stéttum. Ef áhrifa friðarársins á að gæta um ókomin ár, þá verður þetta að vera sífellt starf. Ár friðarins eitt skapar ekki frið. Höfundur starfar á Upplýainga- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í t Kaupmannahöfn. skólann og aðrar menntastofnanir á sama stigi. Það er eins og enginn hafi áttað sig á því að við emm til. En við eigum tilvemrétt — skul- um við vona. Og þess vegna kostar lánasjóðurinn mikla peninga í ár og einnig næsta ár og þar næsta. En eftir u.þ.b. 10 ár verður hann farinn að kosta mun minni peninga, þá verðum við farin að borga okkar lán til baka og þá verður flárveiting ríkisins til hans kannski 20% af því sem hún er nú. Um þessi atriði öll náðist viðtækt samkomulag árið 1982, milli Al- þingis, námsmanna og annarra hlutaðeigandi. Hvers vegna í ósköp- unum vilt þú, Sverrir Hermannsson, uppá þitt einsdæmi rifta því sam- komulagi? Af hveiju vilt þú ekki vinna að endurbótum á starfsemi sjóðsins, í sem víðustum skilningi, í samvinnu við þá sem hlut eiga að máli, náms- menn, stjóm og starfsmenn LÍN og Alþingi? Hvaða rök hefur þú fyrir þessum gerræðislegu vinnu- brögðum sem borið hefur á síðustu vikur, fyrst uppsögn Siguijóns, þá reglugerðarbreytingin og loks þessi undarlegi leikur með fulltrúa SHÍ í stjóminni? Ég veit að þitt er valdið og undir það beygi ég mig — en ** til hvers, Sverrir Hermannsson? Ég ætla því að enda þetta bréf- kom á stuttri áskorun til þín sem ég vona að þú takir ekki óstinnt upp. Taktu þig nú saman í andlitinu, bæði því pólitíska og persónulega, nemdu úr gildi reglugerðarbreyt- inguna, réttu því starfsfólki sem enn er eftir í sjóðnum sáttahönd og ræddu í fullri alvöru við okkur námsmenn. Þú veist manna best hversu mikið veltur á um að vel takist til með ■%, menntun minnar kynslóðar; því sú tíð rennur upp, fyir en seinna, að við þurfum að borga skuldimar bæði við Lánasjóðinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Og þá er eins gott að kunna sitthvað fyrir sér. Höfundur er ritstjóri Stúdenta- * . blaðsins. Opið bréf til Sverris Hermannsson- ar ráðherra menntamála á Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.