Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Myndverk kvenna Myndlist Bragi Ásgeirsson Seinni hluti sýningar mynd- verka eftir konur, í eigu Reykjavíkurborgar í menning- armiðstöðinni í Gerðubergi hefur staðið yfír í viku, er þessar línur eru festar á blað. í eigu Reykjavíkurborgar eru alls um 90 myndverk eftir konur af hinni margvíslegustu gerð og er það lofsverð hug- mynd að koma þeim á fram- færi með sýningahaldi. A fyrri sýningunni voru einungis verk látinna kvenna en á þessari eru verk núlifandi listakvenna, sem notið hafa þess heiðurs að borgin hafí fest sér mynd eftir þær. Ég gerði fyrri sýningunni allgóð skil hér í blaðinu enda var hún um margt hin at- hyglisverðasta og einkum fyrir þá sök hve vel sumar mynd- anna fóru í þessu annars mjög svo óþjála sýningarhúsnæði. Menningarmiðstöðin í Gerðubergi er frekar þungt hús og er fátt þar inni sem gleður augað utan sjálfrar starfseminnar og eru hér mörg vítín að varast ef framhald verður á byggingu slíkra húsa- kynna. Sífella eftir Krístínu Jónsdóttur. Það eru 17 listakonur, sem eiga samtals 26 verk á þessari sýningu, málverk, vefnað, samlímingar og lágmyndir. Fjöldi listakvennanna er þannig öllu meiri en á fyrri sýningunni og verk einstakra þarafleiðandi færri. Þetta gerir sýninguna til muna ósamstæð- ari og á engan hátt jafn eftir- minnilega. Hér vantar kraft og ferskleika enda eru ýmsar hinna yngstu listakvenna, er mikla athygii hafa vakið á síð- ustu árum, ekki með. Máski hefur láðst að festa sér verk þeirra og óneitanlega orki innkaupin á köflum tvímælis og bregða ekki upp réttri mynd af viðkomandi listakonum. Þetta hefur þó skánað hin síð- ari ár svo sem marka má af samlímingu Bjargar Þorsteins- dóttur svo og hinu einfalda en áhrifaríka myndverki Kristínar Jónsdóttur „Sífella“. Auðvitað eru fleiri ágæt verk á sýningunni en á heildina litið eru flestar listakvennanna sparlega kynntar og í sumum tilvikum beinlínis ranglega. Verkin sýna þá hvorki styrk þeirra né sérstök persónuleg einkenni. Framtakið sjálft er góðra gjalda vert og vafalítið eru þeir fjölmargir í Breiðholtinu sem munu hafa ánægju af að nálgast þessi verk núlifandi íslenzkra listakvenna. Þeir feðgar, Pacino og Sid Owen í grámósku Byltingarinnar Ringnlreið undanskyldu: Hinsvegar virðist sem sá þáttur hafí gagntekið Hugh Hudson við fánýta söguskoðun hans, auk þess dylst engum að leik- stjómin er sama marki brennd. Kvikmyndin Byltingin einkennist af glundroða meira en góðu hófí gegnir og maður hefur á tilfinning- unni að Hudson hafí lent frammi fyrir alvarlegum vandamálum við klippiborðið — kaffært sig í þúsund- um feta af illtilsníðanlegri filmu. Handritshöfundurinn Robert Dillon hefur tekið þann kostinn að skoða byltinguna með augum al- múgamannsins A1 Pacino. Þegar hann kemur til New York 1776 er frelsisstríðið þegar í algleymingi, íbúarnir flestir risnir upp gegn breska nýlenduhemum. Nauðugur viljugur dregst Pacino inní átökin ásamt ungum syni sínum (Owen). Beijast þeir feðgar hlið við hlið með Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabló: Ringulreið Revolution ★ '/i Leikstjóri Hugh Hudson. Framieiðandi Irwin Winkler. Handrit Robert Dillon. Kvik- myndataka Bernard Lutic, Pana- vision, Technicolor. Tónlist David Crozier. Aðalhlutverk A1 Pacino, Nastassia Kinski, Donald Sutherland, Dave King, Joan Plowright, Steven Berkoff, Sid Owen, Dexter Fletcher. Dolby Stereo. Ensk-bandarisk 1985, ca. 120 m. Ringulreið hefur löngum verið tryggur fylgifískur byltinga, að frelsisstríð Bandaríkjanna ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.