Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þjóð á glapstigum
Kæri Velvakandi.
Ég sting nú niður penna og bið
um birtingu þessara hugsana
minna, því ég get varla orða bund-
ist vegna auglýsingar og heimsend-
ingarseðils frá Ríkissjóði íslands.
Þar segir á þessa leið: „Allir geta
keypt spariskírteini ríkissjóðs í
þremur verðgildum, 5.000 kr.,
10.000 kr. og 100.000 kr.“ Já, allir,
segja þeir háttvirtu herramenn,
geta keypt, já hafa bolmagn til að
kaupa þau. Jafnvel mánaðarlega
geta þeir keypt sér spariskírteini á
þessu verði sem þeir tiltaka. Þá er
spuming mín: Erum við ekki talin
með þessum öllum, við sem höfum
í mánaðartekjur skv. iðntöxtum
16.900 krónur? Skyldu þessir háu
í þjóðfélaginu framfleyta sér á því
yfír mánuðinn og þar að auki hafa
efni á því að kaupa sér spariskír-
teini fyrir 5—100 þúsund krónur á
mánuði? Mér brennur í huga: Hvar
er nú heilastarfsemin hjá þessum
menntuðu háu herrum eða hafa
þeir hreiniega lokað eyrum og
augum, svo þeir vita ekkert af
verkalýðnum í þessu landi? Þeir
ætlast til að við björgum þeim úr
skuldasúpunni, þeir þenja sig út
yfir allt með því að sóa öllu landsins
fé í fánýtan innflutning sem allir
vel skynsamir kristnir menn geta
verið án. EJða eru kannske engir
réttkristnir menn eftir í þessu landi?
Vel flestir þjóðfélagsþegnar vita
ekki annað í sinn haus en að ríkið
eigi að sjá um allt, sjá fyrir þeim
og öllu því sem græðgin og gimdin
heimtar af öðmm. Það er ekki
Hugvekja séra
Sigurðar Hauks
Guðjónssonar
Velvakandi góður.
Sunnudaginn 12. janúar hlustaði
ég á séra Sigurð'Hauk Guðjónsson
í sjónvarpinu. Þar flutti hann frá-
bæra ræðu. Ég held að sem flestir
íslendingar hefðu gott af því að
heyra þessa hugleiðingu eða lesa.
Væri ekki hægt að fá ræðuna birta
í Morgunblaðinu?
Helga
Eng*um ráðum
fengum ráðið
í lok sjónvarpsfrétta sunnudag-
inn 19. þ.m. skírskotaði fréttamað-
urinn til veðurfræðingsins að þeir
gætu ráðið hvernig veðrið yrði á
næstunni. — Þá fæddist þessi orða-
leikur:
Engum ráðum fengum ráðið,
rétt þó spáðum veðri í dag.
Er við gáðum on’í gráðið,
gast það báðum vel í hag.
S.D.
lengur í tísku að vera sjálfbjarga
einstaklingur, reyna að lifa svo að
heimta af sjálfum sér, að vera sjálf-
um sér nógur, fara vel með sitt og
eyða ekki og sóa í óhóflegt líf
skemmtana og fíkna. Ég veit það
eftir áreiðanlegum heimildum að
það þykir bara lítið að fara á
skemmtistað og borga 15—20 þús-
undir fyrir kvöldið. Varla er verka-
fólkið með 16 þúsundin í þeim
NEF, fingur og blóð o.s.frv., auglýs-
ir fyrirtæki á Laugavegi ofanverð-
um, sem kennir sig við bækur.
Fyrir utan þessa væntanlega
blóðidrifnu líkamshluta, auglýsir
þetta fyrirtæki að ávallt sé eitthvað
spennandi í „hryllingsdeild" bóka-
búðarinnar. Meðan almenningur
má horfa upp á löggæsluna hér
uppi á gömlu friðsælu Islandi ganga
um með hríðskotabyssur og gráa
fyrir jámum vegna miskunnar-
lausra hryðjuverka glæpamanna,
sem tröllríða heiminum um þessar
mundir, lætur kauphéðinn hér í fá-
menninu sig hafa það, að auglýsa
„hryllingsdeild" í fyrirtæki sínu,
svona til þess að biýna fyrir ungl-
ingunum að þar fáist allt milli
himins og jarðar til þess að vekja
viðbjóð, hroll, óhugnað, skelfíngu
og angist. Viðbjóðslegar grímur eru
flokki. Já, ég segi bara eins og
Jeremía spámaður: „Þeir eru orðnir
feitir, það stimir á þá. Þeir eru og
fleytifullir af illskutali, málefni
munaðarleysingjans taka þeir ekki
að sér til að bera það fram til sigurs
og þeir reka ekki réttar fátækling-
anna. Ætti ég ekki að hegna slíkum
mönnum? Eða hefna mín á annarri
eins þjóð og þessari?"
Heiðrún Helgadóttir
þar á boðstólum auk fyrmefndra
fíngra, blóðs og annarra líkams-
hluta.
