Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 22
Mynd til vinstri: „Vift hjónin höfum afteinu sinni komist f sumarfrí í þessi 36 ár og þaö var f 12 daga,u sagfti Baldur. Hór er hann ásamt eiginkonu sinni, Regfnu Benedikts- dóttur á heimili þeirra hjóna. Baldur heldur á gestabókum sem hann fékk aft gjöf frá knattspyrnuliðum Fram og Akraness. Mynd til hægri: Baldur Jónsson vallarstjóri á skrif- stofu sinni undir stúku Laugardalsvailarins skömmu áftur en hann lát af störfum. Ætlaði alls ekki að verða vallarstjóri - segir Baldur Jónsson sem hætti störfum við velli Reykjavíkur eftir 36 ár BALDUR JÓNSSON lét af störfum á föstudagskvöldið eftir 36 ára starf sem vallarstjóri Reykja- víkurborgar. Hann hóf störf árið 1950 á gamla Melavellinum og þegar Laugardalsvöllurinn var tekinn í notkun 8. júlí 1957 flutti hann skrifstofu sína þangað, en hafði áfram umsjón með Melavellinum eða allt þar til hann var lagður niður á síðasta ári. Baldur þarf vart að kynna fyrir íþróttaáhugamönnum. Flestir sem stundað hafa íþróttir, að minnsta kosti í Reykja- vik, þekkja hann og Baldur þekkir ótrúlaega marga íþróttamenn, bæði innlenda og erlenda, í gegnum langt starf sitt. Hann hefur frá miklu að segja frá þessum árum auk þess sem hann er þekktur fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á málefnum sem snerta íþróttir. í tilefni þessara tímamóta heimsóttum við Baldur í vikunni á skrifstofu hans undir stúku Laugardals- vallar. Við spurðum hann fyrst hvar hann væri fæddur og uppalinn. „Ég er fæddur í Reykjavík nánar tiltekið vestast í Vesturbænum, „Þar vorsólinn fegurst skín," eins og Tómas orti. Eg er fæddur á Setbergi en það stóð niðri við sjó þar sem nú er Jón Loftsson og Lýsi hf. — Þú átt væntanlega margar minningar frá þvf Melavöllurlnn var og hót? „Já, annars hefur þetta gengið svo snurðulaust að það er með ólík- indum. Annars, þegar óg hugsa til baka, þá finnst mér sem ekkert hafi gerst. Það hefur í rauninni ekkert gerst nema kappleikir, frjáls- íþróttamót, hestamót, skautamót, brennur, popphljómleikar og allt mögulegt annað. Þetta hefur allt runnið svona áfram áreynslulaust og samt finnst mér eins og ekkert hafi í rauninni gerst. Allt sem hefur gerst er ekki mér að þakka. Það er því ágæta fólki sem hér hefur unnið að þakka, því einn maður ræður engu og getur ekkert gert. Það er fyrst og fremst starfsfólkið hérna sem hefur verið alveg frábært. Tveir hafa verið hérna með mér frá byrjun, þeir Sigurður Guðmundsson og Gísli Guðmundsson, og þeir eru náttúr- lega komnir að því að hætta eins og ég.“ EFTIRMINNILEGASTI ATBURÐURINN „Það getur ekki verið nema einn atburður sem stendur upp úr þegar maður hugsar til baka til Melavallar- ins. Hann stendur langt upp úr öllu í minningunni. Þetta er þegar við unnum Svíana á gamla Melavellin- um árið 1951. Þannig var að Bene- dikt Jakobsson var fararstjóri frjáls- íþróttamanna til Osló á keppni Norðurlandanna. Hann kom og kvaddi mig daginn áður en hann fór og sagðist mundu hringja í mig ef ísland sigraði. Ég jánkaði þessu svona annars hugar því auðvitað hafði ég ekki trú á að okkur tækist að vinna mótið. Fólk hór heima fylgdist með þessu móti af mikilli eftirvæntingu. Sama daginn og keppninni í Osló lauk var landsieikur við Svía í knatt- spyrnu á Melavellinum. Þegar leik- urinn er byrjaður hringir einhver af Morgunblaðiðnu í mig og segir mér að ísland sé að vinna Norðurlöndin í Osló og að það eigi aðeins eftir að keppa í einni grein sem var 4x400 metra boðhlaup. Rétt í þann mund að ég sleppi símanum hringir Benedikt og segir mér að