Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 21 Ný reglugerð um gæðamat á kjöti væntanleg á þessu ári Staðarbakka, 28. janúar. í GÆR, 27. janúar, var almennur bændafundur haldinn í félags- heimilinu Asbyrgi í Miðfirði. Fundarboðendur voru Búnaðar- samband Vestur-Húnavatnssýslu og Hagsmunaf élag sauðfjár- bænda. Frummælendur voru þeir Sigurgeir Þorgeirsson, sauðfjár- ræktarráðunautur og Magnús Friðgeirsson, sölustjóri búvöru- deildar SÍS. í ræðu sinni skýrði Sigurgeir frá því, að væntanleg væri á þessu ári ný reglugerð um gæðamat á kjöti. Lýsti hann í stórum dráttum þeim breytingum sem þar væru fyrir- hugaðar. Kvaðst hann vona að ef vel tækist til um framkvæmd gæti hún orðið öllum til hagsbóta. Fram- leiðendur fengju réttlátara mat á kjötið og hægara fyrir neytendur að fá þá vöru sem hveijum og einum hentaði best. Þá lýsti hann einnig tildrögum þess, að hann, ásamt öðrum manni, voru sendir til Banda- ríkjanna til að kynna sér söluhorfur á íslensku dilkakjöti þar, en eins og öllum væri kunnugt hefði árang- ur af þessari ferð ekki orðið sá sem margir vonuðust eftir. En þótt svo hefði farið í þetta sinn væri ekki ástæða til að gefast upp við þessa tilraun. Magnús ræddi um sölumál af- urðasölunnar, breytingu á neyslu- venjum hér innanlands og þar með minnkandi neyslu á dilkakjöti á síð- ustu árum og um leið minnkandi framleiðslu hjá bændum. Hann taldi ekki sanngjarnt, að þar sem að kjötframleiðsla í landinu væri meiri en seldist innanlands, þá væri sauð- fjárbændum einum gert að draga úr framleiðslu sinni, en enginn kvóti væri settur á svína- og kjúklinga- framleiðslu. Þá nefndi hann ýmsar nýjungar sem afurðasalan væri að koma í framkvæmd til að skapa meiri ijölbreytni í framleiðslunni og auka þar með söluna. Hann ræddi einnig um sendi- nefndina til Ameríku og árangur þeirrar ferðar. Ekki virtust frum- mælendur vera sammála um öll atriði í því máli, en þeim kom saman um að frásagnir í fjölmiðlum um þau mál hefðu oft verið villandi og jafnvel alrangar. Að loknum fram- söguræðum voru ftjálsar umræður og komu margar fyrirspurnir, sem frummælendur svöruðu. Fundurinn var fjölsóttur og fór hið besta fram. Benedikt. Fyrirlestur á vegnm SVS og Varðbergs: Hlutverk Norðurlanda og slökun spennu LAUGARDAGINN 1. febrúar halda Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg sameiginlegan hádegisfund í Átthagasal Hótel Sögu, og verður fundarstaðurinn opnað- ur klukkan tólf. Mary Dau, sendiráðunautur í dönsku utanríkisþjónustunni og rithöfundur um sovézk málefni, flytur framsöguerindi á ensku um „Hlutverk Norðurlandaþjóða við að draga úr spennu milli austurs og vesturs" og svarar síðan fyrir- spumum. Aðgangur er heimill félags- mönnum í SVS og Varðbergi; svo og gestum félagsmanna. Mary Dau hefur starfað í danska utanríkisráðuneytinu frá árinu 1963 og var m.a. staðgeng- ill sendiherra í Moskvu á árunum 1980—1984. Meðal rita hennar má nefna bækumar „Rússar á Borgundarhólmi" („Russeme paa Bomholm") og „Danmörk og Sovétríkin 1944—1949“. Á síðast- liðnu hausti kom síðasta bók hennar út, „HANSEN OG Ivanov", sem fjallar um slökunar- stefnuna í samskiptum stórveld- anna, afvopnunarviðræður og hlutverk Evrópuríkja í stórvelda- Mary Dau samskiptum. Sú bók hefur hlotið einkar lofsamlega dóma. (Fréttatilkynning) Könnun Jafnréttisráðs á íþróttafréttum: Konur komast varla á blað Á VEGUM Jafnréttisráðs hefur farið fram könnun á íþróttaefni dagblaðanna með tilliti til umfjöllunar um íþróttaiðkanir kvenna og karla. Sambærileg könnun var gerð á vegum ráðsins fyrir þrem árum og í ljós kemur að litlar sem engar breytingar hafa átt sér stað á þessum tíma á íþróttaefni varðandi íþróttaiðkanir kvenna. Könnunin var framkvæmd af Fríðu Björk Pálsdóttur þjóðfélags- fræðing og athugaði hún íþrótta- fréttir dagblaða á tímabilinu 2.