Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANtJAR 1986
‘ *
Hræðist ekki frostið
en kvefaðist á leiðinni
— sagði argentínski knattspyrnumaðurinn
Marcelo Houseman við komuna til landsins í gær
SEM kunnugt er munu argent-
ínsku brœðurnir Marcelo og
Rene Houseman leika með
meistaraflokki KR í knattspyrnu
í sumar. Marcelo kom til íslands
fnóvember og kannaði aðstœð-
ur, en fór síðan aftur til Argent-
fnu tii að ganga frá sfnum mál-
um. Hann kom svo f gærmorgun
með farangur þeirra bræðra en
Rene kemur væntanlega f
næstu viku.
Á leiðinni frá Keflavík til
Reykjavíkur var rætt við Marcelo.
Hann var 32 tíma á leiðinni frá
Argentínu til fslands og vegna
hitabreytingarinnar sagðist hann
hafa kvefast illa á leiðinni. „Rað
var 35 stiga hiti á celcíus í Arg-
entínu, en þó hér sé kalt þá er
það hressandi. Ég hræðist ekki
frostið og tala bara við Sigurjón
lækni út af kvefinu." Þess má
geta að Marcelo hitti marga á
ferð sinni hér í haust og á ótrú-
lega auðvelt með að muna nöfn.
Hann sagðist vera mjög án-
ægður með að vera kominn til
íslands. Vegna verkfalls í Argent-
ínu þurfti Rene að bíða í nokkra
daga eftir tilskyldum leyfum, en
að þeim fengnum var honum
ekkert að vanbúnaði. „Ég er hins
vegar með bandarískan ríkis-
borgararétt og því gat ég farið.
Ég bíð spenntur eftir að hitta
strákana í meistaraflokknum og
hlakka til að byrja að æfa með
KR. Ég fer þó rólega af stað og
ætla að byrja æfingar í líkams-
ræktarstöð. Ég stefni að því að
vera kominn í góða æfingu þegar
Gordon Lee, þjálfari KR, kemur
ílokfebrúar."
Þeir bræður munu aðstoða
þjálfara yngri flokka KR við
kennsluna og auk þess kenna í
Knattspyrnuskóla KR. „Það verð-
ur gaman að hitta litlu strákana
og vonandi getum við kennt þeim
eitthvað. Eða þá þeirokkur."
Þeir bræður koma til með að
búa saman í Vesturbænum „og
það er gott, því við erum mjög
samrýndir. Frítíminn hjá okkurfer
í að horfa á knattspyrnu á mynd-
bandsspólum, en ég kom með
nokkrar með mér frá Argentínu.
En nú ætla ég að hvíla mig eftir
ferðina og sofa vel og lengi til
að safna kröftum," sagði Marc-
elo að lokum.
- SG
Morgunblaðið/SG
0 Marcelo Houseman kom til landsins í gær. Hór er hann að
taka upp úr töskum sfnum á hinu nýja heimili þeirra bræðra og
það er auðvitað knattspyrnudótið sem kom fyrst upp úr töskunum.
Góður undirbúningur
fyrir landsliðið
— segir Jóhann Ingi Gunnarsson um Flugleiðamótið
• Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslands og
nú þjálfari hjá Kiel f Vestur-Þýskalandi.
Ráðstefna um
íþróttahús
„ÞETTA verður skemmtilegt mót.
Það er oft erfltt að ieika gegn
svona liðum og verður örugglega
mikill lærdómur fyrir fslenska
liðið og tel óg að þeir hafi valið
rótt lið f þessa keppni. Úrslitaleik-
urinn f mótinu verður milli íslend-
inga og Pólverja á sunnudaginn.
Þessar þjóðir eiga á að skipa
svipuðum liðum um þessar
mundir," sagði Jóhann Ingi Gunn-
arsson, þjálfari hjá Kiel, er hann
var spurður um Flugleiðamótið f
handknattleik, sem hefst á morg-
un.
„ÞETTA mót sem fram fer nú
um helgina er mjög gott fyrir
undirbúning íslenska landsliðsins
í handknattleik fyrir HM í Sviss.
Þetta er góð blanda af nokkuð
sterkum liðum, sem ekki má van-
meta."
Vandamál Pólverja
markvarslan og
varnarleikurinn
— Hverjir eru helstu kostir og
veikleikar Pólverja, að þínu mati?
ÍTALIR röðuðu sár í tvö efstu
sætin f stórsvigskeppni heims-
bikarsins f alpagreinum karla
sem fram fór f Adeiboden í Sviss
á þriðjudag. Ricard Pramotton
vann þar sinn fyrsta sigur í
Skotar unnu
SKOTAR unnu fsrael í vináttuleik
í Tel Aviv á þriðjudaginn með einu
marki gegn engu.
Það var Paul McStay sem
skoraði sigurmarkið á 60. mfnútu,
eftir sendingu frá fyrirliða sfnum
Willie Míller, eftir frekar bragð-
daufan fyrri háifleik.
