Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Æskufolk o g eiturlyf Eiturlyfj'aneysla ungs fólks er mikið áhyggjuefni. Ól- afur Ólafsson, landlæknir, skýrir frá því í grein í Morgun- blaðinu á þriðjudag, að enda þótt regluleg neysla kannabis virðist ekki hafa aukist hér á landi og í öðrum norrænum löndum á síðustu þremur til fjórum árum, virðast fleiri hafa prófað efnið en áður og inn- lögnum á meðferðarstofnanir hefur fjölgað verulega. í grein landlæknis kemur fram, að könnun á fíkniefna- notkun íslenskra unglinga, sem gerð var 1984, hefur leitt í ljós að tæplega 17% unglinga á aldrinum 15—20 ára hafa einhvem tímann notað kannabis, þar af 20% pilta og 14% stúlkna. Á Reykjavíkur- svæðinu höfðu um 22% prófað efnið, en tæplega 10% annars staðar á landinu. í elsta aldurs- hópnum sögðust allt að 40% hafa prófað hass einu sinni eða oftar. Að baki þessum tölum er átakanlegur vemleiki eins og lesa mátti síðasta sunnudag í viðtali blaðamanns Morgun- blaðsins við 16 ára gamla Reykjavíkurstúlku, sem lenti í víti áfengis og eiturlyfla tíu ára gömul. Á sama tíma og jafnaldrar hennar fá að njóta unglingsáranna og þeirra eft- irvæntinga og vona, sem þeim fylgja, þjáist þessi unga stúlka af lifrarbólgu á háu stigi og verður að taka inn lyf daglega vegna þess að hjarta hennar er farið að gefa sig. Hún hefur margsinnis komist undir hend- ur lögreglu vegna ölvunar og eiturlyfjaneyslu á almanna- færi, hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna ávísana- misferlis, farið í fóstureyðingu, verið á sjúkrahúsum, ungl- ingaheimili og öðrum með- ferðarheimilum. Hún kveðst segja sögu sína í þeim tilgangi, að hún geti orðið öðrum víti til vamaðar. Það er líka til- gangur blaðsins með birtingu viðtalsins. Lýsing stúlkunnar á veröld íslenskra eiturlyQ aneytenda, sem óhjákvæmilega verður einnig heimur afbrotamanna, lætur engan ósnortinn. Sú spuming er áleitin hvers vegna fólk ratar í slíka ógæfu. Auð- vitað eru engin einhlít svör til, en landlæknir vekur athygli á því að verulegur hluti unglinga hér á landi, sem leitar til meðferðarstofnananna, kemur frá heimilum þar sem sundr- ung í fjölskyldulífi og ofneysla áfengis og jafnvel annarra vímuefna er algeng. Hann telur, að leggja beri því mikla áherslu á að styrkja fjölskyldu- og heimilislíf. „Traust heimili, nægilegur tími til samvista foreldra við böm sín, gott samlíf, aðhald í uppeldi, sam- fara góðum menntunarmögu- leikum og tómstundaiðju eflir sjálfstraust og sálarstyrk ungl- inga og gagnar þeim vel á lífs- brautinni," segir landlæknir. Undir þessi orð tekur Morgun- blaðið heilshugar. Landlæknir vekur einnig réttilega athygli á nauðsyn þess að fræða ungt fólk um skaðsemi áfengis og eiturlyfja. í því viðfangi bendir hann á, að það sé reynsla Norðmanna, Svía og Bandaríkjamanna að samfara öflugri fræðslu hafí neysla kannabis meðal ungl- inga minnkað. Loks segir hann, að mikilvægt sé að vinna gegn smygli á fíkniefnum og sölu þeirra hér á landi. Forvamir á sviði fíkniefna- mála eru að sönnu ákaflega þýðingarmiklar. í ljósi þess hversu lítið samfélag okkar íslendinga er ættu þær að geta verið mun árangursríkari, en víða í útlöndum. Eftirlit með sölu