Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986
12
Morgunblaðið/Helgi Bj.
Jóhannes Torfason i fjósinu: „Kvótakerfið er í eðli sínu andstætt framleiðnisjónarmiðum ... landbúnaðurinn hefur ekki notið afraksturs
eðlilegrar framleiðsluþróunar og tækninýjunga."
„Vandamálin „leyst“
með því að gera störf
bænda að hlutastörfum“
Morgunblaðið/Helgi Bj.
Séð heim að Torfalæk. Býli Jóhannesar er til hægri á myndinni: íbúðarhús, hlaða og fjós, en til vinstri
er Torfalækur I þar sem Torfi Jónsson, oddviti Torfalækjarhrepps og faðir Jóhannesar, býr.
Rætt við
Jóhannes
Torfason bónda
á Torfalæk II
ÍSLENSKUR landbúnaður hefur
átt við veruleg vandamál að
striða undanfarin ár og eru þau
ef til vill sérstaklega áberandi i
dag. Sama er að segja um land-
búnað i flestum löndum hins
vestræna heims. Lita má svo á
að þetta séu vandamál atvinnu-
greinar sem er að taka grund-
vallarbreytingum og getur ekki
lengur sldpað sama sess og áður
var, bæði vegna framþróunar í
atvinnugreininni og þjóðlifinu og
markaðsaðstæðna. Slíkar breyt-
ingar hafa orðið i ýmsum at-
vinnugreinum á Vesturlöndum á
undanförnum áratugum. í því
sambandi nægir að benda á kola-
iðnaðinn í Bretlandi, stáliðnaðinn
í hinum vestræna heimi og bila-
iðnaðinn í Bandaríkjunum.
Blaðamaður ræddi ýmsar hlið-
ar þessa máls á dögunum í sam-
tali við Jóhannes Torfason bónda
á Torfalæk II í Torfalækjar-
hreppi i Austur-Húnavatnssýslu.
Jóhannes rekur myndarlegt kúa-
bú á Torfalæk II ásamt Elínu
Sigurðardóttur og fimm börnum
þeirra. Hann er formaður Búnað-
arsambands Austur-Húnavatns-
sýslu og formaður stjórnar
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Einnig er hann formaður stjóm-
ar Heimafóðurs hf., en það fyrir-
tæki á og rekur vélar sem mala
og köggla hey í Húnavatnssýsl-
um. Jóhannes hefilr velt málefn-
um landbúnaðarins mikið fyrir
sér og þó hann sé forystumaður
i aðalbændasamtökunum i sinu
heimahéraði er hann fyrst og
fremst duglegur bóndi og er
fróðlegt að fá álit hans á hlutun-
um.
Raunverulegnr sam
dráttur 25—30%
- Hver telur þú að séu helstu
vandamál íslensks landbúnaðar í
dag?
„Meginvandi íslensks landbúnað-
ar nú er sá að eftirspum eftir land-
búnaðarvörum helst ekki í hendur
við framleiðslu og framleiðslugetu.
Einnig hefur markaðurinn minnkað
í kjölfar breytinga á neysluvenjum
við það að útflutningsmöguleikamir
hafa þrengst, en það síðamefnda
stafar af tvennu: óðaverðbólgu hér
innanlands undanfarin 15 ár og
þeirri stefnu fyrrum viðskiptaþjóða
okkar að auka eigin matvælafram-
leiðslu.
Þetta hefur komið þannig út
gagnvart bændum að gripið var til
kvótakerfis og álagningar kjam-
fóðurgjalds fyrir 5—6 ámm. Ég tel
að það hafi verið eina færa leiðin
þá til að hemja framleiðsluna þó
ef til vill megi segja að mest hafi
munað um áhrif árferðis og ótta
manna við stjómunaraðgerðimar.
