Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 25 • Þessi mynd var tekin árið 1857 þegar Laugardalsvöllurinn var opnaður. Ætlaði alls ekki að verða vallarstjóri og gróðurhús, ég er alveg klár á því. Það hefur komið fyrir að leikið er á vellinum á laugardegi í góðu veðri og allt í lagi með völlinn á eftir en síöan er leikur á sunnudeg- inum eftir rigningu um nóttina og þá er völlurinn hreinlega ónýtur á eftir. Þá hefði verið munur að hafa plastmottu. Þetta er aöaiatriðið og það getur vel verið að hitalagnir séu ágætar en Svíar eru til dæmis hættir með þetta þó svo þeir hafi eytt milljónum í að prófa þetta. Þaö er með grasið eins og allt annað sem á að deyja eftir lögmálinu aö haustinu og vakna aftur að vorinu. Þetta þarf að deyja að vetrinum eins og allt annað. Það er mín heitasta ósk til handa nýja vallarstjóranum sem hérna kemur, að hann fái plast hér yfir völlinn. Það hefur fyrst og fremst staðið á peningum í sambandi við þetta því ábreiðan kostar milljónir. Þetta gæti hjálpað okkur ótrúlega mikið." HÁLFGERÐUR BÓNDI — Þarf vallarstjóri hór í Laug- ardalnum ekki að vera hálfgerður bóndi í sér? „Alveg nauðsynlegt. Ég þekkti ekki vel inn á gróður í fyrstu og fékk mér því sérfræðing frá Háskólanum til að veita okkur góð ráð. Við fórum nákvæmlega eftir því sem hann sagði. Eitt sumarið var ég mjög óánægður með völlinn því grasið var svo lint og andstyggilegt og ómögulegt að mér fannst. Háskóla- maðurinn sagði að þetta væri allt eðlilegt. Vorið eftir heimsótti mig séra Lárus heitinn Arnórsson bóndi frá Miklabæ í Skagafirði. Ég dreif hann inn á völl og um leið og hann gengur inn á völlinn segir hann: „Tja, þú sparar ekki kjarnann karl minn.“ Þá kveikti ég á perunni og síðan hefur aldrei komið kjarni á völlinn og hann verið betri eftir þetta. Eftir þetta reyndi ég að lesa mér svolítið til, því það er nauðsynlegt fyrir svona jólasveina eins og mig. Eg hef oft lent í andstöðu við ýmsa skriffinna um hvað sé gott og hvað vont. Ég hef mínar ákveönu skoðan- ir á málunum og held því til dæmis fram að það eigi alls ekki aö sá grasfræi í velli nema í maí og síðan ekki fyrr en í ágúst. Þegar birtan er mest fáum við miklu minna út úr grasfræinu, það má ekki hafa birtu allan sólarhringinn. Haustsáningin hérna hjá okkur hefur tekist mjög vel.“ — Segðu mér Baldur. Átt þú von á að einhvemtíma eigum við íslendingar eftir að eignast svipuð íþróttamannvirki og maður sár erlendis? „Já, ég hef trú á því að við verðum einhverntíma svo rík að við getum gengið frá byggingu þessa vallar. Þessi völlur er ekki nema hálf- byggður og illa það. Hann er ekki einu sinni mannheldur og trúlega hefur þú ekki séð slíka velli sem jafnframt eru aðaileikvangar lands- ins. Við eigum eftir að fá aðra leiki sem eru eins og Benfica-leikurinn, þar sem 18.000 áhorfendur komu á völiinn, og Skota-leikurinn þar sem voru rúm 15.000 manns. Landsliðið okkar á ekki eftir að ganga aftur á bak og þeir eiga eftir að láta til sín heyra á vettvangi knattspyrnunnar alveg eins og handknattleikurinn er að gera núna. Við eigum ótrúlega góð efni sem við þurfum að rækta og til þess að vel sé þá þurfum við góðan og myndarlegan leikvang." ÍÞRÓTTIR OG ÁFENGI — Snúum okkur þa 'að öðru Baldur. Nú gerðiat það f sumar að leftað var að áfengi á áhorfend- um sem komu til að fylgast með stóríeik hér á Laugardalsvelli. Hvað finnst þár um áfengi og iþróttir? „Ég drekk ekki sjálfur, þó svo ég eigi alltaf vín heima og ég er alls ekki fanatískur. Ég verö þó að segja það eins og er að mér óar við því þegar farið er að veita strákum í 2. flokki í knattspyrnu kampavín eftir sigur í mótum hér. Fyrst þú kemur inn á þetta þá vil ég segja að það er það eina sem ég óttast er vínneysla á kappleikjum hér á landi. Það er sama hvort það eru fáir eða margir hér á leik, það eru alltaf menn innan um sem eru undir áhrifum áfengis. Þeir valda alltaf