Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Deila flugumferðarstjóra við flugmálastjórn: Horfur á lausn deilunnar í kjölfar tillagna ráðherra GÓÐAR horfur eru á því að samkomulag sé innan seilingar í deilu flugumf erðarstjóra við flugmálastjórn, að sögn Guð- laugs Kristinssonar formanns samninganefndar flugumferðar- stjóra. Kristleifur Jónsson látinn KRISTLEIFUR Jónsson bankastjóri Samvinnubankans er látinn. Hann fæddist 2. júní 1919 að Varmalæk í Andakílshreppi, Borgarfírði, og voru foreldrar hans Jón Jakobsson og kona hans, Kristín Jónatansdótt- ir. Kristleifur var við nám í Sam- vinnuskólanum og lauk prófí þaðan 1940, en auk þess lauk hann prófi frá Bar-Lock Institutet í Stokkhólmi 1947, og lagði stund á enskunám, nám í versiunarfræðum og bókhaldi í London sumarið 1947. Gjaldkeri var hann hjá Kaupfélagi Borgfírð- inga 1940—45. Kristleifur hóf störf hjá SÍS um áramótin 1947—48. Forstöðumaður kaupfélagseftirlits SÍS var hann 1948—52. Hann gerð- ist aðalféhirðir SÍS 1953—67 og jafnframt kennari í bókhaldi við framhaldsdeild Samvinnuskólans um nokkurra ára skeið. Bankastjóri Samvinnubankans var hann frá 1. janúar 1968. Eftirlifandi kona hans er Auður Jónsdóttir. Matthías Bjamason samgöngu- ráðherra lagði fram tillögur til lausnar deilunni á fundi með flug- umferðasrtjórum á föstudag sem þeir segjast geta sætt sig við. Var nánar fjallað um tillögumar á samningafundi í gær. Ráðherra sagðist ekki geta aftur- kallað áminningarbréf þau sem sumir flugumferðarstjórar hafa fengið í hita deilunnar, eins og þeir hafa gert kröfu um, en kveðst hins vegar reiðubúinn til að skoða þau hvort um sig málefnalega. í annan stað kveðst Matthías vilja skipa, án auglýsingar, í stöðu yfírmanna á stofnuninni. Við það losna flórar vaktstjórastöður, sem leysa varð- stjórastöðumar af samkvæmt nýju skipuriti, og ráðherra hyggst aug- lýsa eftir umsóknum í þær stöður. Að sögn Guðlaugs Kristinssonar voru þessar tillögur ráðherra rædd- ar á stjómarfundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra á föstudag og lýsti stjómin sig reiðubúna til að fallast á þær. Ökuf erðinni lauk í Kópavogslæknum Morgunblaðio/Annbjom Aðfaranótt laugardagsins fór fólksbifreið út af veginum við Kópavogslækinn og hafnaði bifreiðin í læknum. Okumaður var fluttur á slysadeild. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar verið var að draga bifreiðina upp úr læknum skömmu eftir að atvikið átti sér stað. Aðstandendur „Fijáls útvarps“ dæmdir fyrir ólöglegan útvarpsrekstur: 20 þúsund króna sekt og greiðsla sakarkostnaðar Dóminum áfrýjað til Hæstaréttar ÞRÍR MENN, aðstandendur „Frjáls útvarps", voru í gær dæmdir i Sakadómi Reykjavíkur fyrir að hafa staðið að ólöglegum útvarps- rekstri í verkfalli BSRB haustið 1984. Mennirnir voru dæmdir í 20 þúsund króna sekt hver um sig sem greiða skal innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta gæsluvarðhaldi ella. Þá voru mennirn- ir dæmdir til að sæta upptöku á tækjabúnaði og greiðslu sakarkostn- aðar. Dóminum hefur verið áfryjað til Hæstaréttar. Þetta er annar dómurinn sem Mennimir sem í gær vom dæmd- feliur í sjö málum er höfðuð vom ir fyrir brot á útvarps- og ijarskipta- Kristleifur Jónsson á síðasta ári gegn aðstandendum ólöglegra útvarpsstöðva er starf- ræktar vom á nokkmm stöðum á landinu í verkfalli BSRB. í byrjun desember síðastliðnum vom tíu menn á ísafírði dæmdir í fésektir af þessum sökum. lögunum em Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og formaður útvarpsrétt- amefíidar, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagnfræðingur og Ei- ríkur Ingólfsson starfsmaður í menntamálaráðuneytinu. * ASI vill að geng- ið verði frvst í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að það teljist ekki jafngilda afsali á einkarétti ríkisins til útsendinga á útvarpi þegar út- sendingar ríkisútvarpsins hættu er starfsmenn lögðu niður störf, og það hafí ekki skapað sjálfstæðan rétt fyrir ákærðu eða aðra til að standa að útvarpsrekstri. Röksemd veijanda um neyðarástand í þjóð- félaginu var hafriað. Dóminn kvað upp Sverrir Einarsson sakadómari og veijandi þremenninganna var Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp: „Þessi dómur kemur mér á óvart. Hann endurspeglar ekki rétt réttarviðhorf. Við höfum þegar ákveðið að áfrýja dómnum." Þegar Kjartan var spurður hvort dómurinn hefði áhrif á stöðu hans, sem formanns