-21. nóvember 1985. í könnuninni kom fram að umfjöllun um íþróttir kvenna, íþróttaafrek þeirra og íþróttakonur almennt eru í ósam- ræmi við hlutfallstölu þeirra í íþróttasambandi íslands. Konur eru rúmlega 30% af íþróttaiðkendum innan sambandsins. Niðurstöður könnunarinnar eru m.a. þær að í fyrirsögnum er vísun til kvenna hlutfallslega 3,4% en 3,3% árið 1982. Til karla var vísað í 33,8% tilvika sem er veruleg breyting frá fyrri könnun, en þá var vísað til þeirra í 81,3% tilvika. Fyrirsögnum sem vísuðu til hvorugs kynsins eða beggja í senn hafði hins vegar fjölg- að um tæp 50%. Akureyri: Höfuðkúpu- brotnaði í samkvæmi Akureyri, 27. janúar. UNGUR maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll niður stiga í húsi á Akureyri, þar sem hann var í samkvæmi aðfaranótt laugardags. Hann liggur nú í Fjórðungssjúkra- húsinu og er á batavegi. í greinum er fjallað um konur í 3,9% af heildartexta, en í 83,1% fjallað um karla árið 1985. Ef litið er á texta auk mynda var hlutfall kvenna árið 1982 2,5% en 3,2% árið 1985. Hlutfall karla bæði árin var rúmlega 80%. Hlutfall mjmda af konum og körlum hefur lítið breyst. Árið 1982 voru 4,3% myndanna af konum, 88,7% af körlum og 7% voru al- mennar íþróttamyndir. Árið 1985 voru 5,3% mynda af konum, 87,0% af körlum og 7,7% almenns eðlis. Hlutfallstala þess rýmis sem mynd- imar taka er svipað og hlutfall kynja varðandi fjölda mynda. Flestar greina sem fjalla um konur árið 1985 eru um handknatt- leik, 67,5%, og körfuknattleik 23,3%. Greinar um íþróttir karla eru að mestu um knattspymu, 50,8%, og handknattleik 28,8%. íþróttaefni dagblaðanna árið 1982 var 7,6% af heildarefni þeirra árið 1982, en 6,0% árið 1985. Jazz í Stúdenta- kjallaranum JAZZKVÖLD verður í St.údenta- kjallaranum í kvöld, fimmtu- dagskvöld, 30. jan. Kvartett skipaður eftirtöldum hljóðfæraleikurum leikur: Pétur Grétarsson, trommur, Bjöm Thor- oddsen, gítar, Stefán S. Stefánsson, saxófónn og fleiri og fleiri blást- urs.hl.f. Gunnar Hrafnsson, kontra- bassa. Tónleikarnir hefjast um kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Fræðsluvikan á Kjarvalsstöðum: Fyrirlestur um krabbameins- frumur og eiginleika þeirra FRÆÐSLUVIKA Krabba- meinsfélags íslands stendur nú sem hæst á Kjarvalsstöðum. Opið er daglega klukkan 14 til 22. Sérstök dagskrá er dag hvern og í dag, fimmtudag, er dagskráin sem hér segir: 14.15 Kvikmynd. „Af einni frumu". 15 mínútur. íslenskt tal. 15.00 Kvikmynd. „Hvers vegna að . hætta?" 15 mínútur. fs- lenskt tal. 17.00 Kvikmynd. „Bijósta- myndatökur". 15 mínútur. Enskt tal. Læknir verður við- staddur til að svara spuming- um. 20.30 Fyrirlestur. Gunnlaugur Geirsson: Krabbameinsfmmur og eiginleikar þeirra. SP0RTV0RU W% APQT ATnPTTP xTlT UliTÍl 1 UJlu DÚNÚLPUR 2.990 STREDSSKÍÐABUXUR 990 GÖNGUSKÍDASKÓR 1.490 VATTHÚFUR290 l‘M ATHLETTIC GALLAR 990 VATTBUXUR750 SKÍÐAGALLAR BARNA 1.990 SKÍDAGALLAR 2.790 SKÍÐASAMFESTINGAR 1.490 ROCKY-JAKKAR 1.290 PÓSTSENDUM KREDITKORTAMÓNUSTA »hummePif SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA38 REYKJAVÍK SlMI83555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.