„Leikurinn við Pólverja verður
góður mælikvarði á styrkleika ís-
lenska liösins. Pólverjar unnu
bronsverölaunin á heimsmeistara-
mótinu 1982, en þeir gera það
ekki núna í Sviss. Þeim hefur ekki
tekist að halda sama standard
undanfarin ár og hafa heldur dreg-
ist afturúr. Stærsta vandamál
þeirra er markvarslan og varnar-
leikurinn. Þeir leika oft mjög opna
vörn og koma þá mjög vel út á
móti sóknarmönnum andstæöing-
anna. Leikmenn Pólverja eru
tæknilega sterkir og leika góðan
og skemmtilegan sóknarleik. Að
mínu mati er best að leika 6-0-
vörn gegn þeim. Bestu leikmenn
þeirra eru, Daniel Waszkiewicz,
sem er besti leikmaður Póllands í
dag og var m.a. valinn í heimsliðið
á síðasta ári. Tluczynski er mikil
skytta og svo Wenta, sem er einnig
góður leikmaður. Einnig má geta
hornamannsins, Plechoc. Gengi
liðsins hefur ekki verið upp á
marga fiskana á síðustu misserum
og hefur liðið verið gagnrýnt mikið
í Póllandi. Liðið var sem kunnugt
heimsbikarkeppninni, annar var
landl hans, Marco Tonazzi. Mark
Girardelli varð fimmti og er nú
með forystu f heimsbikarnum
samanlagt.
Pramotton, sem er 21 árs, náði
langbesta tímanum í fyrri umferð
og var þá einni sekúndu á undan
Marco Tonazzi, sem náði aftur
besta tímanum í seinni ferð. Hu-
bert Strolz frá Austurríki varð
þriðji, fjórði var Júgóslavinn Rok
Petrovic.
Ingemar Stenmark, sem vann
sinn 81. sigur i heimsbikarnum í
Austurríki um síðustu helgi, féll úr
í seinni ferð er hann krækti fyrir
hlið.
er í neðsta sæti í Baltic Cup-
keppninni í Danmörku fyrr í þess-
um mánuði, unnu aðeins einn leik
og var það reyndar gegn islending-
um. Liðið tók þátt í móti í Vestur-
Þýskalandi fyrir áramót og varð
þar í neðsta sæti og tapaði þar
m.a. fyrir Norðmönnum."
Körfuknattleiks- eða
handknattleiksmenn
— Hvernig eru franska og
bandarfska liðið?
„Frakkar leika skemmtilegan
handknattleik. Lið þeirra er ungt
og eru þeir að byggja upp, en
handknattleikur á erfitt uppdráttar
í Frakklandi. Þeir verða í B- og
C-styrkleikaflokki næstu árin.
Bandaríkjamenn hafa á að skipa
frekar slöku liði. Leikmenn þess
eru mjög hávaxnir og er eins og
þeir reyni að taka til sín körfuknatt-
leiksmenn, sem ekki hafa náð að
komast að hjá stærri liðunum í
körfuboltanum. Þeir áttu samt
nokkuð gott lið á síðustu Ólympíu-
leikum, en flestir sem voru þá í
liðinu eru hættir. Þeir ættu ekki
að vera mikil fyrirstaða fyrir íslend-
inga, þó má ekki vanmeta þá.“
íslendingar sterkir
á heimavelli
— Hvernig er staðið að undir-
búningi íslenska liðsins fyrir
heimsmeistarakeppnina, að þínu
mati?
„Ég held að það sé ekki hægt
að standa betur að þessu miðað
við aðstæður. Þessi keppni er
mikilvæg fyrir liðið og svo eins
leikirnir gegn Norðmönnum. Þó er
spurning hvort ekki hefði verið ráð-
legt að leika fleiri leiki erlendis.
(slendingar hafa alltaf verið mjög
sterkir á heimavelli, en aftur ekki
eins góðum árangri náð á útivelli.
Við spilum á útivelli í Sviss. Fjár-
hagurinn getur líka spilað inní
þetta dæmi hjá HSÍ. En ég er viss
um að þessi undirbúningur á eftir
að skila sér í betri árangri."
Handknattleikssambandið og
íþróttasamband íslands efna til
ráðstefnu á Hótel Esju, föstudag-
inn 31. janúar, um byggingu
fþróttahúsa. Ráðstefnan hefst
klukkan eitt og lýkur um fjögur-
leytið.
Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ,
mun setja ráðstefnuna og fundar-
stjóri verður Reynir Karlsson,
fþróttafulltrúi rfkisins.
Haldnir verða fyrirlestrar um
hönnun og byggingu fþróttahúsa
svo og fyrirhuguð fþróttahús á
Siglufirði, Akranesi, Garðabæ og
Reykjavfk.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu
HSÍ f sfma 687715 eða til skrif-
stofu fSÍ f sfma 83377.
(Fréttatilkynning.)
Heimsbikarinn:
ítalskur sigur