fíkniefna ætti líka að geta verið auðveldara í Reykjavík, þar sem vandinn er mestur, en í stórborgum erlendis. Það hvarflar ekki að nokkrum manni, að unnt sé að uppræta neyslu fíkniefna í eitt skipti fyrir öll, frekar en annað mannanna böl. Sú spuming vaknar hins vegar hvort ekki sé hægt að ná veru- legum árangri með því að samhæfa aukna fræðslu um afleiðingar eiturlyfj anotkunar og stórfellda atlögu að fíkni- efnamarkaðnum. Lýsing ungu stúlkunnar í Morgunblaðsvið- talinu á því hversu auðvelt er að nálgast flestar tegundir eiturlyija hér í Reykjavík er uggvekjandi. „Þú ferð bara niður á Hlemm eða niður á Torg, bíður smástund og lætur skiljast á hreyfíngunum að þú sért að leita," segir hún og bætir við: „Ánnars er þetta komið um allt núna, meira að segja hægt að versla á öllum skemmtistöðum." Við höfum sýnilega sofíð á verðinum og það er orðið tímabært að vakna meðan öll ráð hafa ekki verið tekin úr höndum okkar. Iumdeildri ályktun um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 23. maí 1985 segir meðal annars: „Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinn- ar að styðja og stuðla að alls- heijarbanni við tilraunum, framleiðslu og uppsetningu kjamavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna í hemaðarskyni, jafn- framt því að hvetja til alþjóðlegra samn- inga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niðurskurð kjamorku- vopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við al- þjóðlega eftirlitsstofnun." Eins og sjá má er ekki gengið svo Iangt í þessari ályktun að krefjast þess, að kjam- orkuvopn verði þurrkuð út af yfirborði jarðar. Að vísu má skilja orðalagið með þeim hætti, ef menn vilja. Nú em umræður hafnar um það í erlendum blöðum, hvort „útþurrkunarstefna“ af þessu tagi sé raunhæf eða ekki. Tilefni umræðnanna er ekki þessi samhljóða ályktun Alþingis ís- lendinga heldur nýjustu tillögur Mikhails Gorbachev, flokksleiðtoga Sovétríkjanna. 15. janúar síðastliðinn eða kvöldið áður en viðræðunefndir Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um takmörkun vígbúnaðar hitt- ust á ný í Genf birtist Gorbachev í frétta- tíma sovéska sjónvarpsins og kynnti eftir- farandi tillögur: Á næstu fimm til átta ámm skeri Bandaríkjamenn og Sovétmenn þau kjam- orkuvopn sín niður um helming, sem skjóta má á milli ættlanda þeirra. í þeim burðar- tækjum, sem eftir verða, séu ekki fleiri en sex þúsund kjamaoddar. Þá verði meðaldrægar eldflaugar Bandaríkjamanna og Sovétmanna í Evrópu fjarlægðar með öllu. Frá og með árinu 1990 og á næstu fimm til sjö ámm skulu önnur ríki hefja niður- skurð sinna kjamorkuvopna. í fyrstu skulu þau skuldbinda sig til að hlíta reglum um „frystingu" og að þau flytji ekki kjamorku- vopn til annarra landa. Frá og með 1995 hefji lqamorkuveldin skipulegan niðurskurð þeirra kjamorku- vopna sem eftir em, svo að þau verði þurrkuð af yfírborði jarðar á árinu 1999. Jafnframt lýsti Gorbachev því yfír, að Sovétmenn myndu enn um sinn standa við einhliða skuldbindingu sína um að gera ekki neinar tilraunir með kjamorkuvopn. Sovéski flokksleiðtoginn bætti því enn við, að þessar tillögur byggðu því aðeins á gildum forsendum, að Bandaríkjamenn