Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1986 43 KENWOOD Morgunblaðið/íSkapti Hallgrimsson Frá blaðamannafundi sem bankaráð og aðalbankastjórar héldu ásamt forráðamönnum útibús bankans á Akureyri. Margt á döfinni á 100 ára afmæli Landsbankans LANDSBANKI íslands verður 100 ára á þessu ári. Öld var liðin frá samþykkt laganna um stofnun Landsbanka 18. september sl. en 1. júlí nk. eru 100 ár liðin frá því bankinn var opnaður í fyrsta sinn. Bankaráð og aðalbankastjórar héldu fund með blaðamönnum á Akureyri á dögunum, ásamt forráðamönnum útibúsins í höfuðstað Norðurlands, þar sem gerð var grein fyrir því helsta sem gert yrði til að minnast afmælisins. Þar er fyrst til að taka að í vinnslu er heimildarkvikmynd um Landsbankann. Það er Saga film sem gerir myndina. Þá mun bank- inn gefa út bók með þáttum úr atvinnusögu íslands sl. 100 ár. Ritstjóri hennar er Heimir Þorleifs- son. Gefið verður út rit með svip- myndum úr sögu Landsbankans og starfsmannafélagsins. Ritstjóri er Vilhelm G. Kristinsson. Þá verður haldin Landsbanka- sýning. Hún verður sett upp í nýja Seðlabankahúsinu. Sýningin verður um þróun Landsbankans. Bæði verða sýndar myndir og gripir — og Landsbankinn sýndur á ýmsum tímaskeiðum. Settar upp bankaaf- greiðslur eins og þær voru á hinum ýmsu tímum. Seðlabankinn stendur einnig að sýningu þessari og mun sýna myntir frá ýmsum tímum. Sýningarstjóm er á höndum Stein- þórs Sigurðssonar. Enn eitt atriði afmælisársins er að efnt hefur verið til smásagna- keppni í tengslum við Listahátíð og í samvinnu við Reykjavfkurborg, sem verður 200 ára á árinu sem kunnugt er, og Seðlabankann, en hann verður 25 ára í ár. Þá mun fræðslumiðstöð Lands- bankans í Selvík við Holtavatn í Amessýslu opnuð í sumar. Er það liður í fyrirhuguðu átaki í fræðslu- málum bankans — og þess má geta að ráðinn hefur verið fræðslustjóri að bankanum. í samvinnu við Frjálsíþróttasam- band íslands mun hvert útibú á landinu sjá um víðavangshlaup bama á aldrinum 9—12 ára í sumar en úrslitakeppnin verður svo að lokum í Reykjavík. Á sjálfan af- mælisdaginn mun sérhvert útibú sjá um að gera daginn minnisstæð- an fýrir viðskiptamenn og starfs- fólk, þar á meðal hafa opið hús eftir afgreiðslutíma. Eins og áður sagði var það bankaráð og aðalbankastjórar, ásamt forráðamönnum útibúsins á Akureyri, sem kynnti afmælisdag- skrána. „Við komum til að skoða starfsemina, kynnast rekstrinum og hitta helstu viðskiptamenn okkar á Wterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! Akureyri og heimsækja nokkur fýrirtæki. Við erum ekki bangnir við þau viðskipti því þetta em greinilega traust fyrirtæki — þau standa á traustum fótum,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður banka- ráðs, á fundinum. Fram kom að hlutfall Landsbankans af útlánum væri 70,3% á Akureyri í árslok 1985. Aftur á móti hefur bankinn 47% innlána. Sögðu forráðamenn bankans innlánaaukningu heldur minni en hjá öðmm. Hraðbanki — sem opinn verður allan sólarhringinn — verður opnað- ur í Landsbankanum á Akureyri í febrúar; en hann verður rekinn i samvinnu við alla hina bankana, nema Iðnaðarbankann, sem þegar hefur opnað slíkan hraðbanka. Samskonar banki verður opnaður í Breiðholtsútibúi í Reykjavík og í útibúi í Borgarspítalanum. UMBOÐSMENN KENWOOD UM LAND ALLT: RAFSJÁ HF„ Sauðárkróki KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Akureyri GRÍMUR OG ÁRNI, Húsavík VERSLUN SVEINS GUÐMUNDSSONAR, Egilsstöðum ENNCO SF„ Neskaupstað MOSFELL, Hellu KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, Selfossi RADÍÓ- OG SJÓNVARPSÞJÓNUSTAN, Selfossi KJARNI, Vestmannaeyjum RAFVÖRUR, Þorlákshöfn VERSLUNIN BÁRA, Grindavík STAPAFELL HF„ Keflavík HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD H IhIhekiahf SSnll | | LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 • 21240 JL-HÚSIÐ, Hringbraut 121, Reykjavík RAFHA HF„ Austurveri, Reykjavík RAFÞJÓNUSTA SIGURD., Skagabraut 6, Akranesi HÚSPRÝÐI, Borgarnesi HÚSIÐ, Stykkishólmi VERSLUN EINARS STEFÁNSSONAR, Búðardal KAUPFÉLAG SAURBÆINGA, Skriðulandi, Dalasýslu PÓLLINN HF„ ísafirði VERSLUN EINARS GUÐFINNSSONAR, Bolungarvík VERSLUN SIGURÐAR PÁLMASONAR, Hvammstanga KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki VISA I u tsala 15-60% afsláttur af flísum, Marmara og baðherbergisinnréttingum FIísí Baðherbergisflís % Frostheldar f 1 ísí Mu Stakir baðskápa ■ Gólf og veggkorl >ar núkr. 300.- áðurkr. 960.- ir núkr. 780.- áður kr. 1.280.- r nú kr. 1.260.- áður kr. 2.600.- kur núkr. 300.- áðurkr. 560.- Mari ni9ri Baðherbergisinn 1 ■ Marmarahandlat réttingar með 35% afslætti igar með 30-50% afslætti 1 Gerið góð kaup strax í dag Nýborg c§d á nýjum stað... Skútuvogi 4, Sími 686755 a.-ar. traar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.