Hvað segja menn nú við svona
fjárplógsstarfsemi? Er þetta löglegt
og samboðið okkar tiltölulega frið-
sama samfélagi?
Svo má spyrja, hvemig er þetta
flutt inn og undir hvaða heiti? Em
bækur hafðar í blóra eða er þetta
tollafgreitt sem „hryllingur" „horr-
or“, eða kemur þetta inn í landið
undir fölsku flaggi? Þessum spum-
ingum er beint til tollgæslustjóra
og vænst svars frá honum. Við
þennan kaupmann er ekki hægt
annað að segja en þetta: Lokaðu
þessum hryllingi þínum hið snar-
asta og seidu eitthvað mannbæt-
andi, ekki veitir af.
Starri
Þessir hringdu . .
Stríðsvindar
Birgir ísleifsson hringdi og
vildi koma á framfæri orðsend-
ingu til sjónvarpsins. „Nú er sýnd-
ur myndaflokkur á sunnudags-
kvöldum er ber heitið „Winds of
War“. í íslenskri þýðingu hefur
hann hlotið nafnið „Blikur á lofti".
Það er ekki rétt þýðing, því flokk-
urinn heitir Stríðsvindar á ís-
lensku.“
Lélegur sím-
svari í Blá-
fjöllum
Áhugamaður um skíðaferðir
hringdi og kvartaði sáran yfír
símsvaranum í Bláfjöllum. Sagði
að nær ómögulegt væri að ná
sambandi, þegar veður væri þann-
ig að menn væm í vafa um hvort
fært væri í Bláfjöllin eða lyftumar
í gangi. Þá hringdu það margir
að símsvarinn annaði því alls ekki
(eða færi ef til vill úr sambandi
vegna álags). Símsvari sem þann-
ig væri ástatt um kæmi að litlum
notum. Kvaðst hann ekki trúa
öðm en hægt væri að ráða bót á
þessu, núna á þessari tækniöld.
Skorar hann á viðkomandi aðila
að kippa þessu í lag.
Prósentu-
reikningur
fjölmiðlanna
Gísli Jónsson prófessor
hringdi og þótti prósentureikningi
blaðamanna hafa hrakað að und-
anförnu. „Fyrir nokkm var stór
baksíðufrétt í Dagblaðinu þar sem
fjallað var um hækkun á ýmsum
vömm og gjöldum og var þar farið
fijálslega með stærðfræðikunn-
áttu lesenda. Síðan var frétt í
Morgunblaðinu síðstliðinn föstu-
dag þar sem hækkun á bifreiða-
skatti sem nú hefur tekið gildi,
er sögð 300%. Hið rétta er að
hann þrefaldaðist sem er hækkun
um 200 prósent. Lesendur dag-
blaða svo og aðrir landsmenn era
nógu mglaðir í prósentureikningi
þó að ekki sé haldið að þeim
röngum upplýsingum í dagblöð-
um. Ég held að forráðamenn fjöl-
miðlanna ættu því að gera þjóð-
inni greiða og senda starfsfólk
sitt á námskeið í prósentureikn-
ingi.“
Góð líðandi stund
Hannes Tómasson hringdi og
vildi þakka Ómari Ragnarssyni
og samstarfsfólki hans fyrir nýja
þáttinn á miðvikudagskvöldum.
„Hann er alveg skínandi góður
og líklega besti þátturinn sem
sjónvarpið hefur sent frá sér ef
svo heldur fram sem horfír."
Hryllingiir
ÓKEYPIS BÆKLINGUR
Starfsframi, betri vinna, betri laun
Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum
starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima
hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón-
ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og
sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur
örugglega námskeiö sem hæf ir áhuga þínum og getu. Prófskír-
teini í lok námskeiöa. Sendu miðann strax í dag og þú færö
ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins
einn reit). Námskei
□ Tölvuforritun
□ Rafvirkjun
□ Ritstörf
□ Bókhald
□ Vélvirkjun
Nafn:........
Heimilisfang:
ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High
Street, Sutton, Surrey SM11PR, England.
eruölláensku.
□ Almenntnám
□ Bifvélavirkjun
□ Nytjalist
Stjórnun
□ fyrirtækja
□ Garöyrkja
□ Kjólasaumur
Innanhús-
□ arkitektúr
Stjórnun hótela
□ og veitingastaða
□ Blaðamennska
Kælitækni og
□ ioftræsting
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals i Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á
móti hvers kyns íyrirspurnum og ábendingum og er öllum
borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa.
* "
I
Laugardaginn 1. febrúar verða til viötals Ragnar Júlíusson
■ formaður fræðsluráðs og launamálanefndar og Gunnar S.
^ Björnsson í stjórn ráðningarstofu og Iðnskólans í Reykjavík. g
c---------------------------------------------------------a
KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
blrkl eða furu.
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
verðl' SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjáif!
Þið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28