hættu við áform sín um geimvamakerfíð. Viðbrögð Reagans Embættismenn í Washington bmgðust síð- ur en svo ókvæða við tiilögum Gorbachevs. Þeir ættu að vera orðnir vanir því, að Sovétmenn hreyfí einhveijum nýmælum á þessu sviði í hvert sinn, sem fulltrúar austurs og vesturs hittast á mikilvægum fundi um alþjóða- og afvopnunarmál. Einhliða skuldbindingin um að leggja ekki stund á tilraunir með kjamorkuvopn var til að mynda upphaflega tilkynnt í þann mund sem 10 ára afmælisfundur Helsinki- samþykktarinnar var að hefjast í lok júlí sl. Hugmyndinni um 50% fækkun lang- drægra kjamorkuvopna varpaði Gorbach- ev fram, þegar hann fór í opinbera heim- sókn til Frakklands í október sl. Síðan hittust þeir Reagan í nóvember og eftir fund þeirra bundu menn vonir við, að eitt- hvað myndi gerast á viðræðufundum samninganefndanna í Genf, sem hófust aðnýju 16. janúar síðastliðinn. í yfírlýsingu, sem Ronald Reagan sendi frá sér vegna nýjustu tillagna Gorbachevs nokkru eftir að þær voru kynntar segir, að við fyrstu sýn virðist þær að ýmsu leyti „uppbyggilegar". Orðalagið getur að vísu tæplega verið loðnara, en í því felst þó vilji um að taka hugmyndunum af vinsemd. Vill Bandaríkjastjóm að tillögumar verði ræddar á fundunum í Genf. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær þeir Reagan og Gorbachev hittast á þessu ári. Þegar þeir kvöddust í Genf var því spáð, að þeir tækju þráðinn upp að nýju í Bandaríkjunum í júní. Síðan hafa Sovét- menn varpað því fram að fundurinn verði ekki fyrr en í haust. Hvað sem því líður er ljóst, að á Vesturlöndum að minnsta kosti vænta menn þess, að leiðtogamir geri annað og meira þá en að ræða al- mennt um afvopnunarmál. Það tekst ekki nema sérfræðingafundimir í Genf beri einhvem árahgur. Eilífar vangaveltur í nútíma fjölmiðlun er það sérstök grein eins og að rita um tónlist eða skák, að skrifa um tillögur og gagntillögur í af- vopnunarmálum og umhleypingana í samskiptum risaveldanna. Menn þurfa sannast sagna að vera töluvert áhugasamir til að fylgjast náið með öllu því, sem sett er á prent eða sent út á öldum Ijósvakans um þessi efni. Raunar kemur það oft í ljós eftir á, að mest af því sem sagt er í vanga- veltugreinum eða -þáttum á við næsta létt- væg rök að styðjast ef þá nokkur. Er furðulegt hve margir eru óhræddir við að segja fyrir um framtíðina á þessu sviði, þótt þeir séu margsinnis staðnir að því að vaða villu og reyk á síðum blaða eða í útvarpi og sjónvarpi. En menn fá borgað fyrir þetta eins og að segja fyrir um fram- vindu efnahagsmála á íslandi eða spá um veðrið. Einn þeirra, sem hefur atvinnu af því að skrifa um þessi mál er Leslie H. Gelb hjá New York Times. Hann hefur túlkað tillögur Gorbachevs á þann veg, að nú virðist Kremlveijum hafa snúist hugur í tveimur mikilvægum málum: Þeir geti lík- lega sætt sig við rannsóknir er snerta geimvamir og viiji að meðaldrægar eld- flaugar verði fjarlægðar úr Evrópu. Sé þessi túlkun á tillögum Gorbachevs rétt marka þær vissulega þáttaskil í um- ræðum risaveldanna um takmörkun víg- búnaðar og afvopnunarmál. Reagan lagði það sjálfur til 1981, að öll meðaldræg kjamorkuvopn yrðu fjarlægð úr Evrópu - „núll-lausnin“ svonefnda. Þá máttu Sovét- menn ekki heyra á það minnst, enda sátu þeir einir að fullkomnum. meðaldrægum kjamorkueldflaugum í álfunni á þeim tíma. Hafíst var handa við að koma bandarískum Pershing-2 eldflaugum og Tomahawk stýriflaugum fyrir í Vestur-Evrópu í des- ember 1983. Ekki er ljóst, hvað Sovétmenn vilja nú að gert sé við kjamorkuvopn Breta og Frakka, sem eigendumir líta ekki á sem meðaldræg í sama skilningi og Sovétmenn. Þá er enn ósvarað spumingunni um það, hvort hugmyndir Sovétmanna þýði það eitt að vögnunum sem bera SS-20 eld- flaugamar verði aðeins ekið austur úr evrópska hluta Sovétríkjanna samtímis því sem bandarísku flaugamar verða flutt- ar yfír Atlantshaf. Varnir Evrópu Raunar er hæpið að túlka tillögu Gorbach- evs um kjamorkuvopn í Evrópu svo þröngt, að hún nái aðeins til meðaldrægra eld- flauga. Hún tekur til allra kjamorkuvopna, hvað sem þau eru kölluð og hver sem á þau. Eftir að hafa bent á þessa staðreynd segir Leslie H. Gelb í einni greina sinna: „Af þessum sökum standa Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra í Evrópu nú í fyrsta sinn frammi fyrir kosti, sem þeir hafa reynt að forðast: Vilja þeir búa í veröld án kjamorkuvopna, þar sem þeir þyrftu að takast á við yfirburði Sovét- manna í venjulegum herafla? Eða vilja þeir hafna útþurrkun kjamorkuvopna og treysta áfram á fælingarkenninguna, sem sækir afl sitt til kjamorkuvopnanna?" Það er mikil einföldun ef ekki beinlínis MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1986 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 1. febrúar Á Rauðavatni. Morgunblaðið/Sig.Sigm. rangt að segja, að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins hafí aldrei staðið frammi fyrir þessum kosti. Hversu oft hafa Sovét- menn ekki hrópað hástöfum, að þeir vilji öil kjamorkuvopn á bak og burt? Það er engin tilviljun, að NATO-ríkin treysta á kjamorkuvamir í Evrópu. Ákvörðun um þær var tekin, áður en Sovétmenn gátu í raun ógnað álfunni með kjamorkuvopn- um. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og margyfírlýstan ásetning, hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki lagt fram nægilega mikla fíármuni til að efla svo vamir með hefðbundnum herafla, að hann dygði sem traust mótvægi gegn skriðdrekum, stór- skotaliði og mannafla Varsjárbandalags- ins. Þótt Bemard Rogers, yfírmaður Evr- ópuherstjómar NATO, hafí lagt fram og fengið samþykktar nýjar tillögur um fram- kvæmd vamarstefnunnar í Mið-Evrópu, er enn gert ráð fyrir, að treyst verði á vamar- og fælingarmátt kjamorkuvopn- anna. Markmið hinnar nýju stefnu er að fresta því í lengstu lög, að grípa þurfí til kjamorkuvopnanna. „Útþurrkunartillagan“ En Gorbachev miðar ekki aðeins að því að útrýma kjamorkuvopnum í Evrópu. Hann vill að þau verði þurrkuð út af jörð- unni fyrir árið 2000. Um þetta mál segir New York Times meðal annars í forystu- grein, sem birtist í International Herald Tribune 22. janúar: „Tiilagan er einföld en einnig nöpur: Kjamorkuvopn geta ekki orðið neinum skynsömum manni að gagni; þess vegna eru þau gagnslaus; þess vegna skulu við ekkert vera að hafa fyrir að takmarka þau, við skulum bara losa okkur við þau í eitt skipti