Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 27
F orsetakostningar í Costa Rica: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 27 Oscar Arias bar sigur úr býtum San Jose, Costa Rica, 3. febrúar. AP. OSCAR Arias, hófsamur stjórnmálamaður, sem hét þvi að halda þjóðinni utan við átökin i Mið-Ameríku, vann sigur í forsetakosning- unum, sem fram fóru i Costa Rica á sunnudag. Flestir höfðu búist við mjög tví- sýnum úrslitum en raunin varð sú, að Oscar Arias, sem var frambjóð- andi þjóðlega frelsisflokksins, sigr- aði mótframbjóðanda sinn, hægri- manninn Rafael A. Calderon, með allmiklum mun. Af 1.147.558 at- kvæðum hlaut Arias 53,3% en Calderon 44,8%. Fjórir aðrir fram- bjóðendur, þar á meðal frambjóð- andi kommúnista, fengu innan við 2% af öllum greiddum atkvæðum. Calderon viðurkenndi seint í gær ósigur sinn á fundi með stuðnings- mönnum og sagði, að þjóðin hefði kveðið upp úrskurð og að hann ætlaði sér að virða hann eins og sá, sem vill samborgurum sínum vel. Stjórnvöld í Costa Rica hafa lengi verið náinn bandamaður Banda- rílq'astjómar og þar hefur lýðræðið staðið fastari fótum en annars stað- ar í Mið-Ameríku. Af 37 leiðtogum landsins allt frá árínu 1824 hafa aðeins sjö ekki verið kosnir í ftjáls- um kosningum. Uganda: Musevni sver forsetaeið Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1986 Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Lauga- vegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1986 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: — fiskeldi, — upplýsinga- og tölvutækni, — líf- og lífefnatækni, — nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, — undirstöðugreinar matvælatækni, — framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á — líklegri gagnsemi verkefnis, — gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, — möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, — hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, — líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að — samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, — fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, — líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langfrgma uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. Kampala, Uganda, 3. febrúar. AP. YOWERI Museveni, hinn nýi forseti Uganda, sór embættiseið bæði fyrir rikisstjórn og bylting- arráði um helgina, en bæði ríkis- stjórn hans og byltingarráð eru nær eingöngu skipuð fulltrúum frá Suður-Uganda. Museveni hefur heitið lýðræðislegum og réttlátum stjómarháttum, en bæði ríkisstjóm hans og bylting- arráðið, sem mun fara með lög- gjafavald, em nær eingöngu skipað félögum úr þjóðfrelsis- samtökunum skæruliða frá Suð- ur-Uganda. Aðeins einn ráðherranna 22, Ponsia Mulema fjármálaráðherra, var ekki félagi í skæruliðasamtök- unum. Mulema er jafnframt eini fulltrúinn í ríkisstjóminni frá Norð- ur-Uganda þar sem em heimalönd flestra frammámanna hinnar út- lægu ríkisstjómar. í ræðu er Yoweri Museventihélt er hann sór embætt- iseið sagði hann að hiutverk stjóm- málaflokka yrði ekki skilgreint fyrr en eftir um það bil tvö ár: „Stjóm- málaflokkar em verkfæri til að ná fram ákveðnum markmiðum. Ég lít ekki á þá sem markmið í sjálfu sér,“ sagði Museveni. Bandankin: Hlutu verðlaun fyrir krabba- meinsrannsóknir Los Angcles, 3. febrúar. AP. í SÍÐUSTU viku voru veitt verðlaun úr Hammer-verð- launasjóði Occidental-olíufé- lagsins í Los Angeles. Nema þau 100.000 dollurum og eru veitt fyrir frammúrskarandi árangur í krabbameinsrann- sóknum. Að þessu sinni skiptust verðlaunin á milli tveggja vís- indamanna, Bandarikjamanns og Japana. Sagði dr. Armand Hammer, stjórnarformaður ol- iufélagsins, er hann afhenti verðlaunin, að meiri framfarir hefðu orðið á sviði krabba- meinsrannsókna á undanföm- um fáum mánuðum en siðasta aldarfjórðunginn. Verðlaunin skiptust á milli Bandaríkjamannsins dr. Stevens A. Rosenberg, yfirlæknis við Bandarísku krabbameinsstofnun- ina, og Japanans dr. Tadatsugu Taniguchi, prófessors við sam- eindalíffræðideild Osaka-háskóla í Japan. Hammer skoraði enn fremur á yfirvöld að auka Qárveitingar til Bethesda-sjúkrahússins í Maiy- land, þar sem dr. Rosenberg hefur stundað rannsóknir sínar, en gjúkrahúsið er í eigu Bandarísku krabbameinsstofnunarinnar. Rosenberg var verðlaunaður fyrir nýja krabbameinsmeðferð, svokallaða Interleukin-2-meðferð, sem byggist á því, að breyta venjulegum hvítum blóðkomum í vígfúsar „víkingafrumur", sem ráðast gegn og eyða eða draga úr krabbameinsæxlum. Taniguchi hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir, sem gerðu mögulegt að einangra Interleukin-2-arfbera og fram- leiða efnið í stórum stíl. Tilkjmnt var um tilnefningu Rosenbergs og Taniguchis til verðlaunanna fyrir áramót, en þetta er í fjórða sinn, sem þau em veitt. Verðlaunaupphæðin er 100.000 dollarar á ári. Verðlaunasjóðurinn mun veita einnar milljónar dollara verðlaun fyrir meðferð, sem kemur að sambærilegum notum við krabbameinslækningar og bóluefni dr. Jonasar Salk við lækningu mænuveiki. ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI HEKLAHF LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 - 212*10 GENERAL ELECTRIC SSSS55f»** Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD 52 K Q.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.