Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 Úti í náttúrunni fiiinst mér ég vera stödd í miðju myndverki „Myndlist höfðaði alla tíð til mín og það svo að ég var frá unga aldri staðráðin í að gerast listmálari. Það fór þó á annan veg. Mín myndsköp- un hefur orðið á nokkuð öðru sviði en þessi sýning er þó auðvitað sprottin af sömu hneigð,“ segir Kristín Þorkelsdóttir en nú í vikunni opnaði hún sýningn á 39 vatnslitamyndum í Galleríi Borg við Austur- völl. Hún hefur um árabil rekið AUK hf AuglýsingastofU Kristínar, ásamt manni sínum Herði Daníelssyni, og hönnun frá hendi hennar er engin nýlunda í daglegu umhverfi okkar. En hver er aðdragandinn að málverkasýningunni nú? „Það var ekki fyrr en í hitteð- fyrra að ég fór að hafa aðstöðu til að sinna frjálsri myndlist á ný. Síðan hef ég verið að fíkra mig áfram og það er eiginlega ekki fyrr en nú að ég fínn að ég er að ná valdi á vatnslitunum. í þessu sem öðru eru vinnubrögð og vald á ákveðinni tækni algjör forsenda þess að hægt sé að túlka það sem leitarfram." „Þú málar eingöngu með vatns- litum og myndimar á sýningunni eru allar af landslagi, aðallega á Suðurlandi." „Já, vatnslitir em mjög ögrandi efni að fást við. Annað hvort heppnast myndin eða hún er ónýt. Ég fullgeri hverja mynd á staðn- um en geri gjaman margar at- rennur með sama mótífíð. Úti í náttúmnni fínnst mér ég vera stödd í miðju myndverki sem breytist í sífellu með ljósinu. Sumum nægir að horfa á það en ég hef þörf fyrir að tjá mig um það. Með því að mála landslagið er ég líklega að skrásetja hughrif sem ég verð fyrir um leið og þetta er mín aðferð til að njóta þeirra. Það er víst ekki lengur í tízku að mála landslagsmyndir en það skiptir mig nákvæmlega engu máli. Ég er að njóta lífsins." „Samt heldurðu sýningu á myndunum? Einhveija þörf hef- urðu þá fyrir að höfða til annars fólks." „Já, sennilega hef ég það,“ segir Kristín og dregur við sig svarið. „Ég á kannski ekki gott með að gera mér grein fyrir í hveiju sú þörf er fólgin nákvæm- lega. Kannski er það bara þessi frumstæða þörf sem býr í okkur öllum — að fá aðra til að taka þátt í því sem við erum að fást við og skiptir okkur sjálf máli og að vonast eftir viðurkenningu á því sem við teljum okkur hafa fram að færa.“ „Myndimar eru að heita má allar af sunnlenzku landslagi." „Já, það má segja að þær séu einskonar dagbók frá sl. sumri og sunnan- og vestanlands var góða veðrið aldrei þessu vant. Eiginlega lögðumst við hjónin út á einskonar myndafyllerí, ég með vatnslitina og Hörður með mynda- vélina. Við komum okkur upp ágætu farartæki, einskonar hús- bíl sem gengur undir nafninu kaffí- og vatnslitabíllinn Dúi, og hann var heimili okkar í margar vikur. Þetta var yndislegur tími og það að aka um sunnlenzkar sveitir og nema staðar þar sem mann langar til er lystisemd sem ég vildi ekki fara á mis við.“ „Málverkasýningar eru ekki nýnæmi fyrir þig. Þú tókst þátt í málverkasýningu á vegum FÍM í Listamannaskálanum fyrir rúm- um þijátíu árum.“. „Já, að ég lauk námi í Mynd- lista- og handíðaskóla Islands. Þá sendi ég inn tvær myndir og önnur var með á sýningunni. í gagnrýni um þessa sýningu kom fram í Morgunblaðinu að Valtý Péturs- syni leizt ekkert á þennan nýliða og hann sagði að myndin væri stæling á Vasarely. Sannleikurinn var sá að á þessum tíma hafði ég ekki einu sinni séð myndir Vasare- lys en þó er mjög líklegt að ég hafí orðið fyrir óbeinun áhrifum frá honum í gegnum Sverri Har- aldsson." „Léztu hugfallast þegar undir- tektimar urðu á þessa lund?" „Mér féll þetta þungt á sínum tíma en það hafði engin áhrif á afstöðu mína til myndlistarinnar. Og eftir á að hyggja finnst mér einmitt að sum þeirra merkja sem ég hefí hannað séu í sjálfu sér undir þessum sömu áhrifum." „Átti þetta e.t.v. sinn þátt í því að þú lagðir fyrir þig auglýs- ingateiknun?" „Nei, þar kom annað til. Eins og ég sagði áðan var ég snemma ákveðin í því að verða listmálari enda hafði ég frá fyrstu tíð haft þörf fyrir að tjá það hvemig ég skynjaði umhverfíð. í barnaskóla var teikning mín eftirlætisiðja. Ég minnist þess að í sjö ára bekk lagði kennarinn okkar, Valgerður Briem, þá spumingu fyrir alla í bekknum hvað þeir ætluðu að verða og svarið vafðist ekki fyrir mér: Ég ætlaði að verða