fyrir öll, og það sem allra fyrst. Jimmy Carter var fyrsti húsbóndinn í Hvíta hiúsinu, sem fylgdi „útþurrkunar- stefnu" í kjamorkumálum, þótt hann lýsti því aldrei, hvað við ætti að taka. Ronald Reagan hefur gert „útþurrkun" að sið- ferðislegu baráttumáli til að réttlæta óskir um draumkenndar vamir, er gerðu hræðsl- una að óþörfum þætti í fælingarkenning- unni. Nú gengur Mikhail Gorbachev feti framar en þeir báðir. Hann spyr sem svo: vilji menn „útþurrkun" er þá ekki ástæðu- laust að eyða peningum í ævintýri eins og „stjömustríðsáætlunina"? Við skulum gera þau að engu hér á jörðunni, og það fyrir árið 2000. Er hér um alvöru tillögur að ræða? Ekki hvað varðar „útþurrkun" lqamork- vopna. í heimi, þar sem allar þjóðir hefðu lýst því yfír, að þær ættu ekki kjamorku- vopn, yrði sá sem ætti eina bombu kóngur. Væri það Moamer Kadhafí, þá væri Líbýa risaveldi; væri það Deng Xiaoping, myndu Kínveijar loksins krefjast þess að fá aftur yfírráð yfír Vladivostok. Kannski Kremlveijar lifí í þeirri trú, að þeir geti framfylgt „útþurrkunarstefn- unni“ með því að láta KGB-menn vera á verði við allar sovéskar rannsóknastofnanir og við hvem plútóníummola, og svo geti þeir treyst því, að í opnu þjóðfélagi Banda- ríkjanna þegi menn yfír öllu því, sem þeir vita um kjamaklofnun og samruna? Kannski Vestur-Evrópubúar efíst um að Bandaríkjamenn grípi til kjamorkuvopna til að veija þá, en liði þeim betur án kjam- orkuvopna andspænis óvígum venjulegum herafla Sovétmanna? Hinar köldu staðreyndir em þær, að kjamorkuvopn era ákaflega gagnleg, þótt þau séu gagnslaus. í 40 ár hafa þau verið notuð til að fæla Sovétmenn og Bandríkja- menn frá því að ráðast hvor á annan eða á mikilvæga bandamenn hvors annars. Kjamorkuvopn hafa sett þeim þjóðum skorður, sem ráða yfir öflugum venjuleg- um herafla. Þau hafa lagt grunninn að heimsstjómkerfí, sem gerir öflugum þjóð- um og veikburða kleift að vinna saman og skapa stöðugleika í heilum meginálfum. I fyrirsjáanlegri framtíð mun enginn heilvita sovéskur eða bandarískur ráða- maður kasta frá sér vopnum, sem era þeirrar gerðar, að þau tryggja í senn frið og veita þjóð hans forskot. Eitt er víst að hvorki Reagan né Gorbachev munu nokkra sinni vilja standa uppi án kjamorkubrynj- unnar. Hvers vegna era þeir að stríða fóliri með draumsýnum? Vegna þess að það dregur athygli frá erfíðleikum þeirra við að taka ákvarðanir 1986 að dreyma um það, sem gerist 2001 og 2015.“ Farið í hring í stuttu máli þá er það næsta sérkenni- legt að fylgjast með umræðunum um kjamorkuvopn undanfarin ár og vera nú á þeim punkti, að blöð eins og New York Times skuli í forystugreinum tekin til við að minna menn á, að þrátt fyrir allt sé ekki skynsamlegasta úrræðið í öryggis- og friðarmálum, að gera öll kjamorkuvopn óvirk eða þurrka þau beinlínis út úr mannkynssögunni. Hér skal því síður en svo haldið fram, að ritstjórar New York Times hafí einhvem tíma haft aðra skoðun en þessa í kjarn- orkumálum, en hitt er ljóst, að það blað hefur eins og mörg önnur kynt undir mörgum tillögum, sem hníga í sömu átt og óskhyggjuhugmyndir á borð við þær, sem Alþingi samþykkti samhljóða í maí 1985. Á þingi á liðnu hausti kom fram, að