En kvótakerfið er í eðli sínu and-
stætt framleiðnisjónarmiðum og á
þeim tíma sem liðinn er síðan það
var sett á hefur landbúnaðurinn
ekki notið afraksturs eðlilegrar
framleiðsluþróunar og tækninýj-
unga. 15—20% samdráttur hefur
orðið í búvöruframleiðslunni frá
því sem mest var en eðlileg fram-
leiðsluaukning vegna framleiðni
aukningar og tækniþróunar væri
1—3% á ári. Þegar þetta er lagt
saman kemur í ljós að raunveruleg-
ur samdráttur er 25—30% og hefur
hann að verulegu leyti komið fram
sem lífskjaraskerðing hjá bændum
vegna þess að þeim hefur lítið sem
ekkert fækkað. Athyglisvert er að
vinnslustöðvunum hefur ekkert
fækkað á þessu tímabili og má því
ætla að rekstur þeirra sé mun óhag-
kvæmari en áður var. Töluverð fjár-
festing er ónotuð í ýmsum fram-
leiðslutækjum í landbúnaði, en það
á nú við um fleiri atvinnugreinar
svo sem sjávarútveg, verslun,
blaðaútgáfu og kaupskipaútgerð.
Menn hafa ekki gert sér grein
fyrir því að sá tilflutningur fólks úr
sveitunum sem verið hefur undan-
farin ár og reyndar í heila öld -
frá því landbúnaður var lifnaðar-
háttur 90% þjóðarinnar þar til nú
að 5% þjóðarinnar er að framleiða
matinn - er þróun sem er eðlileg
og ekki verður stöðvuð nú. Land-
búnaðurinn á ekki að þurfa að
standa einn undir byggðastefnunni
svokölluðu.
Miðað við tæknistigið í dag sé ég
ekki að landbúnaðurinn gefi meira
en 2.000 ársstörf við fjölskyldubú
í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu
og 500-700 störf í annari frummat-
vælaframleiðslu (alifuglarækt,
grænmetisframleiðslu, hrossarækt
o.fl.). Þetta erum við ekki búnir að
viðurkenna ennþá í raun. Það var
fyrst með búvörulögunum frá síð-
asta vori að byijað var að viður-
kenna þessar óþægilegu staðreynd-
ir í verki.“
Bændur leystir
úr ánauð
“Ég tel að búvörulögin, sem
bændur vissulega höfðu stefnumót-
andi áhrif á, hafi markað ákveðna
pólitíska sátt um framleiðslustefnu
sem landbúnaðurinn og þjóðin geta
vel sætt sig við og veita báðum
aðilum öryggi. Mikilvægustu atriði
laganna er að framleiðsla búvöru
til neyslu og iðnaðarþarfa sé í sem
mestu samræmi við þarfir markað-
arins og að framleiðslan sé sem
mest af innlendum aðfongum. Einn-
ig tel ég að staðgreiðsla búvara til
bænda sé mjög mikilvæg. Hún
leysir okkur frá þeirri kvöð að veita
afurðastöðvunum óverðtryggð lán
á lágum vöxtum í formi eftirstöðva
afurðaverðs. Þessi kvöð liefur
numið allt að helmingi launa okkar
en við vorum á sama tíma krafðir
um hæstu lögleyfðu vexti af við-
skiptaskuldum hjá þessum sömu
fyrirtækjum eða systurfélögum
þeirra. Bændur voru áður eini aðil-
inn sem ekki fékk sitt út úr fram-
leiðslunni. Nú er girt fyrir það að
afurðastöðvamar geti velt vandan-
um yfir á bændur en verða að leysa
hann sjálfar. Lögin girða hins vegar
ekki fyrir það að bændur geti átt
og rekið afurðastöðvar í hlutafé-
lags- eða samvinnufélagaformi."
Helmings fækkun fyr
irsjáanleg
- Þú segir að framleiðslan gefi
2500—2700 ársstörf en bændur eru
tvöfalt fleiri. Ert þú að segja að
fyrirsjáanleg sé helmings fækkun í
stéttinni?
„Já, tvímælalaust. Menn hafa
ekki viðurkennt þessa staðreynd en
„leyst" vandamálið að hluta með
því að gera störf bænda að hluta-
störfum, sérstaklega í sauðfjár-
ræktinni, en það hefur auðvitað
mikla óhagkvæmni í för með sér.