ísland hafi unnið frjáls- íþróttamótið. Nú, boltinn hafði farið útaf að austanverðu. Ég notaði þá tækifærið og tilkynnti þetta í hátal- arann. Það var alveg dauðaþögn á vellinum á meðan. Svíarnir tóku innkastið og allt í einu bara springur völlurinn og það heyrðist víða, því völlurinn var þéttskipaður áhorf- endum. Það sagði mér til dæmis maður seinna að hann hefði verið á ferð uppi á Skólavörðuholti og að hann hefði ekkert skilið í hvaða hávaði þetta væri sem kæmi frá vellinum. Þetta var alveg ofboðslegt kvöld. Eftir þetta fóru íslensku strákarnir alveg á kostum og Svíarnir róðu ekkert við þá. Þetta virkaði alveg eins og vítaminsprauta. Það hafa oft komiö fyrir atvik sem hafa áhrif á gang leiks en ég man ekki eftir aö leikur hafi alveg snúist við á augabragöi. Strákarnir áttu leikinn eftir þetta enda voru Svíarnir svekktir eftir leikinn. Mikið rosalega voru þeir svekktir. Ég man eftir því að Svenson var þjálfari hjá Svíunum. Hann hafði beðið mig að kaupa eitthvað fyrir sig og eftir leikinn fór ég niður á Garð, þar sem þeir bjuggu, og þegar óg kem að herberginu hans stendur allt liðið fyrir utan dyrnar hjá honum og hann er að deila út sænskum 50 króna seðlum. Ég var nokkuð undrandi og spyr hvort leik- menn hans fái greitt fyrir leikinn. Já, segir hann, en þeir hefðu fengið 150 krónur ef þeir hefðu unnið og það var greinilegt að þjálfarinn var mjög svekktur." STJÖRNURNAR AUGLÝSTAR EN MÆTTU EKKI — Nú voru frjálsíþróttamót á þessum árum einn af aðalvið- burðum borgarinnar. Hver heldur þú að ástæðan só fyrir minnkandi áhuga fólks á frjálsum íþróttum og um leift fækkun áhorfenda? „Skýringin á þessum tíma var að stjörnurnar voru auglýstar en mættu ekki. Stjörnurnar voru aug- lýstar þrátt fyrir að menn vissu að þær gætu ekki mætt. Fólk lætur ekki plata sig svoleiðis, það er alveg útilokað. Áhuginn á frjálsum datt niður á einu ári. Þetta var ekki hægfara þróun heldur datt þetta bara niður á einu ári og þetta var vendipunkturinn í þessu. Það voru miklir kappar sem voru í frjálsum á þessum árum. Knatt- spyrnufélög fengu þá til dæmis til að keppa í hlaupum í leikhléi hjá sér til þess að fá fleiri áhorfendur. Þetta voru ekki neinir smákarlar, eins og Clausen-bræður, Finnbjörn, Pétur Einarsson, Magnús Jónsson og Ásmundur hlaupari og kastarinn Huseby, Evrópumeistarinn Torfi Bryngeirsson í stangarstökkinu og fleiri og fleiri. Það er eftirminnilegt hlaup þegar Pétur Einarsson sló Gunnari Niels- en við á síðustu metrunum. Nielsen var Norðurlandameistarinn á þess- um tíma og ég man ekki hvort hann var heimsmeistari þá líka. Þetta hefði nú þótt saga til næsta bæjar, enda áttu Danir ekki til eitt einasta orð yfir það að uppi á íslandi skyldi vera maður sem gæti sigrað þenn- an stórkarl. Ég held að það sér rétt hjá mér að á þessum tíma hafi enginn Norðurlandabúi unnið Niel- sen. Pétur fór síðustu metrana í þessu hlaupi á hörkunni. Ég gleymi því aldrei að Birgir Kvaran átti ekki til orð. Hann hafði verið á mörgum íþróttamótum en aldrei séð annað eins. Þetta voru hörkukarlar sem gáfu það ekki eftir." — Nú hefur þú nefnt nokkra minnisstæfta íslenska fþrótta- kappa. Hvaft um erlendar stjörnur, er enginn þeirra þór minnistæftari en aftrar? „Það er nú kannski úr vöndu að ráða því það er óhemju fjöldi af mönnum sem hafa komið hór. Sem betur fer eru mjög margir menn sem hefur þótt mjög gaman að koma til íslands og haft orð á því að það væri gaman að koma hér til Reykjavíkur. Áður fyrr var náttúr- lega lítið upp á að bjóða annað en «T40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.