vinstrisinnar líta síður en svo á ályktunina frá því í vor sem endanlega niðurstöðu Alþingis í þessum efnum. Þeir hafa haft uppi ýmsa tilburði, sem miða að því að fá þingheim til að samþykkja einhveijar til- lögur á borð við það, sem Gorbachev hefur nú kynnt. Enda hefur verið rækilega á það bent víða um lönd, að þessi tillögusmíð Sovétmanna sé einkum stunduð til að ganga í augun á alls kyns friðarhópum á Vesturlöndum í von um að þeir herði nú andróðurinn á ný gegn hinni sameiginlegu varnarstefnu. Það er ástæðulaust annað en búa sig undir langar framhaldsumræður um kjam- orkuvopnin, gildi þeirra og leiðir til að hindra að þeim verði nokkra sinni beitt. En í því efni mega menn ekki einblína á vopnin. Þeir verða að huga að því hver heldur á þeim, því að það er hann, sem ákveður að nota þau. Einmitt þess vegna má aldrei gleyma þeim mikla mun, sem er á lýðræði og alræði að því er varðar aðhald borgaranna að stjómendum sínum. Ótti Norðmanna í ræðu sem Anders C. Sjaastad, vamar- málaráðherra Noregs, flutti um áramótin fjallaði hann um aðra hlið á hemaðar- mætti Sovétríkjanna en þá, sem Gorbachev vill að sé í sviðsljósinu. Hann ræddi um hemaðarstyrk þeirra á Noregshafí og sagði meðal annars: „Nú era mjög fullkomin skip í sovéska flotanum og hann nýtur stuðnings nýtísku flugvéla og gervihnatta til eftiriits og stjómunar. Fé virðist ekki af skomum skammti, ef litið er til umfangsmikilla skipasmíða, sem gefa afdráttarlaust til kynna, að áfram sé stefnt að því að auka sovéska flotastyrkinn. Að baki þeim fram- kvæmdum öllum standa miklar tæknilegar rannsóknir og þróunarvinna. Tæknibilið í samanburði við Vesturlönd minnkar. Allt bendir til þess að það sé rangt að binda vonir við að dregið verði úr hemaðarappbyggingu í Sovétrílqunum með vísan til efnahagslegra erfíðleika. Pólitísk áhrif Sovétríkjanna nú á tímum má rekja til hemaðarmáttar þeirra. Hvorki ríkidæmi né hugmyndafræði veita þeim áhrif á alþjóðavettvangi. Vart er við því að búast að andstaða innanlands verði til þess að stemma stigu við hemaðarútgjöld- um, eins og gerist á Vesturlöndum. Auk þess brýtur það í bága við rússneskar hefðir að draga saman seglin á hemaðar- sviðinu." Frammi fyrir þessum staðreyndum stöndum við Islendingar einnig þegar við lítum á eigið öryggi. Það hefur síður en svo dregið úr sovéskum hemaðaramsvifum á norðurslóðum. Sumarið 1985 efndu Sovétmenn til mikillar flotaæfíngar á hafínu milli Islands og Noregs. Þijátíu herskip, þeirra á meðal fjögur landgöngu- skip og ijöratíu kafbátar, tóku þátt í þeim auk þess sem flugvélar fóra mörg hundrað ferðir út á hafið. Umræðumar um niður- skurð kjarnorkuvopna snerta ekki þennan þátt vígbúnaðarins, sem er þó hrollkaldur veraleiki í okkar næsta nágrenni. „í stuttu máli er það næsta sérkennilegt að fylgjast með umræðunum um kjarnorku- vopn undan- farin ár og vera nú á þeim punkti, að blöð eins og New York Times skuli í forystu- greinum vera tekin til við að minna menn á, að þrátt fyrir allt sé ekki skynsamleg- asta úrræðið í öryggis- og frið- armálum, að gera öll kjam- orkuvopn óvirk eða þrnrka þau beinlínis út úr mannkynssög- unni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.