Lítum á staðreyndimar. í dag fram-
leiða 2.000 menn mjólk, að meðal-
tali 50 þúsund lítra hver á ári. Með
því að fækka framleiðendunum og
stækka búin upp í að framleiða 100
þúsund lítra á ári gætu 1.000 menn
haft sæmileg laun af framleiðsl-
unni. Bú sem framleiðir 100 þúsund
lítra á ári er vel viðráðanlegt fyrir
eina Q'ölskyldu. Dæmið er ennþá
dekkra í sauðfjárframleiðslunni.
Þar framleiða á fjórða þúsund
bændur samtals um 12 þúsund tonn
af kindakjöti, eða innan við 4 tonn
að meðaltali á ári. Hver bóndi á
mjög auðveldlega að geta framleitt
10 tonn af kjöti á ári og geta þá
1.000 bændur séð um að framleiða
þau 10 þúsund tonn sem þörf er á
fyrir innanlandsmarkaðinn.
Nauðsynlegt er að efla hin hefð-
bundnu bú sem rekstrareiningar,
þannig að sem mest hagkvæmni
og arðsemi náist. Það stangast hins
vegar á við kvótakerfið og það að
við getum haldið þeim fjölda fólks
við þessa búvöruframleiðslu sem
nú er. Undanfarinn hálfan áratug
hefur þróunin verið stöðvuð með
stjómunaraðgerðum. Það verðlagn-
ingarkerfí sem tekið var upp sam-
kvæmt nýju búvörulögunum gerir
meiri kröfur til hagkvæmni í frum-
framleiðslunni og vinnslunni en
áður var. Gamla verðlagningarkerf-
ið var bændum ákaflega óhagstætt.
Reynt var að sætta öll sjónarmið í
einni verðlagningu, sem mjög oft
bitnaði á hlut bænda, eins og glöggt
má sjá á ýmsum þáttum verðlags-
grundvallar, til dæmis fjármagns-
kostnaði og launalið. Nú er verðið
ákveðið á hveiju stigi með þeim
rökum sem þar koma fram. Ég tel
að þessi breyting muni leiða til
meiri hagkvæmni í rekstri afurða-
stöðva og að kröfur um fyllstu
hagkvæmni miðað við samdrátt
framleiðslunnar muni óhjákvæmi-
lega hafa í för með sér samvinnu
í rekstri og sameiningu vinnslu-
stöðva."
Umfjöllun fjölmiöla
einkennist oft
af bráöræði
„í framhaldi af því sem ég hef
sagt um vandamál landbúnaðarins
vil ég geta þess að mér finnst
umfjöllun fjölmiðla um landbúnað-
inn oft á tíðum einkennast af bráð-
ræði. Hafa þarf í huga að í land-
búnaðinum er unnið með lifandi
'verur, sem gera miklar kröfur og
ólíkar því sem er í annarri fram-
leiðslu. Bændafólkið lifir í heimi þar
sem ákveðin náttúrulögmál ráða
ferð. Staða landbúnaðarins er að
því leyti viðkvæmari en annarrar
framleiðslu að verið er að uppfylla
frumþarfír í þjóðfélaginu og afurð-
imar og verð þeirra skiptir miklu
hjá öllum landsmönnum. Stjóm-
valdsaðgerðir, eins og niðurgreiðsl-
ur sem hafa tekið vemlegum breyt-
ingum, hafa líka mikil áhrif. Sumir
em algerlega á móti niðurgreiðslum
á þessum nauðsynjavömm en mót-
mæla ekki niðurgreiðslum hins
opinbera á annarri þjónustu svo sem
skóla- og heilbrigðisþjónustu. Lítið
samræmi er í slíkum málflutningi,
en auðvitað þurfa þeir sem gagn-
rýna niðurgreiðslur á búvömm að
vera sjálfum sér samkvæmir."
Sem dæmi um þessa umljöllum
Qölmiðla get ég nefnt kjötinnflutn-
ing til vamarliðsins. Við emm með
lög sem banna innflutninginn og
eigum að framfylgja þeim á öllu
landinu en ekki hluta þess. Ég tel
að rök ýmissa fjölmiðla um að við-
skipti við vamarliðið, til dæmis með
kjöt, sé á einhvern hátt skuldbind-
wm—