Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 t/ll ,,, bera d. höndum pér.,, " . .. að vilja ekki fara neitt án henn- ar. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved • 1978 Los Angeles Tlmes Syndlcate Með morgimkaffinu r I Beita. — Hvað er nú það? HÖGTSTI HREKKVÍSI * HANN P/INTAR UNDARLE'SOSTU FÆÐUTEQ- UHDIfZ 'A PI2.ZUNAJ " Hver á sök á brunanum? Kæri Velvakandi Oft hef ég orða bundist en get það ekki lengur, vegna brunans í Kópavogsheimilinu. Ekkert eld- vamarkerfi var þar en slíkt hefði getað komið í veg fyrir að kviknaði í húsinu nú á dögunum. En hverjum er það að kenna að siíkt kerfí fyrir- finnst ekki í húsinu? Ráðamönnum þjóðarinnar? Tómur ríkiskassi er líklegasta svarið. En hvers vegna er ríkiskassinn tómur? Er það nokk- uð vegna bílastyrkja bankastjóra eða skattsvika einkafyrirtækja og annarra eða sífelldra sprengju- gabba sem lögreglunni berst? Beint og óbeint er hægt að kenna öllu þessu fólki og mörgum fleiri um manntjónið og annan skaða sem eldurinn olli. Hvemig geta banka- stjórar tekið við bílastyrkjum sem eru fríðindi, ofan á há laun þeirra en þessi fríðindi eru hærri upphæð en sem nemur árslaunum sam- starfsfólk þeirra þ.e. annarra bankastarfsmanna? Hvað eru margar konur bankastjórar? Já einmitt, engin. Sýnir þetta ekki dæmigerða valdagræðgi og heimtufrekju margra karla? Og hveijir útvega þeim fríðindin og hveijir ákveða kaup og kjör opin- berra starfsmanna og láglaunafólks eða verkafólks? Skyldu það vera karlmenn? Jú, það eru karlmenn. Ætli þeir séu ánægðir með verk sitt? Þeir ráða yfír landsmönnum. . Ég vona innilega að það sé aðeins lítill hluti karlmanna sem telur sig æðri öðrum mönnum og ég vona að hann sé enn minni hópurinn, sem þarf að sýna þessa valdamennsku á opinberum vettvangi. Hvenær hækkar kaup láglaunafólks og verður að mannsæmandi kjörum? Hvenær lækka skattar? Svar: Þegar allir, já allir hætta að svíkja undan skattinum. Þá fyrst fer hann að lækka. Þið sem vinnið í skattaeftir- litinu með lúsarlaun, standið ykkur vel og haldið áfram á sömu braut eða stefnið enn hærra í sigrum ykkar á skattsvikurunum. Að lokum vil ég þakka Kíwanis- klúbbnum fyrir framtak þeirra í söfnuninni um fullkomið eldvamar- kerfi á Kópavogsheimilið, sem ég vona að allir taki vel og láti eitthvað af hendi rakna í söfnunina. En góðir landsmenn, munum framvegis að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í. Með þökk Kristín Víkverji skrifar Fyrir flesta þá, sem koma til höfuðborgarinnar, er tum Hall- grímskirkju orðinn einskonar tákn bogarinnar og Ieiðarljós á ferð um hana. Nú notar sjónvarpið Sjó- mannaskólann sem bakgmnn fyrir fréttaþuli sína. Ef þessi mynd fest- ist á skjánum og blasir við áhorf- endum í langan tíma, má vænta þess að þessi glæsilega bygging festist í huga landsmanna sem tákn Reylqavíkur. Árið 1948 gaf Bók- fellsútgáfan út bókina Reykjavík í myndum, þar sem tumar Sjó- mannaskólans em á bókarkápu. Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrmm út- varpsstjóri, ritaði formála þessarar bókar, sem þótti einkar glæsileg á sínum tíma. Nú em tæp tuttugu ár síðan út- sendingar íslenska sjónvarpsins hófust með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar. í tvo áratugi hefur dagskrá þess verið í næsta föstum skorðum. Nú má sjá greinileg merki breytinga, svo sem með myndinni á bak við fréttaþulina. Róttækari breyting á flutningi frétta er í undirbúningi. Sjónvarpið fetar þar í spor erlendra stöðva, einkum breska ríkissjónvarpsins BBC. Þar var á liðnu ári tekin upp sá háttur í aðalfréttatíma, sem er klukkan 9 á kvöldin, að hafa tvo þuli, sem skiptast á að lesa fréttimar. Þeir gera raunar meira, þegar þeir bregða sér í hlutverk spyrla og sjón- varpa „beinum" viðtölum. BBC tók upp nýja skipan á þess- um aðalfréttatíma sínum til að auka vinsældir hans. Sú skoðun er al- menn í Bretlandi, að fréttir einka- sjónvarpsins, ITV, sem sýndar em klukkan 10 á kvöldin séu betri en hjá ríkissjonvarpinu. Hér skortir forsendur til að leggja dóm á það, en hitt er staðreynd, að breyting- amar hjá íslenska ríkissjónvarpinu eiga rætur að rekja til þess, að einkaleyfi ríkisins á útvarpsrekstri hefur nú verið afnumið, þótt skref- ið, sem stigið er með hinum nýju lögum hefði mátt vera stærra, eins og vafalaust kemur í ljós, þegar á reynir í framkvæmd. mikla fjármuni þeir hafi til að fram- leiða innlent efni. Hvemig svo sem tekst að ná í beinar sendingar frá erlendum sjónvarpsstöðvum, þegar fram líða stundir, er víst, að mest verður horft á þær sjónvarpsstöðvar hér á landi, er sýna íslenskt efni eða kynna erlent efni frá íslenskum sjónarhóli. Ríkissjónvarpið okkar hefur ekki aðeins leitað sér nýrra fyrir- mynda í útlöndum við framsetningu frétta heldur einnig við gerð ann- arra innlendra þátta. Síðast á sunnudag sáum við „Kvikmynda- króníku" — tímabæran sjónvarps- þátt, sem er fastur liður um allan heim. Athyglisvert var að sjá, að þessi dagskrárliður var framleiddur af fyrirtækinu ísfilm hf. Stafar það vafalaust af því, að tæki og mann- afli ríkissjónvarpsins annar ekki þeim kröfum, sem nýir stjómendur sjónvarpsins gera. Besta leið rikis- sjónvarpsins til að bregðast við fijálsræðinu er auðvitað sú að bæta svo dagskrá sína, að enginn telji sér fært að stofna til samkeppni við hana. Þessu markmiði verður ekki náð nema með þvi að virkja fleiri en fasta starfsmenn sjón- varpsins. Þegar litið er til hinna nýju inn- lendu þátta sjónvarpsins, vaknar sú spurning, hvort tekjur dugi til að halda þeim úti til lengdar eða hvort aðeins sé um tímabundna nýbreytni að ræða. Enginn vafi er á því, að allir þeir, sem leiða hugann að rekstri sjónvarpsstöðva, staldra fyrst við það mikilvæga atriði. hv.e stóru og smáu. Isjónvarpsfréttum á sunnudags- kvöldið var sagt frá því, að Rupert Murdoch, fjölmiðlakóngur og blaðaútgefandi, hefði borið sigur úr býtum í viðureign sinni við breska prentara, þar sem hann hefði getað látið vinna blöð sín í London með tölvum. Var látið í veðri vaka, að hér væri um byltingu I blaðaútgáfu að ræða. Engan þarf að undra, þótt breskir fréttamenn telji þetta byltingu. Murdoch þurfti að víggirða nýja prentsmiðju sína til að veija hana fyrir reiðum prentumm og setjurum, sem vilja ekki sætta sig við tækniframfarir í atvinnugrein sinni. En í sjónvarpi á íslandi hefði verið ástæða til að taka öðm vísi til orða. Þessi bylting hefur þegar gengið friðsamlega fyrir sig hér á landi. Þama var einmitt eitt dæmi um það, hvemig færa á atburði, sem gerast í útlönd- um í innlendan búning, þegar frá þeim er sagt í íslenskum ijölmiðlum. Það er ekki sjónvarpið eitt, sem glímir við þennan vanda. Við hann þurfa blaðamenn við alla íjölmiðla að glíma — traustið á miðlunum ræðst mjög af því, að glöggum neytendum sé ljóst, að þekking og vandvirkni einkenni vinnubrögð í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.