list- málari. Valgerður var frábær kennari og ég kynntist henni aftur á síðasta ári mínu í Myndlista- og handíðaskólanum. Hún hafði sérstakt lag á að laða fram þá hæfíleika sem hver nemandi um sig bjó yfir og hlúa að þeim. Ég held nú að það hafí að sumu leyti verið forréttindi að vita snemma hvert hugurinn stefndi og það varð til þess að ég sótti um inn- göngu í MHÍ strax að loknu lands- prófí. Þar hóf ég nám sextán ára gömul í listmálaradeild en sjald- gæft var að nemendur hæfu nám í skólanum svo ungir. Sigurður Sigurðsson og Sverrir Haraldsson voru þeir kennarar sem ég sótti mest til á þessum ámm og á þriðja ári var ég aðstoðarkennari Sverris á kvöldnámskeiðum enda hafði ég þá bætt við mig kennslu- fræði og sálarfræði í skólanum. En það sem einkum varð til þess að ég hélt ekki áfram að einbeita mér að fijálsri myndlist var það að um það bil sem ég lauk náminu festi ég ráð mitt og þar með var alvara lífsins hafín. í kringum 1960 stunduðu fáir auglýsinga- gerð hér á landi en ég hafði mikinn áhuga á allri grafík, ekki sízt þeirri sem gaf að líta í erlend- um blöðum. Eg fór að hanna skilti á þeim tíma er ég starfaði hjá Sveini Kjarval sem • var þá umsvifamikill innanhúsarkitekt og hannaði m.a. merkar innrétt- ingar í Naustinu. Mér varð fljót- lega ljóst að þetta var leið til að lifa af myndlistinni og ég hef alla Ljósmynd/Sigurgeir Kristin Þorkelsdóttir. tíð gert mér grein fyrir því hve allt í umhverfinu hefur mikil áhrif á okkur. Þetta var með öðrum orðum leið til að selja sig heiðar- lega. Þannig leit ég á málið og geri það enn.“ „Értu sátt við að hafa farið út á þá braut á sínum tíma?“ „Já, fullkomlega, — á auglýs- ingasviðinu hef ég alltaf fengið að njóta mín.“ „Eg minnist þess að í samtali um auglýsingamarkað og harðn- andi samkeppni lét einn kollega þinn þau orð falla í mín eyru fyrir nokkrum árum að Kristín þyrfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. „Hún Kristín hefur sér- stöðu,“ sagði þessi fróma frú. „Það eru ekki viðskiptavinimir sem velja hana heldur er hún í þeirri aðstöðu að velja sér við- skipavini.“ Hvað segir þú um þetta?" „Þetta er nú kannski fulldjúpt í árinni tekið en fyrirtæki okkar hefur um árabil fylgt þeirri stefnu að þjóna takmörkuðum hópi við- skiptavina." „Og hvemig eru þau fyrirtæki valin?" „Þar er margt sem kemur til greina. Eitt atriðið er reyndar það að um sé að ræða sterkan aðila á viðkomandi markaði og í því felst auðvitað m.a. að sá hinn sami er fær um að borga reikning- ana sína. Það skiptir þó ekki minna máli að gott sé að vinna með þessum aðila. Öðravísi skilar vinnan sér ekki. Endanlega er það auðvitað sölusjónarmiðið sem gildir en til þess að hægt sé að koma vöranni á framfæri svo vel sé er afar mikilvægt að þeir sem að því vinna séu samhentir. Okkur er ekki sama hvað við eram að auglýsa. Það er ánægjulegt að eiga þátt í þvi að koma góðri vöra á framfæri en við viljum ekki taka þátt í því að útbreiða drasl. Það skiptir miklu máli að auglýsingar séu heiðarlegar og hafi upplýs- ingagildi. Skram er ekki annað en ófögnuður sem engum tilgangi þjónar. Þetta er nú reyndar sjón- armið sem ég held að æ fleiri hafí skilning á. Góðar auglýsingar era liður í menningu okkar og þær geta tvímælalaust haft listrænt gildi, rétt eins og önnur nytjalist, þrátt fyrir það að þær era liður í kaupsýslu og efnahagslífínu yfírleitt." „Hvar hefur þú lært auglýs- ingagerð?" „Eg er sjálfmenntuð á því sviði en sá skóli sem ég fékk í fijálsi myndlist er þó sá grunnur sem ég hef byggt á. Sálfræðin sem ég lærði þar jafnframt hefur komið mér að góðum notum.“ „Og nú ertu farin að halda myndlistarsýningar. Er það vís- bending um að þú sért að missa áhugann á auglýsingum?" „Nei, alls ekki, en ég er farin að skipta tímanum meira en ég hef gert lengst af. Auglýsingar eru eftir sem áður spennandi verkefni sem stöðugt býður upp á ný tækifæri og kallar á það að maður geri kröfur til sjálfs sín. En myndlistin kallar á mig líka. Hún er annað og meira en tóm- stundaiðja. Ég vil sinna hvora tveggja °g leggja rækt við það og það tel ég mig bezt geta gert með því að helga mig hvora við- fangsefninu um sig ákveðinn hluta ársins." Viðtal:Áslaug Ragnars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.