einverjum leiðindum, annað hvort sjálfum sér eða náunganum og ef til vill ekki síður honum. Við gerum það ekki af ástæðu- lausu eða illvilja að fá lögregluna til að koma hingaö með einn til tvo bíla og fylla þá af brennivíni fyrir landsleiki. Það er hryllilegt að slíkt skuli þurfa að gerast. Það eru tugir af flöskum sem lögreglan tekur og fyrst ég er að tala um lögregluna þá langar mig að þakka þeim, bæði yfirmönnum og lögregluþjónum fyrir mjög gott samstarf í gegnum tíðina. Ástandið hefur breyst mikið á síðustu árum til hins verra. Þegar Þjóðverjarnir iéku hérna fyrir nokkr- um árum kom einn af fararstjórum þeirra rétt fyrir leik og spurði hvar lögreglan væri. Ég sagði honum að þeir væru rétt ókomnir og svo rétt áður en leikmenn fóru út á völlinn kom hann aftur og hafði nú miklar áhyggjur af því að það væru ekki nema sex lögregluþjónar mættir. Ég benti manninum þá á að við þyrftum ekki fleiri laganna verði hér á landi. Eftir leikinn kom hann síðan og var steinhissa á því að enginn áhorfandi reyndi að komast inn á völlinn eftir leik. Þetta getur breyst og hefur reyndar gert það á síðustu árum, því miður. Ég held að þetta sé mikið áfenginu að kenna." SKYR, HÁKARLOG HARÐFISKUR ER HVERJUM MANNI BJÓÐANDI — Hvað með forróðamenn fé- laga og landsliða. Nú er þeim oftast boðið í kaffi og eitthvað sterkara með þvf fyrir leikinn og í hálfleik? „Já það er rétt. Ég held að þetta séu erlendir siðir. Þeir sem hér ráða eru að reyna að herma eftir erlend- um mönnum. Ég er alveg sann- færður um það að okkar forystu- menn væru miklu stærri menn ef þeir hættu þessum fjanda og byðu bara upp á kaffi og kökur eða eitt- hvað því um líkt. Það mætti til dæmis bjóða upp á eitthvað ís- lenskt eins og skyr, hákarl og harð- fisk því útlendingum þykir flestum hverjum mikil og skemmtileg til- breyting í því að fá eitthvað annað en þeir eru með daglega erlendis. Auðvitað hafa oft komið hér menn með liðum sem þiggja ekki áfengi á meðan leikið er þó svo þeir séu tiibúnir til þess eftir aö leik er lokið og komið er út af íþróttaleikvangin- um. Þannig finnst mér að þetta ætti að vera. Það er hrein svivirða við íþróttina að neyta áfengis á meöan menn eru að fylgjast með kappleikjum og mótum." Þetta húsnæði er til leigu í hjarta borgarinnar að Skúlagötu 26, 661 fm. Hentar fyrir léttan iðnað, heildverslanir og fleira. Stórar innkeyrsludyr. Leigist í heilu lagi eða smærri einingum. Tilboð leggist inn á augld. Mbl. merkt: P-0456 fyrir 7. febrúar. Bladburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Ingólfsstræti Þingholtsstræti Ártúnsholt (iðnaðarhverfi) Ægissíða 44-78 Úthverfi Rafstöð við Elliðaár JltiúrijmiwM&foíifo NOTKIIN MYNDBANDA í þágu atvinnulífs Fyrirtæki og féiög hagnýta sér myndbandatækni 1 æ ríkara mæli við hvers kyns kynningar og fræðslustarfsemi og víða hefur hún komið í stað prentaðs máls sökum þeirra margháttuðu möguleika sem hún býður upp á. Þróunin í myndbandatækni hefur verið mjög ör, svo segja má að nýjungar 1 henni séu daglegt brauð. Markmið: Aö aera bátttakendur hæfari til aö leqqia mat ánota- gildi myndbanda viö kynningar og fræðslustörf, og meta áætlan- ir þeirra sem þjónustu bjóða á þessu sviöi. Efni: — Hvaö er myndband? — Saga, þróun, tækni, tækjabúnaður, spólukerfi — Notkun myndbanda (atvinnulífinu: auglýsingar, heimildasöfnun, fræðsla, kynningar, upplýsingamiölun, starfsmannaþjálfun o.fl. — Vinnsla myndbanda — hlutverk og staða verkkaupanda — Auglýsingagerö - Leiðbeinendur: Maqnús Biarnfreösson. Helqi H. Jónsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Vilhelm G. Kristinsson—allir starfs- menn Kynningarþjónustunnar sf. og meö margra ára reynslu á flestum sviðum fjölmiðlunar aö baki. Tími: 6. febrúar og 11. apríl, kl. 9.00-17.00 Námseininnar: 0.7 A Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15-Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.