Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hlálegft að varðveita húsið við Bergþórugötuna getrmuía- VINNINGAR! 22. leikvika - leikir 25. janúar 1986 Vinningsröð: 1X2-1 21-XX1-XXX Nú eru uppi raddir um að varð- veita beri gamalt hús við Berg- þórugötu. Borgaryfírvöld vilja það burt og það skil ég vel. Ef einhveíjir halda að saga þessa húss sé eitthvað fyrir borgina okkar til að státa sig af á 200 ára af- mælinu, er það mesti misskilningur. íbúar húsanna no. 18 og 20 við Bergþórugötu voru efnalítið fólk, oftast ekkjur, böm og gamalmenni. Húsin voru köld og viðhald þeirra lélegt. Brunavamir engar. Gengið var framhjá þessum húsum þegar hitaveita var á sínum tíma lögð inn í önnur hús við Bergþórugötuna. íbúamir sendu þá bænaskjal til borgaryfírvalda en fengu neitun, því húsin átti að rífa við fyrsta tækifæri. Þessi framkoma borgar- yfírvalda við íbúa húsanna var til lítils sóma. Með þetta í huga fínnst mér hlálegt að fara nú að sóa fjár- magni borgarinnar í það að gera upp þetta gamla hús. Nær hefði verið að halda húsinu við á sínum tíma og fyrir fólkið sem í því bjó. Annað sýnist vera sýndarmennska og hégómaskapur. Nei, rifum húsið, því fyrr því betra. Sóum ekki fjár- munum okkar, notum þá heldur til þess að byggja mannsæmandi hús- næði fyrir alla. Reisum ekki minnisvarða okkur til háðungar því húsið er ófagurt á að líta og þar að auki illa staðsett, þar sem það myndar blint hom gagnvart umferð frá Iðnskólanum. Við sem viljum koma í veg fyrir slys, ryðjum slysagildrunni burt og leyfum svo hveijum sem vill að kalla það sögulegt slys. Erla Kristjánsdóttir Bráðlega verða jámtunnur sjaldgæf sjón því samkvæmt nýju skipulagi munu allar tunnur verða úr plasti með áföstu loki. Þessir hringdu . . Músin lifir Ásta Halldórsdóttir hringdi og fannst ótæpilega vegið að unglingum í klausu sem birtist í Velvakanda fyrir skemmstu. „Þar fjallar maður um illa meðferð á dýmm og sakar búða- fólk um ábyrgðarleysi að selja drukknum unglingum mús, sem hann sagði að hefði án efa átt ömurlegan dauðdaga. Maðurinn vegur ranglega að unglingum í þessari grein og ég get frætt hann á því að músin lifír góðu lífí enn í dag þrátt fyrir hrakspár manns- ins. Einnig er verslunarfólk í versluninni Amason vænt um ábyrgðarleysi að selja unglingun- um dýrið. Ég veit að starfsfólkið er mjög lipurt að versla við og maðurinn fer því með staðlausa stafí þegar hann sakar þá um að vera ekki starfí sínu vaxið." Innsiglun byggðáút- varpslögunum Theódór Gunnarsson inn- lieinitustjóri Ríkisútvarpsins hringdi og vildi gera athugasemd við grein sem birtist í Velvakanda sl. sunnudág. „Þar spyr nafnnúmer hvort innheimtudeild Ríkisútvarpsins sé stætt á því að innsigla útvarps og sjónvarpstæki þegar afnotum er sagt upp. Til stuðnings þessum aðgerðum bendi ég á 30. grein nýju útvarpslaganna. Þar stendur „Innheimtustjóri getur fram- kvæmt eða látið framkvæma inn- siglun á viðtæki, ef hlutaðeigandi aðili hefur sagt upp útvarpsnotum sínum", og þar er átt við bæði útvarp og sjónvarp. Það er ljóst að ekki er hægt að segjast aðeins ætla að fylgjast með erlendum stöðvum og greiða ekki afnota- gjöld þess vegna, því engin leið er fylgjast með hvort hlustendur standi við orð sín eða ekki. Allar tunnur verða með loki Pétur Hannesson deildarstjóri hjá hreinsunardeild borgarinn- ar hringdi: „Vegna athugasemda óán- ægðrar konu um loklausar sorp- tunnur sem birtist í Velvakanda síðastliðinn föstudag, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt sem fram kemur að sorptunnur geta staðið loklaus- ar á gangstéttum þegar vikulegar sorphreinsanir fara fram. Ekki á að vera um langan tíma að ræða hveiju sinni kannski V2-I klst. Þetta stafar af því að verið er að kanna breytta vinnuaðferð við sorphreinsun sem nokkurt hag- ræði getur orðið að. í framhaldi af þessu hefur verið ákveðið að hætta tunnusölu. Sorpílát verða aðeins leigð og er stefnt að því að plasttunnur með áföstum lok- um og hjólabúnaði verði teknar í notkun. Þá munu þessi leiðindi með opnar sorptunnur verða úr sögunni, þvi eins og áður sagði eru plasttunnur með föstu loki. Eðlilegra að skilja bílinn eftir Óli H. Þórðarson í Umferðar- ráði hringdi: „15. janúar birtist athyglisverð klausa fra ökukonu um ölvun og akstur. í niðurlagi hennar spyr konan hvort feimni foreldra við að segja bömum sínum af hveiju bíllinn sé ekki heima á sunnudags- morgni eftir boð, valdi því að fólk aki dmkkið til síns heima. Ég tek undir orð konunnar. Ég held það á misskilningi byggt að reyna að fela drykkju sína fyrir bömunum. Það er eðlilegra að þau fínni þá ábyrgðartilfínningu sem því fylgir að skilja bíllinn eftir í boðinu. í leiðinni vil ég svo þakka fyrir skínandi sjónvarpsdagskrá að undanfömu." Lilja mín Sölva N.N. hríngdi vegna Kjarvalsvísu sem „Ein á Ránargötunni" fékk birta í Velvakanda fyrir skömmu. Sagðist hann hafa lært vfsuna öðmvísi og þætti hún betri þannig. Eflaust em til margar útgáfur af þessari vísu, en N.N. vill hafa hana svona: Lilja mín Sölva nú vil ég bölva, því nú ertu gift. Guðmundur maki, gjaldkerinn spaki, — geturðu skipt. 1. vinningur 12 réttir: kr. 276.680,- 42337(4/11) 53771(4/11) 65890(4/11) 99909(6/11) 8275 12163 19675+ 20388 29589+ 40475 42336 42338 45138 46414 *=2/11 2. vinningur: 11 réttir, 48443+ 65891 - 96398 105180+ 50316 69184 96506+ 106021 51689+ 71662+ 96850+ 109539+ 51813 74297 97578+ 110498 56561 74298 100730 111075 56562 74706 100910+ 111119+ 59677 76913 101517 111490+ 62010 78989+ 104030 125044 65701+ 80442*+ 104655+ 125618 65889 81537 104975+ 125858* kr. 4.839,- 126578 129364 126869 127112 127885+ 131904 127984* 132070+ 136214+ 131697* 131903+ Úr 21. viku: 15296+ 128532 128597 128688* 128732 129217 133329+ 133427 134714+ 134778 136195+ 15386+ 15689+ 110938 Kærufrestur er til mánudagsins 17. febrúar 1986 ki. 12.00 á há- degi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kœmr skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. DRAimWElA KEÐJUR Smíöum keöjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur á lager. Sendum hvert á land sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.