útvarpsréttamefnd- ar, svaraði hann: „Ég var einróma kjörinn af Alþingi til setu í útvarps- réttamefnd eftir að ég sætti ákæru fyrir brot á fyrri útvarpslögum. Með tilliti til niðurstöðu sakadóms mun ég taka setu mína í nefndinni til athugunar." Lést af völdum vinnuslyss SKIPVERJI á bv. Sveini Jónssyni KE 9, Kjartan Bjamason, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík um miðjan janúar af völdum áverka sem hann hlaut er hann varð fyrir slysi um borð í togaranum 28. desember sl. Sjópróf vegna slyssins fóru fram í Keflavík í síðustu viku. Þar kom fram að maðurinn hafði marist illa á baki og bijósti við slysið. Farið var með manninn í land í Bolungar- vík og síðan haft samband við lækni á ísafírði. Hann lá í spítala fyrir vestan þar til 4. janúar, er hann fór með áætlunarvél til Reykjavík- ur. Var gert ráð fyrir að hann hefði samband við lækni í Reykjavík og átti að athuga blóðrás í hægri handlegg. Það gerði hann og kom þá í ljós að ekki var allt með felldu og var gerð aðgerð á honum 7. janúar. Maðurinn lést á sjúkrahúsi 14. janúar. FORYSTUMENN Alþýðusambands íslands leggja á það áherslu að gengi verði fryst á meðan launþegar, vinnuveitendur og rQdsstjómin era að skoða Ieiðir til lausnar kjaramála án þess að verðbólgan magn- ist. Telja þeir að með föstu gengi og að ekki komi til launahækkana megi ætla að hækkun framfærsluvisitölunnar á árinu verði 6,5 - 8%. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ tilgangi að ýta undir lækkun verð- og fleiri úr samninganefnd sam- bandsins kynntu blaðamönnum til- lögur ASÍ um aðhald í verðlagsmál- um sem kynntar hafa verið fyrir samninganefnd VSÍ og fulltrúum ríkisstjómarinnar. I tillögum ASÍ segir m.a.: Ein mikilvægasta for- senda þess að unnt sé að draga verulega úr verðbólgu er að tiyggður verði stöðugleiki í gengismálum. Þeim stöðugleika verður ekki náð nema gætt sé ýtrasta aðhalds í öðrum ákvörðunum, á sviði launa- mála, peningamála og opinberra fjármála. Fyllilega er ljóst, að slík leið er ófær nema stjómvöld endur- skoði fyrri ákvarðanir um skatt- heimtu til ríkissjóðs og sveitarfélaga, á grundvelli nýrra verðlagsforsenda og til þess að leggja lóð á vogarskál hjaðnandi verðbólgu. í yfírliti sem ASÍ hefur tekið saman um aðgerðir sem til greina gæti komið að gripið yrði til í þeim bólgu eru nefndir punktar um opin- ber ijármál, peningamál, innkaups- verð og kostnað í verslun og almennt aðhald og traust á aðgerðum. Rætt er um að ríkið dragi hluta þegar ákveðinna hækkana opinberrar þjón- ustu til baka og ekki komi til frekari hækkana á árinu. Fyrirframgreiðsl- ur skatta verði þegar lækkaðar, skattvísitala lagfærð og útsvör verði lækkuð. Þá er rætt um lækkun sölu- skatts og fleiri skatta. f peningamál- um er neftit að ríkisstjómin geri ráðstafanir til þess að almennir vextir lækki, m.a. með vaxtalækkun á skuldabréfum ríkissjóðs, og ströngu aðhaldi að verðbréfasölu á öðrum sviðum. Gerðar verði viðhlít- andi ráðstafanir til þess að stöðva stöðuga útþenslu bankakerfisins og kostnaður verði lækkaður m.a. með upskipan þess. Einnig að settar verði frekari skorður við erlendum lántök- um. Varðandi innkaupsverð og kostnað í verslun er rætt um að stuðlað verði að auknu verðskyni neytenda með víðtækum samanburði á vöruverði og að notendur greiðslu- korta beri kostnað af slíkum við- skiptum. í punktum ASÍ segir einnig að tímabundin verðstöðvun, til dæmis í 6-9 mánuði, kynni ef vel tækist til að styrkja almennt traust á því að árangur náist í viðureigninni við verðbólguna. Takmörkuð verðstöðv- un á búvörur er einnig nefnd. Lokakafli skýrslu ASÍ nefnist sameiginlegt átak og hljóðar hann svo: Ekki þarf að fjölyrða um þau vandamál sem fylgt hafa mikilli og langvinnri verðbólgu hérlendis. Verðbólga sem nemur tugum pró- senta skapar margvíslegan vanda í rekstri fyrirtækja, grefur undan afkomu launafólks á líðandi stund og er dragbítur á nauðsjmlega upp- byggingu atvinnulífs og um leið á kjör landamanna á ókomnum árum. Eigi sigur að vinnast f glímunni við verðbólgudrauginn þarf sameigin- legt átak. Rúnar Brekkan Haraldur Ásgeirsson Létust í flugslysinu Mennimir sem fórust með TF-ZEN í Bláfjöllum á föstudag vom Rúnar Brekkan, sem var flugmaður vélarinnar og Haraldur Asgeirsson. Rúnar var 44 ára vélvirki til heimilis að Stakkholti 3 í Reykjavík. Haraldur var 40 ára prentari til heimilis að írabakka 22 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.