Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 IIULIIlLÚ Jeremy Brett í hlutverki meistara- spæjarans Sherlock Holmes. Þegar breski rit- höfundurinn Arthur Conan Doyle, skap- ari hins óviðjafnan- lega leynilögreglu- manns Sherlock Holmes, var ungur læknanemi við Edin- borgarháskóla vann hann eitt sinn sem sjálfboðaliði hjá þekktum skurð- lækni, Joseph Bell að nafni. Dr. Bell var mjög virtur í sinni grein og 1 þau fimmtíu ár, sem hann kenndi við læknadeild Edin- borgarháskóla naut hann óskiptrar að- dáunar og hylli nemenda sinna en þar á meðal voru menn eins og Robert Louis Stevenson, Conan Doyle og James M. Barrie, sem seinna urðu frægir rithöfundar. Hinn ungi Doyle var sérstaklega hrifinn af skurðlækninum og í endurminning- um sínum skrifaði hann að Dr. Bell væri fyrirmyndin að skáldsagnapersónu sinni, Sherlock Holmes. Islenska sjónvarpið byrjaði að sýna nýja þáttaröð frá Granada Television í Bretlandi um æfíntýri Sherlock Holmes og einkavinar hans og ævisöguritara, Dr. Watsons á föstudagskvöldið síð- asta. Taka þessir nýju þættir við af hinum þýsku um Derrick, sem nú hafa kvatt í bili. Með hlutverk Holmes og Watsons í þáttunum fara leikaramir Jeremy Brett og David Burke. Alls eru þættimir sjö að tölu og sýna Holmes takast á við nokkur af sínum frægustu mál- um. Þegar þættimir voru sýndir í breska sjónvarpinu var þeim vel tekið og dagblöð kepptust við að hrósa þeim. Sagði Sunday Times til dæmis að hér væri á ferðinni bestu sjónvarpsþættir gerðir eftir bókmenntaverki síðan Dýrasta djásnið (The Jewel in the Crown) var á dagskrá. ,Ég þekki í sundur fjöru- tíu og tvö ólík för eftir hjólbarða." Fyrsta sagan var A Scandal in Bohemia. í henni gekk Holmes í lið með konunginum í Bæheimi og hjálpaði honum að komast aftur yfir ljósmynd, sem hann hafði glat- að. Hclmes komst fljótlega á sióð eins af færustu andstæðingum sín- um, sem hann nefndi aldrei á nafn en talaði aðeins um sem „konuna“. Næsta saga heitir The Dancing Men og í henni lendir Holmes í að rannsaka dularfullar myndir, sem rissaðar hafa verið upp á veggi ensks sveitabýlis og kémst hann að því sér til undrunar að bófí frá Chicago tengist málinu. Þriðja sagan er The Naval Treaty og í henni er Holmes fenginn til að fínna leyniplagg, sem, ef það kemst í rangra manna hendur, getur ógnað heimsfriðinum. Aðeins Holmes get- ur fundið plaggið í tíma. Fjórða sagan er The Solitary Cyclist og segir frá ungri hertogafrú sem elt er af ógnvekjandi manni. Holmes og Watson komast fljótlega að því að uppi eru ráðagerðir um að ræna konunni ungu og þeir gera allt tii að koma í veg fyrir að það gerist. Saga númer fímm heitir The Cro- oked Man. í henni fínnst maður dauður og eiginkona hans er grunuð um að hafa myrt hann. Hver er hinn dularfulli og illi maður, sem geymir lykilinn að lausn gátunnar? Sjötta sagan heitir The Speckled Band. Holmes og Watson fínna morðvopn á afskekktu ensku sveita- býli en ógerlegt er að rekja vopnið til eigandans og það birtist þegar á það er kallað. Sjöunda og síðasta sagan í myndaflokknum heitir The Blue Carbuncle. Ómetanlegum gimsteini er stolið frá greifynju nokkurri og fínnst aftur í sarpinum á gæs. Hvemig komst hann þang- að? Hver stal gimsteininum? Það er ekki á færi nema sniliingsins Sherlock Holmes að ráða þessar gátur. „Ég hef ritað um muninn á öskunni af 140 teg- undum píputóbaks; vindla og sígaretta. Eg er stoltur af því að geta þekkt þessar tegundir í sundur með því einu að líta á þær.“ Á næsta ári verða hundrað ár liðin frá því fyrsta sagan eftir Arthur Conan Doyle um þessa heimsfrægu sögupersónu leit dags- ins ljós. Það var árið 1887 og sagan hét A Study in Scarlet og birtist í jólahefti Beeton’s Christmas Annual tímaritsins. Sagan vakti enga sérstaka athygli en Sherlock Holmes féll þó ekki alveg í gleymsku því tveimur árum síðar bað amerískur ritstjóri um nokkrar Sherlock Holmes-sögur og þar með var frægðarbraut spæjarans hafín. Og sú braut virðist ekki eiga sér nokkum endi. Sögumar seljast enn jafnt og þétt, mýgrútur kvikmynda hefur verið gerður eftir þeim, leikrit og sjónvarpsþættir. Það undarlega var að þegar tímar liðu átti Conan Doyle eftir að óska þess að hann hefði aldrei búið Holmes til. Það urðu örlög Doyles að verða þræll sköpunarverks síns. „Til eru sjötfu og fimm ilmvatnstegundir sem glæpasérf ræðingur þarf nauðsynlega að geta greint á milli.“ „Almenningi þótti Sherlock Holm- es mun raunverulegri persóna en sjálfur Conan Doyle," segir rit- höfundurinn Derek Wilson, sem nýlega fjallaði um höfundinn og leynilögreglusögur hans í breska Hann hnipraði sig saman í stóln- um. útvarpinu, BBC. Sögur Doyles um Holmes áttu eftir að hafa áhrif á störf lögreglumanna um allan heim og þær áttu stóran þátt í því að þróa rannsóknir á glæpamálum þegar tímar liðu. En Doyle kunni alla tíð mun betur við að skrifa sögulegar skáldsögur en leynilög- reglusögur. Árið 1891 kom fyrsta skáldsaga hans í þeim dúr út og hét hún The White Company. Sir Nigel kom svo út árið 1906. Af áhuga hans á Napóleonsstríðunum spruttu tvær skáldsögur og leikrit. En það var vegna Holmes sem Doyle hlaut heimsfrægð. Doyle reyndi að losa sig við spæjarann fyrir fullt og fast með því að láta hann farast í viðureign við erkióvin sinn, Moriarty, en vinsældimar voru slíkar að hann neyddist til að lífga hann við og halda áfram að skrifa um hin dularfullu æfíntýri Sherlock Holmes og vinarins Wat- sons. Eins og getið var hér í upphafí hafði Conan Doyle lifandi fyrirmynd að hinum ódauðlega leynilögreglu- manni sínum. Það var dr. Joseph Erkifjandinn Moriarty. Bell og af lýsingum að dæma voru hann og Holmes sérlega líkir í orði, æði og athöfnum. í sjálfsævisögu sinni nefnir Conan Doyle dæmi um skarpskyggni dr. Bells. Læknirinn horfði þögull á sjúkling, sem kom á spítalann til daglegrar aðgerðar. „Þér hafíð gegnt þjónustu í skoskri herdeild, og það er ekki langt síðan j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.