Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986
I
í
!
i
í
: 4
I
fclk í
fréttum
Jóhanna Þórhallsdóttir
sem í kvöld kemur fram á tónleikum
Islensku hljómsveitarinnar
Hún var í hljómsveitinni „Dia-
bolus in Musica" hér í eina
tíð og söng þá meðal annars lögin,
Gaggó-gæi og Pétur Jónatansson.
Þá var hún í nokkur ár blaðamað-
ur á Helgarpóstinum og sá um þátt-
inn „Stuðarann".
Jóhanna Þórhallsdóttir er nú
stödd hér heima í leyfi frá söngnámi
sínu sem hún stundar í Manchester
og kemur fram með íslensku hljóm-
sveitinni í Langholtskirkju í kvöid
kl. 20.30.
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni var hugsun blaðamanns
þegar Hildigunnur dóttir Jóhönnu
kom syngjandi til dyra og bauð inn
í kaffí. En eftir að hafa sannfært
hana um að slík fyrirhöfn væri
óþarfi var mamman tekin tali.
„Ég hef verið að syngja undan-
farin kvöld á Akranesi, Selfossi og
syng einnig'í Keflavík áður en tón-
leikamir fara fram í Reykjavík.
Þetta er annars í fyrsta skipti sem
ég kem fram með hljómsveit sem
þessari.
— Hvernig stóð á því að þú
vaidir að fara út í sígildan söng?
„Það leiddi eitt af öðru. Áhugi á
sígildri tónlist vaknaði fyrir alvöru
þegar ég var í Hamrahlíðarkómum
hjá Þorgerði Ingólfsdóttur. Upp úr
því fór ég í Tónskóla Sigursveins
að læra söng hjá John Speight. En
maður lærir ekki að syngja á einum
degi, og ég sá að það var bara að
duga eða drepast og dreif mig í
inntökupróf í Royal Northem Col-
lege of Music í Manchester. Ég er
nú á öðm ári en þetta er fjögurra
ára nám.
Ég er á svokölluðum „perform-
ance-kúrs“. Þar er lögð áhersla á
leiklist, framkomu, tungumál, beit-
ingu raddar og líkama og svo fram-
vegis. Minni áhersla er aftur á móti
lögð á tónfræði og slíkar fræði-
greinar.
Ég er mjög ánægð með kennar-
ann minn, hún er ítölsk og heitir
Iris Dell’Acqua og auk þess að vera
starfandi við skólann minn þá leið-
beinir hún við Covent Garden- óper-
una í London.“
— Hefur áhuginn á dægurtón-
listinni dofnað?
„Um leið og maður kynnist sí-
gildri tónlist nánar, þá er í svo
mörg hom að líta, því það svið sem
klassíkin spannar er svo viðamikið.
Ég verð að játa að áhuginn hefur
dvínað með tímanum á dægurlögum
enda hef ég ekki fylgst með þeim
í nokkum tíma.
Sígild tónlist er svo skemmtileg
Batnandi mönnum
Mbl/Ámi Sæberg
Jóhanna Þórhallsdóttir á æfingu. Verkin sem hún syngur í eru,
„Eins og skepnan deyr“ eftir Hróðmar Sigurbjörnsson og „Alt rapsó-
día“ eftir Brahms þar sem Jóhanna syngur ásamt karlakórnum
Fóstbræðrum. Einnig verður flutt verk Wagners, „Sigfried IdyII“.
Stjórnandi er Ragnar Björnsson.
Keith Richard, sem þekktur er
úr Rolling Stones og löngum
fyrir skrautlegt lífemi, hefur nú
tekið sig á svo um munar. Eftir að
konumar hans tvær komu í líf hans,
þær Patti eiginkona hans og dóttirin
Theodora, er drengurinn orðinn
fyrirmyndareiginmaður og faðir og
fylgir þeim hvert fótmál.
og tilbreytingarík að maður gleymir
sér alveg í henni.“
— Hvemig er syo að koma heim
og halda tónleika með heilli hljóm-
sveit?
„Þetta er bara góð tilfinning og
ég er afskaplega þakklát forráða-
mönnum Islensku hljómsveitarinnar
fyrir að fá tækifæri til að koma
fram með henni. Þeir eiga í raun
hrós skilið fyrir framtak sitt í ís-
lensku menningarlífi.
— Liggur leiðin út á ný að loknu
tónleikahaldi?
„Já fljótlega. Sambýlismaður
minn, Einar Einarsson, sem er ytra
við gítamám er með tónleika hér
heima í byijun febrúar, en að því
loknu höldum við utan.“
Ónýtt drasl sem fer í ruslið? Nei...
Wolfang Holzleiter er sorp-
tæknir að atvinnu og
hefur tekið eftir því í gegnum árin
að mikið af því sem fólk hendir
er ekki ónothæft drasl. Wolfang
tekur stundum leikföng sem hann
sér lenda í ruslinu hjá fólki og
gerirþauupp.
Þegar þau em orðin heil og fín
sendir hann þau til fátækra bama
um allan heim.
Hingað til hafa um fjögur þús-
und drengir og stúlkur notið góðs
af þessari tómstundaiðju Wolf-
angs, og trúlega eiga fleiri eftir
að gera það.
Julie
Belmonte
I
.
i
i
i
í
!
i
t
i